Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 198? UmvefMl Prest Svndicale y, þú getur setiS þarna, þangafc til ég fi'nn gle-raugun, Sem þú fa\d\r fyr'.r mér! " Á símskeytið aö vera í viðhafnar- Fæ ég þá reykta síld hjá þér í dag? útgáfu? HOGNI HREKKVISI v EKTU AÐ FARA \ v & 1 -SSNi "SSA1ANMAHÁDESiS - VERfJ"?" „Heilaþvottahús** Sovétmanna: Hvers virði er frelsið? „Velvakandi. Þar sem ég sit fyrir framan rit- vélina mína, við skrifborðið mitt við gluggann í herberginu mínu, og horfi út í storminn og rigning- una yfir Sogamýrinni, hugsa ég hve gott ég eigi að vera íslending- ur og vera búsettur hér á íslandi. Ekki að ég sé svo mikill þjóðern- issinni, heldur er ég að hugsa um frelsið sem við búum við. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt að fólk í heiminum sem við byggjum búi við frelsi. Ég ætla mér þó ekki að fara að útskýra hvað frelsi er, það er allt of teygjanlegt hugtak. Pólitíkusar skilgreina frelsi, félagsfræðingar skilgreina frelsi og heimspekingar skilgreina frelsi og svo má lengi telja. Allir vilja frelsi til athafna og hugsana, frelsi í orði og verki. Ég held við getum öil verið sam- mála um það að sá maður, sem ekki má setja fram skoðanir sínar og hugsa og trúa á þann veg sem hann sjálfur vill, býr ekki við frelsi. Hér á landi ríkir sem betur fer svo mikið „frelsi" að ég mætti skrifa eða þvæla mikið um pólitik sem færi í algjöran bág við stefnu ríkisstjórnarinnar, án þess að vera settur inn í svartholið og hálfdrepinn. Hér fyrir framan mig hef ég all- nokkrar heimildir um ófrelsi til sjálfstæðs hugsunarháttar í Sov- étríkjunum. Eg minnist einnig myndbandsupptöku í fræðslu- formi fyrir almenning í ameríska bókasafninu sem ég sá þar fyrir skömmu um „heilaþvottahús" Sov- étmanna sem eru víðs vegar um öll Sovétríkin. Þessi spóla ber nafnið Soviet Mental Hospital, Soviet Use of Psychiatry og þar ræðir fréttamaðurinn hjá ABC News — Nightline, New York — Ted Koppel, við sovéska geðlækna sem eru í útlegð á Vesturlöndum og einnig við aðra Sovétmenn sem fengist hafa til Vesturlanda, eftir miklar fortölur og þrýsting á stjórnina 1 Kreml. L. Kleminov var sendur í átta ára fangelsi fyrir það eitt að berjast fyrir réttlæti. Ha, segir þú kannski, hvernig má það vera? Sálfræðineminn Vladimir Buk- ovsky (exile soviet dissident) var sendur ýmist á sjúkrahús eða fangelsi í 12 ár fyrir andsovéskan hugsunarhátt. Hann sagði í viðtali við Koppel að læknarnir á þessum sjúkrahúsum hafi ekki verið lækn- ar heldur KGB-menn, sem unnu að þvotti á því sem stjórnin kall- aði óhreinindi í höfðum þegnanna. Meðan Bukovsky var lokaður inni tók hann fram hve hræddur hann hefði verið við að sturlast, því hann hafði ekkert viðmið, vissi varla lengur hvað var rétt og hvað var rangt. Hann var gjörsamlega einn og enginn til hjálpar, aðeins menn sem unnu skipulega að því að brjóta hann niður andlega og Enn um Njálu Magnús Jósefsson skrifar: Ég hlusta yfirleitt á þáttinn „Nýjustu fréttir af Njálu" í út- varpinu. Alveg er ég gáttaður á þessu málskrafi sem þar fer fram — þetta er bara rabb um Njálu, meira að segja endurtekið. En þurfa kennarar ekki að fylgjast með nýjungum Njálu? Ég fyrir mitt leyti hefi aldrei lesið neitt sem kemst í hálfkvisti G.A. skrifar: „Núna þegar Listahátíð er í nánd eru margir að spá í það hvaða hljómsveit eigi að koma hingað á hátíðina. Ég og margir aðrir sem ég þekki viljum fá Dire Straits, en allar þessar stelpur virðast vilja fá Duran Duran. Staðreyndin er sú að Dire Straits er miklu betri hljómsveit, stelpur — og alveg tvimælalaust miklu betri sviðshljómsveit en Duran við rit Einars Pálssonar „Rætur íslenzkrar menningar". Þar er hafsjór af nýjustu upplýsingum um Njálu. Þetta ritsafn er að mín- um dómi mesta ísienzka bók- menntaafrekið á þessari öld. Og skrítið finnst mér að það skuli ekki vera minnst á rit Einars í þessum þáttum. Duran. Þótt sum lög með Duran Duran séu að vísu góð, eru lög Dire Straits miklu betri. Svo má telja víst að Duran Duran yrði dýrari og þyrfti að fá mjög marga áheyrendur, þannig að endar myndu varla ná saman. Það myndi frekar borga sig að fá Dire Straits — sem sagt Dire Straits á Listahátíð í staðinn fyrir Duran Duran. Þessir hringdu . . . Óstundvísi í sjónvarpsdagskrá Jóhanna Björnsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — „Ég get ekki orða bundist yfir óstund- vísi þeirri sem tíðkast hjá íslenska sjónvarpinu — það er hreinlega ekkert að marka dagskrána hvað varðar tímasetningu einstakra þátta. T.d. núna á sunnudaginn var byrjaði myndin „Úr árbókum Barchester-bæjar" tuttugu mínút- um síðar en auglýst hafði verið. Þetta var ekkert einsdæmi og venjuiega má reikna með svona 10 mínútum, og þá er ég ekki að tala um tafir sökum bilana sem eru skiljanlegar. Svo virðist stundum að stjórnendur einstakra þátta ráði því alveg hversu þættirnir eru langir — sérstaklega fara íþróttaþættirnir oft fram yfir auglýstan tíma.“ Dire Straits á Listahátíð í staðinn fyrir Duran Duran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.