Morgunblaðið - 11.01.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 11.01.1984, Síða 40
Þ ,etta lestu í dag: Þriðji hver reyk- ingamaður lætur líf- ið fyrir nautn sína. [M. Sjá bls. 14 TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Skuldabréf Samvinnu- sjóðsins með ábyrgð Samvinnubankans SAMVINNUSJÓÐUR íslands mun á næstunni gefa út verðtryggð skuldabréf med bankaábyrgð Sam- vinnubanka íslands, en fyrirtækið Kaupþing hf. mun verða með bréfin í umboðssölu. Hefur Kaupþing hf. að þessu tiiefni ritað lífeyrissjóðum SÍS stærst íslenskra fyrirtækja SAMBAND íslenzkra samvinnu- félaga var langstærsta fyrirtæki á íslandi árið 1982, en heildar- velta fyrirtækisins var 3.627 milljónir króna og breyting á veltu frá fyrra ári um 52,2%. Meðalfjöldi starfsmanna var 1.574 og meðalárslaun á árinu voru 173,5 þúsund krónur. Verð- breytingar í landinu voru 53,78% á árinu. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta hefti tíma- rilsins Frjáls verzlun, þar sem birtur er listi yfir 150 stærstu fyrirtæki á íslandi 1982. í 2. sæti listans er Lands- banki íslands og hefur hann færst upp um eitt sæti frá ár- inu á undan. Heildarvelta Landsbankans var 2.277,7 milljónir króna og hafði aukizt um 92,% milli ára. í 3. sæti listans er Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, en fyrirtækið var í 2. sæti árið á undan. Heildarveltan 1982 var 2.002,5 milljónir króna og veltuaukn- ingin frá fyrra ári 43,9%. I 4. sæti listans er Sölusam- band íslenzkra fiskframleið- enda með heildarveltu upp á 1.796 milljónir króna. Flugleið- ir eru í 5. sæti listans með 1.602,4 miilj. króna heildar- veltu. — Sjá nánar á miðopnu blaðsins umfjöllun um 150 stærstu fyrirtækin. og fleiri aðilum bréf, þar sem hin nýju verðbréf eru boðin til sölu. Skilmálar skuldabréfanna eru þeir, að lánstíminn verður frá einu ári til fimm ára án afborgana og bréfin verða greidd upp í lok lánstímans, ásamt verðbótum á höfuðstól og vöxtum og vaxtavöxt- um og miðast verðtrygging bréf- anna við lánskjaravísitölu. Vextir umfram verðtryggingu verða frá 4,75% til 7% eftir láns- tíma bréfanna, en verðgildi þeirra verður væntanlega á bilinu frá 5.000 krónur til 100.000 krónur. „Sú raunávöxtun sem hér er í boði liggur á bilinu milli þeirrar ávöxt- unar sem spariskírteini ríkissjóðs bera í dag (5%) og verðtryggð veðskuldabréf einstaklinga (9—10%). Telja má, að með tilliti Bræla hamlar loðnuveiðum UM 30 loðnuskip eru nú haldin til veiða og fjölmörg bíða í heima- höfnum, reiðubúin. Hins vegar hefur þrálát bræla, allt frá því að veiðar máttu hefjast 4. janúar, hamlað veiðum. Því hefur enn engin loðna borizt á land, það sem af er árinu. til lánstíma og tryggingar (bréfin eru með bankatryggingu eins og fyrr segir), sé hér um mjög gott tækifæri að ræða til ávöxtunar á fé,“ segir orðrétt í bréfi Kaupþings hf. Bréfin greiðast upp í einu lagi í lok lánstímans, sem er nýjung í útgáfu skuldabréfa af þessari teg- und, þar sem þau verðtryggðu veðskuldabréf einstaklinga sem í boði hafa verið á verðbréfamark- aði hafa verið með einni eða tveimur afborgunum á ári og kraf- izt þess, að afborganir, verðbætur og vextir yrðu fest aftur i nýjum bréfum til að halda ávöxtuninni gangandi. í bréfi Kaupþings hf. er bent á, að 7% raunávöxtun þýði tvöföldun raungildis höfuðstóls á 10 árum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun þetta í fyrsta sinn, sem einkaaðili býður verð- tryggð skuldabréf með framan- greindum skilmálum, en fyrirtæki hafa hins vegar boðið út bréf með hefðbundnum skilmálum. Munur- inn á raunávöxtun og þeirri ávöxt- un sem þekkist á markaðnum kemur fram í ákveðnum afföllum, sem þriðji aðili, eða sá sem selur bréfin, tekur á sig. Hann þarf alls ekki að vera sá sami í öllum tilvik- Síamstvíburar“ í Valaskjálf ÞESSIR „síamstvíburar" vöktu athygli gesta á grímudansleik, sem hald- inn var í Valaskjálf á Egilsstöðum sl. laugardag. Var þar glatt á hjalla og brugðu börnin sér í margvísleg gervi, eins og myndin sannar. Þar voru einnig sjóræningjar með alvæpni, trúðar, spilafígúrur og fleiri. Ekki fylgir sögunni hvort „tvíburarnir" létu sér nægja að dansa við eina dömu í einu ... — Morgunblaító/ÓWiir. Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF: Kaupendur saltfísks að kikna undan dollarnum „Á UNDANFÖRNUM árum hefur gengi dollarans stöðugt hækkað á móti Evrópumyntum og má til dæm- is nefna, að frá áramótum 1981 hef- ur dollarinn hækkað um 85% á móti líru, 105% á móti peseta og 155% á móti portúgölskum escudos. Þetta þýðir gífurlega verðhækkun á ís- lenzkum saltfiski til neytenda á mörkuðum þessara landa, sem hafa tekið um 90% af saltfiskframleiðslu íslendinga,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF, er hann var spurður hvaða áhrif hækkun dollar- ans hefði á saltfisksölu héðan. „Samningarnir hafa hingað til verið gerðir í Bandaríkjadollurum eins og í sölu á frystum fiski og skreið enda sama hráefnisverð til þessara þriggja greina. Keppi- nautarnir, Norðmenn og Færey- Mannabein á bæjarhlaðinu Mólmavík, 2. janúar. ÞAÐ ER EKKI ráðist í stórframkvæmdir í litlum byggðar- lögum eins og gefur að skilja þar sem opinbert fé er af skornum skammti. í Kirkjubólshreppi á Ströndum búa 72 sálir, sem eru þó að þoka áfram ýmsum framfaramálum eftir getu. Nú í haust og vetur hefur verið sett upp „götulýsing" á bæjarhlað- inu á flestum bæjum í hreppnum. Má þetta kallast aukin upplýsing meðal sveitamanna. A Kirkjubóli var einmitt verið að grafa fyrir rafstreng fyrir slíka lýsingu nú fyrir skömmu. Varð mönnum ekki um sel þegar upp komu a.m.k. fjórar heillegar haus- kúpur, lærleggir, mjaðmagrindur og önnur mannabein sem lágu svo sem fet undir yfirborðinu. Var þetta allt furðu heillegt og þótti með ólíkindum hversu mikið kom upp af beinum á svo litlum skika. Var ekki laust við að nokkurn óhug setti að mönnum við þennan fund, ekki hvað síst er heimamenn urðu þess varir í býtið morguninn eftir er þeir gengu til að gegna fé sínu, að rafmagn var farið af fjár- húsunum. Var þó allt með felldu daginn áður. En allt á sínar skýringar og í ljós kom við nánari eftirgrennslun að skammhlaup hafði orðið í raf- streng og að á Kirkjubóli var fyrr- um hálfkirkja í kaþólskum sið og fram til 1570. Eðlilegast verður því talið að þar hafi einnig verið kirkjugarður þótt þetta væri nú löngu fallið í gleymsku og enginn vissi lengur hvernig nafnið Kirkjuból væri til komið. FK. Grímur Benediktsson og Sigurður Benediktsson ábúendur á Kirkjubóli með hluta af beinunum, sem fundust. Morgunblaðí«/FK. ingar, selja í norskum og dönskum krónum og hafa þær fallið gagn- vart dollarnum um 55 og 70% á sama tíma og hefur því samkeppn- isstaða þeirra batnað að mun á móti íslendingum. Sem dæmi má nefna, að 100 dollarar 1981 jafn- gilda í dag 59 dollurum reiknað í dönskum krónum og 100 dollarar 1981 jafngilda nú 65 dollurum í norskum krónum. Á árunum 1981 og 1982 mætti SÍF þessari þróun með nokkrum verðlækkunum og á miðju síðasta ári, þegar hækkun dollarans keyrði úr hófi fram, var tekin upp viðmiðun við SDR (sérstök drátt- arréttindi), sem skiptir dollara- breytingunum nokkurn veginn til helminga á milli kaupenda og selj- enda. Þessi lækkun samfara styrk dollarans þýðir verulega skerta afkomu saltfiskframleiðenda á móti öðrum vinnslugreinum, sem selja til dollarasvæða. Síðustu vik- urnar hefur gengi dollarans hækk- að meira en dæmi eru til um og þrátt fyrir tengingu söluverðs við SDR virðist svo komið að kaup- endur séu kikna undan dollarnum. Síðustu 7 mánuði eða frá 1. júní 1983 hefur til dæmis pesetinn fall- ið um 15% gagnvart dollar, líran um 14%, escudos um 35%, danska krónan um 13% og norska krónan um 10%, en blessuð íslenzka krón- an aðeins um 8% á þessum sama tíma,“ sagði Friðrik Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.