Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
11
efsta samverustund í bankanum.
Svo reyndist þó vera. í kyrrþey
áður en dagur rann 13. janúar var
Magnús lagður af stað nýr og heill
mót nýjum morgni. Dauðinn hafði
ekki látið þeyta lúður fyrir sér.
Það hefur verið dapurt og yfir-
þyrmandi síðustu daga og erfitt að
einbeita sér að störfum. Málefni
og minningar órjúfanlega tengdar
Magnúsi hafa verið áleitnar og
hvarvetna blasað við sjónum, enda
má með sanni segja, að maðurinn
hafi verið óvenjulega nátengdur
öllu starfi stofnunar sinnar. Hann
var hluti af henni og hún hafði
vissulega með árunum orðið sívax-
andi hluti af honum.
Það rifjaðist óneitanlega upp
fyrir mér sú stund, þegar ég kom
fyrst til starfa í bankanum fyrir
22 árum. Ég bar þá nokkurn ugg í
brjósti. Ekki út af vandasömu
starfi, sem í vændum var, heldur
hinu hvernig Magnús Jónsson
mundi taka mér og hverrar leið-
sagnar og samvinnu viðvaningur-
inn mátti vænta af honum. Við
höfðum ólíka lífsreynslu að baki,
og mér sagði svo hugur um, að við
værum líkast til næsta ólíkir og
ólíklegir samstarfsmenn. Ég þarf
ekki að lýsa því nú, að allar slíkar
hugrenningar og efasemdir höfðu
verið með öllu óþarfar og fjar-
stæðar, og nú þegar ég lít yfir far-
inn veg, skil ég betur en nokkru
sinni, hversu dýrmætt það var
mér og lærdómsríkt að njóta vin-
áttu, reynslu og vitsmuna Magn-
úsar Jónssonar í meira en tvo ára-
tugi, þótt með nokkrum hléum
væri. Þakklæti til hans geymi ég í
hugskoti mínu. Því fæ ég ekki
fram komið með fánýtum orðum.
Magnús Jónsson var í starfi
sterkur stofn á djúpum rótum, bú-
inn ótrúlegu bolmagni vits og
vilja. Hann lagði vægðarlausan
mælikvarða á sjálfan sig bæði til
líkama og sálar. Gerðist aldrei
þótt móti blési maður kveins eða
klökkva né lagðist hann í ófrjótt
hugarangur. Hann tókst á við
ofureflið af kjarki, metnaði og
karlmennsku, hvar sem það varð á
vegi hans, langt fram yfir alla
venju og meðallag.
Þrátt fyrir þolrifin sterk var
Magnús að eðlisfari blíður maður
og jafnvel viðkvæmur, og eitt hið
fegursta í fari hans að mínum
dómi var vináttan, umhyggjan og
tryggðin, sem jafnan setti svip
sinn á dagfar hans. Vinátta hans
var tær og opinská, heilagt mál, og
ég hygg, að honum hafi þótt
vænna um vini sína en öðrum
mönnum og skynjaði betur og
fann vináttu annarra, enda var
Magnús vinmargur þótt fjarri
færi því, að hann væri eða viidi
vera allra vin.
I breytni, fasi og daglegum hátt-
um var Magnús Jónsson hvort
tveggja í senn hversdagsmaður og
fyrirmaður. Hann var mikilmenni
að manngildi og leit á skyldu sína
af háum sjónarhóli. Það var fjarri
skapi hans og eðli að víkjast und-
an nokkru verki þótt öðrum stæði
nær, og aldrei man ég til þess, að
hann ætlaðist til undanþágu eða
fráviks í störfum sín vegna. Hann
ætlaði sér sízt minni hlut ef ekki
meiri í þunga starfsins en okkur
hinum, þótt ekki gengi hann heill
til skógar hin síðari ár.
Magnús var ávallt þeirrar skoð-
unar, að meginskilyrði fyrir far-
sæld og getu bankans til að gegna
hlutverki sínu væri góður friður,
samheldni og samstaða milli
stjórnenda um úrlausn allra mála.
Ég heyrði hann við mörg tilefni
geta þess með einlægri velþóknun
og nokkru stolti, að þessi vinnu-
brögð hefðu aldrei farið úrskeiðis
hjá okkur félögunum. Ef til vill
átti Magnús sjálfur einmitt
drýgstan þátt í þessu góða sam-
starfi. Hann var einstakiega vel
skyggn á andstæð sjónarmið án
þess að lenda í vöflum, hann var
fljótur að greina aðalatriði og
þungamiðju málefna, sem einmitt
leiddi til skjótra úrlausna. Aldrei
lét hann í ljós vanþóknun sína
með stóryrðum, og þá var hann
fámæltastur, þegar honum var
mest niðri fyrir. Fyndist honum
sjónarmið sitt standa höllum fæti,
var hann manna fúsastur til að
endurskoða það í leit að réttri
ákvörðun. Hæst reis Magnús, þeg-
ar vandi var mestur og útgöngu-
leiðir virtust lokaðar eða torfærar.
Þá kom reynsla hans, yfirsýn og
skýr hugsun að beztum notum og
brást hvergi.
Magnús var í störfum sínum
frásneiddur og hafði beinlínis
ímugust á öllu skrumi og ótíma-
bærum bumbuslætti mönnum eða
skoðunum til framdráttar. Hann
var raunsær og hlutlægur í mati,
og athyglisvert var, hversu fjarri
það var skapferli hans og eðli, að
annarleg sjónarmið réðu fram-
gangi mála. Hann mældi ekki
ágæti eins eða neins á kvarða póli-
tískra skoðana. Ef til vill var það
helzta aðalsmerki hans í banka-
stjórastarfi. Hann var maður að-
alatriða og stefnumótandi um-
fjöllunar, en samt nákvæmur og
formfastur, hafði það hlutverk í
samstarfi okkar að setja saman
tímabundnar starfsreglur, þegar
bregðast þurfti við breyttum að-
stæðum í peningamálum. Þær
báru ævinlega vitni um skýrleika
hans og yfirsýn, þótt ekki tækist
okkur alltaf að ná settu markmiði.
Aldrei sá hann ofsjónum það, sem
hefði getað orðið í þeim efnum,
heldur fagnaði af einlægni og vel-
þóknun þeim árangri og þeirri
stöðu, sem náðst hafði, þótt ekki
væri allt.
Magnús Jónsson var á vinnustað
sínum maður ræðinn og léttur í
máli, oft spaugsamur, og kunni vel
þá list að segja frá, enda marg-
fróður og vel að sér. Ég mun
ævinlega sakna morgunstund-
anna, er við áttum oftast saman í
upphafi vinnudags, þar sem við
spjölluðum og skiptumst á skoð-
unum og fréttum bæði í gamni og
alvöru. Það voru notalegar og
ánægjulegar studir, sem ég held,
að við höfum báðir haft yndi og
gagn af.
Eitt af því sem Magnús hafði
sérstaklega með höndum sam-
kvæmt verkaskiptingu var ráðn-
ing og málefni starfsfólks bank-
ans. Slík verkefni eru oft hin við-
kvæmustu og vandasömustu í
hverri stofnun. Til að leysa þau
hafði Magnús alla hæfni og
mannkosti, sem til þurfti, enda
var hann ástsæll af samstarfs-
fólki, sem mat hann og virti sem
hvort tveggja, traustan og bjarg-
fastan stjórnanda, en um leið ein-
lægan og velviljaðan samstarfs-
mann, sem aldrei var svo önnum
kafinn, að ekki vildi heyra og leysa
vandkvæði þess margvísleg. Sjálf-
ur leit hann ekki á starfsfólk sem
undirmenn, heldur miklu fremur
samherja og vini.
Þakkargjörð Magnúsar, sem
hann hugðist flytja starfsfólki
daginn, sem hann var burt kallað-
ur, var að vísu aldrei flutt, en svo
mikið vitum við öll um efni henn-
ar og boðskap, að hún kemst vissu-
lega til skila þótt með öðrum og
örlagaríkari hætti sé.
Það eru mikil skilaboð fólgin í
lífi og starfi Magnúsar Jónssonar í
Búnaðarbankanum til okkar allra,
sem eftir stöndum. Ég á ekki betri
ósk á þessari stundu en þá, að sú
fórnfýsi, ósérhlífni og manndóm-
ur, sem setti svip sinn á allt sam-
starf Magnúsar við okkur, megi
verða bæði leiðarstjarna og mark-
mið stofnunarinnar og starfs-
manna um ókomnar stundir.
Magnús Jónsson var gæfumaður
í einkalífi. Vissulega var hann
mikill og ágætur af sjálfum sér, en
með Ingibjörgu var hann meira en
hann sjálfur. Hún var honum allt
í senn: eiginkona, hjartfólginn
vinur, félagi og bakhjarl. Ingi-
björg er kona einstaklega vel gerð,
sterk og heilbrigð til orðs og æðis.
Hlutur hennar í lífi og starfi eig-
inmannsins var stórfenglegur og
fagur og gæti verið efni í langt
mál, en þess mun hún ekki óska.
Magnús var mikill heimilismaður.
Það var honum hjartfólgnara en
allt annað þessa heims, enda ríkti
þar innan dyra- tign, ástríki og
gagnkvæm virðing. Þangað send-
um við Sigríður hugheilar kveðjur
og þakkir.
Blessuð sé minning Magnúsar
Jónssonar.
Stefán Hilmarsson
Það er mikill sjónarsviptir, þeg-
ar maður eins og Magnús Jónsson
frá Mel kveður. Það er ekki ein-
ungis fyrir þá, sem höfðu náin
kynni af honum og áttu hann fyrir
vin og samstarfsmann. Samfélag-
ið lætur á sjá og skarð er fyrir
skildi, þegar slíkur forustumaður í
þjóðlífi fslendinga er allur.
Leiðir okkar Magnúsar lágu
saman þegar á unga aldri í
Menntaskólanum á Akureyri.
Hann var kominn frá Skagafirði
og ég vestan af fjörðum. Kynni og
vinátta, sem stofnað er til á þess-
um aldri, reynast gjarnan traust
og varanleg. Svo var það með
okkur Magnús. Kom þar einnig til
að síðar á lífsleiðinni fléttuðust
saman örlagaþræðir okkar í sér-
lega ríkum mæli. Það var ekki ein-
ungis að við áttum eftir að vera
samherjar í þjóðmálabaráttunni
og samstarfsmenn á Alþingi í
margháttuðu flokksstarfi, heldur
og að gegna í ýmsu sömu störfum
á þeim vettvangi. Það kom í minn
hlut að taka við sumum af þeim
störfum, sem hann hafði áður
gegnt og lét af, þegar hann færðist
í fang önnur ábyrgðarstörf. Þann-
ig tók ég við af Magnúsi sem fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins þegar hann var bankastjóri
Búnaðarbankans.
Magnús frá Mel var dæmigerð-
ur fyrir þá, sem vinna sig upp af
eigin rammleik. Hann var hvorki
borinn til auðs né valda, en hann
hafði hlotið í vöggugjöf í þeim
mun ríkari mæli gáfur og metnað.
Á vettvangi stjórnmálanna lék
allt í höndum hans, hvort heldur
var í ræðustól á mannfundum eða
við framkvæmdastörf, á Alþingi
eða í ríkisstjórn. Hann komst til
æðstu metorða á þeim vettvangi,
sem hann ungur haslaði sér. Á
þeirri vegferð hafði hann öruggan
vegvísi, þar sem var það lífsvið-
horf, sem öðru fremur mótaði af-
stöðu hans til stefnumörkunar í
hinum stóru málum og viðbrögð
til dægurmála. Það sem mér þótti
jafnan rista dýpst hjá Magnúsi,
þegar öll kurl komu til grafar, var
sú lífsskoðun hans, í hverju máli
skyldi gera það, sem mest gagn
gerði fyrir sem flesta.
Það hlaut því mikið að liggja
eftir Magnús. Hann kom víða við
og áhugamálin voru mörg og
margvísleg. Honum auðnaðist að
ná fram mörgu til góðs. Hann skil-
ur eftir sig spor, sem bera vott um
hug hans og vilja.
Það er mikill skaði þegar slíkur
maður verður fyrir heilsubresti á
miðjum aldri, svo sem Magnús
varð. Það var ekki einungis skaði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur
var það þjóðarólán. Þá sagði
Magnús af sér varaformennsku í
Sjálfstæðisflokknum og þing-
mennsku einmitt þegar mest var
þörfin fyrir slíkan forustumann.
Það er til marks um þann efni-
við sem í Magnúsi frá Mel var, að
við hið alvarlega veikindaáfall reis
hann hæst. Með einbeitni og vilja-
styrk einskærum tekst honum að
ná sér svo upp, að hann fær á ný
þá heilsu og kraft sem gerir hon-
um kleift í mörg ár og allt til
dauðadags, að halda áfram banka-
stjórastarfinu, með þeirri reisn
sem honum var eiginleg.
Til þess þurfti stálvilja. En það
var einmitt sá eiginleiki, sem svo
mjög setti mark sitt á öll störf
Magnúsar. Þó mátti ekki alltaf sjá
þetta á yfirborðinu. Þvert á móti.
Kom þetta til af því, að maðurinn
var sérlega hugljúfur í framkomu
og mannasættir í raun. Með stál-
hnefa í silkihanska vann Magnús
frá Mel sín afrek.
Gifta lék við Magnús á ýmsa
vegu. Sú var mest að eiga Ingi-
björgu Magnúsdóttur að eigin-
konu. Ingibjörg var stoð og stytta
manns síns alla tíð. Honum var
hún bezt, þegar mest á reyndi, svo
að aðdáun vakti allra, sem til
þekktu. Barnaláni miklu áttu þau
hjón að fagna og fjölskyldulíf
þeirra var fagurt svo af bar.
Að leiðarlokum er nú minnst
gæfumannsins Magnúsar frá Mel,
sem með lífi sínu vann stórvirki til
heilla landi og lýð.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Ég kynntist Magnúsi Jónssyni
fyrst að marki á þeim árum, sem
hann var fjármálaráðherra í við-
reisnarstjórninni. Það hefur verið
til þess tekið, hversu gott sam-
komulag var innan þeirrar stjórn-
ar og hver andi trausts og tillits-
semi var þar ríkjandi. En þetta
átti ekki aðeins við um ráðherra
stjórnarinnar, úr hvorum flokkn-
um sem þeir voru, heldur einnig
um samband þeirra við þá emb-
ættismenn og sérfræðinga, sem
með þeim störfuðu. Horfin var sú
tortryggni, sem áður hafði borið á,
og óttinn við að sérfræðingar
gerðust afskiptasamir um mál-
efni, sem stjórnmálamönnum
bæri að ráða fram úr. Hagfræð-
ingar voru ekki lengur litnir horn-
auga.
Fyrir Magnús Jónsson, og með
honum, var gott að vinna. Hann"
hafði af eigin reynslu sem starfs-
maður í fjármálaráðuneytinu og
alþingismaður ekki aðeins yfirsýn
yfir þau málefni, sem hann fór
með, heldur nákvæma þekkingu á
einstökum atriðum þeirra. Það
skipti þó enn meira máli, að hann
hafði til að bera það sjálfstraust
og þá sannfæringu um gildi eigin
sjónarmiða, sem gerði honum auð-
velt að hagnýta sér þekkingu ann-
arra og gera skoðanir þeirra að
sínum, þegar verkast vildi.
Ég kynntist þessum eiginleikum
í fari Magnúsar enn betur nokkr-
um árum síðar, þegar ég starfaði
með honum að áætlanagerð um
byggðaþróun og að atvinnumálum.
Hann var þá formaður Atvinnu-
jöfnunarsjóðs, sem síðar varð
Byggðasjóður, jafnframt því sem
hann gegndi embætti fjármála-
ráðherra. Þessi málefni voru
Magnúsi mjög hjartfólgin og vörð-
uðu hann miklu sem stjórnmála-
mann. Aldrei varð ég þó var við
annað en að hann óskaði eftir
vandaðri og hlutlægri skoðun
sérhvers máls og óháðu áliti ráðu-
nauta sinna, enda þótt loka-
ákvörðun væri sem fyrr í höndum
hans og annarra stjórnmála-
manna, sem sú ábyrgð hafði verið
falin.
Þeir eiginleikar Magnúsar
Jónssonar, sem komu honum að
beztu haldi, voru, auk góðra gáfna,
víðsýni og skilningur samfara
mikilli festu. Hann var hugsjóna-
maður, sem bar fyrir brjósti
margvísleg umbóta- og réttlæt-
ismál. En hann vissi sem var, að
kapp er bezt með forsjá. Skilning-
urinn benti honum á þær leiðir,
sem affarasælastar voru þegar til
lengdar lét, og festan gerði honum
kleift að halda settri stefnu.
Magnús Jónsson var vissulega
hugsjónamaður og um leið mikill
alvörumaður. En hann var jafn-
framt glaðvær maður, sem hafði
spaugsyrði á hraðbergi í hverri
samræðu og lífgaði þurrlega fundi
með fjöri sínu. Hann var
skemmtilegur ferðafélagi og ein-
lægur vinur vina sinna. Með hon-
um er genginn mikilhæfur stjórn-
málamaður og traustur forustu-
maður í íslenzkum bankamálum,
sem ætíð lét gott af sér leiða, hvar
sem hann kom við sögu.
Jónas H. Haralz
Margs er að minnast við fráfall
Magnúsar Jónssonar, bankastjóra,
f.v. alþingismanns og ráðherra. Ég
kynntist Magnúsi fyrst þegar
hann varð ritstjóri íslendings á
Akureyri árið 1946, og enn betur
við undirbúning alþingiskosninga
1949, og þegar hann var kosinn
þingmaður Eyfirðinga, 1951.
Ég skynjaði fljótlega að þessi
alþýðlegi og geðþekki maður væri
miklum hæfileikum búinn, og er
árin liðu og samskipti okkar urðu
meiri óx traust m'itt og trú á
mannlegum og stjórnmálalegum
hæfileikum Magnúsar, og tel ég
það eina mestu gæfu lífs míns að
hafa kynnst svo sönnum dreng-
skaparmanni.
Það var mér ómetanlegt í mínu
starfi að njóta fyrirgreiðslu sv<
stórhuga og ráðholls vinar. Tri
hans á hið góða í fari hverí
manns, lítillæti og hjálpsemi vii
þá er við erfiðleika áttu að stríð;
og stórhugur til framtaks og dáða
var hvatning til betra hugarfar:
og dugmeiri hugsunar.
Miklir stjórnmálahæfileikai
Meðfylgjandi mynd af Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Magnúsi Jónssyni, varaformanni
Sjálfstæðisflokksins, birtist f Mbl. 17/11 1973, daginn eftir kjör Magnúsar.