Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 „Gullsmióurinn og hesta- maðurinn eru tveir menn - en þeir eru perluvinir“ Rætt við Halldór Sigurðsson gullsmið og stórbónda í Stokkhólma um hrossarækt og fleira Halldór Sigurðsson stóðbóndi í Stokkhólma í Skagafirði og gullsmiður í Reykjavík, er fyrir löngu þjóðkunnur maður, bæði fyrir trúlofunarhringana, sem „gæfan fylgir" og fyrir hin kunnu hross, sem frá Stokkhólma hafa komið síðustu áratugina. Blaðamaður var á ferð um Skagafjörð í haust, og kom þá meðal annars við og skoðaði hluta af stóði Halldórs, og ræddi síðar við hann um hrossarækt og fleira henni tengt. legu starfa var ég töluvert við tamningar, þegar á unglingsaldri, og á þessum tima voru hestar nær einu farartækin, en jeppar og dráttarvélar rétt að byrja að taka við af hestunum. Meðal fyrstu bernskuminninga minna er þegar ég var að vefja faxinu utan um smáar barnahend- urnar og skríða á bak hrossunum, og þar sem ég var oft rassár af löngum setum mínum berbakt á hestbaki, var eina ráðið að fara alltaf á stökki! — Það var gaman að lifa á þessum árum, enda hefur mér alltaf líkað vel við hesta og þeir ólu mig upp að verulegu leyti. Mér hefur eiginlega alltaf líkað betur við hesta en menn, og því meira sem ég kynnist mönnunum, því vænna þykir mér um hestana mína.“ — En hvað með hrossasýningar og mót á þessum tíma, manstu eft- ir slíku? „Eiginleg hestamót voru ekki komin til sögunnar þá, en haldnar voru héraðs- og sveitasýningar, sem ég man vel eftir. Theódór Arnbjarnarson, sem þá var hrossaræktarráðunautur, kom þá heim og skoðaði og mældi hrossin, þetta var mikill ágætismaður og virtur af öllum. Það var oft skemmtilegt á þessum hrossasýn- ingum, og margt fallegra hesta bar þá fyrir. Ég man til dæmis eftir rauðum graðhesti, sem Jó- hann bóndi í Litla-Dal átti, þetta var afskaplega fallegur hestur, en smávaxinn. Theódór mældi hæð hrossanna á sérstökum palli, sem hann hafði látið smíða. Þegar hestur Jóhanns, Sóti hét hann, kom á pallinn, fannst Theódór fótstaðan eitthvað undarleg. Tók hann því upp annan framfótinn á hestinum, og kom þá í ljós að bóndi hafði viljað hækka Sóta lítillega í loftinu, og hafði því járnað hann með þremur skeifum, hverja niður af annarri, og lét göt- in standast á. — Þetta þótti snjallt hjá bónda, þótt upp kæm- ist!“ Slegið tii ráðunautar með svipu — Þú nefnir, að Theódór var virtur af öllum er til hans þekktu, en stundum hefur gengið á ýmsu Ljósm: Kristján Einarsson. SveinB Hjörleifswn situ: og Halldór Sigurðsson heldur við geðingsefnið „Súper-Stjarna“ frá Stokkhólma. Halldór með einn gæðing sinn undan Rauð 618 frá Kolkuósi. Ólst upp við hesta og aftur hesta „Ég ólst upp við hesta og aftur hesta, í æsku minni var öll mín vinna tengd hrossum, og ekki eru ýkjur að segja að lífið hafi að verulegu leyti snúist um hross hjá mér á þessum árum,“ sagði Hall- dór, þegar hann var spurður um upphaf kynna hans af hestum, sem svo mjög hafa sett spor sín á líf hans. „Ég er alinn upp í Stokkhólma í Skagafirði," heldur Halldór áfram, „en þar bjó faðir minn, Sigurður Einarsson, sem síðar bjó svo á Hjaltastöðum. Pabbi átti marga hesta, enda voru öll verk unnin með hestum í þá daga, hest- ar voru fyrir sláttuvélum, rakstr- arvélum, kerrum og vögnum. Stundum var ég með fimm hesta í röð við að draga bólstrana heim af túninu í Stokkhólma. Öll mín vinna var því við hross eins og ég sagði fyrr, því auk hinna venju- Þrír ungir hestar, allir und- an Rauð 618, komnir suður yfir heiðar í tamningu hjá Sveini Hjörleifssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.