Morgunblaðið - 25.01.1984, Síða 29

Morgunblaðið - 25.01.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS TnunMtiZruiri'UU Ég ákæri ykkur Anna skrifar: Kæri Velvakandi og kæri gamli Moggi, tvíburasystir mín eða bróðir. í tilefni þess að við áttum stórafmæli í sumar ætla ég að leyfa mér að mögla svolftið við þig, svona í góðu. Þú mátt ekki móðgast við mig, Moggi minn, en þú ert orðinn alltof stór. Það er Moggi hér og Moggi þar og Moggi alls staðar, úrklippur um allt og Lesbókin fyllir hvern krók og kima. Alltof gott efni í henni til þess að henda í öskutunnuna. Ef ég ætti nú bara hús, en ég á ekki einu sinni íbúð. Jæja, þakka þér samt fyrir að lækka verðið við mig og aðra á þínum aldri. Það er vel gert, Moggi minn, nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar talnaleikir eru mikið í tísku. Nú, hér kemur þá einn til viðbótar. Ég þarf að lifa af 8.281 krónu á mánuði (elli- lífeyri, tekjutryggingu og uppbót). Af þessu borga ég húsaleigu, síma, rafmagn, mat, lænishjálp, meðul, sápur, strætómiða og annað til- fallandi. Ég tóri en lifi ekki; um mannsæmandi líf er ekki að ræða. Og það sem hjálpar mér til að tóra er að ég bjó erlendis í mörg ár. öll stríðsárin og lengur. Þá varð mað- ur að spara og það hef ég gert allar götur síðan. Ég vorkenni þeim sem aldrei hafa lært að spara og nú er verið að svelta í hel með fádæma hörku og rangsleitni. Matur og aðrar vörur hafa hækkað um 30—50% á meðan við, launalægsta fólkið hér á landi, fáum 4% hækkun. Þetta er ekki lýðræði og þið sem setjið þessi lög ættuð að spara sjálfir. Bílakaup, bensín, frían síma, ferðastyrki og húsaleigupeninga. Þið sem eigið hér stórar villur, þó að þið látið skrá ykkur úti á landi. Ég ákæri ykkur. Sparið þið og hættið að lifa eins og kallarnir í Kreml og þá verður kannski hægt að ná verð- bólgunni niður, því að það eruð þið sem eruð eyðsluseggirnir en ekki við sem tórum. Já, svo var það kokkurinn í sjón- varpinu í haust með grænmetið. Hann var með pasternak-rófur. Ég hef leitað að þeim með logandi ljósi, síðan ég fluttist heim, en hvergi fengið. Og núna síðast, þeg- ar ég spurði, var sagt við mig: Pasternak? Býr hann ekki í Rúss- landi? — Jú, sagði ég, — en ég ætlaði að kaupa rófur en ekki rit- höfund. Góði kokkur: hvar fást pasternak-rófur? Fyrirfram þökk. P.s. Ég skrifa þér aftan á kvitt- anir frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Þetta er að kunna að spara, nota ekki dýran pappír, heldur að- eins það sem maður hefur við höndina. Það er líka að kunna að spara að vera bíllaus og hafa gam- alt svart-hvítt sjónvarp. En ég játa, að mig dauðlangar í litasjón- varp. Ég ætla að fá mér það í næsta heimi, þar sem allir eru jafnir. Bless. A.S.“ í ríkum mæli. Allt þetta, sem upp er talið, og ríflega það, hleður utan á sig. Þar verða þessar hækkanir að koma á móti. í DV í haust varð Svarthöfða mikið um nærri 15% kauphækk- anir til sauðfjárbænda (eins og hann orðaði það). En þeir fengu aðeins 4%. Hvert hafa hin rúm- lega 10% farið? Það er kannski ekkert athuga- vert við það, að tekið sé af fóð- urbætisverði sem mjólkurfram- leiðendur greiða, til að borga með mjólkursamlögum, áburðar- verði, gærum og ef til vill fleiru. En hastarlegt er það, þegar eggjaframleiðendur, kjúklinga- og svínabændur verða að sitja við sama borð. Fyrst og fremst átti að stjórna mjólkur- og kindakjötsframleiðslunni með þessum aðgerðum (fóðurbætis- skattinum). Nú má það ekki ger- ast, að byggð verði ein höllin til (eggjahöll) fyrir peninga úr fóð- urbætissjóði. Það er meiri árátt- an hjá þessum mönnum að vas- ast með peninga fram og til baka. Ef þeir eru í vandræðum með penii igar a í þessum sjóði, þá skulu þeir hætta að leggja svona á fóðurbætinn. Þá hefðu bændur meiri afgang, verðlag á vörunni yrði kannski stöðugra. Bændur voru hvattir til að framleiða nautakjöt, sem þeir fengu seint og illa borgað fyrir. Þeir urðu sumir að sitja uppi með kjötkvóta sem tekinn var af mjólkurkvóta í óþökk. Afurða- lánin þyrftu bændur að fá í sínar hendur, en það verður að segjast eins og er, að þeir hafa lítinn áhuga á því. Það er verið að drepa metnað og áhuga í þeim. Vonandi fara eggin ekki einok- un.“ Þessir hringdu . . . Kvæðið er eftir Hannes Hafstein Ásgerður Gísladóttir frá Bolung- arvík, Júlíanna Björnsdóttir, Hall- dór Kristjánsson, Sigríður S. Bjark- lind og Björg Þorleifsdóttir höfðu samband við þáttinn og upplýstu okkur um vísurnar sem spurt var um hér í þættinum föstudaginn 20. janúar. Öll þekktu þau vísuna „Nálin mín“, en ekki höfund hennar að öðru leyti en þvi að hafa heyrt nefnt að ung stúlka, sennilega tólf ára gömul, hefði samið hana. Einnig þekktu sumir lag við vís- una, sem í heild mun vera svona: Nálin mín, nálin mín, en hvað þú ert smá og fín. Augað þitt, yndið mitt, ekki get ég hitti. Þú ert alltaf þæg og létt, þýð í spori, prýðisnett. Mjúk og hál, áþekk ál, allra besta nál. Smávægilegur munur var þó á útgáfum þeirra. Sumir höfðu heyrt „NEI, hvað þú ert smá og fín“ í stað „EN hvað þú er ..." Eins könnuðust sumir við „þýð í spori, YNDISnett" í stað „PRÝÐ- ISnett“. Þá vorum við upplýst um síðara kvæðið, sem er eftir Hannes Haf- stein og er meðal annars að finna í bók hans „Ljóð og laust mál“ (bls. 116). Hún heitir „í ung- mennagildi" og í áðurnefndri bók er það skráð svona: Heill sé oss, því hjá oss gista himinbornar systur tvær, allar sorgir af oss kyssa æska og gleði heita þær. Gleðin hvetur ætíð æsku ung að vökva lífsins blóm. Því skal og sem oftast lyfta æskusterkum gleðiróm. Gleðin á hvert unglingshjarta óspillt sál er henni gædd, og hún býr í öllu fögru ásamt hinu sterka fædd. Eins hún kvikar innst I brjósti ungrar meyjar, létt og hýr, eins og blikar bezt í veigum bjarminn sólar, hreinn og skír. Eins og vorblær ljúft I laufi léttar raddir vakið fær, þannig og í ungu hjarta ótal strengi gleðin slær. Eins og vorblær ísa þíðir, unz hann kyssir mjúka jörð, þannig einnig æskugleðin elliböndin þíðir hörð. Því skal gleðjast, því skal fagna, því skal veifa glösum hátt. Vínið glóir, glampa skálir, gleðin alla kyssir brátt. Hún er þegar hingað komin, horfir hverju auga frá! Heilir bræður, henni fögnum, henni ekki leiðast má. Björg Þorleifsdóttir upplýsti okkur einnig um að lagið sem sungið væri við kvæðið væri eftir Bellman. Ný sending: Dagkjólar Stuttir kvöldkjólar Síöir samkvæmiskjólar Bladburðarfólk óskast! Austurbær Ármúli 1 — 11 Síöumúli Þingholtsstræti Vesturbær Bauganes Úthverfi Gnoöarvogur frá 44—88 ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur af skellihlátri AUGLVSlftóASTOFA kbistínar hf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.