Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 14

Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 með miklum sóma í 25 ár eða til haustsins 1981, er hann bað um lausn frá starfi og flutti f Kópa- voginn. Við Ólafur hittumst fyrst í Kennaraskólanum haustið 1934 og lukum þaðan báðir prófi vorið 1936. Ólafur komst fljótlega í for- ustusveit skólafélagsins og var formaður þess síðasta vetur sinn í skólanum. Framagosi var hann þó enginn — þvert á móti — en það var almenn skoðun í bekknum og raunar skólanum í heild, að þar færi traustur mannkostamaður, sem væri vel til forustu fallinn. Á þeim árum var ólafur jafnframt þingskrifari. Skólataska hans var ívið stærri en okkar hinna. I henni var jafnan eitt hólf með gulum Öryggi í stað áhættu! ? | < ö MAZDA er fyrsti japanski bíllinn, sem býður 6 ára ryðvarnarábyrgð á íslandi. Þetta er meðal annars mögulegt vegna þess að við framleiðslu allra MAZDA bíla er sérstök áhersla lögð á að verja bílana ryði og tæringu. Yfirbyggingu flestra nýrra bíla er dýft í ryðvarnarupplausn eftir samsetningu. En MAZDA gengur þrepi lengra: yfirbyggingin fer „höfrungasund" gegnum ryðvarnarupplausn, þannig að upplausnin smýgur inn í öll lokuð hólf og bita og það myndast engir „loftpokar" efst í lokuðum hólfum, sem upplausnin nær ekki til. Eftir þurrkun er bíllinn síðan sprautaður með mörgum umferðum af LLPC lakki, sem er sérstaklega högg og veðrunarþolið. Eftir komu til íslands eru bifreiðarnar síðan endanlega ryðvarðar með einu viðurkenndasta ryðvarnarefni, sem völ er á í dag: WAXOYL. 6 ára ryðvarnarábyrgðin er nú innifalin í verði allra nýrra MAZDA bíla og eru kostir þessar ábyrgðar umfram aðrar ryðvarnarábyrgðir ótvíræðir, þar sem engra kostnaðarsamra „ENDURRYÐVARNA“ er þörf á ábyrgðartímanum, aðeins ódýrar eftirlitsskoðanir 1 sinni á ári. MAZDA er því ávallt í fararbroddi! maæaa BlLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99 Afmæliskveðja: Ólafur H. Kristjáns- son fv. skólastjóri Gamall skólabróðir minn og vinur — Ólafur H. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri að Reykjum í Hrútafirði — varð 70 ára þann 11. desember sl. Um það leyti dvaldi hann í London og vildi ég ekki gera honum ónæði þá, en það var fastur ásetningur minn að láta hann ekki sleppa þegjandi yfir þessi tímamót í lífi sínu. Ólafur er hlédrægur mannkostamaður, sem skilað hefur gagnmerku ævistarfi með miklum sóma. Hann á enn- fremur að baki sér margþætt fé- lagsmálastarf. Á þeim vettvangi hefur hann komið víða við og látið margt gott af sér leiða. Ólafur er Strandamaður að ætt og uppruna. Fæddur að Þambár- völlum í Bitru þann 11. desember 1913. Foreldrar hans voru hjónin þar, Kristján Helgason frá Kross- árbakka og Ásta Margrét ólafs- dóttir frá Þórustöðum. Ólafur stundaði nám í Reykjaskóla í Hrútafirði veturinn 1931—’32, en að var fyrsta starfsár skólans. Fór ári síðar í Kennaraskóla Islands og lauk þar námi vorið 1936. Hann er kennari í Reykjavík næsta vet- ur. Fer síðan til Svíþjóðar og er þar við framhaldsnám m.a. í íþróttum. Eftir það kennir hann í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Haustið 1939 gerist ólafur kennari við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði og starfar þar í 17 ár eða til 1956 að hann verður skólastjóri við Reykjaskóla í Hrútafirði. Því starfi gegndi hann pappír og talsvert af hálfskrifuð- um eða frágengnum ræðum þing- manna. Hann var sá eini í bekkn- um sem kunni hraðritun og þótti okkur hinum það mikil vísindi. Ekki varð þess vart að þingskrif- arastarfið tefði Ólaf á nokkurn hátt frá náminu. Hann lauk því með miklum sóma og var jafnvíg- ur á allar námsgreinar, einnig íþróttir. Ég fullyrði að það var mikið happ fyrir Núpsskóla að fá Ólaf þangað sem kennara 1939. Björn Guðmundsson var þá skólastjóri á Núpi. Hann kunni vel að meta ólaf, sem kennara og mann. Næstu árin á eftir hitti ég Björn öðru hvoru og fór hann ætíð mikl- um viðurkenningarorðum um ólaf og fagnaði komu hans að Núpi. Mér þótti af ýmsu ástæðum ánægjulegt að heyra þennan vitn- isburð — um vin minn og skóla- bróður — en átti heldur ekki von á öðru. Næstu árin fór svo í hönd mikill blómatími í starfi skólans undir stjórn sr. Eiríks J. Eiríks- sonar, sem þar var skólastjóri í nær 20 ár. Ólafur reyndist ekki aðeins afbragðs kennari og stjórn- andi, heldur og ötull félagsmála- maður fyrir héraðið. Var sótt eftir honum til hinna margvislegustu félagsmálastarfa. Hann var í 12 ár í stjórn Ungmennasambands Vestfjarða, lengi í hreppsnefnd Mýrahrepps, hreppstjóri Mýra- hrepps um skeið, endurskoðandi Sparisjóðs Mýrhreppinga 1949—’56, svo nokkuð sé nefnt. Eftir að Ólafur var fluttur að Reykjum í Hrútafirði var hann einnig kvaddur til margra trúnað- arstarfa. Formaður Ungmenna- sambands V-Hún. í nokkur ár. í sýslunefnd V-Hún í 20 ár, í fræðsluráði V-Hún. um tíma, formaður fræðsluráðs Norður- landsumdæmis vestra 1975—1982, og er þá margt ótalið. Sem viður- kenningu fyrir öll þessi störf, auk kennslu og skólamálanna, var Ólafur sæmdur hinni íslensku fálkaorðu 1974 og þótti engum mikið. Mér fannst alltaf blunda i Ólafi draumurinn um að komast á æskustöðvarnar og gera þar gagn. Sumarið 1956 var laus skóla- stjórastaðan við Reykjaskóla. Að áeggjan margra heimamanna, sem höfðu með málefni skólans að gera, sótti Ólafur um starfið og hlaut það. Þá hafði um langt skeið oltið á ýmsu með hag skólans. Á stríðsárunum lá starf skólans niðri í nokkur ár og ríkti þá tals- verð óvissa um framtíð hans. Skólahúsið, sem byggt var i upp- hafi, var orðið 25 ára gamalt og nokkuð af sér gengið. Þar var einnig verknámshús, útisundlaug með búningsklefum og geymslu- bygging. Þetta var ekki aðlaðandi húsakostur. Eftir að Ólafur tók við stjórn skólans haustið 1956 fór allt að færast til betri vegar. Munu allir viðurkenna, sem til þekkja, að þessi 25 ár — sem Ólafur stjórnaði skólanum — hafi verið samfelld sigurganga. En hvað hafði gerst á Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.