Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 15
 MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Unglingar í framför • Mikil gróska er nú í badmint- oníþróttinni, það sést best á Unglíngameistaramóti íslands ó Akranesi um síðustu helgi. Þar sýndu margir góð tilþrif. Þeir Snorri Ingvarsson og Haukur Finnsson stóðu vel fyrir sínu og voru sigursælir. Sjá opnu. MorgnblaðW/JðHus. • Eitt hundrað keppendur tóku þátt í síðari hluta íslandsmótsins í borðtennis sem fór fram um síðustu helgi. Hér má sjá Stefán Konráösson, Víking, í ham meö spaðann. Stefán keppti til úrslita við Tómas Guðjónsson KR í meistaraflokki karla. Sjá bls. 64—65. Wilkins í bann RAY Wilkins, miðvallarleik- maður Manchester United og enska landsliösins, hefur verið settur í eins leiks bann í Evrópukeppninni og missir því af fyrri leiknum viö Ju- ventus í UEFA-keppninni á Old Trafford. Francis f hópinn Trevor Francis, sem hefur misst af þremur síöustu landsleikjum Englands í knattspyrnu, er aftur kominn í hópinn sem mætir Norður- frum í bresku meistara- keppninni 4. apríl. Graham Rix, Arsenal, kemur einnig aftur inn í hópinn svo og Tottenham-leikmaöurinn Gary Mabbutt. Maradonna vill hvíld DIEGO Maradona hefur farið fram á það, skv. fréttum enskra blaða, að vera hvíldur í einn mánuð — verði ekki lát- inn leika með Barcelona í þann tíma. Forráöamenn liðs- ins og aðrir leikmenn þess eru ekki hrifnir af þessari kröfu. Hverjir veröa bikarmeistarar? NÚ FER keppnistímabili körfu- knattleíksmanna hér heima senn að Ijúka. Þó eru nokkrir leikir eftir í bikarkeppni KKÍ. Á morgun, fimmtudag, leika ÍBK og KR ( Keflavík í meistaraflokki karla kl. 20.00 og næsta sunnudag leika Valur og Haukar í Seljaskóla. Þau lið sem sigra í þessum leikjum spila síöan til úrslita fimmtudag- inn 6. apríl í Laugardalshöll. En þessum leikjum er enn ólokiö í bikarkeppninni. Bikarkeppni KKl. M.fl karla ÍBK:KR, Keflavik 29. mars kl. 20.00. Valur:Haukar, Seljaskóla 1. apríl kl. 21.00. M.fl. kvenna ÍR brHaukar, Breiöholtsskóla 1. apríl kl. 15.00. UMFN.ÍS. Njarövík 2. aprít kl. 20.00. 2. fl. kvenna Urslitaleikur Hagaskola 26. mars kl. 20.00. 2. fl. karla Úrslitaleikur Hagaskóla 3. april kl. 21.15. 3. fl. karla Urslitaleikur Hagaskóla 3. apríl kl. 19.45. 4. flokkur karla Urslitaleikur Hagaskóla 3. apríl kl. 18.30. Urslitaleíkur í meistaraflokki kvenna i Laug- ardalshöll fimmtudaginn 6. apríl kl. 19.00. Úrslítaleikur i meistaraflokki karla i Laugar- dalshöll fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.30. Valsmenn farnir til Brasilíu SÍÐASTLIÐINN laugardag, þann 24. mars 1984, hélt 25 manna hópur á vegum Vals í keppnisferö til Brasilíu. Er þar um að ræða leikmenn í 3. fl. karla ásamt þjálfara og nokkrum fararstjórum, sem sumir hverjir eru jafnframt foreldrar piltanna. Tildrög þessarar ævintýraferöar eru þau, að fyrir tveimur árum tóku piltarnir (þá í 4. aldursflokki) þátt í knattspyrnumóti í Danmörku, Dania Cup. Þar lentu íslenzku leik- mennirnir á sama gististaö og brasilískt félag, Candido, og varö úr góöur kunningsskapur. Vals- menn mættu liöi Candido í undan- úrslitum Dania Cup og töpuöu 0—1. Eftir leikinn komu forráðamenn Candido aö máli viö fararstjórn Valsliösins og bauö því þátttöku í knattspyrnumóti í Brasilíu. Eftir heimkomuna frá Danmörku var sett á laggirnar nefnd sem sjá skyldi um undirbúning feröarinnar, því stjórn knattspyrnudeildarinnar ákvaö aö þekkjast boöiö, en stefnt : skyldi aö því aö feröakostnaöurinn I yröi ekki meiri fyrir hvern leikmann en sem næmi Noröurlandaferö. Undirbúningsnefndin hefur unniö ötullega í 1 Vi ár og í náinni sam- vinnu viö foreldra drengjanna. Fjársöfnun var unnin af öllum hópnum, leikmönnum, þjálfara, foreldrum og fleirum. Félagslega séö hefur undirbúningur feröarinn- ar veriö mjög jákvæöur, því for- eldrar leikmannanna hafa tengst traustum böndum og margir hafa lagt hönd á plóginn til aö gera feröina mögulega. Valur flytur þeim öllum beztu þakkir. Dagskrá ferðarinnar er í stuttu máli: 24.3. Ferðin hófst — 14 klst. flug til Sao Paulo. 25.3. Farið á völlinn (þann næst stærsta í heimi) og horft á Flam- ingo og meistara Paraguay í S-Ameríkukeppninni. 26.3. —9.4. Þátttaka í tveim mót- um með 8 brasilískum liöum og 12 frá Evrópu. 9.4. —12.4. Skoöunarferö til Rio de Janeiro. 12.4. Komið heim. (Fréttalilkynning tré Val.) Morgunblaðlé/Júliu*. • Tuttugu og tveir keppendur tóku þátt ( Landsflokkaglímunni sem fram fór um síðustu heigi. Glímukeppnin fór mjög vel fram og sáust margar góöar glímur. Hér má sjá keppendur þá sem þátt tóku í Landsflokkaglímunni 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.