Morgunblaðið - 20.01.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.01.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 Kolanámumenn bera lík starfsfélaga síns upp úr japönsku kolanámunni þar sem 83 námumenn köfnuðu er þeir urðu innlyksa eftir að eldur kom upp í námunni. 83 fórust í námuslysi Takada, Japan, 19. janúar. AP. Fundist hafa lík 83 námumanna sem fórust í stærstu kolanámu Japans, eftir að eldur braust þar út í fyrradag. Slysið á Miike-námasvæðinu er hið fjórða versta frá heims- styrjöldinni síðari. Náman er neðansjávar og voru 700 menn að störfum í henni er eldur kom upp. Þorra þeirra tókst að kom- ast út en 96 urðu innlyksa og komust aðeins 13 þeirra lífs af. Óljóst er um eldsupptök, en athyglin beinist að færibandi og er talið að neistaflug við núning þess hafi valdið íkveikju. Við brunann myndaðist mikill reyk- ur og banvænt gas. Kyodo-fréttastofan sagði bæði lögreglu og verkalýðsleiðtoga halda því fram að björgunar- starf hafi verið hafið of seint og verið ófullkomið. Haft er eftir björgunarmönnum að reyk- skynjarar í námunni hafi verið óvirkir og brunahanar sömuleið- Að sögn lögreglu var henni ekki tilkynnt um slysið fyrr en fimm stundum eftir að eldur braust út. Mikil gremja var með- al aðstandenda þeirra sem í námunni fórust þar sem þeim var seint tilkynnt um afdrif og fengu litlar sem engar fregnir af björgunaraðgerðum. Versta námuslys í Japan varð á sama svæði í nóvember 1963 er 458 námamenn fórust í spreng- ingu þar. Osló, 19. jan. frá Per A. Borglund fréttaritara Mbl. EITRUÐII rækjurnar frá Bangladesh sem þegar hafa valdið dauóa fjórtán manna í Hollandi og lagt um hundrað á sjúkrahús hafa skapað rækjuútflytj- endum í Noregi og víðar mikil vand- ræði. Frakkar hafa stöðvað allan inn- flutning á frosnum, pilluðum rækj- um um óákveðinn tíma. Það eru rækjur af því tagi sem eru drýgsti hluti rækjuútflutnings Norðmanna þangað. Hollendingar hafa þegar stöðvað allan innfiutning á rækjum um eins Hermaöur í útistöðum viö kaþólsku kirkjuna: Fær ekki vígslu vegna getuleysis l>erby, 19. janúar. AP. KAIKILSKUR prestur hefur neitað að páfagarðs til endanlegs úrskurðar. mánaðar skeið, en Vestur-Þjóðverj- ar takmarka innflutningsbann sitt við rækjur frá Austurlöndum fjær. Frönsk heilbrigðisyfirvöld hafa greint frá því að þau muni framveg- is láta gera sýklaprófun á öllum innfluttum rækjum. Norskar rækj- ur gangast undir slíka athugun áð- ur en þær eru fluttar út, svo Norð- menn hafa ekkert að óttast að því leyti. Innflutningsbannið kemur eink- um niður á fyrirtækinu Helge Rich- ardsen a/s, sem á síðasta ári seldi 300 tonn af pilluðum rækjum til Frakklands. Annars fer stærsti hluti norskrar rækju til Bandaríkj- anna, Svíþjóðar og Bretlands, en þar hefur enn ekki verið sett inn- flutningsbann. Tasmaníutígur enn á ferðinni Hefur veriö talinn útdauður síðan 1936 Hobart, Ástralíu,^ 19. jan. AP TASMANÍUTÍGUR sem menn hafa í nær hálfa öld talið útdauðan hefur sést á ný. Yfirvöld dýralífs í þjóðgörðum Ástralíu skýrðu frá því í dag að skógar- vörður nokkur hefði séð dýrið á eynni Tasmaníu við suðausturströnd álfunn- ar fyrir hálfu öðru ári. Þau neituðu að gefa upp nafn varðarins og nefna staðinn þar sem dýrið sást. Talsmaður þjóðgarðanna, Rod Pierce, sagði að vörðurinn hefði setið inni í bifreið sinni og orðið af tilviljun litið út um gluggann og séð tígurinn. „Hann sá dýrið ekki aðeins í sjónhendingu, heldur hafði góðan tíma til að virða það fyrir sér,“ sagði Pierce, og kvað engan vafa leika á því að þarna hefði Tasmaníutígur í rauninni verið á ferð. Eitruðu rækjurnar í Hollandi draga dilk á eftir sér: Tap fyrir rækjuút- flutning Norðmanna Yfirvöld þjóðgarðanna hyggjast að svo er ekki. gera allt sem í þeirra valdi er til að tryggja að tígrinum verði ekki gert mein. Hefur sérstökum myndavélum verið komið fyrir til að fylgjast með ferðum hans. Tasmaníutígur er líkur hundi og úlfi .í útliti, en er líffræðilega skyldari tígrisdýrum. Talið hefur verið að evrópskir landnemar á Tasmaníu hafi skotið síðasta tíg- urinn árið 1936, en nú virðist ljóst Leiðtogafundur múhameðstrúarríkja: Sýrlendingar tefja fundarslit ( 'asablanca, 19. janúar. AP. FRESTA varð áætluðum lokafundi leiðtogafundar samtaka múham- eðstrúarríkja vegna tilrauna Abdelh- alim Khaddams utanríkisráðherra Sýrlands til að koma í veg fyrir að Egyptar gerist aðilar að samtökun- um að nýju. Nefnd sem skipuð er fulltrúum Sýrlands, Pakistan og Gíneu hafði ekki enn komið sér saman um orðalag málamiðlunartillögu um enduraðild Egypta þegar loka- fundur skyldi hefjast. Fundur samtakanna hafði sam- þykkt enduraðild Egypta gegn því skilyrði að þeir lýstu yfir stuðn- ingi við afstöðu Araba og annarra múhameðstrúarríkja í málefnum Miðausturlanda. Jafnframt var ákveðið að senda sérstaka nefnd til Kairó til viðræðna við stjórn Hosni Mubaraks til að undirbúa inngöngu Egypta í samtökin. Khaddam hefur hins vegar tafið frágang tillögu um aðildarboð í nefndinni með því að brydda stöð- ugt upp á nýjum atriðum er urðu til að auka frekar á þrætur í nefndinni og færa hana fjær sam- komulagi. Beirút: • • ERLENT Ollum skólum lokað Beirút, 19. janúar. AP. ÖLLUM skólum var lokað í hverfum kristinna manna og múhameðstrú- armanna í Beirút í virðingarskyni við Malcolm H. Kerr, rektor banda- ríska háskólans í Beirút, sem veginn var í gærmorgun. Morðið á rektornum vakti við- bjóð Líbana, eins og þessi sjald- gæfa samstaða þeirra endurspegl- ar. Menntastofnanir kristinna manna, drúsa, sunna og shíta voru allar lokaðar í dag til að heiðra minningu rektorsins, eins og kom- ist var að orði í yfirlýsingum þeirra af þessu tilefni. gefa saman fyrrverandi hermann og konuefni hans þar sem hermaðurinn fyrrverandi, sem er lamaður, er ófær um að hafa kynmök. Hefur hermaðurinn, Stephen Rigby, nú skrifað biskupnum af Nottingham, James McGuinness, og beðið hann að taka fram fyrir hend- ur á presti og herma starfsmenn kaþólsku kirkjunnar að ef til vill verði máli hermannsins skotið til „Við gefumst ekki upp og látum pússa okkur saman hjá fógeta ef þörf krefur," var haft eftir her- manninum, sem er 29 ára. Væntan- leg brúður hans er 31 árs fráskilin hjúkrunarkona og hafa þau búið saman í sjö mánuði. Það eru lög og reglur kaþólsku kirkjunnar sem kveða á um að ekki skuli þeir gefnir saman sem óduga eru til barngetnaðar. Fimm mánaða fangelsi fyrir ærumeiðingar Róm, 19. jan. AP UNDIRRÉTTUR hefur dæmt Alberto ('avallri, ritstjóra ('orriere Della Sera, sem er stærsta blað á Ítalíu, í fimm mánaða fangelsi fyrir ærumeiðingar í garð Bettino ('raxi forsætisráðherra á meðan hann var formaður sósíalista- flokksins fyrir tæpu ári síðan. Jafnframt var Cavallri skikkaður til að leggja fram til varðveislu hundrað milljónir líra sem hann kann að þurfa að greiða í skaðabæt- ur þegar annar dómstóll hefur fjall- að um kærumálið á hendur honum. Leiðtogar sósíalistaflokksins höfðu haldið því fram að ráðning Cavallri í starf ritstjóra Corriere hefði notið stuðnings hinnar ill- ræmdu frímúrarastúku P-2, og í framhaldi af því lét ritstjórinn mjög hörð ummæli falla í garð þeirra og flokksins í ritstjórnar- grein. Nú hafa þau orð verið dæmd ómerk. Cavallri tók við starfi ritstjóra sem sagt var upp vegna tengsla við frímúrarastúkuna P-2. 18.000 viskíflöskur týndar í Norðursjó Kaupmannahöfn, 18. janúar. Frá Ib Björnbak fréttaritara Mbl. SJOMENN og froskmenn hafa fengið nýja hvatningu til sjósóknar í kjölfar óveðurs í Norðursjónum, þar sem tveir gámar með 18.000 þúsund flöskum af Ballantines-viskí féllu útbyrðis af Dana Optima, skipi Samein- aða gufuskipafélagsins, er það var á leið frá Englandi til Esbjerg. Innihald gámanna tveggja er berist upp undir Jótlandsstrend- að verðmæti þrjár milljónir danskar krónur, eða jafnvirði níu milljóna íslenskra. Hins vegar hefur einnig komið í Ijós að 80 tunnur sem innihalda lífshættuleg eiturefni féllu einn- ig fyrir borð. Er það fenól-efnið dínóseb sem valdið getur dauða ef menn komast í snertingu við það. Ýmsir óttast að tunnurnar, sem nær útilokað er að leita að, ur, en embættismenn segja þær það þungar að þær muni sökkva og hverfa í eðju sjávarbotnsins. Viskíið og eiturtunnurnar féllu fyrir borð á fengsælum fiskimiðum og þótt fréttinni um viskíiö hafi fyrst verið tekið með miklum áhuga, kárnaði gamanið þegar sagt var frá eiturtunnun- um, því sjómennirnir óttast af- leiðingar þess. f óveðrinu mældist vindhrað- inn 32 sekúndumetrar og varð Dana Optima fyrir vélarbilun og komst í stórhættu. Féllu 40 gám- ar fyrir borð i veðrinu, þar af gámarnir tveir, sem höfðu að geyma viskíið. Búist er við að mikill áhugi verði á sjóprófun- um, því þar verður staðsetning skipsins er gámarnir féllu fyrir borð upplýst. Danir eru þessa dagana hrjáð- ir af lægðum, sem fara frá vestri til austurs, og valdið hafa mikl- um sjógangi við vesturströndina. Hefur jafnvel verið óttast að stíflugarðar bresti og flóð verði á stórum svæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.