Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 11

Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 11
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 43 Forsetaheimsókninni og er þaö aukasýning. Hart í bak, leikrit Jök- uls Jakobssonar, veröur sýnt á sunnudagskvöld. Sýningar eru nú orðnar yfir 40 talsins og fer þeim fækkandi. Tröllaleikir Leikbrúöuland sýnir Tröllaleiki í lönó kl. 15.00 á sunnudag. Trölla- leikir samanstanda af einþáttung- unum Ástarsögu úr fjöllunum, Draumlynda risanum, Egginu og Búkollu. Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steff- ensen geröu leikmynd og brúöur, sem þær stjórna ásamt Þórhalli Sigurössyni, leikstjóra sýningar- innar. TÓNLIST Fríkirkjan: Bel-Canto-kórinn Kórtónleikar veröa í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn kl. 17.00. Syngur þar Bel-Canto-kór- inn í Garöabæ undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. Organleik- ari er Gústaf Jóhannesson. Á efnisskrá tónleikanna, sem haldnir eru til styrktar orgelsjóöi kirkjunnar, er m.a. madrígalar frá ýmsum löndum, íslensk tónlist og negrasálmar. Grindavík: Gítartónleikar Símon H. ivarsson, gítarleikari, heldur tónleika í Grindarvíkurkirkju á sunnudag kl. 17.15. Á efnis- skránni, sem er tvíþætt, eru spænsk klassísk verk, m.a. eftir Albeniz, Turina, Tarrega og fleiri, auk flamenco-tónlistar. Símon hefur stundaö nám í klassískum gítarleik hjá Gunnari H. Jónssyni viö Tónskóla Sigursveins og síöar viö Tónlistarskólann í Vín. Hann hefur einnig sótt námskeiö í flamenco-tónlist hjá prófessor A. Batista á Spáni. Norræna húsiö: Tónleikar Peter Kowald Bassaleikarinn Peter Kowald heldur tónleika t Norræna húsinu í kvöld og hefjast þeir kl. 21.00. Kowald hefur áöur leikiö hérlendis, en hann kom hingað fyrir fjórum árum. Kowald, sem er vestur-þýskur, hefur á tuttugu ára ferli sínum leik- iö m.a. meö Evan Parker, Albert Mangelsdroff, Carla Bley og fleir- um, en síöustu tvö árin hefur hann leikiö meö hljómsveitinni Jazz Doctors. Einnig hefur hann leikiö inn á hljómplötur, bæöi undir eigin nafni og meö öörum. Hljómplötuútgáfan Grammiö stendur aö þessum tónleikum. Hringur Jóhannesson, listmálari. Kjarvalsstaöir og Asmundarsalur: Málverk Hrings Jóhannessonar Listmálarinn Hringur Jóhann- esson opnar á morgun, laugar- dag, sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstööum og i Ásmundar- sal. Á báöum stööum veröa sýnd verk sem Hringur hefur málaö á undanförnum þremur árum, eöa frá því að hann hélt síöast sýn- ingu. Á Kjarvalsstaöasýningunni, sem veröur opnuö kl. 14, eru rúmlega hundraö myndir, olíu- málverk, teikningar og litkritar- myndir. I Ásmundarsal sýnir Hringur síöan 38 olíupastelmynd- ir. Sýninguna í Ásmundarsal opnar Hringur kl. 15 á morgun. Sýningarnar veröa opnar frá kl. 14 til 22 og standa þær til 11. mars. 2 Gcxkin daginn! Stjúpsystur í Naustinu Söngtríóiö Stjúpsystur kemur fram á skemmtikvöldum í veitinga- húsinu Naustinu í kvöld, föstu- dagskvöld, og á sunnudagskvöld. Stjúpsystur skipa leikkonurnar Saga Jónsdóttir, Guörún Alfreðs- dóttir og Guörún Þóröardóttir. Djamm-sessjón Jassklúbbsins Jassklúbbur Reykjavíkur heldur djamm-sessjón númer tvö í Kvos- inni, veitingastaönum í húsi Nýja bíós, á sunnudag kl. 15.00. í Kvosinni koma fram tvær hljómsveitir skipaöar nemendum í jassdeild Tónlistarskóla Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. Einnig kemur fram á sessjóninni TON- EKA, söngsextett sem syngur viö undirleik Carls Möller, Árna Scheving og Alfreös Alfreössonar. Þá kemur einnig fram „sveíflu- sveit" undir stjórn Guðmundar R. Einarssonar, skipuö honum, Gunn- ari Egilssyni, Arna Elvari og Jóni Sigurössyni. Stúdentaleikhúsiö: Söngdagskrá Bertold Brecht Breyttu heiminum, þaö þarf hann. Svo nefnist tónlistarkvöld sem haldiö veröur í Stúdentaleik- húsinu á laugardag kl. 20.30. Veröa þar fluttir söngvar úr leik- ritum Bertold Brecht, flutt Ijóö eftir hann, bæöi lesin og sungin viö tónlist eftir Eisler, Paul Dess- au, Kurt Weill og fleiri. Dagskrána tóku þau Margrét Pálmadóttir og Hafliði Arngríms- son saman, en flytjendur eru sex, Ástrtöur Helga Ingólfsdóttir, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Guðlaug- ur Viktorsson, Kristján Viggós- son, Margrét Pálmadóttir og Sig- ríður Eyþórsdóttir. Auk þeirra er sjö manna hljómsveit og skipa hana þeir Bjarni Jónatansson, pí- anó, Joseph Fung, gítar og banjó, Jón Björgvinsson, slag- verk, Knútur Birgisson, klarinett, Richard Korn, kontrabassi, Rún- ar Vilbergsson, fagott og Sigríð- ur Eyþórsdóttir, flauta. Nokkur Ijóö Brecht hafa sér- staklega veriö þýdd til flutnings í dagskránni og margir söngvanna ekki heyrst áöur hérlendis. Dagskráin er í Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. Oryggi í stað áhættu! Hafið þið áttað ykkur á því að í mörgum tilfellum er hagkvæmara að kaupa góðan notaðan MAZDA bö hjá okkur heldur en nýjan bíl af ódýrari gerðum? Nú höfum við til sölu sérlega gott úrval af notuðum MAZDA bílum í sýningarsal okkar, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. Góðir greiðsluskilmálar. MAZDA eigendur athugið: Okkur bráðvantar allar árgerðir af MAZDA 323 á sölulista. 1 i f BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 4 m jm JBt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.