Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 13

Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 61 Folaklsmerar undan Stokkbólma- Raud 618 í haga í Stokkhólma. Svo sem sjá má er rauðblesótti liturinn algengur í afkomendum Rauðs, og tveir af kunnustu stóðhestunum undan honum eru rauðblesóttir, þeir Elgur %5 frá Hólum og Hóla-Blesi, sem raunar hefur nú verið vanaður. Brúnn stóðhestur undan Stokk- hólma-Rauð með hryssum sfnum og folbldu m í stóðinu í Stokk- hólma síðastliðið sumar. Hluti af stóði Halldórs í Stokkhólma. Miðsitjuskarð í baksýn. Gullsmiður og bóndi — Margir hafa velt því fyrir sér, hvort þú værir ekki á rangri hillu í lífinu sem gullsmiður. Sérðu ekki eftir þeim tíma sem þú getur ekki verið með hrossunum eða stendur gullsmíðin undir áhugamálinu? „Ég ákvað það þegar sem ungur maður, að verða ekki bóndi eins og faðir minn og bræður, fara ekki á bændaskólann á Hólum, heldur leita annað. Mér fannst einhvern veginn ekki sem athafnaþrá minni yrði fullnægt með því að ganga hinn hefðbundna veg íslenskra bænda, þótt ég vilji síst af öllu lasta þá, sem það gera. Ég fór því suður, vann um skeið við hitt og þetta, svo sem á togurum og í byggingarvinnu, en lærði síðan gullsmiði. Ég hef haft afskaplega gaman af því starfi, en það er hins vegar rangt, að það standi undir hestamennskunni hjá mér. Ég hef alltaf grætt á hrossunum frekar en hitt, og ef allt væri skoðað er það líklega bóndinn sem hefur greitt með gullsmiðnum, þó lík- lega hefðu báðir komist vel af. Gullsmiðurinn og hestamaðurinn eru tveir menn, en þeir eru perlu- vinir.“ — Og þú hefur ekki aðeins alið upp og selt þín eigin hross, heldur einnig verslað með hross í stórum stíl, innanlands sem utan. „Já, ég hef verslað með þúsundir hrossa um árin, og þótt ég segi sjálfur frá, þá minnist ég þess ekki að menn hafi séð eftir við- skiptum mínum eða þurft að kvarta yfir þeim. — Öðru nær, þá hef ég oft komið hrossum í verð fyrir bændur, sem hafa verið í vandræðum með að losna við hesta sína. Fyrir nokkrum árum kom Ing- ólfur Jónsson á Hellu til dæmis til mín og sagði mér að fyrir austan fjall væru bændur með tugi hesta, sem þeir þyrftu að selja. Bað hann mig um að aðstoða við þetta, en ekki leist mér á það, satt að segja. Svo fór þó, að Ingólfur fékk mig til að fara austur og hitta Grím Thorarensen, kaupfélagsstjóra á Hellu, vegna þessa máls. Grímur tók mér vel. Ég hafði aldrei séð hann áður, en hann var mikill ágætismaður. Sagði ég honum er- indi mitt, ég hefði verið sendur til hans, en áhugi minn væri tak- markaður. Að vísu gæti ég selt hesta til Danmerkur og Þýska- lands. Ég keypti hestana af bænd- um með þriggja mánaða greiðslu- fresti. Síðan þurfti ég að þjálfa þá í nokkrar vikur til þess að þeir yrðu góð söluvara og svo þurfti ég að bíða eftir því að kaupandinn kæmi til landsins og selja þá út gegnum Sambandið með 3ja mán- aða greiðslufresti sem stæðist sjaldnast, víxillinn félli hjá mér við bóndann, ef ég greiddi hann ekki á réttum degi, þá fengi ég ekki vinnufrið fyrir formælingum og svívirðingum. „Ég skil þig vel,“ sagði Gímur. „Þetta er ekkert vandamál. Hér eru það bændurn- ar sem eiga kaupfélagið, en ekki kaupfélagið bændurna. Þú mátt kaupa alla hesta hérna fyrir aust- an fjall, sem þér líst á og skrifa þá hjá kaupfélaginu. Svo gerir þú upp við mig þegar þú ert búinn að fá þá greidda. Hestarnir seljast ekki í haganum, þú getur selt þá. „En þetta gekk vel. Eg átti bíl, sem tók 12 hesta og ég keyrði hann sjálfur. Þá var enginn vandi að kaupa góða hesta fyrir austan, en það versnaði með hverju árinu sem leið. Það endaði með því að ég fór af stað á morgnana klukkan 6 og kom ekki aftur fyrr en 12 á kvöld- in, en þó var ég aðeins með tvo hesta á bílnum, en samt var nógur markaður." Of mörg miðlungshross — Víkjum aftur að hrossarækt- inni. Hver er staða hennar nú hér á landi að þínum dómi? „Þvi miður, þá er ræktunin illa á vegi stödd að mínu viti. Það er of lítið um mikla gæðinga, að vísu fækkar einnig mjög lélegum hrossum, en miðlungshrossin ráða nú öllu. Þau eru orðin einkenni á íslenskri hrossarækt í dag, með aðeins fáum heiðarlegum undan- tekningum. Það kann að vera erf- itt að gera grein fyrir því í stuttu máli, hvað veldur þessu, en mik- ilvægt i þvi sambandi er þó, að alltof lítill gaumur er gefinn að stofnrækt, heldur er öllu blandað saman. Það er ekki nóg að keyra með graðhestana landshorna á milli og setja undir þá merar, það er ekki ræktun, jafnvel þótt bæði hestur og hryssur séu prýðishross. Það þarf að velja saman kynbóta- hross með tilliti til erfða og eigin- leika, ná fram kynföstum stofn- um, sem síðan er ræktað út frá. Það er ræktun, og það er það sem er verið að gera erlendis með ís- lenska hestinn, svo sem í Þýska- landi. Hér er þetta of lítið gert, enda stefnan ekki á stofnrækt um þessar mundir, en þó vil ég endur- taka að heiðarlegar undantekn- ingar eru til. Sérstaklega vil ég nefna það merka starf, sem unnið er að í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ er tvímælalaust einn mesti kunn- áttumaður á sviði hrossaræktar hér á landi nú og þó vantar mikið á þar ennþá, enda lítill skilningur á slíku starfi hérlendis. Svo eru einnig til góð hross í Kolkuósi, Svaðastöðum og víðar, en það er á of fáum stöðum á landinu. Enda varla von á góðu þegar meira er horft á tamningu en hæfileika á löngu árabili." Notaður sem Grýla á bændur — Ef við ræðum aðeins aftur um bú þitt á Stokkhólma, hefur þú ráðsmann þar nyrðra? „Já, ég hef ráðsmann á jörðinni, sem þar býr eigin fjárbúi, en gætir um leið hrossanna fyrir mig. Ég er því vel settur, þó ég búi hér syðra, en sannleikurinn er þó sá, að Stokkhólmi hentar afar illa fyrir stóðbú, vegna þess hve landkostir eru takmarkaðir og vegna þess að það flæðir yfir allt landið úr Hér- aðsvötnum á vetrum. Ég hef því hvað eftir annað reynt að ná mér í aðra jörð á þess- um slóðum, til kaups eða leigu, en það hefur aldrei gengið. Þess hef- ur verið vandlega gætt af bænd- um, að ég fái ekki jörð þarna, enda er ég víst helvítis gullsmiðurinn að sunnan í augum margra þarna, þótt ég sé fæddur og uppalinn í Stokkhólma og eigi þar bú eins og hver annar bóndi. Þetta hefur mér óneitanlega sárnað, og þetta hefur jafnvel gengið svo langt að ég er notaður sem eins konar Grýla á bændur á þessum slóðum, og eng- inn kæmist upp með að leigja mér eða selja jörð, jafnvel þótt vildi. — Þetta hefur reynst mér erfitt, en þó er það hugarfar, sem hér býr að baki, mun alvarlegra en að því marki sem málið snýr að mér, þetta er eitt dæmi af mörgum, sem sýna vanda islenskra bænda í hnotskurn, því miður, og að því leyti er þeirra vandi stærri en minn.“ Framtíðin að hluta leyndarmál — Að lokum langar mig að spyrjast fyrir um framtíðar- áformin. Mun heyrast mikið frá Stokkhólmabúinu i íslenskri hrossarækt á næstunni? „Það er ekki mitt að segja til um það, en ég vona þó að svo verði. Ég á núna til dæmis sex vetra grað- hest undan Stokkhólma-Rauð, sem ekki er minni hestur en hann var og að auki á ég fjóra unga fola undan honum, alla óvanaða. Þess- ir hestar eiga eftir að koma eitthvað við sögu, en þó eru þeir varla framtíðarstóðhestar hjá mér, vegna of náins skyldleika við hryssurnar. — Ég vék svo hér fyrr að nokkrum hvítum hrossum af gamla Stokkhólmastofninum, sem ég er að rækta, og svo er eitt og annað i bígerð, og vonandi mun eitthvað af því sæta talsverðum tíðindum, þegar þar að kemur. Ég kýs á hinn bóginn að segja sem minnst um það núna, framtíðin er að hluta til leyndarmál hjá mér eins og er.“ — AH Enn eru nokkur sæti laus á Blindflugsnámskeið sem hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur í 8—10 vikur. Aætlaöur fjöldi kennslutíma er 180 klst. Kennt veröur 4 kvöld vikunnar og auk þess annan dag helgár- innar. Kennt veröur í kennslustofu Hótels Loftleiöa. Kennarar: • Frosti Bjarnason — talviöskipti, mors. • Guörún Magnúsdóttir — veðurfræði. • Haraldur Baldursson — sigllngafræöi, flugeölisfræöi. • Kári Guöbjörnsson — flugreglur, flugumferöarþjónusta. • Þorgeir Magnússon — fjarskiptatæki, flugmælitæki. • Verö = kostnaður/nemendafjölda. Upplýsingar hjá Haraldi í sima 42491 og hjá Flugskótanum hf. FRAM TÖLVUSKÓLT Tölvunámskeið Tölvur og notkun þelrra eru líklegar til aö breyta lífi nútíma- mannsins á hinni komandi „upplýsingaöld". Á íslandi er þessi þróun óhjákvæmileg og munu tölvur tengjast í æ ríkara mæli okkar daglega lífi og líklega örar heldur en okkur grunar. Tölvur eru fyrst og fremst vélar sem viö þurfum aö læra aö umgang- ast, bæði sjálfra okkar vegna og jafnframt til þess aö þær komi okkur aö sem mestu gagni. Markviss tölvufræösla er nauösyn í þjóöfélagi nútímans, því tölvuþekking er í vissum skilníngi lykill aö framtíöinnl. Markmiö tölvuskólans FRAMSÝN er aö veita sem besta fræöslu og tilsögn um tövlur og meöferö þeirra. Skólinn býöur úrval námskeiöa á ólíkum sviöum tölvunotkunar. Námskeiö skólans henta öllum starfs- og aldurshópum, jafnt byrjendum sem og þeim er lengra eru komnir, því FRAMSÝN býöur einnig framhaldsnám. Námskeiöum skólans er skipt í eftirfarandi þrjá megin flokka: Almenn grunnnámskeiö: Á þessum námskeiöum eru kennd almenn undirstööuatriði í tölvunarfræöum. Forritunarnámskeiö: Á þessum námskeiðum er kennd notkun mismunandi forritun- armála og hjálpartækja sem notuö eru við lausnir tölvuverk- efna. Notendanámskeiö: Á þessum námskeiöum er kennd notkun mismunandi notenda- forrita og hagnýting þeirra í verki. Ný námskeið að hefjast Ný námskeiö munu hefjast í byrjun febrúarmánaöar og er innritun þegar hafin. Nánari upplýsingar fást í sima 91-39566 alla virka daga milli klukkan 13.00 og 18.00. Tölvunám er fjárfesting í framtíó þinni. Framsýn — Tölvuskóli — Tölvuleiga. Síöumúli 27. Pósthólf 4390,124 Reykjavík, sími: 91-39566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.