Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 55 Ný tegund af svigskóm Franska skíðavörufyrirtækið Salomon sem hefur ver- ið þekktast fyrir bindingar sínar undanfarin 10—15 ár, ruddi sér rúms á skíðaskómarkaðinum fyrir u.þ.b. 3—4 árum með nýja tegund af svigskóm. Nýja línan var kölluð SX og helstu nýjungarnar voru þessar: 1. Einungis ein smella er á skonum. 2. Stillingar eru bæði yfir rist og ökkla. Stillingunni er einungis breytt með lítilli ífastri sveif sem mjög auðvelt er að breyta. 3. Nýtt skónúmerakerfi sem er frá 290—360. Þessar stærðir eru frekar miðaðar við breidd á fæti en lengd. 4. Hægt er að breyta innri sokknum á marga vegu til að laga hann eftir fótlagi hvers og eins, ef þess þarf. 5. Skrúfusveifin aftan á skónum er hönnuð til að halda hælnum sem best niðri þannig að góður stöðugleiki haldist. Þess má geta að lokum að næsta ár kemur Salomon með tvær nýjar tegundir af svigskóm, SX91 og SX91E. Nýjar göngubindingar og skór „Salomon Nordic System" (hér eftir nefnt SNS) var fundið upp fyrir u.þ.b. 5 árum, eftir miklar rannsóknir. Fljótlega kom í ljós^ eftir að SNS hafði verið prófað að þetta voru bindingar, sem stóðust allar þrautir sem fyrir þær voru lagðar. Helstu kostir SNS: 1. Eins og áður sagði er hakið á bindingun- um, sem fellur upp í sólann á skónum, til þess að auðveldara sé að stjórna öllum beygjum. Þegar sólinn kemur við bind- ingarnar grípur hann strax og fullt vald næst á skíðunum. Þetta á líka við jafnvel þegar skíðamaðurinn reisir sig upp á tá- bergið. Með þessu haki er fóturinn líka alltaf í beinni línu við skíðið. 2. Bindingarnar eru þannig hannaðar að sólinn er tiltölulega laus frá skíðunum þ.e.a.s. að hægt er að ná hámarks hæl- lyftu. Með þessu er skíðið lengur í snert- ingu við snjóinn í spyrnunni, þ.a.l. næst mun meiri spyrna; rennslið er aukið. 3. Sólinn á Salomon-gönguskónum er mjúk- ur þannig að góð sveigja næst í hællyft- unni. Rennslið er aukið. 4. Táfestingin er mjög sveigjanleg sem gerir hællyftuna þægilegri; sem sagt engar blá- ar tær og neglur. 5. Samskonar hönnun bindinganna, sem spannar yfir alla hæfileikaflokka, frá byrjandanum til keppnismannsins. PÓSTSENDUM SPORTMARKAÐURINN Grensásvegi 50, sími 31290. GAN skíðin komin aftur það á sama góða verðinu T.d. gönguskíöasettiö hjá okkur: Hagan-skíði kr. 1.665,00 Rottefella-bindingar kr. 210,00 Trappver-skór kr. 780,00 Lindur-stafir kr. 395,00 Ásetning ókeypis Alls kr. 3.050,00 Einnig: Hagan-barnaskíöi kr. 1.795,00 Hagan-unglingaskíði kr. 2.065,00 Hagan-byrjendaskíði kr. 2.065,00 Hagan Compact-skíði kr. 3.360,00 Hagan Fiesta-skíði kr. 2.970,00 Hagan Kristalls-skíði kr. 3.350,00 Look, Salomon og Silveretta-bindingar. Verð frá kr. 795,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.