Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
5
Sinfóníuhljóm-
sveit íslands:
Aukatón-
leikar
á morgun
Á MORGUN, laugardaginn 21. janú-
ar, mun Sinfóníuhljómsveit íslands
halda aukatónleika og verða þeir í
Háskólabíói og hefjast kl. 14.00. Á
efnisskrá tónleikanna eru fjögur
verk, það eru: J.C. Bach: Sinfónía í
D-dúr; Mozart: Exultate jubilate
motetta; Bruch: Skosk fantasía fyrir
fiðlu og hljómsveit og Brahms: Aka-
demíski forleikurinn.
Að þessu sinni koma fram með
hljómsveitinni tveir burtfarar-
prófsnemendur tónlistarskólans í
Reykjavík, þær Sigríður Gröndal
og Sigríður Eðvaldsdóttir. Fram-
koma þeirra með hljómsveitinni
er lokaáfangi burtfararprófsins.
Þær stöllur munu innan skamms
halda utan til framhaldsnáms.
Stjórnandi tónleikanna er Páll
P. Pálsson.
Ellert B. Schram:
Tek ákvörðun
um helgina
„ÞAÐ ER mitt að taka ákvörðun og
það geri ég ekki fyrr en um helgi,“
sagði Ellert B. Schram ritstjóri og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er
Mbl. spurði hann í gær, hvort hann
hygðist taka sæti á Alþingi á mánu-
dag, þegar það kemur saman eftir
jólaleyfi. Ellert fékk leyfi frá þing-
störfum, þegar þing kom saman í
haust, fram að jólaleyfi þingmanna.
Ellert var spurður, hvort hann
hefði rætt mál þetta við forseta Al-
þingis, eða forustumenn þingflokks
sjálfstæðismanna. Hann svaraði:
„Við Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (forseti Sameinaðs Alþingis,
innsk. Mbl.) spjölluðum saman í
gær. Það var bara svona spjall
milli tveggja flokksbræðra. Það er
engin niðurstaða í málinu ennþá.
Ég tek ákvörðun um helgina."
Alþingi:
Hefur störf
nk. mánudag
Alþingi íslendinga, 106. löggjafar-
þing, kemur saman til starfa mánu-
daginn 23. janúar nk. eftir þinghlé
frá því fyrir Jól. Mcginmál, sem fyrir
þinginu liggja, tengjast vanda efna-
hags- atvinnu- og fjármála, s.s. sjáv-
arútvegsdæmið, fjárfestingaráætlun,
frumvarp að lánsfjárlögum (hliðar-
mál við fjárlög), frumvörp um
skattamál, frumvörp til breytinga á
kosningalögum og stjórnarskrá,
frumvarp að nýrri húsnæðislöggjöf
og fjöldi þingmannamála.
Samningar
hjá ÍSAL
ganga stirt
FUNDUR starfsmanna álversins í
Straumsvík og framkvæmda-
nefndar ÍSAL hjá ríkissátta-
semjara í fyrradag var árangurs-
lítill. Boðað hefur verið til annars
fundar í dag, föstudaginn 20. janú-
ar, en verkfall hefst í álverinu í
Straumsvík 27. janúar hafi samn-
ingar ekki tekist.
Þorramaturinn á borð borinn í Naustinu. Morgunblaðið/ Fnðþjófur
Þorri
Naustsins
hafinn
SAMKVÆMT dagatalinu hefst
þorrinn í dag. Samkvæmt siðvenju
Naustsins frá 1956 hefst þorrinn
einnig þar í dag. Verður þá gestum
Naustsins boðið upp á þorramatinn,
sem undanfarin ár hefur einkennt
þennan gamla mánuð ásamt frost-
inu.
Það var árið 1956 sem séra Hall-
dór Gröndal, þáverandi veitinga-
maður í Naustinu, tók upp þennan
gamla sið og varð það meðal ann-
ars til þess að þorramaturinn,
sviðin, hákarlinn, harðfiskurinn,
hrútspungarnir og svo framvegis,
varð algengur á borðum almenn-
ings á þessum tíma. Nú er Ómar
Hallsson veitingamaður í Naust-
inu og mun hann ásamt starfsfólki
síniusjá um að gæða gestum á
súrmetinu og því sem til heyrir
Stofnfundur FRÍ-klúbbsins veröur á
áramótafagnaöi Útsýnar
■30AD íkvöld-20 ianúar
Kl. 20.00. Húsið opnar með pompi og pragt. Ungfrú og
herra Útsýn ásamt skrautklæddu þjónustuliöi Útsýnar
og Broadway taka á móti gestum með kurt og pí. Viö
komuna kynntur í fyrsta sinn hér á landi nýr lystauki.
Afhending happdrættismiöa og sala binógspjalda.
Kl. 20.30. Áramótaveizla: Glæsilegur kvöldveröur á
gjafaveröi.
Rjómasúpa a la Bussola.
Fylltur grísahryggur Lupa meö tilheyrandi góögæti.
Eftirréttur FRI-klúbbsins.
Verð aöeins kr. 450.-
Kvikmyndasýning: Heimsreisa 4 og 5 — Ingólfur sýnir og kynnir. Broadway- ballettinn: Jazznótan — hressileg danssýn- ing undir stjórn Sóleyjar. Glæsileg tízkusýning: Módelsamtökin sýna módelkjóla frá Maríunum, Klapparstíg og loöfeldi frá Eggert feldskera, Laugavegi 66.
Heiöar Jónsson snyrtir sýnir kvikmynd: Vetrar- tlzkusýninguna RÍVögSUChö frá H'E&MNl^URENT Beauté og kynnir sumartízkulitina 1984 í snyrtingu frá franska tízkukónginum. Dixie-band Svansins kemur öllum í gott skap meö sveiflu!
Brandarar
ársins:
Hinn sífjörugi og
vinsæli Ómar
Ragnarsson.
Feguröar-
samkeppni:
Ungfrú og herra Útsýn. Glæsileg
módel valin úr hópi gesta.
Bingó:
Spilaö um 3 glæsilegar Útsýnar-
ferðir ’84.
Happdrætti:
Allir matargestir taka þátt í
ókeypis happdrætti. Vinningur:
Útsýnarferö.
Kynnir kvöldsins veröur hinn bráðfríski og
fjörugi Hermann Gunnarsson.
Þátttakendur í
þessum glæsilega
fagnaði verða stofn-
félagar FRÍ-klúbbs-
ins — (og hvað er
nú það?). Þetta er
nýi ferðaklúbburinn,
sem tryggir þér betri
ferðir á lægra verði
og margvísleg
hlunnindi og
skemmtun í ferð
þinni, en kostar þig
ekki neitt. Allir góðir
viöskiptavinir og
ferðafélagar geta
gerzt þátttakendur
frá 18 ára aldri, án
nokkurra skuld-
bindinga.
Hljómsveit Gunnars
Þóröarsonar og Gísli
Sveinn í diskótekinu
halda uppi fjörinu
og stemmningunni
til kl. 03.00.
Þetta er jafnan ein fjörugasta og glæsilegasta
skemmtun ársins, sem selst upp í hvelli. Tryggðu
þér miða í tíma.
Borðapantanir og miöasala í Broadway kl. 10—17 daglega.