Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Þe8sir tveir ungu skíðakennarar kenna í Skálafelli, en allar nánari upplýsingar um skíöaskólann þar er hægt að fá í skálanum. Kennararnir eru Viktor Urbancic (Lv.) og Eyjólfur Kristjánsson. Skíðakennslu er víða hægt að fá Fiest skíðasvæAin í nágrenni Reykjavíkur bjóda upp á skíða- kennslu jafnt fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Þeir sem hafa áhuga á að æfa fyrir keppni geta svo snúið sér til skíðadeilda félaganna í Reykjavík. Bláfjöll Á Bláfjallasvæðinu er hægt að fá skíðakennslu alla daga. Þar starfa tveir skíðakennarar sem eru með námskeið fyrir byrjendur og miðlungsgóða skíðamenn. Námskeiðin standa í tvo til þrjá tíma og kosta tvö hundruð krónur fyrir manninn. Þar er hægt að fá kennslu í undirstöðuatriðum, þannig að enginn þurfti nú að fara stefnulaust niður brekkurnar. Þá er í Bláfjöllum leiksvæði fyrir börn. * Armann Skíðadeild Ármanns er með tvær mjög fullkomnar skíðalyftur á svæði sínu í Bláfjöllum. Skíða- deild Ármanns bíður upp á skíða- kennslu til 15. mars. Kennt er á kvöldin og um helgar. Boðið er upp á einkatíma og svo sérstaka hóp- tíma. Þá eru sérstakir tímar fyrir börn. Hægt er að skrá sig í skíða- skóla Ármanns með því að hringja í síma 35959. Kennarar við skól- ann eru Hafliði Bárður Harðarson og Einar Úlfsson. Þá fer líka fram þjálfun keppenda hjá Ármanni, og sjá þeir Tómas Jónsson og Hans Kristjánsson um þá hlið mála. Allar upplýsingar er að fá í síma 77700. HVAÐ ER POLAR-RA Y? Polar-Ray er sólgler sem stangveiöi-, siglinga- og skíöafólk og allir sem gaman hafa af útiveru, hafa beöiö eftir. Polarized gler fáanlegt í mörgum litum, t.d. gráu, gulu, grænu, brúnu og bláu. Einnig sams konar gler, meö eða án styrkleika, sem dökkna í sól. Gleraugnamióstöóin Ausfurluæti 2on Laugavegi 5*Símar 20800*22702 Sími 14566 Tækninni fleygir stöðugt fram í skíðaíþróttinni sem öðru og hér má sjá nokkuð sem mörgum hefði eflaust þótt furðulegt fyrir nokkrum árum. Brunmaðurinn á myndinni er inni í sérstökum loftgöngum, þar sem ýmis atriði eru prófuð. Loftmótstaðan er t.d. prófuð, hvernig gallar séu heppilegastir með tilliti til hennar, því eins og kunnugt er munar aöeins sekúndubrotum á mönnum í keppni og því gott að hafa loftmótstöðuna sem minnsta. Skíðasvæðið { Hveradölum er eitt hið elsta á landinu og þar hefur margur maðurinn stigið sín fyrstu spor á skíðum. Nú er unnið að gagngerum endur- bótum á skíðaskálanum og í framtíðinni mun á svæðinu verða vélsleðaleiga. Það er ein af þeim nýjungum sem nú er í ráði að taka upp í Hveradölum. Á kyrrum kvöldum er fagurt um að litast þar efra, eins og sést á þessari fallegu mynd' MoWnblaðift/S„orri Snorrason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.