Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANtJAR 1984 Kvenfélagið Hringurinn 80 ára Óskadraumurinn nýr barna- spítali á Landspítalalóð Kvenfélagið Hringurinn verður 80 ára í vikunni, stofnað 26. janúar 1904. Framlag þessa fámenna kvennahóps til samfélagsins er orðið ærið á þessum 80 árum. Nú síðustu áratugi við uppbyggingu barnaspítala í landinu og enginn bilbugur á konunum í þeim efnum. Nú á afmælinu leggja þær til dýrmæt tæki á nýja gjörgæzludeild og nýburadeild og óskadraumur þeirra er nýr barnaspítali á lóð Landspítalans. I tilefni af afmælinu gengum við á fund Sigríðar G. Johnson, formanns félagsins, sem fræddi okkur um sögu þess og verkefni. Tildrögin að stofnun þessa merka kvenfélags fyrir 80 árum voru þau að Kristín V. Jacobson, sem var formaður þess fyrstu 40 árin, veiktist í Danmörku og þurfti að fara á spítala. Hún var sjálf vel efnum búin, og nú varð henni Ijóst að erfitt er að vera veikur en ennþá erfiðara að vera veikur og hafa enga peninga, sagði Sigríður er hún var innt eftir upp- hafi félagsskaparins. Kristín strengdi þess heit að ef hún fengi heilsu, þá mundi hún reyna að hjálpa sjúkum. Eftir að hún kom heim gekkst hún fyrir stofnun Kvenfélagsins Hringsins með 45 íslenzkum konum. Fyrsta árið var þetta félagsskapur þar sem kon- urnar fengu taekifæri til að hittast utan heimilis og kynnast. En strax á öðru ári byrjuðu þær að veita sængurkonum aðstoð með mjólk- urgjöfum og barnafatnaði. En á þeim árum var mikil fátækt og ör- birgð í bænum. Á þessum árum var berklaveikin líka mikill vá- gestur hér á landi. Konurnar sáu þar mikilvægt og verðugt verk- efni. Þær ásettu sér að styrkja eft- ir megni fátæka berklasjúklinga með greiðslu á sjúkrakostnaði þeirra og stofnuðu sérstakan sjóð, „Líknarsjóð Hringsins", sem enn er í raun starfandi sem Barnaspít- alasjóður Hringsins og renna allar tekjur aðrar en félagsgjöld óskert- ar til hans. En eftir að berkla- varnarlögin komu til fram- kvæmda 1921, tók ríkið að sér að greiða allan legukostnað berkla- sjúklinga og þarmeð í raun fallinn grundvöllur undan þeirri starf- semi Hringsins og líknarsjóðsins í því formi. vera á stofum með fullorðnum sjúklingum. Ekki hefur verið setið við orðin tóm. 1957 var opnuð barnadeild í gamla Landspítalan- um og bjuggu Hringskonur hana að öllum húsbúnaði, gáfu rúm, sængurfatnað og annað sem til þurfti. Þegar Barnaspítali Hrings- ins var svo tekinn í notkun í nú- verandi mynd 1965 í nýrri bygg- ingu spítalans, lögðu Hringskonur til hans 10 millj. króna. En þær höfðu allan tímann átt fulltrúa í byggingarnefndinni. Öðrum merk- um áfanga var náð þegar geðdeild barna var opnuð 1971 í leiguhús- næði við Dalbraut, þar sem Hringskonur lögðu á sama hátt sem fyrr fram allan húsbúnað og Þrír formenn Hringsins. Núverandi formaður, Sigrfður G. Johnson, Sigþrúður Guðjónsdóttir og Ragnheiður Einars- dóttir, sem hvor um sig voru formenn félagsins í 10 ár. ijósm. Ól. K. Mag. Ófáar gjafír hafa Hringskonur afhent í þágu velferðarmála, sjúkra barna og til barnaspítala. Nú síðast í haust afhenti formaðurinn, Sigríður Johnson, yfírlækni geðdeildar barna, Páli Ásgeirssyni, fé til húsgagnakaupa fyrir deOdina. Hringskonur koma saman einu sinni í viku f hinu vistlega félagsheimili þeirra á Ásvallagötu 1, og vinna þá muni á basarinn, sem er ein af fjáröflun- arleiðunum. Ekki létu Hringskonur þó deig- an síga. Nú lögðu þær allt kapp á að koma upp hressingarhæli fyrir berklasjúklinga, sem voru að ná sér. Haustið 1926 byggðu þær slíkt hressingarhæli í Kópavogi og var þar rúm fyrir 26 sjúklinga, auk starfsfólks. Læknir hælisins, Helgi Ingvarsson, þáverandi að- stoðarlæknir á Vífilsstöðum, kom daglega gangandi og síðar á hjóli eftir að hann hafði efni á að kaupa sér það, til að annast sjúklingana og tók ekki eyri fyrir. Þetta var fyrsta hressingarhæli landsins og ráku Hringkonur þáð til 1939, en gáfu þá ríkinu Kópavogshæli ásamt öllum innanstokksmunum og tækjum. Það var síðar notað fyrir holdsveikraspítala og nú er það sem kunnugt er heimili fyrir vangefna. En frá 1931 ráku Hringskonur búskap á staðnum í 17 ár eða þar til ríkið keypti jörð- ina af þeim 1948, og gerðu það svo myndarlega að ágóði var af bú- rekstrinum. Nú var aftur komið að þátta- skilum í starfseminni. Þótt ákveð- ið væri að verja áfram vöxtum af ákveðinni upphæð til aðstoðar berklasjúklingum, sem þyrftu hjálpar við, ákváðu þær að beita sér fyrir því að koma upp barna- spítala. Þörfin var mikil, því börn sem þurftu á sjúkrahús urðu að tækjakost. En þar er rúm fyrir 11 börn á legudeild og 8 í dagdeild. Áfram hafa þær haldið að safna og leggja fram fé vegna sjúkra barna. Auk tækja og húsgagna til barnaspítalans hafa þær fært öðr- um aðilum háar upphæðir, svo sem barnaheimilinu í Sólheimum í Grímsnesi , Trönuhólaheimilinu í Breiðholti og skóla blindra og sjónskertra í Reykjavík, veitt styrki til starfsfólks til fram- haldsmenntunar o.fl. Og nú á áttræðisafmælinu ætla þær að gefa tæki að verðmæti hálfa aðra milljón í gjörgæzludeild á barna- spítalanum og nýburadeild. En markmiðið er sem fyrr barnaspítalabygging, segir Sigríð- ur Johnson og skýrir það mál: „barnaspítalinn, sem nú er í notk- un í Landspítalanum, var upphaf- lega ætlaður fyrir allt aðra starf- semi og þykir óhentugur. M.a. eru þar engin tök á að leyfa sjúkling- um að vera undir berum himni. Húsnæðið er á 2. og 3. hæð og engar svalir. En barnaspítali þarf að sjálfsögðu að hafa rými fyrir öll sjúk börn innan stofnunarinn- ar og vera í nánu samhengi við fæðingardeildina. Þar þarf einnig að vera til húsa geðdeildin, sem er í bráðabirgðahúsnæði inni á Dalbraut. Húsnæðið sem barna- Hringskonur hafa alltaf brugðið fyrir sig leiklistinni. Fluttu leikrit f bænum í upphafi og skemmta enn sjálfar á árshátfðum. Hér eru 5 þeirra í hlutverkum. Frá vinstri: Þóra Þórðardóttir, Erla Tryggvadóttir, Agnes Jóhannsdóttir, Ingigerður Karlsdóttir og Kristjana Brynjólfsdóttir. spítalinn er i nú, kæmi þá í góðar þarfir fyrir aðra starfsemi Land- spítalans. Framtíðardraumur okkar Hringskvenna er sá, að sjúkrahús fyrir öll börn, andlega og líkamlega sjúk, verði reist á Landspitalalóðinni. Þá veit ég að sá kraftur sem býr í brjóstum fé- lagskvenna eflist til dáða. f von og vissu um að stjórnvöld leggi þessu máli lið hið allra fyrsta höldum við Hringskonur áfram fjáröflun af fullum krafti. Er það raunar ekki sjálfsögð krafa að búið sé sem bezt að yngstu kynslóðinni í þessu allsnægtaþjóðfélagi? Drjúg og hugvit- samleg fjáröflun Nú hlýtur maður að velta því fyrir sér hvernig svo fáar konur hafa farið að því að afla fjár til allra þeirra góðu verka sem þær hafa unnið. Á félagaskrá eru ekki nema 250 konur. Meðalaldur er hár og margar þeirra búnar að skila löngu og miklu starfi. Fyrir 80 árum var strax byrjað af mikl- um krafti, gengizt fyrir skemmt- unum, hlutaveltum og bösurum og þóttu árlegar leiksýningar Hringsins ein hin besta skemmtun sem völ var á í bænum. En kon- urnar léku sjálfar og fóru bæði með karl- og kvenhlutverk. Löngu seinna voru slíkar leiksýningar aftur teknar upp á árshátíðum fé- lagskvenna við mikinn fögnuð. En Sigríður segir að árshátíðir séu mjög vel sóttar og alltaf tilhlökk- unarefni. Fimmta hvert ár bjóða konurnar eiginmönnum sínum með á skemmtunina. Eins fara þær árlega í skemmtiferð, í fyrra í þriggja daga ferð til Flateyjar, ár- ið áður til Skotlands og nú hyggja þær á ferð til Parísar. Svo að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.