Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Móðurmál er líka mál — eftir Ragnheiði Briem Ævar Kvaran leikari og Guð- mundur Magnússon blaðamaður hafa hrundið af stað athyglisverð- um skrifum um móðurmáls- kennslu á síðum Morgunblaðsins í vetur. Guðmundur fjallaði um þágufallssýkina margfrægu í október sl., en Ævar hefur enn tekið upp baráttu sína fyrir bætt- um framburði og markvissari framburðar- og lestrarkennslu í skólum landsins. Eins og flestir vita víst orðið, hefur Ævar sínar skoðanir á því, hvaða framburður móðurmálsins sé fegurstur, en ekki ætla ég að ræða þá hlið máls- ins, enda linmæltur Reykvíkingur að uppruna. Hins vegar langar mig að gera að umtalsefni annað veigamikið atriði úr greinum Ævars, vegna þess að það tengist málfræði- kennslu, sem er mér hugleikið efni. Ævar Kvaran vitnar gjarna til vísindastarfa dr. Björns Guð- finnssonar og baráttu hans gegn flámæli, sem lauk með ótvíræðum sigri, eins og menn vita. í fram- haldi af þessu krefst Ævar þess af íslenzkukennurum Háskóla fs- lands, að þeir starfi í anda Bjöms Guðfinnssonar og efli þann fram- burð íslenzkrar tungu, sem Ævar telur fegurstan og beztan. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Kristján Árnason lektor og Höskuldur Þráinsson prófessor hafa báðir lýst því, hvert sé hlut- verk málfræðinga. T.d. segir Höskuldur: „Hlutverk málfræð- inga sem fræðimanna er ... ekki að segja mönnum hvernig þeir eigi að tala heldur að kanna eðli tungumála og það hvernig menn tala í raun og veru.“ (Setninga- fræði, bls. 1.) Kristján Árnason tekur í sama streng ( bók sinni íslensk málfræði — fyrri hluti, eins og áður hefur komið fram, og Halldór Halldórsson prófessor lík- ir málfræði við þjóðfélagsfræði í bókinni íslenzk málrækt, bls. 25: „Þjóðfélagsfræðin fjallar til dæm- is ekki um það, hvernig þjóðfélag- ið eigi að vera. Hlutverk hennar er í nútíð og fortíð, en ekki í framtíð. Hún getur í hæsta lagi bent á, hvert stefnir, en ekki hvert eigi að stefna, hvernig hlutirnir eru, en ekki hvernig þeir eigi að vera ... Þannig er því einnig háttað um málfræðina." Ég hygg, að enginn geti sakað þá Höskuld og Kristján um, að þeir sinni ekki störfum við háskól- ann, eins og þeim ber, og í þeim anda, sem lýst er hér að ofan. Þá er varla við þá að sakast, þótt svo hafi viljað til, að dr. Björn Guð- finnsson var ekki einungis vís- indamaður, heldur veigraði hann sér ekki við að hafa mótandi áhrif á þróun móðurmálsins. Það ætti því að vera ljóst, að Ævar Kvaran verður að leita á önnur mið en til íslenzkukennara háskólans til að sækja sér liðsauka í baráttunni fyrir bættum framburði. Ástæðan fyrir þessum formála er sú, að framburðarbarátta Ævars Kvarans er ekki annað en angi af þeim stóra meiði, sem menn hafa kallað málhreinsun, málrækt, málvöndun eða annað í þeim dúr. Ég hélt því fram í grein í Mbl. 30. okt. sl., að nota mætti aðferðir úr kennslufræði erlendra tungumála til að kveða niður þágufallssýki og reyndar hvers kyns annan mál„ósóma“, eins og ég kallaði það víst. Ég leyfi mér því að taka til mín a.m.k. hluta af ummælum Hös- kuldar Þráinssonar prófessors í Lesbók Morgunblaðsins þann 11. þ.m., þar sem hann segir: „Fram til þessa hafa menn lítið hugsað um það hvernig á að kenna ís- lenskt mál, hvað felst í móður- málskennslu. Menn hafa því ýms- ar ranghugmyndir um þetta. Ég held t.d., að það sé mikill misskiln- ingur, sem er mjög útbreiddur, að íslensku eigi að kenna í skólum á sama hátt og erlent mál. Sumir virðast t.d. halda að móðurmáls- kennarar hafi ekkert ráðið við þágufallssýkina vegna þess að þeir kunni svo lítið fyrir sér í kennslu- fræðum og þeir geti í því efni lært ýmislegt af kennurum í erlendum málum. Það séu til aðferðir til að berja inn í menn ákveðin munstur og ef þeim væri beitt í íslensku- kennslunni, þá væri hægt að kenna mönnum að segja „mig langar" í staðinn fyrir „mér lang- ar“. Ég held að menn átti sig ekki nægilega á því, hvorki almenning- ur né heldur margir þeir sem fást við íslenskukennslu, að þarna er alveg grundvallarmunur á. Móð- urmálið lærir fólk með allt öðrum hætti en erlend mál.“ Ég þykist vita, að það sé rétt, sem Höskuldur ýjar að í viðtalinu í Lesbók, að þeir íslenzkukennarar við Háskóla íslands lumi á mikl- um fróðleik um kennslufræði móð- urmáls, en þó tel ég ekki útilokað, að þar mæiti bæta einhverju við, jafnvel þótt það hentaði sömuleið- is við kennslu erlendra tungu- mála. Sú staðreynd, að máltaka barna gerist með öðrum hætti en tungu- málanám seinna á ævinni, kemur þ^ssu máli ekki við. Mynzturæf- ingar á að nota í skóla, og þar af leiðandi á ekki að nota þær til að kenna nemendum móðurmálið. Nemendur kunna móðurmálið, þegar þeir koma í skóla. Mynztur- æfingar eiga m.a. að veita nem- endum þjálfun í beitingu móður- málsins. Halldór Halldórsson seg- ir í grein sinni Um málvöndun: „Menn verða fyrst að gera sér ljóst, að þeir kunna ekki að beygja mörg algeng orð. Síðan verða þeir að ganga á röðina og læra beyg- ingu þeirra, ekki aðeins til að geta þulið hana upp úr sér, þegar þeir eru spurðir um hana, heldur nota hana í daglegu tali.“ (íslenzk mál- rækt, bls. 27.) Það er einmitt hlut- verk mynzturæfinga að veita nem- endum þessa þjálfun, þannig að þeir þurfi ekki umhugsunar við til að nota réttar beygingar f mæltu máli. Hvort við köllum þetta að kenna eða berja inn, skiptir ekki máli. Mynzturæfingar má ennfremur nota til að slípa af ýmsa vankanta í málnotkun, til að uppræta óæski- legar málvenjur og mynda nýjar. Og hér er komið að því stóra vandamáli: Hver á að ákveða, hvaða málnotkun er æskileg og hver óæskileg? Auðveldasta leiðin út úr þessum vanda er sú, sem íslenzkukennarar háskólans hafa kosið að þræða, sú leið að rann- saka, lýsa og skýra, en helzt ekki að fella dóma um rétt mál eða rangt, gott mál eða vont. En það leysir engan vanda að sniðganga hann. Það þarf að marka ákveðnari stefnu í móðurmálskennslu á ís- landi. í miðstýrðu menntakerfi eins og því íslenzka þykir mér ekki óeðlilegt, að sú stefna komi frá menntamálaráðherra eða þeim sem hann velur sér til ráðuneytis. En mikið veltur á, að skynsamlega sé staðið að framkvæmd þessa vandaverks, og kem ég að því síð- ar. Upplýst málstefna á vissulega & rétt á sér í háskóla og er raunar sjálfsögð þar. En þótt móður- málskennarar séu upplýstir og vit; hverjir segja hann langar og hverj- ir honum langar og á hvaða mál- svæðum og aldri það gerist helzt, er nemendum í grunnskóla enginn greiði gerður með því að fá þessar upplýsingar. Foreldrar, sem á annað borð láta sig málvöndun einhverju skipta, vilja, að börn þeirra læri í skólunum það mál, sem réttast er talið eða fegurst, eða með öðrum orðum það mál, sem Höskuldur Þráinsson talar, því að ekki þjáist hann af þágu- fallssýki, eignarfallsflótta né öðr- um þeim mállýtum, sem honum finnst ágætt, að aðrir láti sér um munn fara. En er þá svona óskaplega erfitt að ákveða, hvaða máli skuli halda að nemendum og hverju ekki? Já, vissulega er það erfitt, en það er ekki óframkvæmanlegt. Móður- málskennurum er ekkert vandara um en kennslubókarhöfundum í erlendum tungumálum að velja og hafna. Til að skýra málin nægir oft að spyrja sjálfan sig: „Hvort myndi ég kenna barninu mínu að segja ég hlakka til eða mig hlakkar til?“ Til gamans fletti ég upp á ópersónulegum sögnum í kennslu- bók í íslenzku fyrir útlendinga eft- ir Jón Friðjónsson (A Course in Modern Icelandic) til að sjá hans viðbrögð. Þar fann ég eftirfarandi dæmi (bls. 225—228): Ég kvíði fyrir að fljúga Ég hlakka til að fara heim Mig dreymdi illa í nótt Mig vantar æfingu Ég fann ekki: Mig kvíðir fyrir að fljúga Mig hlakkar til að fara heim Mér dreymdi illa í nótt Mér vantar æfingu Jón Friðjónsson er dæmi um upplýstan kennara, sem stóð frammi fyrir þeim vanda að velja, gat það og gerði það. Og ég spyr: Eiga íslenzkir nemendur ekki heimtingu á að fá a.m.k. eins góða handleiðslu í móðurmálinu og þeir fá í erlendum tungumálum? Ég get vel tekið undir það með Höskuldi Þráinssyni og Kristjáni Árnasyni, að það sé ekki nauð- synlegt og heldur ekki æskilegt, að íslenzkukennarar háskólans reyni að beina málnotkun landsmanna í ákveðinn farveg. Alltaf er hætta á, að slík mállögregla (svo að notað sé orð Kristjáns) einangrist, eins og hent hefur málakademíur í öðr-' um löndum, og í þeim sitji að lok- um einhverjir hálærðir karlfausk- ar, sem ekki hefur lánazt að fylgj- ast með málþróun í landinu og verða því smám saman einir á báti og áhrifalausir. En það er enginn hörgull á fólki, sem treystir sér til að taka af skarið um það, hvað sé rétt eða rangt í málnotkun og hvað megi betur fara. Tugir manna hafa á liðnum árum verið ófeimnir við að stjórna þáttum í útvarpi og blöð- um til leiðbeiningar um málnotk- un. Enn fleiri hafa haft samband við umsjónarmenn þessara þátta með ábendingar. Rithöfundar, blaðamenn og þýðendur hafa það lifibrauð að tjá sig á íslenzku og Ragnheiður Briem „Þad þarf að marka ákveðnari stefnu í móð- urmálskennslu á ís- landi. í miðstýrðu menntakerfi eins og því íslenzka þykir mér ekki óeðlilegt, að sú stefna komi frá menntamála- ráðherra eða þeim sem hann velur sér til ráðu- neytis.“ eru því alltaf, meðvitað eða ómeð- vitað, að hugsa um beitingu ís- lenzks máls. Til þessara manna meðal annarra má leita um hug- myndir, fyrst til að ákveða, hvaða málnotkun við viljum leggja áherzlu á, svo til að ákveða for- gangsröð í kennslu og loks hugs- anlega til ráðuneytis um, hvernig kennslan skuli framkvæmd innan skóla og utan. Mig langar að nefna eitt dæmi um það, hvernig málráðgjöf eins og sú, sem ég hef tæpt á hér, hefur verið framkvæmd. Við samningu orðabókar, sem ber nafnið The American Heritage Dictionary of the English Language, var leitað til u.þ.b. 100 manna um ráðgjöf varð- andi málnotkun. Morris Bishop lýsir því í formála fyrstu útgáfu, hvað réð vali hundraðmenning- anna (Usage Panel) og hvernig ráðgjöf þeirra var háttað. Ráð- gjafar þessir voru m.a. skáld og rithöfundar, dálkahöfundar, gagn- rýnendur, prófessorar og embætt- ismenn, er áttu það eitt sameigin- legt að vera viðurkenndir sem sér- stakir hæfileikamenn í beitingu enskrar tungu í ræðu og riti (Good Usage, Bad Usage, and Usage, bls. XXII). Sem dæmi um niðurstöður þessa hóps má nefna, að 99% töldu orðmyndina ain’t I? óæski- lega í ritmáli, 94% álitu rather unique (fremur einstætt) sömu- leiðis slæma málnotkun, og aðeins 44% gátu sætt sig við að nota at- viksorðið hopefully í merkingunni vonandi. Þar sem höfundar þessar- ar orðabókar töldu það ekki hlut- verk sitt að beita sér fyrir ákveð- inni málnotkun, var horfið að því ráði að fella niðurstöður hundrað- menninganna inn í efni bókarinn- ar. Þannig var ain’t merkt sem nonstandard (svipað spurningar- merki íslenzkrar orðabókar Menn- ingarsjóðs) og sú merking síðan skýrð fyrir neðan í u.þ.b. 200 orð- um undir fyrirsögninni Usage (notkun). Ég nefni þetta orðabókardæmi til að sýna eina leið, sem fara má, til að ákveða, hvað sé góð íslenzka. Móðurmálið er eign okkar allra, og þess vegna er ekki óeðlilegt, að við leitum til þeirra, sem almennt er talið, að mest kunni fyrir sér í beitingu þess. Þeirra á meðal eru að sjálfsögðu íslenzkukennarar Háskóla íslands. Ég hef ekki trú á því að óreyndu, að þeir færist und- an að vera með í ráðum, svo fram- arlega sem ekki á að þröngva þeim til að axla byrðina einir. Mynzturæfingar eru ein kennsluaðferð af mörgum, sem eru líklegar til árangurs í ákveðn- um þáttum móðurmálskennslu. Ef til vill hentar stundum betur að nota Jákvæðar umræður og ábendingar", eins og Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri í ís- lenzku mælir með (Mbl., 23. okt. 1983). Þetta er auðvelt að prófa. Þeim atriðum í málnotkun, sem ég hef fjallað um í þessum tveimur Morgunblaðspistlum mínum, má f grófum dráttum skipta í tvennt eftir eðli. Annars vegar er um að ræða rétt mál og rangt, hins vegar gott mál og slæmt. Fyrri flokkinn má þá væntanlega telja málfræði- legs eðlis, hinn fremur smekksat- riði. Ef litið er á alla þá málkunn- áttu, sem barn í grunnskóla býr yfir, er augljóst, að þessir tveir flokkar eru ekki nema örlítið brot af heildarþekkingu þess á móð- urmálinu og, að því er ég fæ bezt séð, hluti af yfirborðsgerð máls- ins. Ég vil undirstrika, að með mynzturæfingum er ekki verið að ráðast að djúpgerð íslenzkunnar til breytinga á neinum grundvall- aratriðum tungunnar, enda væri það varla mögulegt. Að lokum vil ég nefna þriðju hliðina á þessu máli: Tungumál er tæki, sem við höfum komið okkur saman um að nota til að tjá hugs- anir okkar og skilja aðra. Vegna þessa grundvallarhlutverks hlýtur það að vera hluti af almennri menntun sérhvers þjóðfélags- þegns að ná sem beztum tökum á móðurmálinu. Af þessum rótum tel ég sprottna þá almennu skoð- un, að varla sé þeim manni til mikils treystandi, sem ekki kunni einu sinni að tala almennilega ís- lenzku. Ef verkfræðingur léti það t.d. út úr sér í fjölmiðlum, að „sér vantaði pening til að búa til brú“, myndu líklega ýmsir hugsa, að honum væri nær að læra að tala, áður en hann færi að ráðast í brú- arsmíði. Þannig getur léleg beit- ing máls grafið undan tiltrú manna á getu annarra, jafnvel á sviðum, er lítið sem ekkert tengj- ast eiginlegri málnotkun. Læt ég þá þessu spjalli lokið að sinni. Ég veit, að margir eru mér sammála í því, að tími sé til kom- inn að snúa við þeirri glundroða- stefnu eða öllu heldur stefnuleysi, sem ríkt hefur í móðurmáls- kennslu á undanförnum áratug eða lengur. Aðferðirnar eru til. Það er að- eins framkvæmdina, sem vantar. Dr. Ragnheidur Briem er lektor í ensku við heimspekideild Háskóla íslands. Bílaleiga Flugleiða: Fjögur hundruð bflar frá Heklu á 13 árum BÍLALEIG Flugleiða tók fyrir skömmu við fjögurhundraðasta bflnum frá Heil- dversluninni Heklu og var þessi mynd tekin við það Uekifæri af forráð- amönnum Bflaleigunnar og Heklu. Frá stofnun bflaleigunnar 1971, þá Bflal- eiga Loftleiða, hafa nær eingöngu verið notaðir Volkswagen-bflar og á síðari tímum Mitshubishi-bflar til starfsem- innar. í frétt um þetta frá Flugleiðum segir: „Stofnun Bílaleigunnar var mikið nauðsynjamál á sinni tíð, þar sem félagið átti oft í erfiðleikum með að útvega viðdvalar farþegum sínum bíla til lengri og skemmri ferða. Byrjað var með rúmlega 40 bíla og jókst fjöldi þeirra upp í röskl- ega 145 þegar flestir voru. Um þess- ar mundir eru 75 bílar starfræktir á Bílaleigu Flugleiða en verða um hundraö í sumar. Fyrsti afgreiðsl- ustjóri bflaleigunnar var Kristján Tryggvason. Nú starfa alls 13 manns á Bílaleigu Flugleiða. Erling Aspel- und hefur yfirstjórn bílaleigunnar á hendi. Afgreiðslustjóri er ómar Andersen og yfirmaður bílaverk- stæðis er Gylfi B. Ólafsson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.