Morgunblaðið - 11.01.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.01.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 5 5 Morgunbladið/ Friðþjófur. Fjórir bflar í árekstri IUa vióraði til aksturs á höfuðborgarsvæðinu í g»r, en þrátt fyrir þad uróu ekki óvanaiega mörg umferðaróhöpp. Undantekningar urðu auðvitað — fjór- ar bifreiðir skullu saman á Kringhimýrarbraut um khikkan 15 í gær. Engin slys urðu á fólki, en hins vegar talsvert eignatjón. Grettir Eggerts- son látinn GRETTIR Eggertsson forstjóri í Winnipeg andaðist hinn 9. þ.m. á 81. aldursári. Hann var fæddur 9. febrúar 1903, sonur hjónanna Árna Egg- ertssonar fasteignasala og Oddnýjar Jónínu Jakobsdóttur. Grettir lauk prófi í rafmagnsverk- fræði frá Manitoba-háskóla og starfaði sem verkfræðingur í Bandaríkjunum, Kanada og á ís- landi. Hann bjó í 13 ár í New York og rak þar verkfræðiskrifstofu. Iiann var verkfræðilegur ráðu- nautur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmágnsveitum ríkisins og Rafmagnseftirlitinu í Reykjavík. Hann var forstjóri fyrir E.G. Eggertsson Inc. Engi- neers, New York, Western Eleva- tor og Motor Co. Ltd., Winnipeg og Power & Mine Supply Co. Ltd. í Winnipeg. Grettir átti sæti í stjórn Hf. Eimskipafélags íslands, samkvæmt tilnefningu Vestur- íslendinga, frá 1954 til 1976. Eftirlifandi eiginkona Grettis er Irene Eggertsson frá Kansas City. Þau voru barnlaus. Athugasemd við leið- ara Morgunblaðsins MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Guð- jóni B. Ólafssyni, framkvæmda- stjóra Iceland Seafood Corporat- ion, fisksölufyrirtæki SÍS í Banda- ríkjunum: „Mér hefur borist símrit (tele- fax) af leiðara yðar í dag, þar sem fjallað er um nýgerðan sölu- samning milli SH/Coldwater og fyrirtækisins Long John Silver’s. í upphafsorðum leiðarans er gefið til kynna, að Iceland Sea- food Corporation hafi ekki byrj- að að selja þorskflök til Long John Silver’s fyrr en eftir 10 senta verðlækkun á sl. hausti. Þessi ummæli eru byggð á ókunnugleika leiðarahöfundar. Iceland Seafood hefur selt þorskflök til Long John Silver’s allt frá árinu 1975 og hafa þessi viðskipti farið vaxandi ár frá ári. Hin síðari ár hefur Long John Silver’s verið stærsti kaupandi Iceland Seafood af þorskflökum. Með kveðju, Guðjón B. Ólafsson, framkv.stjóri Iceland Seafood Corporation.** Aths. ritstj. í leiðara Morgunblaðsins í gær stóð þetta í upphafi: „Síðla sumars 1983 var aug- sýnilegt að íslensku fisksölufyr- irtækin í Bandaríkjunum voru farin að keppa sín á milli. Ice- land Seafood Corporation, fyrir- tæki Sambands isl. samvinnufé- laga (SÍS), lækkaði verðið á 5 punda þorskflakapakkningum um 10 sent og hóf að selja Long John Silver’s, sem hafði verið einn helsti viðskiptavinur Cold- water, fyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna (SH).“ Ummæli í leiðara Morgun- blaðsins má skilja á þann veg, sem Guðjón B. Ólafsson gerir. Morgunblaðinu var fullkunnugt um viðskipti Iceland Seafood við Long John Silver’s og ekki ætl- unin að gefa annað til kynna. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^ídum Moggans! °r Vigri seldi fyrir 5,7 milljónir VIGRI RE seldi afla sinn í Bremerhaven í gær, alls 195,1 lest. Heildarverö var 5.700.200 krónur, meðalverð 29,22. Skipin, sem selt hafa afla sinn erlendis það sem af er árinu hafa undantekningarlítið fengið mjög gott verð fyrir hann. Hins vegar hefur gæftaleysi undanfarna daga komið í veg fyrir að sæmi- legur afli hafi fengizt. Því eru ekki fyrirhugaðar fleiri landanir erlendis fyrr en í næstu viku. Sjálfkjörið í stjórn VR EKKI VAR lagður fram nema einn framboðslisti til stjórnar í Verslun- armannafélagi Reykjavíkur, listi stjórnar- og trúnaðarmannaráðs, en framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Nú er kosið um helming stjórn- arinnar, sem í eiga sæti 14 manns. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, var í kjöri og verður því for- maður VR næstu tvö árin. Aðrir, sem eru sjálfkjörnir í stjórn nú, eru: Böðvar Pétursson, Pétur A. Maack, Elís Adolphsson, Teitur Jensson, Arnór Pálsson, Anna Laufey Stefánsdóttir og Elín Elí- asdóttir. Þeir sem fyrir voru í stjórn eru: Helgi Guðbrandsson, Grétar Hannesson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Jóhanna E. Sveinsdóttir, Jón ísaksson og Jó- hanna Vilhelmsdóttir. Þá var sjálfkjörinn listi 35 manna trúnaðarráðs og 15 vara- manna þeirra, ásamt tveimur end- urskoðendum og varamönnum þeirra. Trúnaðarráðið er kosið á hverju ári, en stjórnin kosin til tveggja ára, helmingur stjórnar hverju sinni. sem enginn fœr staðist Jakkaföt m/ vesti Venjulegt verð 6.500. Okkar verð 4.760.- Ath.: Þrátt fyrir þetta góða verð eru aðeins 1. flokks ensk og þýsk efni í fötunum frá okkur. Kaupið vandaða vöru á vægu verði Snorrabraut Siml 13505 Glæsibæ Sími 34350 H'imraborg Kopavogi Smi46200 Miðvangi Hafnarfirði Simi 53300 H K Austurstnrti 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.