Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 15

Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 47 segir Jóhannes Helgi, sem telur daga bókarinnar á enda, og hefur reynt að gefa út bókmenntaverk á snældum Eru dagar bókarinnar brátt taldir? Erum viö íslend- ingar sem höfum löngum taliö okkur meö mestu bók- menntaþjóöum heims svo til hættir aö taka okkur bók í hönd en þess i staö farnir aö sitja löng- um stundum fyrir framan sjón- varp og myndbandatæki? „Ég er mjög uggandi um fram- tíö bókarinnar," sagöi Jóhannes Helgi er við hittum hann aö máli. „Ég held aö þáttaskilin hafi einmitt oröiö núna um síöustu áramót. Á síöustu tveim árum hefur oröiö 50% samdráttur í bóksölu og ber þar margt til. Elsta kynslóöin sem bar uþpi bókmenninguna er ýmist látin eöa komin inn á elliheimili og kaupir þar af leiöandi ekki bækur lengur. Miöaldra fólk kaupir einnig lítiö af bókum því viö- kvæöiö hjá því er gjarnan „þaö eru allar hillur orönar fullar hjá mér, ég hef ekki áhuga á aö eign- ast fleiri bækur, börnin mín sýna þeim engan áhuga og hver á aö taka viö þessu eftir minn dag?“ Unga fólkiö er fariö aö horfa á sjónvarp og myndbönd öllum stundum og þar aö auki eru helg- arblöð dagblaöanna farin aö veröa æ læsilegri og jafngilda aö blaösíöufjölda um þaö bil tveim bókum á viku.“ Jóhannes Helgi gaf fyrir jólin út tvær snældur meö bók- menntaverkum. „Mig langaöi til aö prófa hvort markaðurinn tæki viö bókmenntaverkum af snæld- um. Þaö eru t.d. komin kassett- utæki í flesta bíla og hægt aö gera ýmislegt annaö meðan hlustaö er, aka bil eöa vinna ein- hverja handavinnu heima fyrir svo eitthvað sé nefnt.“ — Hvaöa verk voru þaö sem komu út á snældum? „Spámaöurinn eftir Kahlil Gibran, einhver áhrifamestu mannræktarljóö samtímans. Snældan er 90 mínútna löng og undir Ijóöunum er spiluö 6. sin- fónía Beethovens. Ljóöin eru ís- lenskuð af Gunnari Dal, en Kahlil Gibran var fæddur 1883, borinn og barnfæddur í Líbanon, land- inu sem löngum hefur veriö kall- aö land spámannanna. Þessi Ijóöaflokkur er ávöxtur hugljóm- unar á Libanonsfjalli. Kahlil Gibr- an varöi mörgum árum í aö fága Ijóöin, og þau eru talin hátindur verka hans. Ljóöin hafa um lang- an aldur veriö fólki um víöa ver- öld uppspretta hugsvölunar og mannskilnings. Þessi Ijóö hafa hjálpaö fólki til aö minnka lyfja- neyslu, þaö er gott aö hlusta á Ijóöin í staöinn fyrir aö taka magnyl og valíum! Höfundurinn er líka skemmtileg blanda af krlstnum manni og heiöingja og sameinar þaö besta frá báöum. Á hinni snældunni sem ég gaf út nú fyrir jólin eru Suöurnesja- Ijóö og lög eftir Kristin Rey, en hann hefur sem kunnugt er gefiö út fjölda Ijóðabóka og samiö Jóhannes Helgi mörg lög. Kristinn var um 20 ára skeiö bóksali í Keflavík og lagöi þá mjög mikiö af mörkum til menningarlífs þar, samdi gam- anbragi sem sungnir voru og var mjög eftirsóttur upþlesari og driffjööur í fjölda félaga þar suö- ur frá. Á snældunni eru Ijóö og lög á víxl og gamanbragir sungn- ir af Árna Tryggvasyni og Jóni Sigurbjörnssyni og kveönar rím- ur. Kristinn yrkir þarna um gamla barnaskólann sinn, sjósókn og sjóslys og mælir í oröastaö afa síns sem missti þrjá syni í sjó sama daginn. Þaö er einstætt Ijóö í einfaldleik sínum. Á snældunni eru líka gam- anbragir þar sem ýmsir nafn- kunnir Keflvikingar frá gamalli tíö koma viö sögu. Þaö eru átta listamenn sem flytja efniö, þar á meöal höfundurinn sjálfur, en Jónína Jónsdóttir les flest Ijóöin ásamt höfundi. i fyrra gaf ég svo út snældu meö Bessa Bjarnasyni, ég lagöi til skopsögurnar sem voru teknar úr bókinni 211 gamanmál sem út kom í hitteöfyrra og Bessi lagði til flutninginn og nafn sitt og þetta gekk bara mjög vel." — Ætlaröu aö halda þessari útgáfu áfram? „Nei, ég er hættur. Þaö er erf- itt fyrir lítil útgáfufyrirtæki að standa undir sér, sérstaklega þegar samdrátturinn er svona mikill. Ég stofnaöi útgáfufyrir- tækiö Arnartak fyrir tveim árum, og hef gefiö út nokkrar bækur fyrir utan snældurnar, en þjóöin er aö breytast og breytist svo ört aö upplag bóka á síöustu tveim árum hefur t.d. minnkaö um helming. Meö þessari þróun spái ég því aö minni forlög detti upp fyrir og bókaklúbbar veröi nær þeir einu sem lifa þetta af. Bókin veröur auövitaö til áfram, en kemur til meö aö gegna allt ööru og veigaminna hlutverki en hún gegndi áöur. Og þeir rithöfundar sem koma fram á sjónarsviðiö veröa allt annars konar rithöf- undar en t.d. rithöfundar af minni kynslóð. Ef ég væri ungur maöur í dag dytti mér ekki í hug aö skrifa bók, ég myndi leggja fyrir mig kvikmyndagerö eöa myndbanda- gerö. Myndmáliö er alþjóöamál eins og t.d. málverkiö. Myndbönd og kvikmyndir geta þó aldrei komiö í staöinn fyrir hiö ritaða orö, og óg held aö bókin sé hollari til aö rækta upp sköp- unargáfu og ímyndunarafl en kvikmyndir og snældur. En þjóö sem missir tungu sina er oröin allt önnur þjóö en hún var. Sjálf- ur hef ég alltaf tekiö bókina fram yfir fjölmiöla, útvarp og sjónvarp hafi ég átt valið. En þaö viröist kreppa aö bók- inni víðar en á islandi, þaö sama viröist vera aö gerast um heim allan, enda er víöa gengið svo langt aö láta höfunda borga* tryggingu fyrir bækur sínar hjá útgefendum ef þær seljast ekki. Þetta gerist t.d. í Bretlandi, en þar er þó 4.000 sinnum stærri markaður en hér á landi. Þaö er því auðvelt aö sjá aö íslensk bókaútgáfa má ekki viö miklum samdrætti.“ Morgunblaðið/ Friðþjófur „Þjóð sem missir tungu sína er orðin allt önnur þjóð en hún var“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.