Morgunblaðið - 20.01.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.01.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 Magnús Jónsson frá Mel um Magnúsar öllum sendum við Dóra nú innilegar samúðarkveðj- ur. Jóhannes Nordal Kveðja úr héraði Magnús Jónsson frá Mel, fyrr- verandi ráðherra og bankastjóri, varð bráðkvaddur að heimili sínu aðfaranótt þess 13. þessa mánað- ar. Mér þykir hlýða að kveðja þennan nágranna minn og vin með nokkrum orðum við þessi vista- skipti hans. Sporaslóðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman í félagsmálum framhaldsskólanna um miðjan fjórða áratuginn en sá félagsskap- ur hét Samband bindindisfélaga í skólum. Brátt' lágu leiðir okkar saman í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna og síðar í Sjálfstæð- isflokknum og þá einkum meðan hann var fjármálaráðherra og ég starfaði sem oddviti Mosfells- hrepps. Bankastjóri Búnaðar- bankans var hann 1961—’65 og aftur 1971 en sá banki var aðal- viðskiptabanki minn og fyrirtækja hér um slóðir. Árið 1971 stofnaði Búnaðarbankinn útibú að Varmá í Mosfellssveit með viðskiptasvæði aðallega í upphreppum Kjósar- sýslu og nágrenni en útibúið var opnað 1. apríl 1971. Eins og af þessu má sjá hafa samskipti okkar Magnúsar verið margvísleg og vil ég og við aðrir heimamenn hér þakka holl ráð og drengskap sem við höfum notið þessi undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum ákvað fjöl- skyla Magnúsar að draga sig út úr ys og þys höfuðborgarinnar og sest var að á kyrrlátum stað hjá okkur í Mosfellssveitinni. Að mínu mati var Magnús frá- bær embættismaður og rækti öll sín störf stór og smá af alúð og kostgæfni. Að öllum öðrum ólöst- uðum er það almennt og réttilega talið, að fjármálum ríkisins væri ekki í annan tíma betur stjórnað en er Magnús sinnti því starfi. Bankastjórastörfin rækti hann einnig með ágætum en ávallt voru skyldurnar við stofnunina sem sátu í fyrirrúmi en þó einlægt með ríkri tilfinningu fyrir þeim erind- um sem menn báru á borð hans. Bankastjórar verða oft og mörg- um sinnum að synja beiðnum manna en ekki er sama hvernig það er fram sett. Magnús var einn af þeim mönnum sem spurði margs er menn báru erindi sín fyrir hann og þá var eins gott að hafa málin vel undirbúin. Hann var alira manna fljótastur að setja sig inní hin ólíkustu málefni og þekkti völundarhús viðskipta og fjármála manna best. Enda þótt ekki fengjust úrlausnir á er- indum manna í heimsókn til bankastjórans eða ráðherrans hafði Magnús oftast ráð undir rifi hverju og lagði drög að aðför að hinum ýmsu vandamálum sem upp komu. Ráð hans voru farsæl, byggð upp af kunnáttu og reynslu og umfram allt af sterkum vilja til þess að finna lausnina á hag- kvæman hátt. Bankaútibúið að Varmá var opnað eins og áður segir þann fyrsta apríl 1971 án allrar við- hafnar enda voru heimamenn og stórn bankans sammála um að verja heldur nokkrum fjármunum til menningarmála. Það heillaráð var tekið að taka þátt í kaupum á hljóðfæri í félagsheimili hrepps- ins og með framiagi tókst að eign- ast hið vandaðasta hljóðfæri, flyg- il, sem völ var á um þessar mund- ir. Þessa hljóðfæris hafa menn nú notið á annan áratug og eiga eftir að hlýða á hljóma þess vonandi um langa framtíð minnugir þess sem vel er gert. Magnús var kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur, hinni mætustu konu, og hefir samband þeirra mótast af ást og eindrægni, ekki síst eftir að Magnús varð fyrir heilsufarslegu áfalli fyrir nokkr- um árum. Þá leit helst út fyrir að starfstíma hans væri lokið en með eindæma kjarki og þrautseigju tókst Magnúsi að komast það til heilsu að hann sinnti öllum sínum skyldustörfum svo að varla var á betra kosið. Ingibjörg átti sinn stóra þátt í að ná þessum árangri, með viljastyrk og ástundun bónda síns gátu þau notið lifsins saman þar til yfir lauk. Við þetta tækifæri vil ég þakka Magnúsi samfylgdina um langt árabil og fjölskyldu hans, mínum góðu nágrönnum, vináttu og tryggð. Ástvinum hans votta ég einlæga samúð við fráfall hans. Nú er skarð fyrir skildi er svo góður drengur er genginn, en minningin lifir. Jón M. Guðmundsson Á þeim krossgötum þar sem skilur leiðir hinna lifandi og hinna dauðu lítum við um öxl og minn- umst þess, sem hinn látni var okkur og umhverfi sínu meðan hans naut við. Sá hluti af lífsstarfi Magnúsar Jónssonar, sem skrifari þessarar greinar finnur sig knúinn til að fjalla um að honum látnum, eru árin, sem hann gegndi embætti fj ármálaráðherra. Fjármál ríkisins urðu drjúgur þáttur í starfsferli Magnúsar Jónssonar. Hann hóf störf í fjár- málaráðuneytinu ungur lögfræð- ingur og kynntist þannig náið öll- um þeim verkefnum, sem ráðu- neytinu er ætlað að fást við. Nokkrum árum síðar, þegar Magnús hafði tekið sæti á Alþingi, varð hann formaður fjárveitinga- nefndar og varð þá gagnkunnugur ríkisfjármálunum frá öðrum sjón- arhóli. Þegar hann svo var til þess kall- aður að gegna embætti fjármála- ráðherra, sem hann gerði 1965— 1971, var hann þess vegna vel bú- inn að þekkingu og reynslu til að takast á við það vandasama starf. Persónulegir eiginleikar hans nutu sín vel í þessu starfi. Hann var einarður, stefnufastur og sjálfum sér samkvæmur í öllu, sem hann gerði, íhugull, en samt skjótur til ákvörðunar. Þetta gerði okkur embættismönnum ráðu- neytisins á þessum tíma öll störf léttari. Við vissum alltaf glöggt til hvers var ætlast af okkur. Megin- reglurnar voru af hans hálfu ljós- ar og festan að standa við þær. Magnús var ákveðinn húsbóndi, sem kunni vel að nýta sér það lið, sem ráðuneytið hafði á að skipa þegar hann kom þar til forystu eða valdi sér síðar til starfa. Með þessum hætti varð Magnús Jónsson mjög virkur ráðherra. Ferill hans einkenndist af stöð- ugri og skipulegri viðleitni til að bæta rekstur ríkisins, ná virkari tökum og betri gát á öllu því, sem að fjármálum þess vissi, bæta nýt- ingu fjármuna og halda skynsam- lega í við útgjöld. Aðferðin, sem beitt var fólst í að greina vandamálin, sem við var að fást, og gera ráðherra grein fyrir eðli þeirra. Hann mótaði síðan stefnuna, sem verða skyldi til iausnar og fól sínu liði fram- kvæmd hennar. Eftir á að hyggja fólst í þessari aðferð gild stjórnmálaleg heim- speki. Stjórnmálamaður leysir ekki vandamál með því að greiða úr vanda borgaranna eins og eins, heldur með því að marka stefnu, sem gildir fyrir þá alla. Glögg- skyggni Magnúsar Jónssonar á þörfina fyrir slíka almenna stefnumörkun, sem síðan skyldi gilda jafnt fyrir alla, hver sem í hlut átti, var hans aðal sem ráð- herra og þar með sem stjórnmála- manns. Þess vegna var hann far- sæll og virtur, enda á saga hans og lífsviðhorf erindi við hvern þann, sem af alvöru vill gefa sig að stjórnmálastörfum í þágu þjóðar- innar. Það, sem lengst mun að búið af verkum Magnúsar Jónssonar sem fjármálaráðherra er forysta hans að setningu laga um fjárlög og ríkisreikning og átakinu að koma þeim í framkvæmd. Þetta var mikið og tímabært verk, sem gerði alla umsýslu með fjárreiður ríkis- ins, gát á þeim og skráningu tryggari og nútímalegri en verið hafði. Jafnframt gaf það Alþingi yfirsýn yfir alla starfsemi ríkis- ins, sem það ekki hafði áður. Mun stjórnsýsla ríkisins um ókomin ár búa að þessu merka frumkvæði hans að því að færa meðferð fjár- mála ríkisins inn í nútímann. Nú, að Magnúsi Jónssyni gengn- um, leita minningar frá þessum liðnu árum fast á. Við, sem störf- uðum undir hans stjórn á þessum tíma, erum þakklátir fyrir að hafa fengið færi á að taka þátt í þessu starfi með honum og fyrir þá reynslu, sem það var. Við biðjum hinum látna bless- unar og vottum Ingibjörgu og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Jón Sigurðsson Vinur minn, Magnús Jónsson, bankastjóri, fyrrverandi þingmað- ur og ráðherra er látinn. Hann varð fyrir alvarlegu áfalli fyrir nærri 10 árum, en með fádæma dugnaði, karlmennsku og skap- festu, sem einkenndi Magnús svo mjög, tókst honum, með góðri að- stoð konu sinnar, Ingibjargar, að ná undraverðri heilsu. Eftir áfall- ið tók hann við fyrra starfi sínu sem bankastjóri Búnaðarbankans og fór þar til starfa eins og venju- lega daginn áður en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu að- faranótt föstudagsins 13. jan. sl. Þetta skyndilega fráfall Magnúsar er þeim mun sárara sem það kom svo mjög á óvart. Magnús Jónsson var fæddur að Torfumýri í Akrahreppi hinn 7. sept. 1919. Hann var því einungis liðlega 64 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Jón Eyþór bóndi þar og síðar á Mel í Stað- arhreppi, og kona hans, Ingibjörg Magnúsdóttir. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1940 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1946. Hann var ritstjóri íslendings árin 1946—1948, fulltríu í fjármála- ráðuneytinu frá 1948 til 1953, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins 1953 til 1960 og banka- stjóri Búnðarbankans 1961 til 1965 og að nýju frá 1971 til dauðadags. Magnús var frá unga aldri með- al fremstu forystumanna í Sjálf- stæðisflokknum. Hann var for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna 1949 til 1955 og ritstjóri Stefnis frá 1950 til 54. Hann varð varaþingmaður Eyfirðinga 1951, en þingmaður þeirra frá árinu 1953 fram að breytingu á kjör- dæmaskipaninni 1959. Eftir það var hann þingmaður Norður landskjördæmis eystra fram að kosningum 1974. Hann var fjár- málaráðherra í viðreisnarstjórn- inni í maí 1965, fyrst undir forsæti Bjarna Benediktssonar og síðar Jóhanns Hafstein. Hann lét af því embætti við stjórnarskiptin 1971. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins í nóvember 1973 en gaf hvorki kost á sér áfram til þess starfs né framboðs til þingmennsku á árinu 1974 sak- ir heilsubrests. Magnús gegndi og fjölda ann- arra trúnaðarstarfa í nefndum og ráðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hér verða ekki talin. Þó var hann áhugamsamur um bindind- ismál og var m.a. formaður Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu um skeið. Ég kynntist störfum Magnúsar fyrst, þegar hann var þingmaður Eyfirðinga. Hann kom þá oft í Ólafsfjörð þar sem ég átti heima þá þótt dvölin þar væri stopul vegna skólagöngu. Ég minnist þess mikla trausts sem Magnús ávánn sér í þessu harðbýla byggð- arlagi sem þá var, enda var hann ötull hvatamaður að umbótum þar, m.a. lagningu Múlavegar. Hann lét ekkert aftra sér frá að heimsækja staðinn reglulega og var þá Ingibjörg oftast með í för. Samheldni þeirra hjóna átti drjúgan þátt í því að traustari fylgismenn og vini hafa áreiðan- lega fáir stjórnmálamenn eignast en Magnús á þessum árum í Ólafsfirði. Við kjördæmabreytinguna 1959 urðu þeir vinirnir Jónas Rafnar í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og Magnús í öðru sæti. Þeir hlutu kjördæmakosningu á meðan þeir voru í þessum sætum fram til 1971 og raunar varð þriðji maður list- ans, Bjartmar Guðmundsson, jafnan landskjörinn einnig á þessu tímabili. Ein af notalegri minningum sem ég á úr pólitísku vafstri er samvinna þeirra Magn- úsar og Jónasar. Ég þekki fá dæmi um slíkt, enda vinátta milli þeirra traust og sterk. Oft var hart vegið að þeim félögum á þessum við- reisnarárum, sem svo eru nefnd, eins og gefur að skilja. Þeim brást þó hvorki vörn né sókn og ævin- lega urðu kosningaúrslitin óvænt- ust, þegar mest var hamrað á því af andstæðingunum að fella Magnús Jónsson. Þá kom í ljós að Magnús hafði traust langt út fyrir raðir Sjáifstæðisflokksins. Slík voru hans störf. í vorkosningunum 1971 gaf Jón- as Rafnar ekki kost á sér til fram- boðs. Við Magnús vorum þá kosnir saman á þing og hugði ég gott til þess að njóta forystu hans og sam- starfs við hann um nokkra hríð. Svo varð þó aðeins um tveggja og hálfs árs skeið. Frá þessum tíma á ég þó margar minningar, og við hjón, sem ylja okkur enn, einkum frá ‘erðalögum okkar með Magn- úsi )g Ingibjörgu um kjördæmið á sun rin, og ógleymanlegir eru mér margir fundir með Magnúsi, þegar hann með rökfimi og sannfær- ingarkrafti heillaði bæði pólitíska samherja og andstæðinga. Pólitískur ferill Magnúsar Jónssonar var glæsilegur og störf hans farsæl. Hann var afburða- snjall ræðumaður, traustur, þróttmikill í fasi, heiðarlegur drengskaparmaður sem hvarvetna ávann sér fylgi og traust. Hann hafði sjálfur barist til mennta og bjargálna og átti þá hugsjón heit- asta að allir þegnar þjóðfélagsins gætu notið dugnaðar síns, fram- taks og áræðis. í tíð hans, sem fjármálaráðherra var brotið blað í virkri stjórn ríkisfjármála svo sem enn er í minnum haft. Hann hafði víðtæka þekkingu á þjóð- málum, þótt hann kysi að helga sig einkum efnahags- og atvinnu- málum, orku- og samgöngumál- um. Hann var frumkvöðull að því að hrinda í framkvæmd hugmynd- um til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni, t.d. með stofnun atvinnubótasjóðs, sem síðar var nefndur atvinnujöfnunarsjóður, með gerð og framkvæmd byggða- áætlana o.s.frv. Það var mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að missa svo mikilhæfan forystu- mann úr fremstu framvarðarsveit sinni, þegar heilsubrestur varð til þess að Magnús hlaut að draga sig í hlé frá stjórnmálastörfum. Við skyndilegt fráfall Magnúsar Jónssonar setur menn hljóða. Hann er mörgum mikill harm- dauði. Mestur er þó harmur kveð- inn að Ingibjörgu og börnum. Ingibjörg var Magnúsi einstæður lífsförunautur. Hún tók þátt í pólitísku starfi hans, fundahöld- um og gestamóttökum af lífi og sál. Fagurt heimili þeirra hjóna á Einimelnum var opið okkur stuðn- ingsmönnum og samherjum Magnúsar. Þar var oft mann- margt, t.d. þegar landsfundir voru haldnir. Þar var ekki einungis að finna kræsingar heldur þá hlýju og vinarþel sem seint verður full- þakkað eða metið. Þá reyndist Ingibjörg Magnúsi sú stoð og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.