Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 T ið mark brunbrautarinnar í Kitz- biihel í Austurrfki hafði safnast mikill mannfjöldi saman til að fylgjast með keppni í heimsbikarkeppninni í bruni. Mann- fjöldinn var spenntur og algjör þögn ríkti þar til sást til eins keppandans, þá hóf fjöldinn að hrópa hvatningarorð sem smám saman urðu háværari. Þegar klukkan sýndi tíma skíðamannsins trylltist mannskapurinn gjörsamlega og það þurfti ekki að tilkynna það í hátalarakerfi staðar- ins að Franz Klammer hafði verið að vinna sinn 25. heimsbikarsigur. Mannfjöldinn ruddist yfir varnargirðingar sem jafnan eru umhverfis brautina, tóku Klammer á axlir sér og sungu ástralskt lag, en þar segir í textanum: „Sýndu þeim að þú getir það; við vitum að þú getur það.“ Brunkóngurinn ranz K latnmer Klammer er ákveðinn að verða við kröfum þeirra og ætlar sér að vinna brunið í Sarajevo þrátt fyrir að hann sé nú þrítugur og ætti því líklegast að stunda ein- hverja hættuminni íþrótt. Sigur á Ól-leikunum yrði til að full- komna þessa „afturkomu" hans í bruninu. Hann vann á Ól-leikun- um fyrir átta árum í Innsbruch með þvílíkri keyrslu að það fékk hárin til að rísa á áhorfendum. En þá gerðist eitthvað furðulegt. Klammer hrakaði stöðugt í bruninu og um tíma átti hann aðeins heima í brautum fyrir byrjendur. Hámark þessa hrörn- unartímabils var að hann komst ekki í ól-lið Austurríkis í Lake Placid. Enn þann dag í dag getur Klammer ekki útskýrt hvað olli þessum skyndilegu breytingum hjá honum: „Ég missti ekki áhugann á skíðum og ég var heldur ekki hræddur, þannig að það er ekki ástæðan. Ástæðan var sú að ég missti allt sjálfs- traust og án þess er ekki hægt að sigra. Það komu tímar þegar ég sætti mig við að koma á Vio sek. á eftir sigurvegaranum í mark, og það gengur bara alls ekki.“ Þrátt fyrir þessa skýringu Klammers eru margir sem hafa aðra skýringu sem þeir telja lík- legri. Þeir benda á að Klammer hafi tekið það mjög nærri sér þegar yngri bróðir hans, Klaus, sem einnig var góður brunmað- ur, lamaðist fyrir neðan mitti á skíðaæfingu árið 1977: f íþrótt sem krefst þess að menn hugsi ekki um líf sitt og limi kann slíkt ekki góðri lukku að stýra. Hverjar sem ástæður slæmra tíma hjá Klammer kunna að vera þá er það staðreynd að hann hefur náð sér upp úr þess- ari lægð og stefnir nú að sigri í Sarajevo. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði sigur þeirra Phil Mahre og Tamara McKinney verið aðalskíðasaga síðasta keppnistímabils, en það voru ekki venjulegar kringum- stæður því Franz Klammer kom mest á óvart og sigraði í bruni karla í heimsbikarnum en þá voru tíu ár frá því hann fór að láta að sér kveða í greininni. „Keisarinn", eins og hann er oft nefndur sigraði fyrst árið 1973 og síðan var sigurganga hans svo til óslitin fram til ársins 1977 og oftast voru yfirburðir hans mikl- ir og oft þannig að menn trúðu ekki að hægt væri að fara braut- ina á þeim tíma sem klukkur tímavarðanna gáfu upp. Hann setti ný hraðamet hvað eftir annað og færði brunið á „hærra stig“ þannig að nú fór fólk að flykkjast að til að horfa á þessa ofurhuga sem þeysast niður brekkurnar með um eða yfir 150 km hraða. Sem dæmi um velgengni Franz Klammer auglýsir skíði frá Blizzard. Klammers má nefna að keppn- istímabilið 1974—75 tók hann þátt í níu brunkeppnum og vann í átta þeirra, já öllum nema einni. Árið 1976 vann hann brunkeppnirnar í Kitzbúhl, Wengen, Morzine, Madonna og Aspen auk rúsínunnar í pylsu- endanum, Ól-meistari í Inns- bruck, en það segir hann að hafi verið erfiðast fyrir sig og þá að- allega andlega eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég varð að vinna þar“. Klammer heldur því fram að menn séu ekkert úr leik í skíða- íþróttinni þó þeir séu orðnir þrí- tugir. „Þetta fer mest eftir því hvernig færið er. Það er allt önn- ur keppni sem fram fer ef mikill klaki er á brautinni annars veg- ar og síðan ef nýfallinn snjór hylur brautina. Spurningin er hvort þú ræður við að meta að- stæður rétt og svo að sjálfsögðu hvort þú þolir spennuna sem fylgir öllum keppnum." Hann sagðist einnig hafa augastað á sigri í Sarajevo þó svo hann sé ekki ánægður með hina nýju brunbraut sem keppt verður í þar, eins og fleiri brunkappar. En lífið er ekki eintómur dans á rósum og ekki heldur fyrir fræga skíðamenn eins og Franz Klammer. Hann hefur átt sína slæmu daga, og reyndar slæmu ár, því eftir sigurgöngu hans sem rædd er hér að framan komu slæmu árin. Hann var settur út úr landsliði Austurrík- is og keppti ekki á ól-leikunum í Lake Placid árið 1980. En Klammer segist hafa lært mikið á þessum árum og segist vera mun sterkari fyrir bragðið. „Sá sem alltaf sigrar, tapar eigin- leikum sínum sem manneskja." Ljóst er að í kjölfar góðs geng- is að undanförnu í brunbrautun- um munu Austurríkismenn setja traust sitt á Klammer eina ferð- ina enn og ef til vill verður enn meiri þrýstingur á kappanum en þegar hann keppti á Öl-leikun- um 1976. „Það er allt í besta lagi. Ég næ oftast bestum árangri þegar mikið er um áhorfendur og mikið liggur við, þannig að ég kvíði því ekki að þurfa að standa mig fyrir hönd þjóðar minnar." Nýverið sigraði „gamla“ kempan í brunkeppni í Kitzbúhl, en það er í fyrsta sinn síðan árið 1978, og eftir þennan sigur hafa menn endurtakið umræðuna um hver sé mesti Alpaskíðamaður allra tíma. Klammer er vanur að vísa ummælum um að hann sé þar í fyrsta sæti á bug með orð- unum: „Nei, Ingemar Stenmark er sá besti. Enginn getur leikið eftir það sem hann hefur gert síðasta áratuginn." Það eru slík ummæli sem hafa átt stóran þátt í að gera Klammer einn af vinsælustu skíðamönnum heims og uppáhald allra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.