Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 ,y Haoixx kle'mu og boiUx. af Kölctu kaffi', Waj\n.e<> ást er ... ... aö hjálpa henni viö sultu- gerðina. TM Reg. U.S. Pat Off.-aB rights ratervad c1984 Los Angeles Times Syndicale Með morgunkaffinu tnxn Gvöð. — Ég hef stoppað í vitlaust gat! Engum vil ég auka móð „Sæll og blessaður Velvakandi góður. Þú varst að biðja um línu, ef menn hefðu eitthvað til málanna að leggja varðandi hitt og þetta, sem upp kemur á teningnum hverju sinni. Margt er rætt um þann „gula“ nú til dags — þorsk- inn, á ég við — hann er líka þess verður að um hann sé rætt og rit- að, svona í hófi þó. Að mæla og vega Iífríki sjávarins, er sjálfsagt ekki svo mjög létt viðfangs, enda stangast tölur nokkuð á þar um. Auðvitað hlýtur það að vera mikið verk fyrir sérfræðingana að telja þessi kóð svo óyggjandi megi teljast — ekki síst loðnuna, þótt hún sé nú raunar nær útdauð vegna rányrkju hin síðari ár. Já, vel á minnst — hana þarf að friða sem allra mest — helst með öllu. Af þeirri einföldu ástæðu að þessi gómsæti réttur er aðal fæða þorsksins, og hann vill fá mat sinn refjalaust eins og Grettir Ás- mundarson fyrr á tíð, er hann stóð yfir fé á dalnum og kalt blés. Svip- að er ástatt með þann „gula“ — það hefur harnað á dalnum svo um munar í vissum skilningi þeirra orða. Og þess vegna er bráðnauðsynlegt að vernda sílið. íslendingar áttu lengi vel auð- ugustu fiskimið í heimi, þrátt fyrir ákafar veiðar erlendra tog- ara, enda var þá engin loðna veidd nema til beitu. Fiskurinn gekk líka á þeim árum hvert sumar, al- veg upp í landsteina, feitur og pattaralegur og sá hvergi fyrir endann á. Þveröfugt við það sem nú gerist. Eitthvað hlýtur að vera bogið við hlutina, það fer ekki á milli mála. En þegar eitthvað fer úrskeiðis í ríki náttúrunnar er venjulega a.m.k. tveim um að kenna — ef ekki fleiri. Allar lífverur jarðar- innar þurfa að geta aukið kyn sitt með einhverjum hætti, svo teg- undirnar nái að halda velli — hver fyrir sig. Beztu hrygningarstöðvar þorsksins eru taldar vera út af suðvesturlandi, og þangað safnast hinir dýrmætu einstaklingar í rík- um mæli ár hvert, til að auka kyn sitt — venjulega um sumarmál, samanber „páskahrotuna", sem allir kannast við, þótt hún sé nú raunar búin að vera að mestu, af eðlilegum ástæðum. Nei, allar veiðar á Selvogsbanka — og þar í grennd verður að banna, þegar líður að vori ár hvert, til þess að blessaðir þorsk- arnir geti hrygnt þar í ró og næði — til heilla landi og lýð. Annars mun verr fara. Hvað ætli fólk segði svona yfirleitt, ef við bænd- urnir tækjum upp á þeirri óhæfu að veiða silung í ám og vötnum, þegar komið væri fram á haust og hrygning bleikjunnar stæði yfir, sem er næstum föst venja þótt sá tími geti á stundum rokkað ögn til í sambandi við æti og því um líkt. Ég er ansi hræddur um að þeir menn sem það gerðu myndu ekki fá gott orð á sig fyrir slíka ráð- leysu. Nákvæmlega hið sama gildir um fiskinn okkar — hann má ekki veiða undir þeim kringumstæðum er að framan greinir. Það liggur í hlutarins eðli. Aðra tíma má hins vegar gera það án kvótaskiptingar og reglugerða, sem ómögulegt er að fara eftir í flestum kringum- stæðum. Með bestu kveðjum, Valtýr Guðmundsson, Sandi í Aðaldal. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milíi kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Tíminn verði síðdegisblað! Kæri Velvakandi. Ég rak augun í baksíðufrétt í helgarblaði DV þann 28. janúar 1984, um að dagblaðið Tíminn ætl- aði að breyta útgáfunni í síðdegis- blað. Finnst mér það tímabær ráðstöfun ef blaðinu verður breytt í líkt útgáfuform og DV hefur þ.e.a.s. varðandi smáauglýsingar. Kæmi þar þörf samkeppni við DV. Þá er ég aðallega að hugsa um verð á smáauglýsingum. Eftir samruna Db. og Vísis hefur verð á smáauglýsingum eins og tveggja dálka og myndaauglýsingum hækkað verulega. Eins hefur þjón- ustan farið hríðversnandi og þess krafist í auknum mæli að fólk staðgreiði auglýsingar, allt er þetta gert í skjóli einokunar, en það er sú tegund af starfsemi sem DV hefur eitt mestu rými blaðsins í að gagnrýna hjá öðrum fyrir- tækjum. Sem dæmi um misnotkun á einokun er eftirfarandi: Fyrir samruna kostaði myndaauglýsing í Vísi það sama og venjuleg smá- auglýsing, einnig voru engin takmörk á orðafjölda, eftir sam- runa þá hækkaði DV verð á myndaauglýsingum um allt að helming, einnig setti DV hámark á orðafjölda í smá- og myndaaug- lýsingum þ.e. 30 orð mest, ef farið var upp fyrir 30 orð átti að greiða tvöfalt gjald, ef farið er yfir 30 orð í myndaauglýsingu, greiðist tvö- falt myndaauglýsingagjald + smá- auglýsingagjald sem hefði verið réttara. Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst hverjar afleið- ingar minnkandi samkeppni eru. Þess vegna hvet ég dagblaðið Tím- ann til að breyta yfir í síðdegis- blað og veita stærsta gagnrýnanda þjóðarinnar gegn einokun og spill- ingu sem af henni leiðir, þ.e. DV sem um leið er undirokað af einok- unarspillingunni sjálft, verðuga samkeppni. En því miður er sam- keppnin eini vörður almennings gegn óhóflegu verði á þjónustu og vöru. Með von um gott síðdegis- blað. G.Í.Á. 2857-0163.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.