Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Bókin sem fyrir 300 árum heföi sent höfundinn beint á báliö Hver hefur ekki einhvern tímann óskaö sér að geta vakið ást einhvers á sér með göldrum ef allt annað þryti? • Að eiga sér töfrastaf? • Geta brugðið yfír sig huliðshjálmi? • Eða velt því fyrir sér hvernig nornir fara að því að þeytast um niðdimm næturloftin á kústskafti? Eitthvað á þessa leið segist bandarísku skáldkonunni Ericu Jong í upphafi bókarinnar Witches, Nornir. Bókin kom út árið 1981, listilega skreytt af myndlistarmanninum Joseph A. Smith. En þó hún sé full af fróð- leiksmolum og í henni vitnað í marga fræðimenn, telst hún eng- an veginn strangvísindalegt rit um galdrafárið sem grúfði sig yfir Evrópu í kjölfar hinna myrku miðalda og teygði anga sína hingað til lands með eftir- minnilegum hætti. Frekar er hér á ferðinni eins konar óður skálds og myndlist- armanns til nornarinnar í öllum þeim margbreytilegu myndum sem hún hefur á sig tekið í gegn- um tíðina. Nornarinnar, sem höfundur segir á einum stað, að hafi verið „kona sem ekki var hrædd við að fljúga". En bókin sem gerði Ericu Jong fræga á sínum tíma hét einmitt „Fear of Flying" og þótti nokkuð djörf fyrir þeim rúmum tíu árum sem liðin eru frá útkomu hennar. Síðan hefur Jong sent frá sér jöfnum höndum skáldsögur og Ijóð og er nú vinsæll höfundur beggja vegna Atlantshafsins. f bókinni Nornir er einnig að finna fjölmörg ljóð, þó ekki birt- ist þau hér. Eins og tekið hefur verið fram, er ekki um sagnfræðirit að ræða heldur afþreyingu og persónu- legar hugleiðingar skáldkonunn- ar, sem tekur einnig fram að bókinni sé ekki ætlað að vera neitt skyndinámskeið í fjöl- kynngi! Ekki er víst að allir séu sammála efnistökum höfundar og þess má geta áður en lengra er haldið, að meðal þeirra tæp- lega þriggja tuga fslendinga, sem enduðu ævina á bálkestin- um var aðeins ein kona. Þessu var öfugt farið í þeim löndum Vestur-Evrópu sem höfundur hefur helst haft í huga við samn- ingu bókarinnar um nornirnar. Verður ekkert gert til þess að staðfæra þær glefsur úr henni sem hér birtast — að nýafstöðnu sannkölluðu gjörningaveðri — í von um að þeir sem eru gefnir fyrir að láta huganna reika i skammdeginu hafi ef til vill nokkuð gaman af. Hún sjálf Þú þekkir hana. Með bognum fingri bendir hún þér að koma. í hinni hendinni hefur hún eitrað epli. Úr hyldýpi martraðanna, dimmustu skúma- skotunum þar sem mölkúlurnar draga andann og rykið dansar, úr veggnum í barnaherberginu sem hún gekk inn í og innan úr sætabrauðshúsinu, sem hún byggði eftir leynilegum upp- skriftum og töfraformúlum, var- ar hún við ævintýraheiminum, sem lýstur saman við raunveru- leikann á leyndum og óvæntum stöðum. Nornin kunni margt fyrir sér þótt ófrýnileg væri. Þú gætir — óvart — lent á milli. Hún er nornin. Þú þekkir hana og þó ekki. Þið hafið alltaf verið samferða og þó forðast hún þig. Hún er móðir þín, systir, þitt innsta sjálf. Þú elskar hana og óttast um leið. Þú hatar hana en dregst að henni. Hvað get ég sagt þér um hana? Hún er fallegri — og ljótari — en þig dreymir um. Hún er óraunveruleg en þó er hún til. Hún elskar þig, en ást hennar er eitur í blóðinu. Hún hatar þig — en gerir þér ekki mein — Hún lætur sér nægja að hneppa þig í eilífan þrældóm. Hún hefur vald yfir ást, dauða, frjósemi, vindum og veðri — en hún deilir ekki valdi sínu með þér nema þú leggir lífið að veði. Hún er nornin. Þú vildir gjarnan vera hún. Þangað til bálið tekur að loga. Hvernig áskotnuðust norninni þessir eiginleikar? Var hún í al- vöru eiturbyrlari, græðari, byrl- ari ástardrykkja? Eða aðeins rugluð, gömul kona tautandi við guleygan köttinn sinn? Skapaði hún hættuna, sem þér finnst þú svífa í, eða sköpuðu hræddir menn í leit að holdgerv- ingi hættunnar, nornina? Hver er arflegð nornarinnar? Formóðir hennar er Ishtar- Díana Demeter. Faðir hennar er karlmaður og hræðsla hans ljósmóðirin. Böðull hennar er ótti hans og á ótta karlmannsins byggir hún særandi mátt sinn. Hinn græðandi máttur er hins vegar frá henni sjálfri kominn. Reynum að varpa birtu á hana um stund og fá hana til að dvelja með okkur. I næstu andrá hverf- ur hún inn í myrkrið aftur. En á þessari stundu er hún hjá okkur — og bendir. Nærvera hennar vekur hjá okkur örlítinn kulda- hroll, líkt og opnast hafi ósýni- legur ísskápur í seilingarfjar- lægð. Undir kuflinum, sem er dimm- blár eins og næturhiminninn, úar ugla. Vængjaþytur leður- blöku heyrist undan strýtu- mynduðum hattinum. En bjóð- um henni samt inn. Ef til vill byrlar hún okkur ástardrykk eða kennir okkur tækni gandreiðar- innar. Ef til vill lætur hún óskir okkar rætast, áður en við brenn- um hana. Eða kannski þurfum við alls ekki að brenna hana í þetta sinn. „Og fall hennar var mikið ... “ Fyrir fimm þúsund árum dýrkuðu Babylóníumenn drottn- ingu himinsins. Hún var æðsta goð þeirra og það tók ófáar ald- irnar, styrjaldir, kúgun, þjóðar- morð, bókabrennur og endurrit- un goðsagna, að koma núverandi guðsímynd fyrir í hugum þeirra. Við höldum því fram, að guð sé ekki af ákveðnum kynþætti eða kyni, en þó fær tilhugsunin um að hann sé eitthvað annað en karlmaður af hvíta kynstofnin- um flesta til að súpa hveljur. Baráttan við að velta kvenguðin- um úr sessi hefur þó aldrei verið endanlega til lykta leidd. í goð- sögnum okkar og draumum, dæmisögum og ímyndunarafli, heldur móðurgyðjan velli. Þaðan verður hún ekki á brott numin svo lengi sem menn — og konur — eru af konum fædd. Skildi sá dauflegi dagur einhvern tímann renna upp, að mannkynið verði til hópa að „tilraunaglasabörn- um“ kann að vera að móðurgyðj- an missi áhrifamátt sinn. En meðan hér um bil hver einasta mannvera man að hún er úr móðurkviði komin, mun ímynd móðurgyðjunnar gegnsýra skáldskap okkar, listsköpun og jafnvel trúarlegar hneigðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.