Morgunblaðið - 11.01.1984, Side 15

Morgunblaðið - 11.01.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 15 Dr. Anton von Webern Tónlist Jón Ásgeirsson Josef Matthias Hauer, sem fyrstur kom fram með hugmyndina að svo- nefndu tólftóna kerfi, átti erfitt með að sannfæra menn um mikilvægi framlags síns og lét því útbúa sér gúmmístimpil, þar sem á var letrað: „Josef Matthias Hauer, andlegur fað- ir tólftónatónlistar og þrátt fyrir að margir hafi þar líkt eftir, sá eini er skilur þetta kerfi og kann að nota það.“ Schönberg mun hafa viðurkennt frumkvæði Hauers og boðið honum þátttöku í umræðum um þessar að- ferðir en Hauer tókst ekki að beygja menn undir þá hugmynd, að frum- kvæði hans væri mikilvægara en sú þróun er af henni leiddi. Fyrir Schönberg var það ekki átakalaust að hverfa frá síðrómantískri tón- sköpun er hann hafði náð meistara- tökum á, það tók hann í raun áratug að temja sér þessi nýju viðhorf, áð- ur en tólftónatæknin léki honum í hendi. Það sem gefur tólftónakenn- ingunni gildi, er hversu þróun þeirra aðferða, sem af henni spruttu voru margvíslegar og eru þessi stefnuskil greinileg í ólíkum rithætti Schönbergs og tveggja nemenda hans, er þekktastir hafa orðið, nefnilega Alban Bergs og Anton Weberns. Nú eru liðin 100 ár frá fæðingu Weberns og af því til- efni stóð Musica Nova fyrir tónleik- um í Norræna húsinu sl. mánudag og voru leikin fimm tónverk eftir meistarann. Fyrsta verkið á tón- leikunum voru Sex bagatellur op. 9, er voru leiknar af Þórhalli Birgis- syni, Kathleen Bearden, Helgu Þór- arinsdóttur og Noru Kornblueh. Allar bagatellurnar eru aðeins 58 taktar í heild og í þessu verki tókst Webern að ná því markmiði að losa sig við allt fyllingarefni, útsetning- una, og vinna verkið aðeins úr frumþáttum hugmyndanna. Schön- berg sagði um bagatellurnar að „allt verkið skynjast í einni sjón- hending". Þrjú smálög op. 11 voru leikin af Noru Kornblueh og Snorra Sigfúsi Birgissyni. Guðríður St. Sig- urðardóttir lék Píanótilbrigði op. 27, Þórhallur og Snorri Sigfús Birg- issynir léku Fjögur verk op. 7 og tónleikunum lauk með Kvartett op. 22, en auk Þórhallar léku Óskar Ingólfsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Svana Víkingsdóttir. öll verkin voru mennilega uppfærð og sum mjög vel flutt, eins og t.d. Píanó- tilbrigðin, er Guðríður St. Sigurð- ardóttir lék, bagatellurnar, svo og Op. 7 er bræðurnir Þórhallur og Snorri Sigfús fluttu vel á köflum. Ekki væri úr vegi að flytja meira af tónlist Weberns, sem þrátt fyrir hálfrar aldar geymd býr enn yfir ferskleika nýsáins akurs, einstæð í nýstárleika sínum og umfram allt hlý og mannelskulega fíngerð and- stæða þess djöfulgangs er umlék hann en snerti ekki, nema undir það síðasta, er friðsæld langþráðs friðar var rofin og hermaður, er ekki skildi að á ferð var einmana iista- maður, skaut hann í bakið. Ennþá ómar kall bandariska hermannsins: „Stansið eða ég skýt“ og hvellurinn ómaði eins og til að tilkynna að upp rynni nýr tími er markaði upphaf sitt við endalok þess er skóp hann. „Hjálparþurfi ef til stórfelldra jarðskjálfta kæmi“ segir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna FRÁ ÞVÍ var skýrt í Mbl. fyrir skömmu, að fulltrúar almannavarna á íslandi hefðu rætt um það við norska aðila, að 10 sérþjálfaðir leit- arhundar ásamt húsbændum þeirra gætu verið komnir á vettvang á ís- landi með þriggja stunda fyrirvara ef stórfelldar náttúruhamfarir yrðu á íslandi, til dæmis jarðskjálftar. Mbl. bar þetta undir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins. „Þetta er rétt svo langt sem það nær og efnislega alveg rétt,“ sagði Guðjón Petersen. „Forsaga þessa máls er að Björgunarhundasveit íslands hef- ur verið stofnuð hér á landi. Að henni stendur áhugafólk um þjálf- un og beitingu hunda i neyðartil- vikum, svo sem ef fólk grefst und- ir snjóflóði. Þetta fólk kom okkur að miklu gagni á Patreksfirði. f kjölfar atburðanna fyrir vestan hófust viðræður við þessa sveit um hlutverk hennar innan almanna- varnakerfisins. Þeir fengu hingað til lands formann hundabjörgun- arsveitar í Noregi. Sýndu Al- mannavarnir þessu mikinn áhuga. Norðmenn bentu á að þeir gætu komið hingað til lands með stutt- um fyrirvara í neyðartilvikum og engar hindranir væru í vegi fyrir því, og ef til kæmi, þá myndu beiðnir héðan fara í gegn um Al- mannavarnir Noregs. Hjálpin gæti nýst ef til stór- .felldra jarðskjálfta kæmi hér á landi. Ég tel að íslenzku hundarn- ir verði notaðir ef til snjóflóða kemur, enda ríður mjög á að bregðast skjótt við ef fólk grefst undir snjóflóði. Enn hefur ekki verið gengið frá samkomulagi og skipulagi þessara mála hér á landi. Annað sams konar félag er innan Slysavarnafélags fslands og þessir aðilar eru nú í viðræðum um að marka sameiginlegar að- ferðir til þess að geta komið sam- an inn í almannavarnakerfið." — Hafa möguleikar á samstarfi við fleiri þjóðir verið kannaðir? „Já, möguleikar á slíku eru fyrir hendi. Almannavarnir Norður- landa hafa samstarf sín i milli og eru tilbúnar til aðstoðar komi til náttúruhamfara í ríkjunum. Þannig buðust Almannavarnir Danmerkur til að hlaupa undir bagga með okkur þegar gaus í Vestmannaeyjum, en ekki þurfti á aðstoð að halda. Innan Atlants- hafsbandalagsins er viðbúnaður til þess að flytja lið og tæki verði hamfarir í aðildarríkjum. Þetta er á sviði almannavarna og miðaðst við hjálp á friðartímum. Loks er að geta að á vegum Sameinuðu þjóðanna er stofnun, sem veitir aðstoð komi til náttúruhamfara. Þessi stofnun hefur veitt okkur tæknilega aðstoð og þekkingu og jafnframt höfum við miðlað þekk- ingu til hennar," sagði Guðjón Petersen. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan .............. 23/1 Jan ............. 6/2 Jan .............. 20/2 ROTTERDAM: Jan .............. 12/1 Jan .............. 24/1 Jan ............. 7/2 Jar\ ............. 21/2 ANTWERPEN: Jan ............ 12/1 Jan .............. 25/1 Jan ............. 8/2 Jan ............ 22/2 HAMBORG: Jan ............ 13/1 Jan ............ 27/1 Jan ............ 10/2 Jan ............ 24/2 HELSINKI: Arnarfell ..... 12/1 Arnarfell ...... 12/2 LARVIK: Hvassafell ..... 16/1 Hvassafell ..... 30/1 Hvassafell ..... 13/2 Hvassafell ..... 27/2 GAUTABORG: Hvassafell ..... 17/1 Hvassafell ..... 31/1 Hvassafell ..... 14/2 Hvassafell ..... 28/2 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 18/1 Hvassafell ...... 1/2 Hvassafell ..... 15/2 Hvassafell ..... 29/2 SVENDBORG: Hvassafell ..... 19/1 Hvassafell ...... 2/2 Hvassafell ..... 16/2 Arnarfell ...... 20/2 ÁRHUS: Hvassafell ..... 19/1 Hvassafell ...... 2/2 Hvassafell ..... 16/2 Arnarfell ...... 20/2 FALKENBERG: Arnarfell ...... 16/1 Mælifell ....... 17/1 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 17/1 Skaftafell ..... 17/2 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 18/1 Skaftafell ..... 18/2 'SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 CAMRY Nýjasti framhjóladrifni bíllinn frá TOYOTA Það er til mikið úrval af bílum í Bandaríkjunum — en samt verða kaupendur þar aó vera á biðlista eftir Toyota Camry .. . TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.