Morgunblaðið - 25.01.1984, Side 5

Morgunblaðið - 25.01.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 5 Um Skálholtsbókasafii eftir dr. Sigurbjörn Einarsson Övæntri rödd úr Búðardal um bokasaln SkálholLs hefur biskup fs- lands svarað til fullrar hlítar. En með því að önnur rödd þaðan að vestan hefur samt tekið undir hina fyrri, vil ég leyfa mér að rifja upp og benda á nokkrar staðreyndir. Árið 1965 var keypt bókasafn handa Skálholti. Seljandi var Kári B. Helgason í Reykjavík. Kaup- verðsins var aflað með almennri fjársöfnun svo sem lesa má í blöð- um frá þeim tíma. Kári B. Helga- son hafði safnað bókum árum saman, lagt sig einkum eftir söfn- un tímarita. Þegar dánarbú Þor- steins sýslumanns Þorsteinssonar auglýsti bækur hans til sölu festi Kári kaup á því safni. Þorsteinn hafði verið búsettur í Reykjavík um skeið. Ekki hefur það heyrst, að fram hafi komið í Búðardal óskir eða viðleitni í þá átt að hindra hann í því að flytja bækur sínar með sér, þegar hann lét af sýslumannsembætti og fluttist til Reykjavíkur, enda nokkuð lang- sótt að ímynda sér að slík hug- detta hefði til einhvers komið. Ekki veit ég heldur til þess, að Búðdælir hafi nokkurn tima falast eftir þessum bókum til kaups. Kári B. Helgason hélt áfram bókasöfnun, m.a. keypti hann mik- ið úr safni Gunnars Hall. Safn Þorsteins bætti hann stórum, kostaði miklu til bókbands og skráningar. Af fjárhagsástæðum varð hann svo að ákveða að selja bókasafn sitt og auglýsti það. Enginn bauð sig fram til þess að kaupa það í heilu lagi, nema bisk- up og kirkjuráð f.h. Skálholtsstað- ar. Fé höfðum við ekki fyrir hendi en hófum fjársöfnun og treystum á undirtektir. Varð Skálholti vel til í því efni. Stjórn Skálholtsfé- lagsins ákvað að leggja fram það fé, sem það hafði þá yfir að ráða, og var samskotafé til styrktar Skálholti. Það nægði til útborgun- ar. Fjöldi manna og nokkur fyrir- tæki veittu drengilegan stuðning. Fjársöfnunarnefnd undir forsæti dr. Benjamins Eiríkssonar, banka- stjóra, vann fórnfúst sjálfboða- starf. Með þessu móti eignaðist Skál- holt bækur á ný. Sannsýnum mönnum þótti ánægjulegt til þess að vita. Ekki síst fannst mönnum maklegt, að staðurinn ætti a.m.k. sýnishorn af þeim bókum, sem þar voru prentaðar á sínum tíma. Margir skildu það líka, að nú var stefnt að því að Skálholt yrði mennta- og menningarsetur að nýju. Þeir sáu að myndarlegt bókasafn á staðnum hlaut fyrr eða síðar að verða nauðsyn. Þeir sem hafa unnið að því að þoka Skálholti upp úr svaði og þetta áleiðis, sem það er komið, hafa orðið að sætta sig við ýmis- legt, m.a. það að sjá ekki allt kom- ast fram í skjótri svipan, sem hug- ur stóð til. Þannig hefur staðurinn ekki notið þess stuðnings, að unnt hafi verið að koma bókasafninu fyrir í sérstökum húsakynnum og búa svo um, að það gæti orðið til almennra nota. En það hefur farið vel um bækurnar. Allt tal um ann- að, bæði á þingum og nú úr Búð- ardal, er ímyndun og uppspuni, sem bágt er að skýra. Helgi Tryggvason, sá margvísi og virti bókamaður, hafði umsjón með flutningi bókanna í Skálholt og sá um að koma þeim fyrir í sérsmíð- uðum stálskápum í turnherbergi í kirkjunni. Fyrir því herbergi er eldtraust hurð. Og safnið hefur vaxið verulega, þótt staðurinn hafi ekki haft fjárráð til bókakaupa. Góðir menn, erlendir og innlendir, hafa gefið því bækur og sýnt með því skilning á gildi þessa þáttar í uppbyggingu Skálholts. Það hefur aldrei komið til tals, að Skálholt selji þessa eign sína og engar líkur eru á því, að hún verði föl. Ég skil því ekki, hvaða tilefni menn hafa til skrifa um eigenda- skipti á þessum bókum og ekki sé ég heldur, með hvaða læknisráð- um eða lagatökum mönnum dettur í hug að ná þeim undan lögmætum eiganda. Það mun næsta torvelt flestum mönnum að sjá annað en Sigurbjörn Einarsson að Skálholt sé vel og heiðarlega að þessari eign sinni komið. Þar var hvergi snert við neins konar rétti eins eða neins. En þeir sem gæla við þá fjarstæðu, að unnt sé að ná þessum bókum undan Skálholti, mega hins vegar íhuga siðferði- lega stöðu sína gagnvart þeim mörgu mönnum, sem skutu saman fé til þess að kaupa bókasafn Kára B. Helgasonar í því skyni að það væri gefið Skálholti til ævarandi eignar. Æði mörg verðmæt einkabóka- söfn eru til í landinu, sem engir hafa aðgang að nema eigendur þeirra. Eg hef ekki orðið var við annað en að þeir fái að vera óáreittir með þessar sem aðrar lögmætar eignir sínar. Dýrmætar bækur ganga kaupum og sölum, eru jafnvel seldar úr landi, og hefði svo getað farið um dýrgrip- ina í safni Kára B. Helgasonar, þó að hann væri ekki þess sinnis. En vafasamt er, hverra kosta völ hann hefði átt, ef Skálholt hefði ekki komið til sögu. Það er stað- reynd, að hann fékk ekkert tilboð í safnið í heilu lagi nema þetta eina. Ég vona að þessi upprifjun og skýring málavaxta megi verða til þess að marklaust tal um Skál- holtsbókasafn detti niður í bili. Og hvers á það raunar að gjalda? Lát- um það vera, þó að menn hafi ekki þá þjóðlegu eða kirkjulegu hugs- un, að þeir geti skilið, hvað Skál- holt er og hvert það stefnir. En er of mikið að mælast til þess, að þeir láti það í friði? Og það vil ég segja að síðustu og í eitt skipti fyrir öll, bæði af þessu nýja tilefni og öðrum fyrri: Unnið Skálholti friðar með bókasafnið sitt. En jafnframt læt ég þá von í Ijós, að Skálholt eigi enn eftir að þreifa á drengskap og örlæti, svo að hugsjónir rætist bæði um bóka- safnið og annað. FRUMSÝNING MATSEÐILL Blandaður skelfiskur coctail með Ravigote sósu og rlstuðu brauðl * Krvddleginn léttsteiktur lambalærisvöövi m/ristuðum sveppum, gulrótum, gratineruðu blómkáli, kryddjurtajarðeplum, hrásalati og koníakspiparsósu. Heiðursgestur er hinn landskunnl JÓNAS JÓNASSON BRQADvw □ Guðbergur Auðunsson □ Sigurður Ólafsson □ Þorgeir Ástvaidsson brQ^d^ □ Ragnar Bjarnason □ Erla Traustadóttir □ Skapti Ólafsson □ Þuríður Sigurðardóttir □ Einar Júlíusson □ Björgvin Halldórsson Boröpantanir daglega í síma 77500 og 687370 undirleik annast: Hljómsveit CUNNARS ÞÓRÐARSONAR veitingahúsid Broadway þar sem allt byrjar Nú byrjar sýningin, þar sem margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar sameina krafta sína og leiða gesti Broadway í gegnum tíðina með mörgum af helstu dægurflugum sem gist hafa hinn íslenska dægurlagaheim. Sýning sem eflaust á eftir að kitla taugar minninganna. □ Sigurður Johnnie □ ómar Ragnarsson □ Harald G. Haralds □ Sverrir Guðjónsson □ Pálmi Gunnarsson Kynnar: Páll Þorsteinsson og Björgvin Halldórsson Ljósameistarar: Gunnar Gunnarsson Hljóðblöndun: Siguröur Bjóla Yflrþjónn: Höröur Sigurjónsson Matrelðslumelstarl: Ólafur Reynisson w T..-,--..--- _ ------^------^------- kl. 20.00 stundvíslega Húsiö opnarkl. 19.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.