Morgunblaðið - 20.01.1984, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
Magnús Jónsson frá Mel
Magnúsar eru alþjóð kunnir, svo
og frábær dugnaður hans sem al-
þingismaður og ráðherra. Ræðu-
maður var hann flestum meiri og
fataðist aldrei svo ég viti til. Ræð-
ur hans voru rökfastar og mál-
efnalegar og aldrei var hann með
persónulegar ádeilur við andmæl-
anda sinn, enda var hann af flest-
um pólitískum andstæðingum vel
séður og mikils metinn, og mun
það oft hafa skapað honum sér-
stæðar aðstæður til að koma sín-
um áhugamálum og sinna umbjóð-
enda fram til jákvæðrar lausnar.
Þegar ég hugsa nú um ýmis þau
samskipti er ég átti við Magnús,
varðandi málefni Ólafsfjarðar-
kaupstaðar, er mér hvað efst í
huga það umburðarlyndi, sem
hann ætíð sýndi varðandi fjölda
fyrirgreiðslubeiðna, — hvernig
sem á stóð hjá honum. Er mér t.d.
minnisstætt að eitt sumar þegar
hann var ráðherra og dvaldi í
sumarleyfi hjá foreldrum sínum
að Mel í Skagafirði og sem oftar
hjálpaði þeim við heyvinnu, sem
fátítt mun þó vera að ráðherrar
leggi á sig, þá heimsótti ég hann
þangað til að biðja um aðstoð hans
varðandi hafnarframkvæmdir í
Ólafsfirði, er voru í strandi. í stað
þess að ég gæti merkt að honum
þætti frekja mín keyra úr hófi
fram, var helst að heyra á honum
að ekkert væri sjálfsagðara en að
leggja niður vinnu í brakandi
þurrki og ræða mál mitt og vinna
þegar að úrlausn þess, sem hann
taldi þó litlar líkur á að hann gæti
leyst í fljótheitum. En á næstu
dögum hafði hann sem oft áður
bjargað framkvæmd hafnargerð-
arinnar við, og betur en ég þorði
að vona að hægt væri.
Magnús Jónsson kvæntist eftir-
lifandi konu sinni, Ingibjörgu
Magnúsdóttur, 28. október 1950,
og mun það hafa verið eitt hans
mesta gæfuspor, því Ingibjörg
hefur alla tíð verið honum frábær
lífsförunautur, traust og ráðholl
og mikil húsmóðir. Veit ég með
vissu að hún studdi mann sinn vel
í öllum hans störfum, og í miklum
og afdrifaríkum veikindum hans
annaðist hún hann og hjúkraði af
slíkri fórnfýsi og æðruleysi að ein-
stætt má telja. Það mun vera að
allra dómi er til þekkja, að frábær
viljastyrkur og skapfesta og trú
Magnúsar hafi hjálpað honum að
komast til þeirrar heilsu er hann
náði, svo og fyrrnefnd aðstoð konu
hans.
Heimili þeirra hjóna var vel
þekkt fyrir myndarskap og gest-
risni. Til þeirra var gott að koma
og fyrir utan góðar og miklar veit-
ingar var vinsamlegt og heillandi
viðmót þeirra og framkoma öll
slík, að manni leið strax vel og fór
þaðan ætíð léttari í lund og sann-
færður um jafnræði þeirra hjóna
að mannkostum og góðviljá.
Magnús Jónsson er í mínum
huga einn af sönnustu og mikil-
hæfustu stjórnmálamönnum, sem
ég hefi kynnst. Hann var mikill
byggðastefnumaður og hann vann
ætíð heilshugar að hag ólafsfjarð-
ar og Ólafsfirðinga og studdi
framfaramál byggðarlagsins með
ráðum og dáð og fjölmörgum ein-
staklingum veitti hann aðstoð og
fór þá aldrei í manngreinarálit
varðandi stjórnmálaskoðun eða
annað.
Sem bankastjóri var Magnús
Jónsson, að ég best veit, sami
dugnaðar- og drengskaparmaður-
inn og í öllum hinum margþættu
og vandasömu störfum er hann
gegndi. Slíkum mönnum verður
aldrei fullþakkað, og er það ósk
mín að íslenska þjóðin eignist sem
flesta menn sem feti í fótspor
hans.
Heimili þeirra hjóna var einn
þeirra hornsteina, er traustastir
standa undir menningu og upp-
byggingu lands vors og þjóðar til
betra og göfugra mannlífs.
Þau hjónin eignuðust tvö vel
gefin og myndarleg börn: Krist-
ínu, sem er kennari og prestkona á
Þingeyri, gift Torfa Stefánssyni
sóknarpresti á sama stað, og eiga
þau 4 börn. Jón, fulltrúi, kvæntur
Erlu Sveinsdóttur, og eiga þau 2
börn.
Við hjónin minnumst Magnúsar
með þakklæti fyrir margra ára
vináttu og góðvild og sendum konu
hans, börnum og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Magnúsar
Jónssonar.
Ásgrímur Hartmannsson
Magnús Jónsson bjó yfir skarpri
greind, yfirgripsmikilli þekkingu,
dugnaði og köllun til þess að láta
gott af sér leiða.
Sem stjórnmálamaður átti hann
létt með að ná sambandi við um-
bjóðendur sína og leiðsögn hans
um úrlausn mála einkenndist af
yfirvegun og stefnufestu.
Hann gat sér slíkt orð sem fjár-
málaráðherra, að eftirmenn hans
á þeim stóli hafa jafnan verið
mældir á mælikvarða, þar sem
árangur Magnúsar er hámark.
Sama hygg ég að segja megi um
önnur störf, sem hann tók að sér.
Árið 1965 varð Magnús formað-
ur nefndar, sem samdi við banda-
ríska fyrirtækið Johns-Manville
um samvinnu varðandi fram-
leiðslu og sölu kísilgúrs úr Mý-
vatni.
Þetta varð upphafið að löngum
afskiptum Magnúsar af uppbygg-
ingu og rekstri Kísiliðjunnar hf.,
en Magnús var stjórnarformaður
fyrirtækisins frá upphafi þar til á
síðasta ári.
Kísiliðjan naut ríkulega af
hæfileikum og áhrifum Magnúsar.
Við mörg vandamá! var að etja, en
Magnús var jafnan fundvís á
lausnir.
Eitt sinn vildi hinn erlendi sam-
starfsaðili draga sig út úr fyrir-
tækinu og hætta rekstri þess.
Magnús kvaddi þá aðalforstjóra
þess á sinn fund og taldi honum
hughvarf, þannig að fyrirtækið
jók fjárfestingu sína í Kísil-
iðjunni, í stað þess að hætta.
Þannig mætti mörg dæmi
nefna.
Undirritaður átti því láni að
fagna að starfa náið með Magnúsi
við rekstur Kísiliðjunnar hf. um
nokkurra ára skeið, en sem fram-
kvæmdastjóri bæjarfélags í kjör-
dæmi Magnúsar höfðum við áður
átt margvíslegt samstarf. Fyrir
það vil ég þakka um leið og ég
votta Ingibjörgu, börnum þeirra
og fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Þeirra er
missirinn mestur.
Blessuð sé minning Magnúsar
Jónssonar frá Mel.
Björn Friðfinnsson
Kveðja frá Sambandi
ungra sjálfstæðismanna
Magnús Jónsson frá Mel var
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna í sex ár samfleytt á
árunum 1949—55. Aðeins einn
maður annar, Jóhann Hafstein,
hefur gegnt formennsku í SUS
jafnlengi, en hann var formaður
næstur á undan Magnúsi. Magnús
var reyndar einnig í stjórn SUS á
árunum 1945—47 og varði því á
þessum árum miklum tíma i þágu
samtaka ungra sjálfstæðismanna
og þótti farsæll og athafnasamur
forystumaður.
Magnús Jónsson var maður
frjálslyndur. Hann var formaður
SUS þegar sambandið átti 20 ára
afmæli og sagði m.a. í ræðu við
það tækifæri:
„Reynsla liðinna alda hefur
sannað það, að frelsið er mesti afl-
gjafi framfara og menningar.
Ungir sjálfstæðismenn vilja
starfa í anda þessarar kenningar.
Þeir berjast ekki fyrir frelsi auð-
kýfinga til að arðræna alþýðuna,
eins og andstæðingum þeirra er
tamt að staðhæfa. Þeir starfa í
anda þeirrar göfugu kenningar að
maðurinn sé fæddur frjáls og
þjóðfélagið eigi að stuöla að
þroska hins frjálsa einstaklings en
ekki gera hann að andlausu og
sljóu verkfæri múghyggju og ein-
ræðis.
Ungir sjálfstæðismenn munu
aldrei gerast talsmenn ranglætis
og yfirgangs gagnvart þeim, sem
miður mega sín í þjóðfélaginu.
Þeir virða rétt og lífshamingju
sérhvers þjóðfélagsborgara og
telja þjóðfélaginu skylt að vernda
þá, sem misrétti eru beittir."
Hér er lýst kjarna stefnu ungra
sjálfstæðismanna í stuttu en
skýru máli og í anda þessara um-
mæla hefur ætíð verið starfað inn-
an SUS. Ekki þarf að fara mörg-
um orðum um það hvílíkt happ
það var fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og íslenzka þjóð að maður á borð
við Magnús Jónsson skyldi veljast
þar til forystu, þótt í of skamman
tíma væri.
Á þeim árum sem Magnús
gegndi störfum fjármálaráðherra
var hann jafnan boðinn og búinn
að hitta unga sjálfstæðismenn að
máli þrátt fyrir miklar annir.
Meðan hann stóð í fararbroddi í
stjórnmálabaráttunni fyrir
Sjálfstæðisflokkinn var hann ung-
um mönnum innan flokksins mikil
og góð fyrirmynd um málatilbún-
að og málflutning. Eru mér minn-
isstæð ýmis atvik frá viðreisnar-
árunum í því sambandi.
Ungir sjálfstæðismenn standa í
þakkarskuld við Magnús Jónsson
fyrir mikil og óeigingjörn störf
hans fyrir samband þeirra og
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir
þessi störf skal þakkað nú að leið-
arlokum. Jafnframt flyt ég ekkju
Magnúsar, frú Ingibjörgu Magn-
úsdóttur, börnum þeirra og öðrum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur frá Sambandi ungra
sjálfstæðismanna.
Geir H. Haarde
formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
í minningu
hins mæta manns,
meitlar ljósið
gjafir hans ...
Magnús Jónsson frá Mel var
mörgum fágætum kostum búinn.
Þeir ótal mörgu, sem kynntust og
unnu með Magnúsi, bæði á hinum
pólitíska vettvangi og í Búnaðar-
bankanum, lærðu fljótt að treysta
orðum hans og sækja til hans ráð.
Eðlislæg greind og djúpur
mannskilningur gerði það að verk-
um, að sóst var eftir nærveru
hans. Enda átti Magnús vini jafnt
úr röðum póiitískra andstæðinga
sem samherja.
En ég ætla ekki að fjalla um
hina opinberu hlið Magnúsar,
heldur hina, sem sneri að heimil-
inu og fjölskyldunni. Ég var þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að hafa dvalið
til margra ára á heimili Magnúsar
og Ingibjargar Magnúsdóttur,
konu hans. Á þeim vettvangi hlóð
Magnús sínar bestu vörður. Vænt-
umþykja, umburðarlyndi og
þroskuð kímnigáfa voru eiginleik-
ar, sem hann átti í ríkum mæli. Sú
rækt, sem hann lagði við fjöl-
skyldu sína, skilaði sér í óvenju
samheldnu og skemmtilegu fjöl-
skyldulífi. Hann kunni líka þá list
að auðsýna öllum virðingu.
Kristín og Jón eru nú ekki bara
að missa pabba sinn heldur líka
félaga. Þegar aðrir unglingar
sóttu mikið af heimilunum, tóku
þau samveruna við foreldrana
fram yfir. Það segir meira en
mörg orð. Og þegar svo barna-
börnin fóru að feta sporin, sópuð-
ust þau í fangið til afa og nutu
þess að hlusta á frásagnir hans.
Þar var afinn í æðra hlutverki
fræðarans og sögumannsins.
í hjónabandi sínu var Magnús
einstakur gæfumaður. Þegar
heilsubrestur hrjáði hann síðustu
árin, stóð Ingibjörg sem klettur
við hlið manns síns og helgaði
honum alfarið krafta sína á leið til
bættrar heilsu. Huggun er það
harmi gegn, nánustu ættmennum,
hversu gjöful samfylgdin við
manninn Magnús var.
Ég sendi Ingibjörgu, þeirri
stórbrotnu konu, Kristínu og Jóni
mínar samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur.
Guðrún Þórsdóttir.
Við sem erum komin á efri ár
heyrum næstum daglega lát ein-
hvers kunningja, samferðamanns
sem við þekktum og höfðum átt
samleið með í erli og amstri dag-
anna á einn eða annan hátt.
Myndirnar líða hjá misskýrar og
flest máist út í tímanna rás, en
bendir þó markvisst, dag hvern, á
sannindi líf og dauða.
En þegar horft er á bak góðvini
og nánum samstarfsmanni í tugi
ára, þá mást myndirnar ekki út,
heldur skýrast við hverja hugsun,
sem leitar til baka til liðinna ára
og minningarnar hver af annarri
koma í hugann jafn skýrar, eins
og atburðirnir hefðu gerst í gær.
Þannig fór fyrir mér, er ég heyrði
lát vinar míns, Magnúsar Jónsson-
ar.
Samstarf okkar Magnúsar náði
yfir tugi ára. Á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins, í miðstjórn
flokksins, í stjórn SUS, skipulags-
nefnd og víðar og víðar. Ég tel mig
því hafa þekkt Magnús mjög vel í
starfi fyrir samtök sjálfstæð-
ismanna. í því efni var hann fram-
úrskarandi starfsmaður. Hann
var tillögugóður og skarpskyggn á
hvað voru aðalatriði og hvað
skipti minna máli. Hann var
mannasættir og hafði einstakt lag
á því, að bera klæði á vopnin, ef
þess þurfti við, sem kom á stund-
um fyrir ekki síst hjá ungu mönn-
unum, sem oft sækja mál sitt
meira af kappi en forsjá. Minnist
ég margra slíkra átaka, er Magnús
setti niður í stjórn og á þingum
SUS af einstakri lipurð og snjöll-
um málflutningi, sem honum var
lagið framar flestum öðrum
mönnum, sem ég hefi þekkt. En
hvergi naut Magnús sín betur, en
þegar hann þurfti að etja kappi
við pólitíska andstæðinga á kapp-
ræðufundum og mér fannst hann
alltaf standa sig þeim mun betur,
sem andstæðingurinn var snjall-
ari. Ræður hans einkenndust af
mjög góðum málefnalegum undir-
búningi, þar af leiðandi málefna-
legri rökfestu, sem krydduð var
með fljúgandi mælsku hnyttin-
yrða og afburða góðu máli og
framsetningu. Þetta gerði Magnús
að einum allra besta ræðumanni
landsins, manni sem hlustað var á
og tekið tillit til.
Þó hefði ræðumennskan ekki
ein nægt honum til þeirra áhrifa
né trausts, sem hann naut, ef
fleira hefði ekki komið til. í starfi
sínu, sem ráðherra og alþingis-
maður og síðar bankastjóri,
kynnti hann sig öllum, sem til
hans leituðu og af honum höfðu
kynni, sem sérstaklega heiðarleg-
ur og grandvar maður, sem ekki
mátti vamm sitt vita. Maður, sem
ég veit ekki til, að nokkru sinni
hafi misbeitt því valdi, sem hon-
um var trúað fyrir, en reyndi að
greiða götu margra er til hans
leituðu og þá sérstaklega þeirra,
sem minna máttu sín í þjóðfélag-
inu. Svo þekkti ég Magnús vel, að
ég get fullyrt, að hjá þeim var
samúð hans og umhyggja mest.
En þó að Magnús legði að vissu
leyti fram lífsorku sína og starf á
sviði stjórnmála, hafði hann mörg
önnur hugðarefni, sem títt er um
fjölhæfa menn með víðan sjón-
deildarhring. Hann dáðist að landi
sínu, fegurð þess og fjölbreytni og
fannst hvergi betra að hvílast, en í
skauti náttúrunnar á heimaslóð-
um sínum eða í sumarhúsinu aust-
ur í Grímsnesi. Árum saman fór
hann norður í Skagafjörð í sumar-
leyfum sínum ásamt konu sinni og
börnum og hjálpaði öldruðum for-
eldrum sínum við heyskapinn.
Með þessu held ég, að hann hafi
lifað upp sín fyrri ár, fjarri þeirri
streitu sem starfið lagði honum á
herðar. Og alltaf fannst mér, að
hann kæmi eins og nýr maður til
nýrra átaka að norðan. En þó að
ég viti, að Magnús naut þar vissr-
ar hvíldar og tilbreytingar, sem
allir þurfa með, sem vinna þau
störf, sem hann vann, þá voru
norðurferðirnar einnig ríkur þátt-
ur í því að hjálpa öldruðum for-
eldrum, til þess að geta haldið
áfram búskap á þeim stað, sem
þau vildu helst una meðan að
heilsa og líf entist þeim.
Þau hjón, Vlagnús og frú Ingibjörg, eyddu sumarfríum sínum í rúm 20 ár (1950—1973) við heyskap á jörð fóður
Magnúsar, Mel í Skagafirði. Hér sjást þau ásamt börnum sínum, þá ungum, Jóni og Kristínu.