Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 2

Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 Viðrædurnar hafa ekki skilað neinni niðurstöðu * r — segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI „ÞAÐ ERU engar stórar fréttir af miðstjórnarfundinum. Við fórum yfir málin og í sjálfu sér ekkert stórlega fréttnæmt sem gerðist," sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ en fundur var í miðstjórn ASÍ í gærdag, þar sem staðan í samningamálunum var rædd. „Eins og oft hefur komið fram höfum við verið í samningavið- ræðum við VSÍ undanfarnar vik- ur og þær viðræður hafa ekki skilað niðurstöðu, enn sem kom- ið er, og það er sú staða sem við búum við í dag. Því fer fjarri að það sé einhver leyndardómur að við höfum verið í viðræðum að undanförnu. Það hefur víða komið fram, til dæmis í viðtali við mig í Morgunblaðinu í síð- ustu viku og í sjónvarpinu á sunnudagskvöld, þannig að það þarf býsna drjúgt hugmyndaflug til þess að sjá okkur Magnús Gunnarsson laumast eftir hót- Ásraundur Stefánsson elgöngum á leið til leynifunda. Þótt við höfum átt í ítarlegum viðræðum að undanförnu, þá er alrangt að það sé samkomulag okkar í milli um eitt eða neitt, það er grundvallaratriði í mál- inu. Hins vegar höfum við rætt málin fram og til baka. Við völd- um þann kostinn að fara í við- ræður og leita samningsmögu- leika í samtölum okkar í milli, frekar en að setja fram kröfur og gagnkröfur. Það hafa engin tilboð gengið í milli aðila og eng- ar ákveðnar tölur verið settar fram í því sambandi. Aftur á móti hafa hagfræðingar okkar verið að skoða ýmis dæmi með háum tölum, lágum tölum og öllu þar á milli, en samkomulag er hvergi fyrir hendi," sagði Ás- mundur. Ásmundur sagði að það hefði verið niðurstaða miðstjórnar- fundarins að viðræðunum við VSÍ yrði haldið áfram, eins og hefði verið niðurstaða undan- genginna miðstjórnarfunda. Engar prósentuhækkanir verið boðnar formlega — segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ „Það er rétt það hafa átt sér stað miklar viðræður milli ASÍ og VSÍ sérstaklega í sambandi við þá sem verst eru staddir í þjóðfélag- inu og leiðir til úrlausna þeirra vegna. Við höfum að sjálfsögðu rætt ýmsar leiðir í launamálum, en því miður hefur ekki tekist að finna neinn þann flöt á þeim enn- þá, sem leitt gæti til samninga," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, í samtali við Morgunblaðið um frétt blaösins í gær um samninga í burðarliðnum milli VSÍ og ASI, en framkvæmda- stjórn VSÍ fundaði í gærdag. „Það er búið að ræða ýmsar hliðar á þessum málum og samn- ingamálin almennt voru rædd á framkvæmdastjórnarfundi hjá Vinnuveitendasambandinu í dag og það var ítrekað þar að fram- Magnús Gunnarsson kvæmdastjórnin vildi leita eftir lausn á samningamálunum, sem ekki stefndi þeim ávinningi sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna í hættu. Það var samþykkt að halda áfram viðræðum við Alþýðu- sambandið og könnun þeirra leiða sem mögulegar eru. En það er rétt að það komi skýrt fram, að það hafa engar prósentu- hækkanir verið boðnar formlega. Hins vegar er það engin launung að í svona viðræðum hljóta alls konar dæmi að vera sett upp þar sem tekið er mið af gengisfor- sendum, verðlagsforsendum og öðru því sem áhrif hefur á jafn- vægið í efnahagsmálum. Því iniður hefur ekki ennþá fundist flötur á samningi milli Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins, en menn eru sam- mála um að reyna að halda áfram að leita eftir samningi sem einhver skynsemi er í,“ sagði Magnús að lokum. Arne Treholt á íslandi í upphafi síðasta áratugar: Tók þátt í umræðu um frið- að svæði á N-Atlantshafi ARNE Treholt, sem játað hefur á sig stórfelldar njósnir í þágu KGB, kom til íslands laust eftir að vinstri stjórn var mynduð hérlendis sumarið 1971. Treholt kom hingað ásamt tveimur öðrum ungum Norðmönnum, en þeir voru hér á vegum Sambands ungra jafnaðarmanna, Sambands ungra framsóknarmanna og Alþýðubanda- lagsins að sögn Örlygs Geirssonar deildarstjóra, sem var á þeim tíma Eskifjörður: Enn leitað án árangurs LEITIN að sjómanninum sem hvarf á Eskifirði aðfaranótt sl. sunnudag hefur ekki borið árangur. Leitinni var haldið áfram í gær. Kafað var við bryggjur, höfnin slædd og fjörur gengnar án ár- angurs. Leitinni verður haldið áfram. frammámaður í Sambandi ungra jafn- aðarmanna. Norðmennirnir komu fram á fundum þessara félaga og sagðist Örlygur niinnast þess, að rætt hafi verið við Treholt í fréttaauka Ríkisútvarpsins, en hann starfaði þá í upplýsingaskrifstofu um utanríkismál í Noregi. „Ég minnist þess að þetta voru reiðir ungir menn úr róttækari hópi Verkamannaflokksins," sagði Ör- lygur. „Þeir voru í minnihlutahópi í Noregi gegn NATO og fleiru, en koma þeirra hingað til lands var í tengslum við mikla umræðu á þess- um tíma um friðað, eða vopnlaust svæði á Norður-Atlantshafi. Þá hafði tillaga um friðað svæði á Indlandshafi nýlega verið sam- þykkt hjá Sameinuðu þióðunum og mig minnir að Jónas Árnason þá- verandi þingmaður Alþýðubanda- lagsins hafi beitt sér mikið fyrir þessari hugmynd í pólitískri um- ræðu.“ Ásamt Treholt komu hingað að sögn Örlygs Einar Förde, núverandi varaformaður norska verkamanna- flokksins og fyrrverandi mennta- málaráðherra Noregs, og Björn Ture, þáverandi formaður sam- bands ungra jafnaðarmanna í Nor- egi. Örlygur sagðist ekki hafa séð Arne Treholt fyrr en í þessari heimsókn. Hann hefði kynnst þre- menningunum aðeins lítillega þá þrjá til fjóra daga sem þeir voru hér. Þeir hefðu virst ungir og efni- legir stjórnmálamenn. Örlygur sagðist minnast Arne Treholts sem mjög viðkunnanlegs manns og sízt af öllu hefði sér dottið í hug að hann væri eða ætti eftir að verða njósnari fyrir Sovétmenn. IIMNLENT Morgunblaðið/Fridþjófur. Frá miðstjórnarfundi Alþýðusambands íslands sem haldinn var í gærdag. Borgin kaupir Seljaveg 12 — Efnaverksmiðjan Eimur og Kolsýruhleðslan flytja starfsemi sína þaðan fyrir árslok 1986 BORGARSTJÓRI undirritaði í gær kaupsamning við eigendur Efna- verksmiðjunnar Eims og Kolsýru- hleöslunnar um kaup borgarinnar á húseign þessara fyrirtækja á Sclja- vegi 12. Kaupverð er rúmar 10 millj- ónir króna og skal það greitt á næstu fjórum árum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirtæki þessi skyldu rýma lóðina í síðasta lagi i árslok 1986. Væru þessi kaup liður í nýju skipulagi í þessum bæjarhluta, en samkvæmt því væri ætlunin að byggja dagheimili á lóðinni. Oljóst væri hins vegar hvort af því yrði, þar sem samkomulag þar að lút- andi þyrfti að nást við Landhelg- isgæzluna, sem ætti aðliggjandi lóð. Það hefði ennfremur verið mik- ill þrýstingur frá íbúum í ná- grenni efnaverksmiðjunnar um að flytja hana, þar sem þeir teldu hana ekki eiga heima inni í íbúð- arhverfi. Því væri þarna bæði ver- ið að koma á móti óskum íbúanna og gera hverfið eftirsóknarverð- ara til búsetu. Forsætisráðherra um fjölda atvinnulausra: Þessi tími oft verið slæmur Höfum samband og samráð við aðila vinnu- markaðarins um aðgerðir „ÉG VEIT ekki hvort kalla á þetu mikið atvinnuleysi. Auðvitað hefur það vaxið vegna erfiðleika í útgerð- inni, en þessi árstími hefur oft ver- ið slæmur,** sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann álits á fjölda atvinnulausra í landinu, en eins og Mbl. skýrði frá í frétt sl. laugardag eru nú um eða yfir þrjú þúsund manns án atvinnu. Steingrímur sagði ennfremur: „Frystihúsin og fiskvinnslu- stöðvarnar hafa mjög margar sagt upp kauptryggingunni, því þær eru hræddar við það sem framundan er. Það er alveg ljóst, að þegar þorskafli fellur úr 450 þúsund tonnum í 220, eða úr 300 þúsund tonnum í 220 þúsund, eins og núna, þá hlýtur að verða minni atvinna. Þar að auki er þetta alltaf erfiðasti tíminn. Ríkisstjórnin hefur fullan hug á því að draga úr því atvinnu- leysi sem fylgir þessum afla- samdrætti og mun leita samráðs við aðila vinnumarkaðarins um það. Þetta verður skoðað og at- hugað hvaða atvinnuhvetjandi atvinnugreinar koma til greina. En ég held að þetta sé tímabund- ið. Vertiðin er ekki byrjuð að neinu marki, togararnir hafa lít- ið komist út og lítill afli er hjá þeim sem eitthvað hafa komist út.“ En nú er atvinnuleysi víðar en í fiskvinnslunni? „Já, um leið og atvinna minnk- ar í fiskvinnslunni þá dreifist þetta út í aðrar atvinnugreinar." Steingrímur var í lokin spurð- ur hvenær vænta mætti aðgerða af hálfu stjórnvalda. Hann svar- aði: „Við munum hafa formlegt samband og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir og það hefur ekki verið talið tímabært núna á meðan þeir standa í úrslitaviðræðum um kaup og kjör, en við erum tilbún- ir að ræða málin hvenær sem er.“ Fundir vegna samninga í álverinu: Annar fundur í dag SAMNINGAFUNDI með samninga- nefndum starfsmanna og fram- kvæmdastjórnar álversins í Straumsvík hjá ríkissáttasemjara lauk um sjöleytið í gærkveldi. Annar fundur hefur veriö boðaöur f dag klukkan 11. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gærkvöldi hjá ríkissáttasemjara, Guðlaugi Þor- valdssyni, þá hafði lítið miðað í samkomulagsátt á fundinum. Þegar Morgunblaðið leitaði eftir þvi við forsvarsmenn álversins hvað í ráði væri að gera, ef til verkfalls kæmi, var engar fregnir af því að hafa að svo stöddu, en verkfall hefur verið boðað á föstu- dag hafi samningar ekki tekist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.