Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 79 Hörmungarnar hefjast þegar tveir kjarnorkusveppir stíga upp. „Ég efast um það nema fólk rísi upp og stjórni eigin lífi, þannig að stjórnmálamennirnir finni við- brögðin og geri eitthvað raunsætt í málinu. Clemenceau sagði um siðustu aldamót að stríð væri of alvarlegt til að láta herforingja kljást um málið. Nú á dögum má segja það sama um friðinn. — Ég á ekki von á að myndin breyti skoðunum þeirra sem þegar hafa myndað sér skoðun. Frjálslynt fólk mun bölva myndinni fyrir að vera of kraftlítil, afturhaldssinnar um heim ailan munu benda á ónákvæmni sem svo mun veikja boðskap hennar. En ég vona að myndin hafi einhver áhrif á skoð- anir þeirra sem hingað til hafa að- eins yppt öxlum. Það eina sem ég veit er að kvikmyndunin var stórkostlegasti tími sem ég hef lif- að. Bara að við lifðum í heimi þar sem við þyrftum ekki að gera slíka mynd.“ „Daginn eftir“ Fólk er brjálað. En ekki svo brjálað að til þessa komi. — Sú var hin almenna skoðun fólksins í Kansas. Fólk sagði að kjarnorku- stríð yrði aldrei háð. Það hafði rangt fyrir sér. Það taldi líf sitt tryggt. Það gerði sér ekki grein fyrir afleiðingum kjarnorku- sprengingar, sprengingar sem gerði hið ólíklega að veruleika. Þegar það gerðist vissi fólk ekki hver skaut fyrst, hver ýtti á takk- ana. Fólk kærði sig kollótt. Það visi ekki einu sinni hvaða heims- hluti var horfinn. Fólk vissi það eitt að borgin þeirra var í rústum, fjölskyldur þeirra dánar. Nú skipti mestu máli að komast af. Fólk tapaði sér. Sumir myrtu ná- grannann. Menn drápust úr geislavirkni. Þannig hljóðar þráðurinn í myndinni sem setti allt á annan endann í Bandaríkjunum 20. nóv- ember síðastliðinn, og enn er ekki allt um garð gengið. Leikstjóri myndarinnar er Nich- olas Meyer, handritið samdi Edward Hume. í aðalhlutverkum eru Jason Rob- ards (leikur eðlisfræðing sem hjálpar hinum særðu eftir spreng- inguna), Jobeth Williams (lék móð- urina í Poltergeist), Steven Gutt- enberg (lék í Diner), John Callum, John Lithgow og Bibi Beisch. Daginn eftir „Daginn eftir“ Þegar bandaríska sjónvarps- stöðin ABC sýndi myndina þann 20. nóvember sl. horfðu um það bil 100 milljónir Bandarfkjamanna á myndina, sem þýðir að sjö af hverjum tíu heimilum hafi horft á hana. Vikuna eftir var ekki um annað rætt. Það fór eins og leikstjóri mynd- arinnar, Nicholas Meyer, bjóst við. Afleiðingar kjarnorkusprengingar. Særftir og dauðir liggja þvers og kruss. Nicholas Meyer, leikstjóri myndarinnar. Skoðanir þeirra, sem þegar höfðu myndað sér skoðun, breyttust ekki, en vissulega snart myndin margar sálir. „Myndin einfaldar kjarnorku- vandamálið heldur betur,“ sagði Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og spurði. „Á stefna okkar að byggjast á hræðslu?" Raymond Smith skrifaði í Newsweek: „Um áratugaskeið hafa bandarískir skattborgarar viljað halda áfram kjarnorku- kapphlaupinu. Én skyndilega eru þeir farnir að hugsa um ógnunina sem stafar af kjarnorkunni, og það sem skrítnara er, allt vegna einnar sjónvarpsmyndar: undar- legt fólk þessir Bandaríkjamenn." William Lane skrifaði í sama blað: „Ætli ABC gerði tveggja klukkustunda mynd um líf undir harðræðisstjórn Sovétmanna ef við (Vesturlandabúar) gæfum eft- ir í vopnakapphlaupinu." „Ég vildi að Guð væri hér til að ræða málið,“ sagði 16 ára stúlka sem horfði á myndina með for- eldrum sínum. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki séð þessa rnynd," sagði kona á fertugsaldri. „Ég veit að þetta gerðist ... það er aðeins tímaspursmál." Tíu ára snáði sagði einfaldlega: „Svo vitlaust. Hvers vegna að fara í skýli þarna niðri ... hvað ætl- arðu að gera þegar þú kemur upp?“ Peter Matiaszek reit í Time: „Það er sama hvaða tölublað af Pravda þú tekur upp og skoðar, þú sérð alltaf ljósmyndir af friðar- göngum á Vesturlöndum. Samt heyrum við ekki af samskonar friðargöngum hinum megin við Járntjaldið. Friðarsinnar eins og þeir sem gerðu „Daginn eftir“ hella olíu á eld Sovétáróðurs." Frá því að myndin var frum- sýnd í Bandaríkjunum hefur hún víða verið sýnd, gengur meðal annars fyrir fullu húsi í Vestur- Þýskalandi og Frakklandi. Fram- leiðendurnir hafa boðið kommún- ista- og sósíalistaríkjum myndina til sýningar, en öll þeirra hafa af- þakkað boðið, kemur kannski ekki mörgum á óvart. Fulltrúar þeirra ríkja hafa sagt: Við vitum allt um þetta, þurfum ekki bandariska mynd, nei takk. Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudag að kvikmyndin „Dag- inn eftir“ hefði undanfarið verið sýnd í myndbandakerfum fjölbýl- ishúsa í Reykjavík og hefur hún verið til leigu hjá myndbandaleig- um í borginni. Árni Samúelsson, fram- kvæmdastjóri Bíóhailarinnar, sem hefur einkaleyfi til sýningar á myndinni hérlendis, sagði að bíóið hefði orðið þess áþreifanlega vart að myndin hafi verið sýnd og leigð ólöglega hér og því valdið miklu fjárhagslegu tjóni. Þessi kvikmynd er ekkert eins- dæmi. I langan tíma hafa ólögleg myndbandakerfi blómstrað á smygluðum myndböndum. Lögin hérlendis eru í slíkum ólestri að talið er nægja að hafa kvittun fyrir kaupum á spólu einhvers staðar utan úr heimi. HJÓ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.