Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 íbúðarverð boðið í gæðing frá Stokkhóima — segir Sveinn Hjörleifsson tamningamaður ,.Ég er búinn að vera hér við tamningar og þjálfun hrossa hjá Halldóri meira og minna í nokkur ár,“ sagði Sveinn Hjörleifsson tamningamaður, er blaðamaður ræddi við hann um Stokkhólma- hrossin. „í stuttu máli get ég sagt það, að þessi hross eru ákaflega hæfileikamikil og skemmtileg í allri viðkynningu og það er gaman að fást við þau, hvort heldur er um að ræða frumtamningu eða frekari þjálfun. Ég get nefnt sem dæmi um hve flótt þessi hross koma til, að eitt sinn tók ég við nær ótömd- um folum hér nokkru eftir ára- mót. Aðeins þremur mánuðum síðar sýndi ég þá á móti hér hjá Fáki, og unnu þeir þá fyrstu og önnur verðlaun og síðar sama ár urðu þeir í 1. og 5. sæti á öðru móti. Það búa miklir hæfileikar í þessum hrossum og það tekur yf- irleitt ekki langan tíma að ná þeim fram.“ — Og er eitthvað sem ein- kennir þessi hross öðrum frem- ur? „Þessi hross eru náttúrulega ekki öll eins, enda ekki öll af sama stofni, en ég get nefnt sem dæmi um afkvæmi Stokkhólma- Rauðs 618, að óvenju glæsilegur fótaburður einkennir þau, einnig mikið gangrými og fríðleiki. Sum eru viðkvæm á fyrsta stigi tamningarinnar og þarf að fara að þeim með gát, en hrekki eða óþverraskap hef ég aldrei orðið var við í þessum hrossum. — Ég er því ekkert undrandi á þeim vinsældum sem þessi hross njóta, sem meðal annars komu fram í því að eftir síðasta lands- mót buðu Þjóðverjar íbúðarverð fyrir einn gæðinginn frá Stokk- hólma, en eigandinn gat ekki hugsað sér að selja hann!“ Ljósm.: Ragnar Axelsson. Sveinn Hjörleifsson tamningamaður við þjálfun hestsins Súper-Stjarna, sem er undan Stokkhólma-Rauð og hryssu frá Stokkhólma. Hesturinn er í eigu Halldórs og kveðst hann binda miklar vonir við hann, enda sé hesturinn baeði vel viljugur og hafi mikið gangrými. „Þetta er viljugasti hestur, sem ég hef komið á bak á, og er ég þó ekki nýgræðingur í hestamennsku," sagði Halldór, er blaðamaður spurðist fyrir um hestinn. leigu, og síðar sagði Þorkell á fjöl- mennum fundi hestamanna á Hót- el Loftleiðum, að Rauður 618 væri einn besti undaneldishestur lands- ins þá. Þegar þarna var komið sögu, var Rauður því búinn að fá fulla uppreisn æru og ólík heim- koma hestsins að Hólum þeirri brottför er ég gat um sumarið 1966! Það var svo ákveðið að sýna Stokkhólma-Rauð með afkvæmum frá Stokkhóma og Hólum á lands- móti á Vindheimamelum sumarið 1982, en til þess kom aldrei. Rauð- ur lifði það ekki að fara á mótið, það voru aðrir, sem sáu fyrir því.“ — Hesturinn var skotinn í haga, sem frægt varð. Hefur það mál aldrei upplýstst? „Ég kæri mig nú ekki um að ræða það mál nánar, en ég get þó sagt, að ég tel mig vita hvað gerð- ist, og það var engin tilviljun, að hesturinn var drepinn. Það þurfti að ganga langa leið til að skjóta hann, hann var valinn úr stóru stóði, sem þarna var á beit, og hæfður mitt í ennið. Það er engin tilviljun, það þurfti bara að ryðja hestinum úr vegi, en nánar fer ég ekki út í þá sálma." Stígandi átti aldrei að fara úr landi — Er sá dómur, sem Stokk- hólma-Rauður fékk 1966, ein- sdæmi að þinum dómi, eða gerast slíkir hlutir oft? „Þetta er því miður ekki eins- dæmi, hér eru alltaf að verða mis- tök af þessu tagi, ef hægt er kalla þetta mistök. Ég get til dæmis nefnt það, að stuttu eftir að ég keypti Rauð, afkvæmasýndi ég hann á fjórðungsmóti á Vind- heimamelum. Þá voru aðeins til undan honum fimm tamin hross, sum lítt tamin og ég átti þau ekki öll, heldur varð að fá sum lánuð. Á sama móti sýndi Sveinn Guð- mundsson Sörla 653, Sveinn á Varmalæk sýndi Blakk 614 og Sig- urmon sýndi Stíganda 625 frá Kolkuósi. Það var eins með Stíg- anda og Rauð, að afkvæmin voru ekki fulltamin og þau voru ekki sýnd af þjálfuðum sýningar- mönnum. Við Sigurmon í Kolkuósi lærð- um þá, að „snillingarnir" voru að dæma tamningu og sýningarsnilld knapa, ásamt góðu eldi í hestun- um, en ekki hæfileika hestanna sjálfra. Þessum mönnum virðist hins vegar gleymast, að tamningin erfist ekki. Stígandi 625 frá Kolkuósi er af- burða kynbótahestur, og aldrei hefði átt að láta hann fara úr landi. Ég hef aldrei kynnst eins miklum vilja og í afkvæmum hans, og nú er hesturinn í Þýska- landi og gerir það gott, svo sem sjá má á yfirburðahestinum Þór frá Sporz, stóðhestinum undan Stíg- anda sem svo mikla athygli hefur vakið meðal allra þeirra, sem láta sig ræktun íslenska hestsins ein- hverju varða. Stígandi og Stokkhólma-Rauður voru miklir undaneldishestar, það sáum við Sigurmon strax, og þetta er enn að sannast með Rauð, i Stokkhólma, á Hólabúinu og í Kirkjubæ, þar sem synir hans, Hóla-Blesi og Elg- ur 965, hafa verið notaðir." „Ráðunautaklíkan“ — Þú ert þungorður í garð hrossadómaranna? „Já, er það nema von, eftir það, sem á undan er gengið? Ég get rifjað upp Evrópumót eigenda ís- lenskra hesta í Danmörku sumar- ið 1977. Meðal keppnishrossa voru fjórir hestar undan Rauð, allir fæddir í Stokkhólma. Þetta vakti svo mikla athygli, að haldin var sérstök sýning á hestunum fjórum og þeim var riðið hring eftir hring á vellinum við mikla hrifningu áhorfenda. Það hefur aldrei gerst, hvorki fyrr né síðar, að sýndir séu fjórir hestar á sama Evrópumóti, undan einum og sama hestinum, og Þjóðverjarnir, sem eru um margt betur að sér í ræktun en við íslendingar, blátt áfram kröfðust þess að fá að sjá hestana fjóra á sérsýningu. Þetta hefði aldrei get- að gerst hér með öfundina og hlut- drægnina í fararbroddi. — Eg hef á hinn bóginn reynt að láta hyggjuvit mitt ráða ferðinni, hyggjuvit hins íslenska bónda, sem þekkir stóð sitt, og það hefur gefist mér vel, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“ Eg valdi Stokkhólma-Rauð vegna hins mikla gangrýmis — segir Skafti Steinbjörnsson bóndi á Hafsteinsstöðum Skafti Sveinbjörnsson með stóðhestinn Feyki á hlaðinu á Hafsteinsstöðum. Skafti Sveinbjörnsson bóndi á Hafsteinsstöðum í Skagafirði er einn þeirra, sem hvað best þekkja til kosta hrossa Halldórs í Stokk- hólma, og stóðhestur Skafta, Feyk- ir 962 frá Hafsteinsstöðum, er trú- lega sá sona Stokkhólma-Rauðs 618, sem lengst hefur náð. Blaða- maður heimsótti Skafta og bað hann lýsa kynnum sínum af þess- um hrossom. Rauður gaf gangrúm hross „Ég hef lengi þekkt Halldór í Stokkhólma og hross hans, en þó er tiltölulega stútt síðan ég fór að hafa af hrossunum bein kynni,“ sagði Skafti. „Þau kynni hófust á því að ég leiddi hryssu mína, Toppu 4960 frá Hafsteins- stöðum, til Rauðs 618, og fékk þá stóðhestinn Feyki, sem ég hef haft mikið dálæti á og er tals- verður kostagripur. — Síðar fékk ég svo annað folald undan Toppu og Rauð, hryssu sem nú er á tamningaraldri, alsystur Feyk- is, og mér sýnist hún ekki hafa minni hæfileika en Feykir. Það, sem gerði það að verkum að ég valdi Rauð fyrir hryssuna var einkum sú vitneskja sem ég hafði um hið mikla gangrými hans og afkvæma hans. Þá voru afkvæmi hans mörg stór og myndarleg og mig langaði því að sjá hver útkoman yrði. — Það spillti svo ekki fyrir að þetta var mikið áhugamál Halldórs, sem eggjaði mig að koma með hryss- una!“ Einstakt geðslag Feykis — En hverjir eru svo einkum kostir Feykis, þessa afkvæmis Toppu og Stokkhólma-Rauðs? „Kostirnir eru margir, gang- rýmið er til dæmis afskaplega mikið eins og ég taldi von á með þessari blöndu, skeiðið sérstak- lega rúmt. Þá er geðslagið á margan hátt einstakt, ljúf og þjál lund og vilji til að láta að óskum knapans. Þá er hann mjög góður í allri umgengni, þannig að aldrei eru nein vand- ræði með það. Reynsla er hins vegar enn ekki komin á Feyki sem undaneldis- hest, enda er hann ekki gamall, fæddur 1977. Tryppin eru þó efnileg að mér finnst, og næsta vetur verður líklega byrjað að temja það fyrsta. Upp úr því ætti að fara að koma nokkur reynsla á hestinn sem undaneld- ishest, sem auðvitað skiptir mestu máli.“ — Feykir er hjá þér um þess- ar mundir, en þú ert þó ekki lengur eigandi hans eða hvað? „Já, ég hef hestinn núna og verð með hann í vetur, það er ætlunin að hafa hann á járnum og þjálfa hann eitthvað, en ég seldi hann í fyrra Hrossaræktar- sambandi Skagfirðinga og Hrossaræktarsambandi Suður- lands, sem nota hann til skiptis. í sumar er leið var hann á Suð- urlandi, en verður næsta sumar hér í Skagafirði. — Sjálfur er ég ekki með það margar hryssur að það borgi sig fyrir mig að hafa hestinn í eigin eigu, auk þess sem mörg minna hrossa eru það skyld honum að ég þarf að nota aðra hesta. Ég get á hinn bóginn fengið að hafa jafn mikil afnot af honum hér í Skagafirði og ég þarf, þannig að þetta þýðir ekki að ég muni ekki fá undan honum folöld í framtíðinni." — Er Feykir besti hestur, sem upp hefur komið hjá þér? „Já, ég hygg það, enn sem komið er að minnsta kosti. Ég hef alla vega komist lengst með hann, og það er sjálfsagt ekki oft sem menn ná upp svona hestum, Feykir er mikill hestur að mínu mati,“ sagði Skafti að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.