Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 14

Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 THATCHER, forsætisráðherra Bretlands, sést hér í hópi tveggja manna sem íslenskir sjónvarps- áhorfendur kannast vel við úr sjónvarpsþáttunum „Já, ráð- herra“. Þessir þættir eru nú orðnir útvarpsefni í Bretlandi, en njóta enn sömu vinsælda, og eru m.a. í miklu uppáhaldi hjá Thatcher. Á föstudaginn færði hún þætt- inum verðlaun frá samtökum út- varps- og sjónvarpsáhorfenda sem kennd eru við frú Mary Whitehouse. Af því tilefni samdi hún sjálf litla dagskrá í anda þáttanna og nefndi hana „Já, forsætisráðherra", og fól þar kerfismálaráðherranum (Paul Eddington t.h.) og ráðuneytis- stjóra hans, (Nigel Hawthorne t.v.) að semja áætlun um að leggja niður alla hagfræðinga, enda væri sannað að þeir væru hinir mestu óþurftarmenn! Kallaður fyrir þingnefnd Mvndin sýnir Luciano Mendez, fyrrum herforingja í Argentínu, koma úr þinghúsinu í Buenos Aires, þar sem hann var kallaður fyrir þingnefnd vegna ummæla sinna. Herforinginn fyrrveranadi hafði farið hörðum orðum um þá sem sakað hafa fyrrum stjórnendur landsins um að bera ábyrgð á hvarfi og dauða þúsunda óbreyttra borgara á undanRimum árum. Búlgarskur ísknattleiks- maður vill ekki heim Vareae, ÍUlfu. 24. janúar. Al*. EINN liðsmanna búlgarska ísknatt- leiksliðsins, sem var að keppni í borg- inni Varese á Norður-Ítalíu, sneri ekki heim með félögum sínum, og er talið líklegt að hann hyggist sækja um hæli sem pólitískur flóttamaður á Ítalíu. Lögreglan segir að maðurinn, sem heitir Zvetan Zvetanov og er 18 ára gamall, hafi ekki gefið sig fram við yfirvöld og ekki sé vitað hvar hann haldi sig. Athugun bendi þó til þess að hann hyggist biðja um hæli. Zvetanov talar ekki ítölsku og hefur ekki dvalið á Ítalíu fyrr. Lið hans var statt í Varese til að keppa við Júgóslava, ítaii og Frakka. Kosningar í árs- lok á Grenada W&.shiiigton, 24. janúar. AP. KJÖRSTJÓRN verður senn skipuð á Grenada til að undirbúa kosn- ingar þar undir lok ársins, sam- kvæmt upplýsingum aðstoðarut- anríkisráðherra, sem fer með mál- efni Ameríkuríkja. „Já, forsætisráðherra" Æðstu yfirmenn vestur-þýska hersins: Afsala sér allri ábyrgð á brottvikningu Kiesslings Bonn, 24. janúar. AP. ÆÐSTU yfirmenn vestur-þýska hersins hafa lýst því yfir að þeir afsali sér allri ábyrgð á þeirri ákvörðun Wörners varnarmála- ráðherra að víkja Giinter Kiessling hershöfðingja úr starfi vegna gruns um samband hans við kyn- villinga. Hershöfðingjarnir 25 sátu á sex klukkustunda fundi í dag og ræddu Kiessling-málið. Wörner varnarmálaráðherra mætti á fundinn og. svaraði fyrirspurn- Giinter Kiessling, hinn brottvikni hershöfðingi. I yfirlýsingu hershöfðingj- anna sagði að þeir væru því hlynntir að Kiessling fengi upp- reisn æru ef rannsókn leiddi í ljós að enginn fótur væri fyrir áburðinum á hendur honum. Ekki var tekin afstaða til þess hvort varnarmálaráðherranum hafi orðið á í messunni þegar hann veik Kiessling ur starfi. Kiessling hefur höfðað mál vegna brottvikningar sinnar, og að auki hefur sérstök þingnefnd hafið rannsókn málsins. Göran Tunström Svíi hlaut bókmennta- verðlaun Norður- landaráðs Sænski rithöfundurinn Gör- an Tunström hlaut í gær bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir bók sína „Jul oratoriet", eða Jólaóratorí- an. Verðlaunin, sem nema 225 þúsund krónum, verða afhent á þingi Norðurlanda- ráðs í næsta mánuði. Göran Tunström er 46 ára. Hann hefur skrifað 18 bækur og hefur helmingur þeirra komið út síðasta áratuginn. Verðlaunabókin fjallar um þrjár kynslóðir í sveit og er Tunström sagður nota sams- konar frásagnaraðferð og sænsku höfundarnir Svend Delblank og Sara Liedman. Ný uppreisn gegn Thatcher London, 24. janúar. AP. Þingmenn íhaldsflokksins, sem er í nöp við Margréti Thatcher forsætis- ráðherra, greiddu atkvæði gegn stjórninni í þriðja sinn á sjö dögum í morgun. Fjórir þingmenn greiddu at- kvæði með stjórnarandstöðunni og 15 sátu hjá við atkvæðagreiðsl- ur um tillögu er miðar að því að takmarka skattheimtu sveitarfé- laga, og draga útgjöld þeirra sam- an. Útgjöld sveitarfélaga hafa aukist úr jafnvirði 11 milljarða dollara í 20,5 milljarða á fimm ár- um, eða tvöfaldast. Þrátt fyrir uppreisn þingmann- anna gegn Thatcher flaut tillagan léttilega í gegn, þar sem 332 þing- menn studdu hana en 203 voru á móti. Samkvæmt heimildum var óttast að andúð meðal þingmanna íhaldsflokksins við málið yrði miklu meiri. Svíar leggja haid á bandarísk sjóntæki Stokkhólmi, 24. janúar. AP. SÆNSKA tollgæslan hefur lagt hald á háþróaðan banda- rískan sjóntækjabúnað, sem til stóð að senda til Austur- þýskalands. Sjö kassar með búnaði þessum eru í vörslu tollgæslunnar í Malmö, og hefur sérfræðingum verið falið að kanna hvort búnað- urinn sé af hernaðarlegu tagi. Sem kunnugt er hindraði sænska tollgæslan fyrir nokkru að háþróaður bandarískur tæknibún- aður yrði fluttur til Sovétríkj- anna. Sjóntækjabúnaðurinn kom til Svíþjóðar frá Hollandi, en hafði áður verið fluttur um Belgíu, Frakkland og England, en upp- haflega kom hann frá Bandaríkj- unum. Kassarnir með sjóntækjabúnað- inum voru opnaðir vegna þess að tollvörðum þótti ferðalag þeirra frá Bandaríkjunum kynlegt. Kohl sækir ísraela heim Jerúsalem, 24. janúar. AP. HELMUT Kohl kanzlari Vestur- Þýzkalands kom í sex daga opin- bera heimsókn til ísraels í dag og fyrsta verk hans var að fara að minnisvarða um þær sex milljónir gyðinga sem drepnar voru í fanga- búðum nazista á styrjaldarárunum. Kohl er annar kanzlari V-Þýzkalands sem kemur i opinbera heimsókn til ísraels. Hópur manna beið komu hans að Yad Vashem-minnisvarðanum til að mótmæla heimsókninni og voru færri þýzk flögg að húni í borginni en venja er í opinberum heimsóknum erlendra þjóðarleið- toga. Verkfalli lækna í Grikklandi lokið A|>enu, 24. janúar. AP. TÓLF I)AGA löngu verkfalli 4500 sjúkrahúslækna í Grikklandi er lokið. Samningar hafa tekist um launa- hækkun læknum til handa, og um endurskoðun á þeim breytingum sem nú er stefnt að í grísku heilbrigðis- kerfi. Gríska ríkisstjórnin hafði sett sér það mark að koma árið 1990 á samskonar skipulagi heilbrigðis- mála og er í Bretlandi. Það felur í sér að flestir læknar vinni almenn læknisstörf á sjúkrahúsum í stað þess að sinna sérfræðiþjónustu á eigin vegum utan þeirra. í áætlun- inni var m.a. gert ráð fyrir að um 1800 sjúkrahúslæknar, sem starfa í höfuðborginni, verði fluttir út á land, en nú hafa yfirvöld fallist á að endurskoða þá stefnu. Flestir grísk- ir læknar, eða 15 þúsund af 25 þús- undum, eru búsettir í Aþenu. Andlát Tarzans apabróðun Djúp hryggð í Sovétríkjunum Moskvu, 24. jan. AP. DJÚP hryggð ríkir nú í Sovétríkjun- um vegna fráfalls leikarans Johnny Weissmiiller, en hann var í hávegum hafður þar fyrir hlutverk sitt sem Tarzan apabróðir ( samnefndum kvikmyndum. Dagblað sovésku verkalýðs- samtakanna, Trud, birti í dag minningargrein um Weissmúller þar sem farið er fögrum orðum um hann og leik hans. „Þeir eru margir í Hollywood sem spreytt hafa sig á hlutverki Tarzans fyrr og síðar," sagði í blaðinu, „en þær Tarzanmyndir sem unnu sigur og nutu almennrar lýðhylli voru þær sem Weissmúller lék í.“ Tarzanmyndir með Weissmúller í hlutverki apabróður áttu miklum vinsældum að fagna í Sovét- ríkjunum, einkum á sjötta ára- tugnum, og biðraðir voru algeng sjón við kvikmyndahús þau sem þær sýndu. Vinsældir Tarzans birtust líka í þeim útbreidda sið i austurvegi að nefna hunda í höfuð honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.