Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 79 Að slíðra sverðin eftir Halvard K. Iversen Keneve Kunz skrifar grein í Morgunblaðið föstud. 16. mars undir þessari fyrirsögn. Ég las greinina af áhuga. Ég held að allir menn með fáum undantekningum vilji frið. Hvers vegna er það þá svo erfitt að slíðra sverðið? Vandamálin eru mörg. Eftir að hafa kannað ýmsar tillögur sem settar hafa verið fram af mismun- andi hópum friðarhreyfingarinn- ar, álít ég að margar af þeim til- lögum séu of einfaldar. T.a.m. seg- ir KK í grein sinni: „Við treystum ekki lengur forráðamönnum, stjórnmálamönnum og herforingj- um til að hafa vit fyrir okkur, að leiða okkur út úr ógöngunum, sem þeir hafa átt þátt í að skapa.“ Hvernig má það vera að hinn al- menni borgari, sem venjulega hef- ur ekki aðgang að innanbúðar- upplýsingum um hina raunveru- legu stöðu, skyldi allt í einu vita betur en sérfræðingar, sem hafa margra ára nám og menntun, bæði er snertir vandamál styrj- alda, svo og hinum ólíku hug- myndafræðum sem þar eiga þátt? Ef maðurinn á götunni er hæfari í sinni fáfræði til að leysa vandann, þá væri menntun til lítils gagns. KK hlýtur sem kennari að viður- kenna nauðsyn menntunar til lausnar vandamála. En það eru fleiri göt í þessum málflutningi. Ættu menn, sem menntaðir eru í hernaði, að vera svo glámskyggnir að þekkja ekki afleiðingar hans? Ef til stríðs kæmi, þá yrði þetta fólk fyrstu fórnardýrin. Ég held að sérhver hermaður, sem fengið hefur herþjálfun, hafi einhvern tima óskað þess innilega að aldrei kæmi til blóðsúthellinga. Því mið- ur horfist stór hluti heimsins í augu við styrjöld, og geta allir séð afleiðingarnar. Ætti þetta ekki að hafa einhver áhrif á hermennina? Hershöfðingjarnir vinna sig upp eftir valdastiganum stig af stigi. Þeir byrjuðu ekki sem hershöfð- ingjar og geta ekki umflúið eðli og afleiðingar starfs síns. Ég efast stórlega um að nokkur maður óski jafn innilega og þeir að friður verði á jörðu að eilífu. í hinum vestræna heimi eru stjórnmálamenn kosnir af fólkinu sjálfu. I Bandaríkjunum er hægt að skipta um forseta á fjögurra ára fresti, og sá sem virðist höfða mest til fólksins er kosinn. Fólk sem er fulltrúar ólíkra skoðana, hefur fengið sín tækifæri og við höfum séð miklar breytingar frá Carter-tímanum og nú Reagan, til dæmis. Svo niðurstaðan er sú, að fólkið hefur góða möguleika á því að vera stjórnað af mönnum, sem hafa meirihlutann á bak við sig. Þessir stjórnmálamenn eru einnig ábyrgir gerða sinna, sbr. Water- gate. Ef við hins vegar lítum hinum megin girðingarinnar, sjáum við nokkuð allt annars eðlis. Chern- enko var nýlega kosinn með næst- um því 100% atkvæða. Hverjir kusu hann? Fólkið? Nei, það áræð- ir vart að nefna pólitík á nafn af ótta við að lenda á geðveikrahæl- um eða í Gulaginu, ef það er ekki fyllilega sammála stjórnvöldum. Leiðtogar Sovétríkjanna, fólkið í politbureau, er það fólk sem hefur komist í gegnum hið þrönga hlið. I áraraðir hefur það unnið sam- kvæmt hinu opinbera prógrammi og frami þess komið til vegna þess að það var ekki ósammála hinni opinberu stefnu. Margra ára vinna kom því í þessar stöður. Við skul- um ekki búast við að þetta fólk breyti skyndilega um stefnu, sem hefur verið ráðandi hingað til. Enginn mun heldur gera ákvörð- unarvaldið ábyrgt og jafnvel í dagblöðum mun aldrei heyrast gagnrýni. Upphafið að þessu kerfi, sem þeir stjórna í dag, er einmitt það sem KK leggur til: Við treystum ekki lengur leiðtogunum — við ör- eigarnir verðum að gera hlutina sjálfir — bylting alþýðunnar. Hvílík hörmung. Staðreyndir sýna, að þessi leið til lausnar vandamála, er skref úr öskunni í eldinn. Þegar leiðtogar byltingar- innar tóku völdin, bjuggu þeir þannig um hnútana að þeir yrðu stöðugir í sessi og gerðu það með manndrápum af stærðargráðu sem vart verður náð nema í kjarn- orkustyrjöld. Le Figaro nefnir 150 milljónir fórnarlamba kommún- ismans. Og hverjar eru kenningar þeirra? Ég held að hérna sé kjarni vandamálsins. í kenningum kommúnismans er stríð ekki að- eins hugsanleg nauðsyn, heldur æskileg, þ.e.a.s. „réttlátt stríð". Eðli friðarhreyfinga verður vart skilið án þess að átta sig á þessu, sem og notkun á orðum og hugtök- um. Samkvæmt kenningum kommúnismans eru stríð „óhjá- kvæmileg afleiðing þegar skerst í odda með útþenslustefnu kapítal- ismans", og verða þess vegna óhjákvæmileg á meðan kapítal- ismi er við lýði. Eina leiðin til að forða mannkyninu frá ógnum styrjalda er að „frelsa" það úr „hlekkjum kapítalismans". Þess vegna eru mjög skýr mörk milli „réttlátra stríða" og „óréttlátra". „Réttlát stríð" í augum kommún- ista eru þau sem háð eru í þágu öreiganna og eru ekki aðeins nauðsynleg, heldur er þeirra óskað. Eins og sjá má í heiminum nú eru „réttlát stríð" háð út um allt, Asíu, Afríku, S-Ameríku — „frelsun" alþýðunnar undan kúg- unarvaldinu. Friður getur aðeins orðið sem afleiðing sigurs í „rétt- látu stríði" — afnámi kapítal- ismans — svo að sjálfsögðu vinna kommúnistar að friði! Þetta er grundvallaratriði til þess að skilja hvers vegna friðarhreyfingin er svo einhliða í kröfum sínum. KK endurtekur þetta einnig: — „bandarískar eldflugar í Europu verði teknar niður og komið í veg fyrir staðsetningu nýrra (leturbr. mín) rússneskra vopna í Europu". Af þessu hljótum við að draga þá ályktun að allar SS-20 t.d. verði látnar eiga sig meðan NATO á að afvopnast. Þetta er þeirra viðhorf, svo það er ekki undarlegt að eftir hin miklu mótmæli gegn uppsetn- ingu NATO á nýjum flaugum í Evrópu síðastliðið haust, heyrðist ekki hljóð úr horni þegar dagblöð- in skýrðu frá nú í vetur uppsetn- ingu nýrra SS-20 eldflauga í A-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Fyrir austurblokkina eru vopn réttlætanleg og nauðsynleg í bar- áttunni gegn hinum illa kapítal- isma, meðan niðursetning vopna vestrænna ríkja er siðlaus, vegna þess að hún hindrar áætlanir þeirra. Þegar ég var viðstaddur friðar- gönguna miklu í Bonn, tók ég eftir að allir hugsanlegir kommúnista- flokkar voru viðstaddir og dreifðu einhliða áróðri. Reagan var úthúð- að á allan hugsanlegan hátt. Á Andropov var hvergi minnst. Það versta við þetta er að margir þátt- takendur, sem báru kröfuspjöld, virtust ekki hafa minnstu hug- mynd um kenningar kommúnism- ans. Þetta var góðviljað fólk sem vildi í einlægni frið, en sá ekki að í þessum einhliða aðgerðum varð það leikbrúður Sovétvaldsins. Lenín lýsti fyrirlitningu sinni á því fólki, sem lætur nota sig og kallaði það „nytsama sakleys- ingja". Því miður verðum við að flokka mörg kirkjusamfélög undir þessa skilgreiningu. Með þátttöku sinni gera kirkjufélögin sig að verkfærum hugmyndafræði sem afneitar Guði. Fái hún framgöngu, mundi það afmá guðshugmyndina af yfirborði jarðar. Þetta er sann- arlega hryggilegt. Eina fólkið í fyrrnefndri göngu, sem mótmælti hernaðarbrölti Sovétríkjanna, var hópur Afgana, Halvard K. Iversen „Eins og sjá má í heim- inum nú eru „réttlát stríd“ háö út um allt, Asíu, Afríku, S-Ameríku — frelsun alþýðunnar undan kúgunarvaldinu. Friður getur aöeins orö- iö sem afleiöing sigurs í „réttlátu stríði“ — af- námi kapítalismans — svo að sjálfsögðu vinna kommúnistar að friði!“ sem af eðlilegum ástæðum sýndu minni skilning á takmarki Sovét- ríkjanna. Og það gefur mér ástæðu til að benda á annað atriði í grein KK: — „kjarnorkuvopnalaust svæði í Evrópu (Norðurlönd og á Balkan- skaga)“. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þetta, heldur vitna í nokkrar hugsanir sem Vladimir Bukovsky lét í ljós um þetta atriði. Hann segir: „Sannar- lega, ef félagi Brezhnef lofaði að virða kjarnorkuvopnalaus svæði, ef til styrjaldar kæmi, gæti fólk varpað öndinni léttar og sofnað áhyggjulaust. Ef Brezhnef segir svo, þá munu engir kafbátar búnir kjarnorkuvopnum vera við strend- ur ykkar. Þrátt fyrir allt, hefur félagi Brezhnef nokkurn tíma gengið á bak orða sinna? Að sjálfsögðu ekki. Hann er heiðar- legur maður. Hann er svo heiðar- legur að hann getur jafnvel tryggt okkur í hvaða átt hin geislavirku ský munu hreyfast og staðsetja fyrir ykkur hið geislavirka úrfelli. Hvers vegna skyldu Rússar ráðast á okkur ef við erum óvopnuð? Mér er spurn. Spyrjið aghönsku bænd- urna. Þeir gætu að ölium líkindum svarað.“ Hægt er að bæta við löngum lista af nöfnum annarra landa, sem hafa fengið sömu reynslu af rússneskum friðarvilja. Þetta ætti að benda greinilega á annað atriði, sem KK tekur ekki inn í dæmið, þegar hún skifar um „langdræg drápstól". Það hefur aldrei verið og mun aldrei verða vopn, steinöxi eða kjarnorkuflugskeyti, sem hrindir af stað styrjöld og eyðir heiminum. Það eru mennirnir, sem taka ákvarðanir, sem geta gert það með hjálp vopna. Þetta er^ ekki spurning um vopnakerfi held- ur hugmyndafræði, um skoðanir fólks á lífinu og sjálfu sér, og fyrst og fremst um anda og efni, Guð eða ekki Guð. Svo lengi sem til er öflug hugmyndafræði, er hefur heimsyfirráð að markmiði og vinnur með trúarlegri sannfær- ingu að því markmiði, er það hreint sjálfsmorð að leggja niður vopn. Kommúnisminn er ekki eins og epli sem hægt er að bíta í og skyrpa út úr sér, ef manni líkar ekki bragðið. Ef þú bítur fyrsta bitann, verður þú að eta allt. Ég er samt sem áður hjartan- lega sammála niðurstöðu KK: „Samskipti ríkja verða að grund- vallast á gagnkvæmu trausti og traustvekjandi samstarfi." Því markmiði er hvorki hægt að ná með kommúnismanum, sem af- neitar gildi einstaklingsins né kapitalismanum sem er mikið til stjórnað af eigingirni. Við verðum að snúa okkur til Guðstrúar, til endurreisnar kristinnar siðfræði og hugmynda, og láta ekki sitja við hugmyndina eina, heldur hrinda henni í framkvæmd. Að- eins með Guð fyrir augum, getum við sameinast og öðlast hið sanna lífsgildi í tíma og rúmi. Ég er ekki blindur fyrir þeirri staðreynd að þetta virðist erfitt. Byltingin sem þarf er ekki eingöngu öreiganna heldur alls mannkyns, þegar ein- staklingurinn reynir að verða sannur maður. Með þekkingu nú- tímans er þetta hægt ef við vilj- um. Þar til þessi bylting andans berst til ráðamanna í Kreml, er eins gott fyrir okkur að fylgja ábendingu Jesú, að hafa sverðið tilbúið (Lúk. 22:36), ekki til að drepa, heldur koma í veg fyrir að verða drepinn, meðan árangur næst í hinni hugmyndafræðilegu baráttu. Fyrsta skrefið til sigurs er að fræða sérhvern mann um hið sanna eðli kommúnismans, kenn- ingar hans og hvernig þeim er hrundið í framkvæmd og svipta blæju blekkingarinnar frá andliti hans. Halrard K. Irersen er formaður Samtaka heimsfridar og samein- ingar. „Námshrokans nauma geð“ eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Þeir eru ekki ófáir á meðal okkar, einkum af eldri kynslóð- inni, sem talið hafa menntun hið eftirsóknarverðasta í lífinu og meira virði en flest annað. I mennt og menningu felst hins veg- ar miklu meira en það eitt sem af bókum verður lært. Menning og ofstæki fara hins vegar illa sam- an. Mér þykir trúlegt, að margir þeir, sem fara til framhaldsnáms í erlendum háskólum, finni fljót- lega hve menntakerfi okkar nær skammt til þess að við getum tal- ist menntamenn í orðsins fyllstu merkingu. Þetta varð mér fljót- lega ljóst við kynni mín við franska „kollega" mína og aðra námsbræður frá flestum hornum heims í Parísarháskóla. Það er hins vegar ekki óalgengt að nemendur í grunnskólum haldi að þeir hafi lært það mikið að þeir viti nánast allt, þannig virðist t.d. menntaskólanemanum Kristni Jóni Guðmundssyni vera farið, og í trausti þessarar „visku" sinnar þykist hann vera þess umkominn að þyrla í kringum sig upplognum getsökum og hvers konar skít- kasti. Líkt og margir sannir mennta- menn hafði Einar Benediktsson megnustu óbeit á hvers konar hroka, og taldi þá „sem stærast af gengi stundar smáa“. Þó virðist hann hafa haft mesta andstyggð á því, sem kallast námshroki, sér- staklega þar sem hrokinn er nóg- ur, en sálin smá, svo sem orð hans „námshrokans nauma geð“ bera með sér. Fjórar greinar Kristins Jóns Guðmundssonar hér í blaði, skrif sem hafa átt að vera um áfengismál (nú síðast 14. þ.m.), hafa snúist um mig og einkahagi mína og annarra óviðkomandi manna, eru slík að þau lýsa aðeins naumu geði námshrokans. f grein minni hér í blaði 29. júní á fyrra ári, var á það bent, „að vín og vínrækt hefði verið aflvaki menn- ingar og lista vestrænna þjóða,“ enda er það skoðun allra þeirra, sem talist geta menntamenn og Gunnlaugur Þórðarson gerst þekkja til, þótt sumir góð- templarar télji það ekki vera óumdeilt. Þessi staðreynd hefur lagst á sinni menntaskólanemans, svo mjög að það hefur brenglað skrif hans á þá lund, er áður get- ur. Þegar hann hafði kallað eftir einhverjum, sem hefðu þessa skoðun og fengið svar við því, t.d. með tilgreiningu prófessors Morr- is Chafets, dr. í læknisfræði, sem um áratugi hefur kynnt sér þessi mál og bent á kosti hóflegrar áfengisneyslu og háskann af ofneyslu þess, þá eru viðbrögðin dæmigerð góðtemplaraviðbrögð; þessi einn viðurkenndasti vísinda- maður á þessu sviði var uppnefnd- ur og ataður svívirðingum, t.d. hlaut hann að vera „alkohólisti". Þá var tilvist hans dregin í efa. Svo þegar sönnuð er tilvist mannsins með því að birta mynd af blaði úr bókinni „Who is who in America", þá er sú bók kölluð „uppsláttarskrudda'* og manninum fundið fleira til foráttu, t.d. það að vera „mcira að segja í fjarlægum heimsálfum“. Samt veit Kristinn Jón Guðmundsson að vonum ekk- ert um manninn og leyfir sér m.a. að fullyrða, að þar sem hann sjálf- ur hafi ekki lesið bækur mannsins, þá hljóti enginn að hafa lesið þær. Margar bækur dr. Morris Chafetz hafa verið metsölubækur og t.d. er bókin „Liquor: The servant of man“ löngu uppseld. Slík skrif sem Kristins Jóns Guðmundssonar sanna hve til- gangslaust það er að eiga orðastað „Slík skrif sem Kristins Jóns Guömundssonar sanna hve tilgangslaust það er að eiga orðastað viö menn, sem haldnir eru einhverju ofstæki, sem aö auki geta hvorki farið rétt með né virt einföldustu umgengn- isvenjur siöaöra manna.“ við menn, sem haldnir eru ein- hverju ofstæki, sem að auki geta hvorki farið rétt með né virt ein- földustu umgengnisvenjur siðaðra manna. Þá er þögn betri, en í slíkri þögn mun ekki felast sam- þykki við einu eða neinu úr hans „djarfa" penna, en nefndur Krist- inn Jón Guðmundsson heldur að dónaskapur eigi eitthvað skylt við dirfsku. Dr. Gunnlaugur 1‘órdarson er starfandi lögmaður í Reykjarík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.