Morgunblaðið - 24.02.1984, Page 17

Morgunblaðið - 24.02.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 49 U lk í fréttum Djarfar auglýsingar + Bandaríkjamenn kalla ekki allt ömmu sína í auglýsingamennskunni en nú hafa þó orðið þar nokkur kaflaskipti í þessari grein. I fyrsta sinn í sögunni hefur kona berháttað sig í bandarískri sjónvarps- auglýsingu og sú, sem það gerði, heitir Deborah Diehl, 25 ára gömul Shakespeare-leikkona, sem er atvinnulaus. Það var fyrirtaeki, sem framleiðir undirfatnað fyrir konur, sem lét gera auglýsinguna og kostaði hún um 1,2 milljónir króna. Deborah tíndi af sér spjarirnar eina af annarri og lét þess alltaf getið hvað hver um sig kostaði, byrjaði á brjóstahaldaranum og endaði á nærbuxunum. Sjálf fékk hún 90.000 ísl. kr. í sinn hlut og fannst henni það auðunninn peningur. + Barbra Streisand nær ekki upp í nefið á sér fyrir bræði þessa dag- ana. Myndin hennar, „Yentl", sem hún hefur skrifað handrit að, leik- stýrir og leikur aðalhlutverkið í, hefur ekki verið tilnefnd til einna einustu óskarsverðaluna. Gagn- rýnandinn Greg Kilday í Holly- wood er á sama máli og Barbra og segir, að skammarlega sé farið með hana. „Og það er vegna þess, að flestir karlmenn þola ekki, að Vona geti gert það sama og þeir.“ COSPER Robert lofar nú bót og betrun Robert Kennedy Jr. yfirgefur réttar- salinn ásamt konu sinni, Emily Black Kennedy. + Robert Kennedy Jr. var bæði fölur og fár þegar hann kom fyrir rétt í Rapid City í Suður-Dakota sakaður um að hafa verið með heróín í fórum sínum. „Ég veit, að ég hef brotið af mér. Ég hef verið mjög háður eiturlyfj- um í mörg ár en þó ekki gerst lögbrjótur fyrr en nú,“ sagði Kennedy fyrir réttinum. Með Kennedy var kona hans, Emily Black, sem verið héfur manni sínum mikil stoð og stytta en hún er fasteignasali og meðeig- andi í stóru fyrirtæki. Joseph, bróðir Roberts, var einnig við rétt- arhöldin. „Ég er svo lánsamur að eiga góða og stóra fjölskyldu, sem vill allt fyrir mig gera. Ég hef verið í meðhöndlun og tel mig læknaðan," sagði Robert. „Ef ég verð dæmdur í fangelsi þá veit ég að fjölskyida mín mun styðja mig.“ — Svo vil ég fá hana pakkaða inn í gjafaöskju. + Kvikmyndaleikkonan Nastassia Kinski hefur nú farið í mál við þýska vikublaðið „Bunte“ og krefst þess, að það borgi sér um tíu milljónir ísl. kr. í skaðabætur. Blaðið hefur verið með alls kyns getgátur um líklegan föður að barni Nastassia, sem er ófrísk, og jafnvel látið að því liggja, að hún sé ekki alveg með það á hreinu sjálf. Byggingavörur FYRIR FOKHELT EINANGRUNARPLAST: Allar mögulegar þykktir fáanlegar t.d.: 1" fm.kr....................... 2" fm. kr...................... 3" fm. kr...................... 10% magnafsláttur 79 137 205.40 MILLIVEGGJAPLÖTUR UR VIKRI 5x50x50 cm fm/kr 216 7x50x50 cm fm/kr 228 9x40x40 cm fm/kr 300 9x20x40 cm fm/kr 264 ÚTVEGGJASTEINN ÚR RAUÐAMÖL 20x20x40 (10 kg) . fmf/kr 780 20x20x40 (16 kg) . fm/kr 840 SUPPERFOSS—GLERULL 2“ glerull........... fm/kr 57.50 3“ glerull........... fm/kr 86.20 4“ glerull........... fm/kr 115.00 GLERULL M/ÁLPAPPÍR 3,5“ 58,4x21,5 cm ...... fm/kr 150 6,25“ 58,4x11,95 ....... fm/kr 195 RAKAÞOLNAR SPÓNA- PLÖTUR 12 mm .........124x250 4 28,75 18 mm .........123x275 647 ELDÞOLNAR SPÓNAR- PLÖTUR 10 mm..........120x260 6 1 7.50 12 mm .........120x260 717 15 mm .........120x260 9 33.50 MÓTAPLÖTUR 18 mm ........... 120x270 828 18 mm ........... 120x300 952 OFNAR OG PIPULAGN- INGAREFNI Komið með teikningar og við gerum verðtilbod. MALNINGARTILBOÐ 5% afsláttur af kaupum yfir .............. 1.500 kr 10% afsláttur af kaupum yfir .............. 2.200 kr 15% afsláttur af kaupum yfir .............. 3.600 kr 20% afsláttur af heilum tunnum heim keyrðum. JL-GREIÐSLUKJÖR Ótrulega hagstæð JL-GREIÐSLUKJÖR. Allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar lánaðar til allt að 6 mánaða. Við bjóðum hús- byggjendum sérstaka viðskiptareikninga, þar sem mánaðarúttektin hverju sinni er gerð upp með skuldabréfi. I BYCCINCAVÖRUR) HRINGBRAUT 120 Simar Timburdeild 28-604 Byggingavorur 28 600 Malnmgarvorur og verklæn 28 605 Goltteppadeild 28 603 Flisar og hremlætistæki 23-430

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.