Morgunblaðið - 25.01.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANtJAR 1984
fclk í
fréttum
„Hef hvorki löngun
til kvenna né spilau
— segir kvikmyndaleikarinn Omar Sharif
+ „Ég er orðinn þreyttur og lúinn.
Ég heillaði milljónir kvenna sem
kvikmvndaleikari og tapaði milljón-
um dollara við spilaborðið. Nú hef
ég hvorki löngun til kvenna né
spila.“
Omar Sharif, egypsk-ameríski
kvikmyndaleikarinn, er aðeins 51
árs að aldri en sjálfum finnst hon-
um hann vera tíræður öldungur.
„Mér finnst ég vera búinn. Ég er
ekki lengur eftirsóttur leikari og
þess vegna þótti mér vænt um það
þegar Lundúnaleikhúsið Theatre
Royal bauð mér að leika prinsinn
roskna f „Prinsinum og kórstúlk-
unni“. Það eru meira en 25 ár síð-
an ég kom sfðast fram í leikhúsi
en það er gott að vita hvað ég mun
hafa fyrir stafni næstu 148 kvöld-
in,“ segir Omar.
Omar hefur leigt sér hús í Lond-
on þar sem ráðskona hans siðustu
17 árin, Pepita, hefur töglin og
hagldirnar.
„Ég fékk Pepitu í skilnaðargjöf
frá konunni minni fyrrverandi.
Þegar við skildum keypti ég hús
handa konu minni í Parfs og hún
stakk upp á að Pepita yrði áfram
hjá mér. Hún er hreinasta perla
en það er ekkert annað á milli
okkar."
Omar Sharif hefur fengið mjög
góða dóma fyrir leik sinn í Lond-
on, aldrei þessu vant, og þess
vegna hefur hann látið sér detta í
hug að snúa sér alfarið að leikhús-
um. „Kannski væri réttast að enda
ferilinn þar,“ segir Omar, sem enn
er þó eftirsóttur í sjónvarpsþætti.
„Áður voru það fagrar konur og
fjárhættuspil, sem heilluðu mig
mest, en nú hafa sjónvarpið og
myndbandið tekið við því hlut-
verki,“ segir Omar Sharif.
„Ég er búin að finna mér fullorðinn
mann.“
„Rod verður
alltaf barn“
+ „Hjónabandi okkar lauk í sept-
ember sl. en vegna barnanna vildi
ég gefa Rod eitt tækifæri enn. Hann
fékk þau raunar mörg og misnotaði
þau öll. Nú er þessu lokið.“
Alana Stewart er ekki í neinum
vafa og segir hverjum sem er, að
maðurinn hennar sé farinn og búi
nú á hóteli í Los Angeles.
„Hann er orðinn fertugur og
finnst sem lífið sé að renna honum
úr greipum. Heldur, að hann verði
ungur í annað sinn ef hann hleyp-
ur á eftir ungum stúlkum með
gapandi hvoftinn. Ég er líka búin
að kynnast öðrum manni, manni,
sem hefur þroskast með árunum
og hægt er að tala skynsamlega
við. Og það er eitt, sem víst er, að
hann er hvorki hljómlistarmaður
eða leikari.“
Alana og Rod hafa veið gift í
fimm ár og eiga tvö börn saman
en hún á eitt frá fyrra hjónabandi.
„Ég óttast það ekki að vera ein-
stæð móðir með þrjú börn. Ég hef
nóg að starfa við kvikmyndir og
sýningarstörf og sá er munurinn á
okkur, að Rob missir konu og börn
en ég bara mann, sem aldrei verð-
ur fullorðinn. Það getur varla tal-
ist mikill missir,“ segir Alana.
Omar Sharif sem prinsinn og Debbie Arnold sem kórstúlkan.
„Beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna“
+ Nú fyrir nokkrum dögum voru
175 ár liðin frá feðingu banda-
ríska skáldsins Edgar Allan Poes,
sem jafnan er talinn höfundur
hryllingssögunnar. Poe varð að-
eins fertugur að aldri, lést af del-
erium tremens, áfengisæði, þegar
hann var á ferð í borginni Balti-
more og var grafínn í gamla
kirkjugarðinum í hjarta borgarinn-
ar.
Árið 1949 veittu menn því eft-
irtekt, að á afmælisdegi Poes
hafði verið sett hálffull flaska af
koníaki og þrjár rósir á leiði
hans og síðan hefur þetta endur-
tekið sig á hverju ári. í fyrra gat
forstöðumaður Poe-stofnunar-
innar, Jeff Jerome, ekki lengur
ráðið við forvitnina og ákvað því
að komast að því hver heiðraði
minningu skáldsins drykkfellda
með þessum hætti.
Jeff og fjórir ungir vinir hans
komu sér fyrir á góðum stað í
kirkjugarðinum um kvöldið og
biðu síðan þess, sem verða vildi.
Myrkrið skall á og ekkert gerðist
fyrr en klukkan eitt um nóttina
en þá heyrðu þeir ískra í kirkju-
garðshliðinu. Þegar þeir sáu
fíöktandi bjarmann frá vasaljósi
stukku þeir fram úr felustaðnum
og stóðu þá augliti til auglitis við
svartklædda veru, með mikið,
svart slá yfir herðarnar og
gullbúinn staf.í hendi, sem hvarf
strax út úr kirkjugarðinum í
loftköstum. Á leiði Poes var eins
og áður hálffull flaska af koníaki
og þrjár rósir.
Kelly Nicolaisen ferðamálastjóri í Angmagssalik:
Grænlendingar komi til
Isiands f verkmenntun
FERÐAMÁLASTJÓRI og hóteleig-
andi í Angmagssalik á Grænlandi,
Kelly Nicolaiesen, er staddur hér á
landi þessa dagana, en hann kom til
landsins með fyrsta áætlunarflugi
Helga Jónssonar sl. þriðjudag. Nico-
laisen er hér til að ræða við ráða-
menn um þá möguleika sem opnast
um aukin samskipti Grænlendinga
og íslendinga við það að komið hef-
ur verið á fostu áætlunarfíugi á milli
Reykjavíkur og Kulusuk, en Helgi
Jónsson fíýgur til Kulusuk einu
sinni í viku í vetur og tvisvar í viku í
sumar. Nicolaisen hitti m.a. að máli
þá Matthías Bjarnason samgöngu-
ráðherra og Birgi Þorgeirsson hjá
Ferðamálaráði. Morgunblaðið náði
tali af Nicolaisen í gær og innti hann
eftir því hvað hefði borið á góma í
samtölum hans við samgönguráð-
herra og Ferðamálaráð.
„Það er mikið atvinnuleysi í
Angmagssalik og nágrenni; svo
mikið, að það lætur nærri að 40
prósent þeirra 2700 manna sem
þar búa hafi ekkert að gera á þess-
um tima árs. Þetta stafar kannski
ekki síst af því að það vantar verk-
menntað fólk með nýjar hug-
myndir sem gætu hrist upp í at-
vinnulífinu á staðnum. Og per-
sónulega finnst mér mjög íhug-
andi að reynt verði að stuðla að
því að Grænlendingar komi til Is-
lands í eins konar verkmenntun,
vinni hér kannski í nokkra mánuði
og kynnist nýjungum í fiskveiðum
og fiskvinnslu til dæmis, sem þeir
gætu síðan nýtt sér á heimaslóð-
um.
Ég bar það undir samgönguráð-
herra hvort ef til vill mætti nýta
Grænlandssjóðinn að einhverju
marki til þessara hluta, og hann
tók þeirri hugmynd vel. Nú þegar
samgöngur eru þetta auðveldar á
milli þessara nágranna, finnst
mér eðlilegt að samskiptin verði
meiri og þá sérstaklega á þessu
sviði.
Við Birgir Þorgeirsson hjá
Kelly Nicolaisen hóteleigandi og
ferðamálastjóri í Angmagssalik.
Ferðamálaráði ræddum hins veg-
ar fyrst og fremst um aukna sam-
vinnu í sambandi við auglýsingar
á ferðum til Grænlands. Það kom
til tals að hefja útgáfu bæklinga,
þar sem Island væri sérstakiega
kynnt sem áfangastaður á leiðinni
til Grænlands. Með öðrum orðum,
að bjóða ferðamönnum upp á
möguleika að sækja bæði löndin
heim, vera kannski 4 til 5 daga á
íslandi og svipaðan tíma á Græn-
landi. Þetta gæti orðið báðum að-
ilum til góðs. En þessi mál eru öll
á frumstigi ennþá," sagði Kelly
Nocolaisen, en hann fer aftur til
Grænlands nk. þriðjudag með
næsta flugi Helga Jónssonar.
Það kom fram í máli Nicolaisen
að á milli 6 og 7 hundruð erlendir
ferðamenn hefðu komið til Aust-
ur-Grænlands sl. ár, þar af um 300
með Flugleiðum, í sérstökum 4—5
daga ferðum sem Grænlendingar
hafa skipulagt í samvinnu við
Flugleiðir undanfarin tíu ár.
Aðstoð við kartöflubændur:
Bíður ríkisábyrgðar-
heimildar Alþingis
AFGREIÐSLA Bjargráðasjóðs á um-
sóknum kartöflubænda um lán úr
sjóðnum vegna uppskerubrests f
haust bíður ríkisábyrgðarheimildar
sem alþingi þarf að gefa til að sjóður-
inn geti tekið nauðsynleg lán. Að
sögn Magnúsar E. Guðjónssonar,
framkvæmdastjóra Bjargráðasjóðs,
fór landbúnaðarráðherra fram á það
við stjórn sjóðsins að kartöflubænd-
um yrðu lánaðar 30 milljónir, en áður
hefur sjóðurinn haft milligöngu um
styrk til þeirra vegna áburðarkaupa.
Sagði Magnús að ekki væri vitað
hvenær hægt yrði að afgreiða þessi
lán, fyrst væri að fá heimildina og
síðan tæki það sinn tíma að af-
greiða lánin. Aðspurður um hvort
umsóknir bænda og búnaðarsam-
banda á óþurrkasvæðunum síð-
astliðið sumar hefðu verið af-
greiddar sagði Magnús að svo væri
ekki. Borist hefðu nokkrar um-
sóknir af öllu landinu en þær yrðu
skoðaðar á grundvelli forðagæslu-
skýrslna og síðan lagðar fyrir fund
í stjórn sjóðsins um næstu áramót.
Framkvæmdastofnun
ríkisins
Áætlanadeild auglýsir:
Nýlega kom út ritiö:
Vinnumarkaöurinn 1982
(mannafli, meöallaun, atvinnuþátttaka).
Jafnframt er enn fáanlegt ritiö:
íbúðaspá til ársins 1990.
Ritin eru til sölu í afgreiöslu áætlanadeildar og
kosta kr. 100 og kr. 50.
Framkvæmdastofnun ríkisins.
Áætlanadeild,
Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík.