Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 32
Þ etta lestu í dag Æskilegt að skipta um (orystusegir stjórnar- formaður Nútímans um hreytingar á Tímanum. Bls. 16/17 TIL DAGLEGRA NOTA FOSTUDAGUR 20. JANUAR 1984 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Verkalýös- og sjó- mannafélag Keflavíkur: 380 manns á atvinnu- leysisskrá 800 þús. kr. greiddar í atvinnuleysis- bætur sl. föstudag 380 manns voru atvinnu- lausir í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og Verkakvennafélaginu sl. fostudag, en þá voru greidd- ar 800 þúsund krónur í at- vinnuleysisbætur, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, formanns Verkalýðsfélags- ins. Félagar í þessum félögum eru úr Keflavík, Njarðvíkum og Vogum, þannig að atvinnulaus- ir í Sandgerði, Garði og Grindavík eru ekki meðtaldir. Karl Steinar sagði sífellt bætast við á lista atvinnu- lausra og hið alvarlega væri að ekki væri eingöngu um að ræða atvinnuleysi í fiskiðnaði. Þá væri verið að flytja allan fisk sem bærist á land beint í gám- um til útlanda, þannig að eng- inn fengi vinnu við það litla sem bærist á land. Karl sagði að fyrir tveimur til þremur vik- um hefði tala atvinnulausra verið 200. 17 ára piltur: I annað sinn í 60 daga gæzlu á fjór- um mánuðum SAUTJÁN ára piltur var í gær úrskurðaður í 60 daga gæzluvarðhald í Sakadómi Reykjavfkur og gert að sæta geðrannsókn. Þetta er í ann- að sinn á tæpum fjórum mán- uðum, sem pilturinn er úr- skurðaður í 60 daga gæzlu- varðhald. Þann 21. október síðastliðinn var hann úr- skurðaður í 60 daga gæzlu- varðhald. Hann hefur játað á sig yfir 50 innbrot á sex ára löngum afbrotaferli. Stærstu málin á hendur honum eru innbrot í Tollvörugeymsluna, þegar hann í félagi við bróður sinn stal þaðan miklum verðmætum. Þá braust hann inn í verslun á Hvolsvelli í haust og stal þaðan tveimur póstpokum, en til þjófn- aðarins stal hann nýlegri Volvo- bifreið og stórskemmdi. Piltinum var sleppt úr gæzlu- varðhaldi þann 21. desember síð- astiiðinn, en var vart fyrr kominn úr fangelsi að hann tók upp fyrri iðju. Hann var tekinn í vikunni ásamt öðrum pilti. RLR setti fram kröfu um gæzluvarðhald yfir hon- um einnig, en dró kröfuna til baka og hefur piltinum verið sleppt. Nýi strætisvagninn fyrir utan höfuðstöðvar SVR á Kirkjusandi. Morgunblaðið/Júlíus. Nýr „harmóníku“-strœtó á götuna A NÆSTU dögum mun nýr stræt- isvagn koma fyrir augu borgarbúa — svokallaður liðvagn, en hann er liðlega 17 metra langur og tekur um 170 farþega, þar af 62 í sæti. Mercedes Benz-verksmiðjurnar hafa lánað strætisvagninn hingað til lands til Strætisvagna Keykja- víkur. „Nú er unnið að undirbúningi að nýju leiðakerfi SVR og því er mikils virði að fá reynslu af þessum vögnum, en þeir eru mikið notaðir erlendis. Við mun- um reyna vagninn á hraðleiðum og þá fyrst og fremst í Breiðholt- ið,“ sagði Sveinn Björnsson, for- stjóri SVR, í samtali við Mbl. Vagninn er knúinn 280 hestafla vél, sem er aftast í vagninum og er hann drifinn á öftustu hásing- unni. Vagninn var prufaður í fyrsta sinn í gær á leiðum í Breiðholti og gekk „jómfrúrferð- in“ vel. Vagninn er nýlegur og hafa Benz-verksmiðjurnar notað hann sem sýningarvagn. Hingað kom hann frá Ítalíu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Líkur á samningum um sölu á allt að 4.000 lest- um af loðnuhrognum Morgunbladið/ HBj. Midfjarðarskersviti eins og hann leit út. Ef myndin prentast vel má sjá aðeins móta fyrir Akra- nesi í baksýn. Miðfjarðar- skersviti er horfinn Borgarnesi, 19. janúar. „Miðfjarðarskersviti logar ekki,“ auglýsir Vita- og hafnar- málaskrifstofan í útvarpinu þessa dagana. Þetta má örugglega til sanns vegar færa því Miðfjarð- arskersviti, sem var í mynni Borg- arfjarðar, er ekki til lengur. í „Akranesbriminu" svokallaða fyrr í mánuðinum hvarf vitinn í heilu lagi Ólafur Steinþórsson í Borg- arnesi sagðist, í samtali við blm. Mbl., hafa tekið eftir því daginn eftir brimið að vitinn væri horfinn og hefði hann kannað málið á bæjunum þarna í kring og látið síðan Vita- og hafnarmál vita um þetta. Þá hefði fólkið þarna á bæjunum ekki verið búið að taka eftir þessu. Pétur Torfason, bóndi í Höfn í Melasveit, sagði í sam- tali við blm. Mbl., að sér virtist að stéttin ein sé eftir og senni- lega hefði vitinn farið í heilu lagi í sjóinn, því ekki sjáist neitt af honum á skerinu. Sagði hann að þetta hefði verið sterk- leg steinbygging, nokkuð há og ekki mjög gömul. Sagði Pétur að vitinn væri ómissandi. Hann hefði verið alveg við innsigling- una til Borgarness og verið ábending fyrir Mýrarnar og skerin í fjarðarkjaftinum. Miðfjarðarsker er þó nokkuð stórt. Það er í mynni Borgar- fjarðar, aðeins utan við Höfn í Melasveit og Lambastaði á Mýrum, en telst til Belgsholts- lands í Melasveit. Innsiglingin til Borgarness er mjög erfið eins og kunnugt er og verða flutningaskip til dæmis að sæta sjávarföllum til að komast inn og út fjörðinn. — HBj. NÚ ER reiknað meö að Sölustofnun hraðfrystihúsanna gangi frá fyrir- framsölu á 2.000 til 4.000 lestum af loðnuhrognum til Japan. Hins vcgar verða engir samningar nú gerðir um fyrirframsölu á heilfrystri loðnu þangað, en Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son, forstjóri SH er nú í Japan til að ræða um sölu á loðnuafurðum. Það var árið 1971, sem tilraunir með frystingu loðnuhrogna hófust og mest hefur verið selt til japan í VERZLUNUM hafa frá í haust ver- ið á boðstólum ávextir í vínlegi, sem inniheldur 16% vínanda og hefur því sú spurning vaknaö hvort þetta brjóti ekki á bága við áfengislöggjöf- ina. Bláber, aprikósur, klementínur, plómur og rúsínur, svo dæmi séu tekin, eru lögð í líkkjöra og flutt inn og seld í verslunum hér á landi. „Ég þurfti ekki að leita um- sagna um innflutninginn. í toll- skrá er þetta kallað ávextir í vín- legi og þeir eru fluttir inn sem slíkir og lúta því ekki öðrum regl- um en innfluttar vörur á tollskrá. Ávextirnir eru framleiddir af ít- um 4.000 lestir, en síðast, þegar hrogn voru seld þangað voru það um 2.000 lestir. Ekkert var selt á síðasta ári enda veiðar um þær mundir ekki leyfðar. Eins og áður sagði verður vænt- anlega ekki samið um fyrirfram- sölu á frystri loðnu nú. Þó eru ein- hverjir möguleikar á sölu til Jap- an fyrir hendi og verða þeir kann- aðir á næstu vikum. Japanir vilja aðeins hrognafulla hrygnu og alska fyrirtækinu Fabbri og eru framreiddir sem eftirréttur og þá gjarna með rjóma eða ís. Þetta hefur mælst vel fyrir og sala verið þokkaleg," sagði Skúli Jóhannes- son, innflytjandi ávaxtanna, í samtali við Mbl. í lögum um Áfengis og tóbaks- verslun ríkisins nr. 63 frá 1969 segir að verslunin ein skuli annast innflutning og dreifingu vínanda og áfengis. Þá segir meðal annars að öðrum sé heimilt að flytja inn vínanda, hafi hann verið gerður óhæfur til drykkjar og öruggt, að ekki sé kleift að gera hann drykkj- arhæfan. þurfa hrognin að nema 20% af þyngd hrygnunnar. Loðnan, sem hér veiðist er hins vegar smá og því erfið í sölu. Mest hefur verið selt 19.000 lestir af frystri loðnu til Japan 1974, en þá var hún ekki flokkuð, hængurinn fylgdi með, en hann er verðlaus. Vegna mikils flutningskostnaðar var síðan farið að flokka loðnuna og þá minnkaði magnið jafnframt. 1975 voru að- eins seldar 500 lestir þangað en fór síðan mest upp í 10.000 lestir. En í áfengislögunum nr. 82 frá 1969 er áfengi skilgreint svo: „Áfengi telst samkvæmt lögum þessum hver sá vökvi, sem meira er í en 2V*% af vínanda, að rúm- máli. Duft, kökur og annað, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva og hafa nefndan áfengis- styrkleika, skal fara með sem áfengan drykk." Nú er það svo, að ávextirnir leysast ekki upp í legin- um og virðist því, sem þessi inn- flutningur brjóti ekki á bága við áfengislögin. Þess má geta, að sælgæti fyllt með líkkjörum og koníaki er selt í verslunum hér á landi. Morgunblaðid/Júlíus. Aprikósur, ananas, plómur, bláber og fleira góðgæti er flutt inn í vínlegi og selt í matvöruverslunum. Ávextir í 16% vínlegi seldir í verzlunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.