Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANtJAR 1984 57 Kristín V. Jacobsen var formaður Hringsins fyrstu 40 árin, 1904—1943. Soffía Haraldz formaöur 1957—1962. Hringurinn er skemmtilegur fé- lagsskapur, fyrir utan allt það gagn sem hann gerir. En sama er hvort um er að ræða sjálft félagið eða Barnaspítalasjóð þess, sem hefur alltaf verið rekinn alveg að- greindur frá því, þá eru öll störf unnin í sjálfboðavinnu. Aldrei verið ráðin nokkur manneskja á launum. Árgjöld félagskvenna standa undir rekstri og allt aflafé fer óskipt í Barnaspítalasjóð. Á aldarafmæli Jóns Sigurðsson- ar forseta 17. júní 1911 tóku Hringskonur að selja merki til ágóða fyrir starfsemi sína, smá- nælur með snotru blómi, og varð það fastur liður í starfseminni. Lengi höfðu þær merkjasölu á kosningadaginn, en nú hafa svo margir aðrir aðilar lagt undir sig þann dag að þær urðu að hætta því, til að angra ekki kjósendur um of. Á árinu 1914 var hafin sala á minningarkortum, og mun talið að Hringurinn hafi þar riðið á vaðið. Sýnir það útsjónarsemi og hugvit Hringskvenna. Minningar- spjöldin eru seld víðs vegar um bæinn. Hægt að fá þau keypt beint hjá Hringnum og eiga þau þannig heima til að grípa til, eins og bréfsefni. Og þá fer öll upphæðin sem gefin er beint í Barnaspítala- sjóðinn. Árlegt jólakaffi fyrsta sunnudag í aðventu er fastur liður í fjáröflun, og skilar drjúgu. Og kortasölu hafa Hringskonur verið með fyrir jólin sl. 12 ár. Sigríður segir að jólakaffið skili drjúgum ágóða, enda sé þá alltaf efnt til glæsilegs happdrættis. Nú síðast voru vinningar um 300 þús- und króna virði, allt upp í flug- ferðir og ferðavinninga. Sagði hún að Hringurinn ætti svo marga vel- unnara, að iðulega gæfu aðilar sig sjálfir fram og spyrðu hvers vegna ekki væri leitað til sín, þegar þær væru að dreifa vinningsbeiðnum og gæta þess að höggva ekki alltaf í sama knérunn. I sambandi við góða stuðningsmenn bætti Sigríð- ur því við að Hringurinn hefði nú drjúgar tekjur af hringekjunni, sem Tommi væri með inni á Grensásvegi, en allur ágóði af henni rennur til Hringsins. Eig- andinn, Tommi, kom og bauð þetta fram vegna þess að amma hans hefði verið Hringskona. Sagði að sér þætti vænt um félagskapinn. Ingibjörg Cl. Þorláksson formað- ur 1943—1957. Þannig yrðu þær varar við hlýhug víða. Þetta leiddi talið að því hve lengi Sigríður væri sjálf búin að starfa í Hringnum. Hún kvaðst hafa komið þar inn af tilviljun sem unglingur. Soffía Haralz, sem síðar varð formaður, bjó í næsta húsi við hana og bað hana að hjálpa til á skemmtun, sem Hringakonur gengust þá fyrir nokkrum sinnum í Hljómskála- garðinum. Það varð til þess að hún gekk nokkrum árum síðar í Hring- inn ásamt vinkonu sinni og voru þær þá strax drifnar í að sjá um leiksýninguna á árshátíðinni. Þorðu ekki að segja nei. Sðan hef- ur hún starfað fyrir Hringinn. Sagt er frá skemmtunum Hringsins í Hljómskálagarðinum í kaflanum um félagið í sögu Bandalags kvenna. Til gamans er hér tekinn upp kafli um skemmt- un sem þar var á stíðsárunum, þegar konurnar voru að hefja söfnun til barnaspítala: „Það var augljóst mál, að konur þurftu að hafa öll spjót úti í sam- bandi við öflun fjár. Næsta sumar var því haldin önnur skemmtun í Hljómskálagarðinum. Þá var komið fyrir tveim tjöldum. Annað tjaldið áttu Hringskonur sjálfar, og rúmaði það 200 manns, þar voru seldar veitingar. Þær fengu lánaða bekki í Iðnó og stóla úr Austurbæjarskólanum og sáu sjálfar um flutning á þessu dóti fram og aftur, einnig sáu þær um veitingar. í hinu tjaldinu, sem yfirmaður varnarliðsins hér, Gen- eral Kay, hafði boðið félaginu til láns, var komið fyrir alls konar leiktækjum, sem konurnar höfðu lært á og stjórnuðu sjálfar, og að þessum tækjum var seldur að- gangur. Til gamans má einnig geta þess að konurnar höfðu feng- ið lánað frá Völundi timbur í danspall, girtu hann af og stóðu svo sjálfar við innganginn og seldu herrunum aðgang, hálfa klukkustund í einu, en dömurnar fengu frítt. Eftir hálfa stund var herrunum umsvifalaust vísað út, eða látnir borga aftur, ef þeir vildu halda áfram dansi við sínar dömur. Bjarni Böðvarsson spilaði fyrir dansi. Ágóði af þessari úti- skemmtun var um 60 þús. kr. og þótti það góður árangur." Vinna og koma saman í féiagsheimilinu Félagsheimili Hringsins er á Ásvallagötu 1. Þar koma konurnar í basarnefndinni saman einu sinni í viku og vinna að ýmsum munum, sem seldir eru á jólabasarnum. I félagsheimilinu er þá opið hús, og líta félagskonur þar gjarnan inn til að hittast og fá sér kaffisopa. í þessu vistlega félagsheimili eru félagsfundir haldnir mánaðarlega yfir vetrartímann. Ýmisleg önnur starfsemi er þar til gagns og gam- ans fyrir félagskonur. Sagði Sig- ríður í lok samtalsins að í Hringn- um væri ákaflega ánægjulegt fé- lagslíf og hún kvaðst hreykin af því að hafa fengið að starfa þar. — Ætla Hringskonur að gera sér glaðan dag á afmælinu og hafa að undanförnu verið á kafi í að æfa skemmtiatriðin, sem þær að venju sjá um sjálfar. _ E.Pá. Slitbols- IDE prófun húsgögn áklæóa þér raunverulegan arð Með því að vera hluthafar í IDÉ MÖBLER A/S, staerstu innkaupasamsteypu norð- urlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83ja stórra húsgagnverzlana í Danmörku, víða um lönd, tekst okkur að hafa á boðstólum úrvals húsgögn — öll með 2ja ára ábyrgð — á miklu lægra verði en aðrar húsgagnaverzlanir geta boðið. Gæðaeftirlit IDÉ er svo geysistrangt, að þú ert örugg(ur) um að fá góð húsgögn þó verðin séu svona lág. Gerðu verð- samanburð í húsgagnaverslun- um og notaðu þetta verkfæri, þá kemstu að I dag % því hvar frá 2-6 \ best að versla. HUSGAGNA SYNING HJÁLPAÐU ÞER SJALFUR OG ÞJÁLFAÐU VERÐSKYN ÞITT HUSBABNAQOLLIH BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.