Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 41 Fimm efstu hestarnir ríöa heið- urshring á Evrópuvellinum. Myndin er tekin i einu hinna fjöl- mörgu móta sem haldin eru ár- lega í Austurríki. þykja þetta aö vísu meiri peningar þar sem laun og framfærslukostn- aöur eru almennt lægri. Fólk kemur til Semriach hvaö- anæva aö. Mest er þar þó af Aust- urríkismönnum og Þjóöverjum. En einnig má þarna sjá Svisslendinga, Itali og jafnvel einstaka íslending, — en þeir eru þó sem betur fer sjaldgæfir! Og alltaf fjölgar fólkinu og eftirspurnin vex. Hróöur hests- ins okkar berst víöa og varla er hægt aö hugsa sér betri landkynn- ingu. Enda komu mörg hundruö manns frá Miö-Evrópu gagngert á Landsmót íslenskra hestamanna á Vindheimamelum síöastliöiö sumar. Þeir komu ekki til þess aö skoöa Gullfoss og Geysi, né til þess aö kaupa ull. Þeir komu ein- göngu vegna besta fulltrúa okkar í Miö-Evrópu, íslenska hestsins. Umönnun íslenskra hesta er- lendis er nokkuö á annan veg fariö en hér heima. Þaö má segja aö hún sé meira í ætt viö umönnun gæludýra, þ.e., nánar er fylgst meö klárunum og meira tilstand verður ef eitthvaö bjátar á. Þetta er eöli- legt þegar hugsaö er um þá staö- reynd, hversu miklir peningar liggja í hestum þarna í Austurríki. Og ekki kvarta hestarnir. Ef þeir fá svo mikið sem skrámu er kvaddur til læknir og allt gert til þess aö flýta bata. Svo þeir sem selja hesta til útflutnings á islandi þurfa ekki aö hafa áhyggjur af meöferö nó umönnun, a.m.k. ekki ef hestarnir eiga aö fara til þeirra Johannes og Piet á greifasetrinu Ponyhof. Erlendis gætir þeirrar skoöunar nokkuö, aö sökum smæöar sinnar sé íslenski hesturinn ekki til stór- ræöanna. Er fólki sem á og ríöur íslenskum hestum erlendis jafnvel strítt á því aö ríöa svona „smáhest- um“, og þetta áhugamál, íslenski hesturinn, álitiö snobb. Afstaöa sem þessi er sem betur fer á und- anhaldi, enda berst hróöur hests- ins okkar víða. Margir hagsmunaaöilar hér heima hafa óttast þaö mest aö er- lendar þjóöir veröi sjálfum sér nægar hvaö varöar íslenska hest- inn, þ.e. aö folöld fædd erlendis anni eftirspurninni. En þess virðist langt að bíða. Á Ponyhof fæöast aö meðaltali 5—6 folöld á ári og er langt í frá aö þau anni eftirspurn- inni. í kringum 1970 fæddust reyndar 10—15 folöld árlega á greifasetrinu, en nú er meira vand- aö til kynblöndunar og því færri fæöingar. Þeir Johannes og Piet eru í fullu starfi sem reiökennarar viö skól- ann. Auk þess fá þeir svo aöstoö annarra reiökennara yfir háanna- tímann, sem er í júlí og ágúst og svo kemur Reynir, eins og áöur sagði, á haustin. Faöir þeirra, Dr. Franz Hoyos, kemur nú orðiö lítið nálægt reiö- skólanum. Hann er fráskilinn, og viröist nota „frelsið" til aö feröast og er því sjaldan heima viö. Reyndar er til skemmtileg saga um skilnaöinn, þ.e.a.s. hvernig hann vildi til, en hana sel ég samt ekki dýrari en ég keypti hana. Þannig var aö kona greifans var aldrei al- mennilega sátt viö íslensku hest- ana, né þá athygli er þeir fengu. Þó reyndi hún ööru hvoru aö vingast viö þá og þá helst meö sykurmola- gjöfum. Einu sinni sem oftar var hún aö gefa einum klárnum syk- urmola, þegar hann tók sig til og beit hana í kinnina. Enginn veit af hverju, en af varö töluvert sár. Konan sá aö viö svo búiö mátti ekki standa og setti manni sínum, greifanum, afarkosti. Hann yröi aö velja á milli sín og hestanna. Ef þeir færu ekki allir meö tölu, færi hún. /Etla mætti aö mörgum manninum vefðist hér tunga um tönn, en ekki Dr. Franz Hoyos greifa: „Góöa ferö mín kæra,“ voru lokaorö þessa hjónabands. En ég endurtek, þessi saga hefur fengiö mörg ár til þess aö tútna út og dafna og mun því aldrei verö seld mjög dýrt. Þó eru í henni sann- leikskorn sem íslenskar eiginkonur hafa fyrir löngu áttaö sig á. Nefni- lega aö mikið þurfi til aö koma, til aö slíta hinu sérstæöa sambandi manns og hests. texti ÓLAFUR GARÐARSSON „Hafi maöur ekki skýr og ákveö- in áform aö leiöarljósi,” viðurkenn- ir William Chase, „þá tekst manni ekki aö afla þess þekkingarforða, sem liggur til grundvallar fram- úrskarandi árangri.” Aö lokum veröur aö nefna þann greinilega mismun, sem fyrir hendi er hjá einstaklingum viö aö tileinka sér þekkingu, mismunur sem kann aö eiga rætur sínar aö rekja til náttúrunnar eöa þá til menntun- arskilyröa eöa jafnvel til hvors tveggja þessara atriöa; ekki er hægt aö segja, aö skýringar hafi fengist á þessum þætti. Þaö er sama, hve mikiö kapp er lagt á fræöandi tilsögn í aöferöum, sem miöa eiga aö markvissari notkun heilabúsins, þaö reynist samt aidr- ei unnt aö vinna bug á þessum eölislæga mismun milli manna. „Þaö tekur sumt fólk langan tíma aö nema eitthvaö, en aörir eru fljótir til,“ segir Jack Loch- head, „og viö vitum hreinlega ekki, hver fjandinn þaö eiginlega er, sem gerist hjá því fólki, sem er svona fljótt aö fatta hlutina." Þótt fræöimenn á sviöi vits- munasálfræöinnar eigi ennþá langan og torsóttan veg fyrir hönd- um áöur en þeim tekst aö upplýsa þá leyndardóma, sem liggja til grundvallar framúrskarandi árangri manna á einstökum sviö- um, þá verður samt sem áöur aö segjast, aö þeir hafa nú þegar náö anzi langt í þessum efnum. Arthur Benjamin, sem er aö kasta mæö- inni ofurlítiö eftir aö hafa leyst í huganum enn eitt reikningsdæmið meö sexstafa tölu í ööru veldi, kemst bezt aö oröi um þetta: Þeir Chase og starfsfólgar hans „eru aö sýna okkur fram á, aö heilinn er langtum öflugri en fólk álítur, aö heilabú manns, þetta áhald, sem á í erfiöleikum meö aö muna eitt símanúmer, svo lítiö um sig, aö þaö er hægt aö koma því fyrir í brauökörfu, getur þó lært aö muna talnaröö meö áttatíu stöfum. Sá hinn sami heili, sem segir manni, aö maður skuli bara rótta út hönd- ina eftir vasareiknitölvunni á borö- inu, þarf sennilega ekkert á slíku tæki aö halda í raun og veru, og til þess þarf maður ekki aö vera neinn Albert Einstein. Viö erum rétt í þann veginn að byrja aö nota þá andlegu afkastagetu, sem viö búum yfir. Mér finnst þaö vera reglulega spennandi.“ Slaufur hja Ninu Ricci Slaufur setja svip sinn á fatnaöinn frá Ninu Ricci eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Litlar eöa stórar, hvítar, svartar og doppóttar, bundnar í hár eöa festar á fatnaöinn sjálfan, allt virðist leyfilegt þegar slaufan er annarsvegar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.