Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 53 VIÐTAL: E.PÁ. LJÓSM.: SIGURGEIR plássin séu mjög eftirsótt enda hefur kokkurinn fjórðungs hlut framyfir háseta. Einkum virðast margar ungar stúlkur fara á bát eina til tvær vertíðir. Þ6 er nokk- uð um að konur hafi gert sjó- mennsku að aðalstarfi. Sem dæmi nefnir Þórunn að árið 1976 voru 134 konur skráðar á 12 tonna fiskiskip og stærri. Sjómannaskólarnir hafa staðið konum opnir og konur stundað þar nám. Einnig á siglingafræðibraut- um fjölbrautaskólanna, þar sem þær eru til. Engin kona hefur þó orðið skipstjórnarmaður í Árnes- sýslu, þótt nokkrar hafi til þess réttindi. Guðný Lára Petersen varð fyrst kvenna vélstjóri um borð 1978. Er á sjó á sumrin og kennir í vélstjóraskóla á vetrum. Og Þórunn kvaðst hafa frétt af ágætum skipstjóra með bát í Grundarfirði, Skúlinu Hlíf Guð- mundsdóttur. Loftskeytakonur hafa aftur á móti margar verið til sjós, þótt fleiri hafi kosið að starfa í landi hjá Gufunesradíói. Kvaðst Þórunn einmitt vera að vinna rit- gerð í Sögu um loftskeytakonur. Hún nefndi sem dæmi Hrönn Hjaltadóttur, sem lengi hefur ver- ið á Akureyrartogara og getið sér gott orð fyrir að halda góðu sam- bandi við land, enda sé starfið í senn öryggisþjónusta og þjónusta við sjómennina um borð. Ekki amast við konum um borð Þórunn kvaðst oft hafa verið spurð að því hvort hún hefði ekki 'orðið vör við andúð á að fá konur um borð i skip. En það virðist ekki vera hér á landi. Þótt í frásögur sé fært víða erlendis að karlmenn hafi ekki viljað konur á skipin, þá virðist slíkt ekki að finna í ís- lenskri þjóðtrú. Erlendis hafi kon- ur orðið fyrir ýmsum kárínum ef þær reyndu að komast inn á þetta starfssvið karla. En stúlkur sem hér hefðu farið í sjómannaskólana láti mjög vel af veru sinni þar. Og það kvað Þórunn áberandi, að karlmenn hefðu engu minni áhuga á þessum rannsóknum hennar á sjósókn kvenna en konur. — Konur á íslandi hafa tekið verulegan þátt í sjósókn á áraskip- unum, sérstaklega á vissum svæð- um, útskýrir Þórunn. Meðan gert var út af útvegbændum og þeir manna skipin með sínum hjúum og nágrönnum, þá er ekki dregin markalína eftir kynferði heldur miklu fremur farið eftir dugnaði. Hraustir karlar og konur á góðum aldri stunda fiskveiðarnar. Þegar skipin verða stærri er það ekki lengur bóndinn sem situr við stjórnvölinn. Og með seglskipun- um færist í það horf að þetta sé alfarið karlastarf. Konurnar virð- ast hverfa úr myndinni á skútu- öld. Og þær koma ekki inn alveg strax á vélaöldinni. Þ6 fara þær mjög snemma að taka þátt í út- gerð á opnu bátunum eða trillun- um. Eftir að vélbátarnir stækkuðu og farið var að hafa matsvein um borð, verður eftirspurn eftir kon- um í það starf. Á síldarútgerðar- árunum síðari hefði til dæmis ekki verið hægt að gera út síldarbátana án þess að fá liðsauka frá konum. Konur hafa verið ósýnilegar Við skulum gera okkur ljóst að þessi skipting í karla- og kvenna- störf er breytileg í aldanna rás, segir Þórunn, þegar við förum að spjalla nánar um sögu kvenna.— Þessi skipting verður ekki fullljós fyrr en launavinna verður veru- legt atriði. Áður var unnið í hópi eða vinnugengi. Allir höfðu þar sína vinnuskyldu, konur, karlar, gamalmenni og börn. Allir urðu að vinna fyrir mat sínum og fram- færa sig. Framfærandahugtakið er tiltölulega nýtt. Þórunn Magnúsdóttir hefur mikinn áhuga á kvennasögu, ekki aðeins þeirra kvenna sem hafa sótt sjó. Veturinn 1981—82 var hún við nam í kvennasögu í Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur á orðið mikið safn upplýsinga um konur sem hafa sótt sjó á íslandi fyrr og síðar. Þrándheimi og Osló. Og í fyrra- sótti hún norrænt þing um kvennasögu í Osló og flutti þar úr- drátt úr kandidatsritgerð sinni um sjosókn sunnlenskra kvenna. Og hún hefur kennt kvennasögu við framhaldsskóla, sú eina sem það hefur gert. — Hugtakið kvennasaga er ekki almennt þekkt hér, segir hún. En í nágrannalöndum okkar er það orðið skyldufag. Kenndir þættir um kvennavinnu í grunnskólum og menntaskólum, og verið að semja kennsluefni til þess. Til dæmis hefur norsk kona, Sidsel Vogt, sem unnið hefur að rannsóknum, nú starfað hjá norska menntamála- ráðuneytinu við að semja efni um kvennasögu, einkum atvinnusög- una, en það er ætlað til kennslu í efri bekkjum grunnskóla og menntaskóla. Einnig er ætlunin að undirbúa rit til kennslu i há- skólum. Hún hefur kynnt sér rannsóknir og kennslu á þessu sviði í Englandi. Og mér finnst það standa okkur næst, þessum fáu konum á íslandi sem hafa ver- ið að fást við sagnfræði, að vinna að þessu vanrækta efni. Þórunn hefur kennt kvennasögu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem varð fyrstur til að bjóða upp á þá námsgrein, og tók sjálf saman námsefnið, sem var mest úr at- vinnusögu seinni hluta 19. aldar og fram á miðja þessa. Úr þessum fyrsta nemendahópi eru nemend- ur sem eru langt komnir í sagn- fræðinámi nú og kvaðst Þórunn vonast til þess að þeir héldu áfram þessu starfi, enda hafi þeir verið áhugasamir um það og fundvisir á efni. Sama væri að segja um hóp nemenda á Selfossi, sem hún kenndi á vorönn 1983 og miðaði námsefnið að verulegu leyti við vinnu kvenna í landbúnaðarsam- félagi og nokkuð úr verkalýðssögu kvenna. Nemendur voru mjög áhugasamir, segir hún og völdu sér að viðfangsefni vinnslu mjólk- urmatar. En við það unnu ein- göngu konur þar til mjólkurbúin komu til. — Nú er sjónum beint meira að atvinnusögu í nýju ís- lensku námsefni í sögu, segir Þór- unn. Og til að að gefa rétta mynd af þjóðlífi fyrri tíma þarf að taka betur inn i myndina en áður hefur verið gert vinnu kvenna. Hingað til hafa konurnar verið ósýnilegar í sögunni. Ekki er þó að efa að meðan íslendingar lifðu að mestu á hvítum mat, var geymslan á matnum lifsspursmál og skar úr um hvort fólki tókst að lifa af vet- urinn. En tæplega verður úr bætt nema unnið verði að rannsóknum og þær felldar inn í söguna. Við höldum áfram að spjalla um konur fyrri alda og þátttöku þeirra i sögunni. Þórunn getur þess að norsk kona, Britt Berg- gren, hafi skrifað um sjósókn kvenna í Noregi og þátt kvenna i að halda mannlífi gangandi á vesturströndinni. Konurnar sáu um heimilið og reru jafnvel til fiskjar meðan heimilisfeðurnir stunduðu veiðar við Lofoten. Hafi hún varpað Ijósi á þessar samfé- lagsaðstæður í norska skerjagarð- inum og er um þær fjallað í 5. bindi Menningarsögu Noregs, sem nú er að koma út. Eins getur hún þess að enskar rannsóknir hafi sýnt að á 16. og 17. öld hafi enskar konur haft veruleg völd í verslun, sem var mikilvægt í ensku þjóðlífi þótt ekki fylgdu þessum umsvifum stjórnmálavald. — Við erum stundum að kvarta undan því að konur hafi haft lítil völd í stjórnmálum á íslandi, sem er satt. En það þýðir ekki að setja megi jafnaðarmerki milli þess og óvirkni í atvinnulífinu, segir Þór- unn. — Það hefur verið tilhneig- ing til að færa einn þátt sögunnar yfir á annan. Segja í atvinnusög- unni að konur hafi verið láglauna- hópur og siðan að konur hafi þá verið óvirkur atvinnuhópur. I okkar þjóðlífi hafa konur ekki haft svo lítil áhrif í fjármálum og hvernig geta þær þá hafa verið óvirkar. Sú trú er lífseig i samfé- lagsfræðinni að til áhrifa í þjóðfé- laginu sé markverðast að vera handhafi valds. Áður en við skiljum, áréttar Þórunn þetta og segir: — Þótt ég hafi valið mér sem rannsóknar- efni verksvið sem að öðru jöfnu er litið á sem karlavinnu, þá er mér fullkomlega ljóst að þau störf sem nefnd hafa verið kvennastörf, svo sem matargerð og fatagerð, eru engu minna verð störf. Að afla til matar, fata og skjóls er það sem lífið snýst um hér á norðurslóðum og þar hafa konur alltaf verið á starfsvettvangi. Verð frá kr. 1984 289.800 Hagstæðir greiðsluskilmálar MUNIÐ AÐ VARAHLUTAÞJÓNUSTA OKKAR ER í SÉRFLOKKI ^BifreiðarogLandiiúiiaðaryilarhf 1» Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 Við stofnun fyrirtækis er oftast gengið frá nauðsynlegum vátryggingum. Fyrirtækið stækk- ar, en tryggingafjárhæðin fylgir ekki sjálfkrafa stækkuninni. Látið ekki blekkjast. Fáið trygginga- manninn í heimsókn, og ráðfærið ykkur við hann. i i HAGTRYGGING HF Suðurlandsbraut 10,105 Reykjavík, sími 85588.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.