Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 20

Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 20
gg MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Mótmælir inn- heimtu náms- vistargjalda Á fundi stjórnar Sambands sveit- arfélaga f Austurlandskjördæmi, sem haldinn var á Breiðdalsvík 12. jan. sl., var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Stjórn S.S.A. mótmælir harð- lega innheimtu námsvistargjalda. í meira en 100 ár hefur öll ís- lenska þjóðin lagst á eitt um að byggja upp og efla hjá sér stönd- uga og myndarlega höfuðborg. Vegna stöðu sinnar nýtur hún ým- issa sérréttinda s.s. í skólamálum. Á liðnum áratugum hafa lands- menn allir staðið að öflugri upp- byggingu skóla og annarra menntastofnana í höfuðborg sinni, sem ekki síst á þátt í vexti og við- gangi hennar. Nemendur lands- byggðarinnar hafa því eðlilega sótt skóla til höfuðborgarinnar á vetrum, þar sem viðkomandi stofnanir eru ekki til í þeirra heimabyggð. Á sumrin hafa þeir sótt í sín heimahéruð að afla tekna til að standa straum af kostnaðarsömu skólahaldi vetrarl- angt í höfuðborginni. Stór hluti þessara landsbyggð- arnemenda sest síðan að í höfuð- borginni og gerist þar fullgildur skattþegn borgarinnar. Það er því augljóst að Reykjavíkurborg hefur margvíslegan hag af þeim utan- bæjarnemendum, sem þar stunda framhaldsnám. Nemendur úr höf- uðborginni, sem stunda fram- haldsnám úti á landi, þurfa ekki að greiða námsvistargjöld þessi. Stjórn S.S.A. telur því að námsvistargjöldin eigi ekki rétt á sér og þar að auki styðjist þau við ótraustan lagalegan grundvöll. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! y n? Zillertal í Austurríki er meðal þekktustu skíðasvæða í Evrópu. Þar eru bæirnir Mayrhofen og Finkenberg, áfangastaðir Flugleiða í vetur. Skíðaaðstaðan þarna er frábær og hentar öllum. Skammt frá er hinn tignarlegi Hintertux-jökull, þarer annaðaftveimurbestuskíðasvæðum Evrópu. Sklðalandslið Austurríkis, Islands og Noregs hafa verið þar við æfingar. Fararstjóri í skíðaferð- unum verður Rudi Knapp, fæddur og uppalinn í Tíról. Hann er kunnur skíðakennari og talar ágæta íslensku. Fjöldi lyfta sjá um að flytja þig í þína óskabrekku, bratta eða aflíðandi, í troðna slóð eða lausamjöll. Að loknum góðum degi á skíðum er gott að láta líða úr sér á einhverju veitingahúsinu, í sundi eða sauna. I skíðaferð safna menn kröftum og koma endurnærðir heim. Dæmi um verð: Finkenberg: Sporthotel Stock, frá kr. 25.531 .-Verð miðað við gist ingu pr/mann í 2 manna herbergi. Hálft fæði. /búd/r. Verðfrákr. 19.744.-pr/mann. Miðaðvið4í (búð. Mayrhofen: Café Traudl, verð kr.22.619.-Verðið er miðað við gist- ingu pr/mann ( 2 manna herbergi. Hálft fæði Ef þú hefur áhuga á aðfá frekari upplýsingar um skíðaferðirnar í vetur skaltu hafa samband við einhverja söluskrifstofu Flugleiða, umboðsmann eða ferðaskrifstofu. FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Verðútreikningar miðaðir við gengi 30.10. 1983. AIWA Hljómur framtídarinnar rm fpot-ay ec wphx'ppo] AD F — 660, AD 770, AD F 990 eru örugglega meö full- komnustu kassettusegulbandstækjum á markaönum í dag. Eftirtalda kosti og nýjungar er m.a. að finna í þessum frábæru tækjum: ★ 3 head/3 tónhöfuö ★ rafeindastýröir snerti- rofar ★ micrograin, tvöföld bandfærsla ★ 2 mótorar ★ Dolby HX professional sem gerir tækin tilbúin fyrir digital upptökur. T.d. er tíönisviö AD F 990, 20—21000 riö meö metal spólu ★ Dolby B og C ★ DATA , tölvustýrö bias stilling í upptöku ★ tölvustýrð Dolby-stilling í afspilun ★ sjálfvirk styrkstilling á upptöku ★ sjálfvirk stilling milli tækis eöa segulbands ★ sjálfvirk afsegulmögnun ★ teljari sem gefur einnig til kynna í mín., og sek., hve mikiö er eftir af spólu ★ fjölhæft útskriftar Ijósaborö ★ Introplay, sjálfvirk afspilun á 10 fyrstu sek. á hverju lagi á spólunni ★ sjálfvirkt 4 sek. bil milli laga í upptöku ★ sjálfvirkt val á tegund spóla Cr 02, Metal eöa Normal. Eftirfarandi ummæli um AD — F 660 eru tekin úr Equipments Test Reports í Stereo Review septemberhefti 1983. „Tærleikinn sem einkennir Digital plötur skilar sér svo vel á kassettum teknum upp á AD F 660 að þegar við spiluðum kassettuna freistuðumst við til að segja að munurinn væri ómerkjan- legur." D I • I WdCHO i j ARMULA 38 iSelmúla megini - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 - POSTHOLF 1366

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.