Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 55 koma í veg fyrir að hann gæti hugsað sjálfstætt. Það eru margar hættur sem steðja að þeim sem leyfa sér að andmæla stjórninni. Það er m.a. útlegð til Síberíu, þú færð hvergi vinnu, þú ert sendur í þrælkun- arbúðir, og þér er útskúfað og þú ert andlega ofsóttur á götum úti (Peter Reddaway Soviet special- ist). Marina Voikhanskaya geðlækn- ir frá Sovétríkjunum sagði að þeir „sjúklingar" sem hún hefði litið á hefðu allir verið andlega heil- brigðir, enginn geðsjúkur. Hún tók einnig fram að þeir hefðu ekki verið hættulegir samfélaginu eða sjálfum sér, en stjórnvöld teldi þá hættulega stefnu sinni. í þessum þætti kom fram að þúsundir manna væru nú í haldi sökum þessa víðs vegar um Sov- étríkin. Flestir eru þeir úrskurð- aðir geðklofar og alvarlega geð- sjúkir, og þar sem brjálæðingar í Sovétríkjunum eru ekki leiddir fyrir dóm, hverfa þeir oft spor- laust og eru settir í endurhæfingu þar sem reynt er að fá þá til þess að hugsa „rétt“. Og það eru ekki bara menn sem hafa aðrar póli- tískar skoðanir en hin viður- kennda stefna í landinu heldur líða kristnir menn ofsóknir fyrir trú sína. Algengt er að fólk fái þetta 2—3 ár í þrælkunarbúðum eða á geðveikrahælum fyrir guðs- trú sína í hvert skipti, sem það er dæmt, en tíu ár er heldur ekkert einsdæmi. Þegar ég því sit hér við skrif- borðið mitt og set saman þessa grein, meðan rigningin lemur á gluggann minn, er mér hugsað til þessara manna sem þurfa að líða allar þær hörmungar sem gerast innan veggja „þvottahúsanna" í Sovétríkjunum. Þá held ég að þú, lesandi minn, getir tekið undir með mér er ég segi að það sé ekki sem verst að búa á íslandi. Þó ég sé nokkrum sinnum búinn að reka rassinn framan í mér „æðri“ stétt- ir og bölvað yfir óréttlætinu hvað varðar arðrán verkalýðsins, þá sit ég enn frjáls minna ferða, en lægi og væri steindauður ef fæðst hefði ég í Sovét." Einar Ingvi Magnússon íslenskt dýrafóður fram- leitt og möguleikar á út- flutningi í athugun Velvakandi góður. Ég sá í dálkunum þínum um daginn skrif um hundafóður. Datt mér þá í hug, sem hundavinur, að vekja athygli þína á því að hér- lendis er framleitt hundafóður og mun það hafa komið á markaðinn í haust er leið. Er hér um að ræða kurlaðan mat, sem má gefa hund- unum með daglegum matar- skammti þeirra. Þetta eru kurlað- ir þorskhausar. Er þetta góður matur, fitusnauður en stútfullur af próteini og steinefnum. Maður- inn, sem framleiðir þennan hundamat, er Guðlaugur Aðal- steinsson og býr hér í Reykjavík. Mun hann hafa gert tilraunir með þennan mat áður en hann setti hann á markaðinn hér í um tvö ár. Þessi hundamatur er í plastpok- um, rúmlega 700 grömm í hverjum poka og heitir „Islenskt dýrafóð- ur“ en mynd er af hundi utaná. Ég tel þetta mjög góðan mat fyrir hundana. Hefur mér verið sagt að Guðlaugur sé að athuga mögu- leika á því að flytja þessa fram- leiðslu sína út. Hún fæst í ýmsum verslunum hér í bænum a.m.k. Hundavinur Hver orti vísuna? Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — „Mig langar til að spyrjast fyrir um höfund þessarar vísu og eins hvort erindin eru fleiri. Lagið við hana veit ég að er eftir fsólf Pálsson og man ég að móðir mín söng hana oft. Vísan er svona: Ég stóð um nótt við stjórn á veltufleyi er stjörnur lýstu svala vetrar dröfn, og var að hugsa um þessa víðu vegi, sem vekja sár en sýna hvergi höfn.“ Athugasemd forstöðukonu við bréf Jónatans Erla Gestsdóttir forstöðukona á barnaheimilinu Smáralundi i Hafnarfirði hringi og óskaði eft- ir að birt yrði eftirfarandi athugasemd við bréf Jonatans Jónatanssonar sem birtist í dálkum Velvakanda hinn 7. febrúar: — Mig langar til að það komi fram vegna skrifa Jónat- ans Jónatanssonar að hann hafði fengið vinnu hér á barnaheimil- inu sjálfur er hann skrifaði bréf- ið, en hann virðist ekki sjá ástæðu til að geta þess. Kona hans sótti einnig um vinnu hér við ræstingar en fékk ekki af ástæðum sem þeim hefur verið gerð grein fyrir. Þá er rétt að fram komi, að það er ekki ég sem ræð í þessar stöður heldur bæj- aryfirvöld. Hvað eru jöfnun- arhlutabréf? Anna hringdi og bar fram þessa fyrirspurn: — „Hvað eru jöfnun- arhlutabréf? Ég sé það í Lögbirt- ingi að mörg fyrirtæki gefa núna út jöfnunarhlutabréf — eru þau skattlítil eða skattfrjáls? í leiðinni langar mig til að minnast á annað. Mér finnst það vera að taka úr annarri hendinni og setja í hina ef fullvinnandi fólk á að fá launabætur úr tryggingun- um eins og nú er í ráði. Er þetta ekki eitthvað einkennileg ráðstöf- un?“ Frábær uppfærsla Þjóðleikhússins á Tyrkja-Guddu Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Við hjónin sáum nýverið upp- færslu á leikriti Dr. Jakobs Jóns- sonar, Tyrkja-Guddu, í Þjóðleik- húsinu. Vorum við sammála um að af þeirri leikhúsferð hefðum við ekki viljað missa — fór þar allt saman: hádramatískt efni, frábær leikur og stórkostleg uppfærsla." Athugasemd vegna pistils um Þórunni á Grund LESBÓK Morgunblaðsins gerir eftir- farandi athugasemd við pistil Guð- bjargar Jónsdóttur „Um stólinn Þór- unnar á Grund — og smíðar Þor- steins“: „llmrædd grein er byggð á bókinni „100 ár í þjóðminjasafni" eftir Kristján Eldjárn sem hlýtur að teljast traust heimild. Greinarhöfundur fer þannig ekki eftir því sem hann minnir að hann hafi lesið einhvers staðar eða heldur að hann hali lesið einhvern tíma.“ Þá hafði Egill Sigurðsson sam- band út af vísunni og fullyrðir hann að önnur hendingin sé: „á þeim staðnum fríða" en ekki „á þeim garði fríða". Egill segist hafa lært þessa vísu fyrir 70 árum og telur að hún sé eftir Þórunni sjálfa. Þá telur Egill að þessi vísa sé einhver fyrsta fer- skeytla sem vitað er um hér á landi. Verðbólgan er á undanhaldi - í Vörumarkaðinum - í grjónagrautinn River hrísgrjón — hvít og brún 19.50 pk. Rúsínur „Sun Maid“ 500 gr. 69.00 kr. Rúsínur „Sun Maid“ 250 gr. 38.40 kr. Dilkakjöts-útsala 2. flokkur Leyft verö 110.65 kr./kg. Okkar verö 99.60 kr./kg. Nautahakk 5 kg pakkning 150 kr./kg. Nýgrilladir kjúklingar — allan daginn — Hrásalat sem kitlar bragölaukana svo um munar Grískar appelsínur aöeins 25 kr./kg. Pillsbury’s Best hveiti 5 Ibs. á aöeins 47.50 pr./pk. -íSB Helgarr®ttur'nn Bacon-L bu« \ aðeins 19 kr./stk. Kynningar: Spánskar „Fuenmora“ appelsínur Álegg eins og þaö verður best. Athugiö verslunartíma á laugardögum: Ármúla 1A kl. 10—14 Eiöistorgi II kl. 10-16 Opiö til kl. 21:00 í kvöld visa Vörumarkaðurinnhf. Meira fyrir minna ÁRMÚLA 1a EÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.