Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 63 regla er að biðja lyftuvörðinn að draga örlítið úr hraða lyftunnar í fyrstu ferðunum eða þar til barnið hefur hlotið dálítið öryggi. t sum- um lyftum er hægt að hafa barn á milli fótanna á sér og láta það vefja handleggjunum um fæturna. Ef barnið er orðið það þjálfað að það fer eitt í lyftu, minnið það þá á að standa beint, með skíðin vel í sundur. Hafið ætíð hugfast þegar þið skíðið með barninu að þá er ekki skíðamennska aðalatriðið, eða framfarirnar, heldur stundin sem þið eigið með barninu. Skemmtið ykkur og stillið kröfunum í hóf og sníðið þær eftir aldri barnsins, getu þess, persónuleika og skap- gerð. Skiptið um skíðastað endrum og eins og leyfið barninu að ráða hvert á að fara og hvað skal gera og finnið upp skemmtilega leiki sem henta í snjó — látið öðrum leiknari skíðamönnum eftir flókn- ar leiðbeiningar. Fyrir alla muni fylgist með framförum og sparið ekki lof og hvatningarorð. Þau byggja upp sjálfstraust og stolt barnsins. Ekkert er dásamlegra — fyrir báða aðila. NIDUR BREKKUNA AF Steinunn Sæmundsdóttir, „Skíðadrottning íslands" í nokkur ár er hætt keppni fyrir fáeinum árum, en hún hefur þó að sjálfsögðu ekki snúið baki við skíðunum. Þessi mynd var tekin af Steinunni þegar hún var að leiðbeina ungum og efnilegum skíðamanni og ekki er að efa að hún hefur getað kennt honum ýmislegt nytsamlegt Skíðakennsla barna er vandasöm — menn verða að passa sig að vera ekki of kröfuharðir — og fyrir þá yngstu ætti að gera skíðaíþróttina að leik. Hér sést einn ungur í kennslustund. FULLU ORYGGI Höfundar Skíðabókar AB Jahn Riidiger og félagar eru allir þekktir og þaulvanir skíðamenn og skíðakennarar. Þeir leggja áherslu á hve skíðaíþróttin sé í rauninni auðveld - galdurinn sé að kunna réttar aðferðir. Og þær aðferðir lærum við af þessari bók. Hún lýsir glögglega hvernig skíðamaður skuli fara að við hvað eina allt frá því hann spennir á sig skíðin í fyrsta sinn og þar til hann er orðinn þátttakandi í Ólympiuleikum. Ingvar Einarsson þýddi Skíðabók AB. í henni er fjöldi skýringarmynda. Ljósmyndanámskeiðin vinsælu hefjast aftur mánudaginn 20. febrúar — Sími 85811 LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178-PO BOX 5211-125 REYKJAVIK GYLMIR ♦ G&H 6.11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.