Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Fræðsluþættir frá Geðhjálp VÖÐVAGIGT Sjúkdómur eða sjálfskaparvíti? — eftir Ingólf Sveinsson Vöðvagigt er dæmigert sálvefrænt (psychosomatiskt) vanda- mál. I>ar hefur umhverfi okkar mikil áhrif en okkar eigið atferli og viðbrögð, lífsstíll okkar og persónugerð ræður mestu um hvort við bregðumst við með því að koma okkur upp streituástandi, óþægindum og jafnvel sjúkleika eða ekki. Gftirfarandi grein hefur birst í fagtímaritum og reynst gagnleg til leiðbeiningar í heilsurækt. Hún birtist hér nokkuð stytt. Mun ég ræða nokkuð um einkenni og orsakir vöðvagigtar en aðallega um aðferðir til að losna úr viðjum hennar og fyrirbyggja hana. Flest okkar kannast við vöðva- bólgur, hálsríg, gigt, prjónakonu- veiki, taugabólgu eða taugagigt. Þar sem við vitum að þetta eru kvillar sem hrjá marga, þótti okkur ekki úr vegi að fá Ingólf Sveinsson geðlækni til að fjalla um þau mál í fræðslu- þættinum. Einkenni: Vöðvagigt einkennist af verkj- um og stirðleika í vöðvum og vöðvafestum en liðir eru ekki bólgnir. Gigtin getur verið nær hvar sem er í líkamanum, oft á mörgum stöðum samtímis og flögrað milli staða. Algengasta form gigtarinnar er hálsrígur með höfuðverk, verkir í herðum og upphandleggjum (prjónakonugigt). Vöðvagigt er oft í brjóstvöðvum, milli rifja, í bak- vöðvum, mjöðmum og ganglimum. „Millirifjagigt" er oft vinstra meg- in í brjósti nálægt hjartastað og kemur fram sem sár stingur við djúpa öndun eða hreyfingu. Vöðvarnir eru aumir viðkomu og þrútnir svo að hver maður má finna. Eymsli aukast við þreytu, spennu, hreyfingarleysi og kulda en minnka við hita, nudd, áreynslu og gott frí. Einkenni versna oft í umhleypingasamri tíð, jafnvel á undan stormi. Stöðug þreyta , slæmur svefn og morgunstirðleiki eru trúir fylgifiskar. Spennuhöfuðverkur, algengasta tegund höfuðverkjar, stafar af vöðvaspennu. Er hann oft megin- vandamál vöðvagigtarsjúklinga. Þeir lýsa honum tíðast sem þyngslahöfuðverk, stundum með herpings- eða hettutilfinningu kringum höfuðið, jafnvel með sár- indum í hársverði. Oft fylgir svimi. Stundum er höfuðverkurinn aðeins öðrum megin í höfðinu en stundum í hnakka, enni eða bak við augun. Þótt vöðvagigt geti ver- ið langvinn og þrálát er ekki vitað til að vöðvarnir skemmist varan- lega af völdum hennar. Almenn atriöi: Vöðvagigt er, ásamt afkvæmi sínu, spennuhöfuðverknum, þýð- ingarmikið vandamál vegna þess að hún er afar algeng, vegna óþæginda og oft þjáninga sem hún veldur, vegna tapaðra vinnudaga og ekki síst vegna gífurlegs kostn- aðar við sjúkdómsgreiningar þar sem hún þvælist fyrir þegar þarf að útiloka aðra hættulegri sjúk- dóma. Þá er vöðvagift með algeng- ari orsökum örorku. Sem dæmi um hve algeng vöðvagigt er meðal almennings má nefna að í fjöl- mennu verslunarfyrirtæki hér í borg höfðu 10% af starfsfólki veruleg heilsufarsvandamál og fjarvistir vegna vöðvagigtar. Því sætir undrum hve lítillar athygli og virðingar fyrirbærið nýtur meðal lækna, hve þekking á því er lítil og hve greining þess reynist tafsöm. Greiningin er oft unnin þannig að fyrst eru aðrir sjúkdóm- ar útilokaðir og síðan er greining byggð á þeim forsendum að aðrar skýringar á einkennum sjúklings finnast ekki. Þegar vöðvagigt hef- ur loks verið greind, verður með- ferð oft ómarkviss, takmörkuð og stundum engin. Dæmi um þennan gang mála er þegar sjúklingar eru lagðir inn á spítala til að „útiloka" sjúkdóma, s.s. heilaæxli eða kransæðaþrengsli. Þótt klinisk skoðun leiði í ljós vöðvagigt er skýrir öll einkenni, ef vel er að gáð, þykir oft skylt að ganga veg- inn á enda í þá átt að útiloka hinn sjúkdóminn sem er hættulegri. Stundum þerí til þess rannsóknir sem eru í senn dýrar, kvalafullar og hættulegar. Þegar því er lokið fær sjúklingur oft þá afgreiðslu eina að honum er sagt að hann hafi ekki heilaæxli eða kransæða- þrengsli. Illa haldinn sjúklingur á stundum erfitt með að taka þátt í gleði læknisins yfir þessum mála- lokum. Oft er hann útskrifaður með róandi pillur eða einfalt ráð um að „slappa af“. Stundum fær hann óljósa vísbendingu um að vandamál hans sé geðrænt. Slíka vísbendingu túlka sjúklingar því miður oft sem ásökun um geðveiki, ódugnað eða uppgerð. Hér Ieggjast á eitt almennir fordómar og ótti við geðsjúkdóma, afstaða lækna sem telja starfssvið sitt eingöngu bundið við líkmann og það að hér- lendis er erfitt að finna geðlækna til aðstoðar. Hér er ekki ætlunin að mæla með geðlæknum sérstak- lega til að meðhöndla liðagigt, þar sem þeir hafa, að hætti sérfræð- inga, tilhneigingu til að halda sig við sérsvið, í þeirra tilfelli „hið geðræna", sem stundum er þröngt markað. Geðlæknir ætti þó í flest- um tilfellum að hjálpa til við greiningu og meðferð. Ein aðalástæða þess að vöðva- gigtarsjúklingum farnast svo illa hjá læknum og einna verst á spít- ölum hérlendis, jafnt sem er- lendis, virðist sú að þessi truflun á heilbrigði (syndrome) passar ekki inn í sjúkdómshugmyndina eins og læknar vilja hafa hana. Vöðva- gigt vantar nægilega skýr og stöð- ugt einkenni, ákveðinn sjúk- dómsgang, vefjaskemmdir sem sjá má í smásjá eða mælanlega, efna- fræðilega truflun. Fyrirbærið rennur úr greipunum, læknirinn ypptir öxlum og segir að hann sé búinn að útiloka alla ærlega sjúkdóma, truflunin hjóti því að vera í höfðinu á sjúklingnum. Best að hann fari heim. Sjúklingurinn sem fer síðan heim segist enn hafa verki í líkamanum, er e.t.v. sár eða reiður, e.t.v. hræddari en áður um að hann sé kannski hálfgeðveikur, svör er hvergi að fá, best að kvarta sem minnst og éta sínar oillur þrisvar á dag. Hér kemur fram óheppileg til- hneiging lækna til að huga mest að þeim vandamálum, sem eiga sýnilega eða áþreifanlega orsök en loka augunum fyrir truflunum á starfsemi af því að þeir eiga erfið- ara með að skilgreina og leysa slík vandamál. Sú nýlega vitneskja að vöðva- gigt getur átt geðrænan orsaka- þátt hefur litlu breytt til batnaðar fyrir sjúklingana. Aldagömul trú- arleg og heimspekileg hefð í vest- rænni menningu, sem skiptir manneskjunni í líkama annars vegar og meira eða minna óskilj- anlega sál hins vegar (sbr. söguna um Sálina hans Jóns míns) er enn í fullu gildi í læknisfræði, engu síður en meðal almennings. Þeir sem vilja telja sig raunvísinda- menn forðast hið „andlega", láta það afskiptalaust eða vísa því til presta, sálfræðinga eða geðlækna. Með því að hluta manninn þannig í tvennt er náttúrlegri starfsein- ingu skipt. Möguleikar læknis að leiðrétta truflun á starfsemi heildarinnar sem slíkrar, starf- semi sem óhjákvæmilega fer fram í „báðum hlutunum“ eru þar með mjög skertir. Hvað þarf að þekkja? Til að lækna vöðvagigt þarf læknirinn fyrst og fremst að þekkja orsakaþætti hennar. Með- ferð er á færi hvers læknis, sem stundar kliniska læknisfræði og hefur yfirsýn yfir manninn allan. Þeir sem vilja takmarka athygli sína og störf við eitt ákveðið kerfi eða líkamspart ættu ekki að með- höndla vöðvagigt. Þekking læknis- ins á geðlæknisfræði þarf ekki aö vera mikil. Hann þarf öllu fremur að kunna skil á líffræði og lífeðlis- fræði, skilja hvernig heil lífvera þrífst. Auk þess er honum mikils virði að hafa nokkurt næmi fyrir eigin líkama og tilfinningum, þekkja eigin kvíða, sorg og reiði, líkamleg áhrif þeirra og þekkja eigin vöðva- spennu. Slík sjálfsþekking veitir innsýn í líðan annars fólks og er mikilvæg í kliniskri vinnu. Fólk sem hefur komið sér upp vöðvagigt í einhverjum mæli hef- ur alltaf truflun á lífeðlisfræði- legri starfsemi sem nær út fyrir vöðvakerfið sjálft. Hvað svo sem kemur vöðvagigtinni af stað i upp- hafi (veirur, tognun, liðaskemmd, þreyta, kuldi, kvíði, röng vinnu- stelling eða langvarandi pirring- ur) komast síðar í gang margir vítahringir. Þannig hefur gigtin ríka tilhneigingu til að viðhalda sjálfri sér. Hlutverk læknisins er að þekkja og rjúfa þessa hringi og kenna sjúklingnum aðferðina. Ég trúi því að endanlegt markmið meðferðar eigi ekki aðeins að vera það að sjúklingur læknist heldur að þaðan í frá hafi hann kunnáttu til og ábyrgð á að halda sjálfum sér í lagi. Til að svo megi verða þarf læknirinn í viðbót við eða í staðinn fyrir hlutverk sitt sem líknara að ganga í hlutverk upp- fræðara og jafnvel þjálfara. Vítahringir Hér verða nefndir þrír víta- hringir, sem eru trúlega alltaf Ingólfur Sveinsson fyrir hendi í slæmri vöðvagigt og verða nefndar helstu aðferðir til að rjúfa þá. Hægt er að hugsa sér fleiri vítahringi en þá sem hér eru taldir. A. Verkur •*-*■ vöðvaspenna. Hvar sem verkur er í líkamanum, þar spennist vöðvi. Vöðvi sem er spenntur í nokkurn tíma, jafnvel mínútur, verður aumur. Flestir telja orsök eymslanna minnkað eða truflað blóðstreymi í vöðvan- um. Þannig getur verkur og vöðva- spenna, sem einu sinni hafa kom- ist í gang, viðhaldið hvort öðru. Harðsperrur eftir snjómokstur einn morgun geta orðið að margra vikna gigt. Minnki verkur slaknar spenna — og öfugt. Meðal aðferða til að rjúfa þenn- an vítahring eru: Nudd, slakar, eykur blóðrás. Hiti, slakar og eykur blóðrás (sólin, baðker, hitapoki). Verkjalyf, verka í bili. Hreyfing. Nota vöðvanana meira en í 20 mín. f senn svo þeir nái að hitna og slakna (ganga, sund, skokk). Vöðvaslakandi lyf (verka best f svefni). B. Taugaspenna, kvíði *♦ vöðva- spenna. Ástæða er til að leggja áherslu á að andleg spenna og kvíði geta verið fullkomlega eðli- leg og æskileg fyrirbæri. En þegar þau komast á hátt stig eða eru langvarandi koma truflanir og óþægindi. (Góð prjónakona segist geta prjónað peysur í margar klukkustundir á dag án óþæginda. Komist hún f tímaþröng verður hún pirruð og fær óðar vöðvagigt.) Kvíði er ekki einungis tilfinning um ótta eða öryggisleysi, meira eða minna meðvituð, heldur fylgja kvíðanum alltaf lfkamleg einkenni sem ekki teljast sjúkleg. Dæmi eru hraður hjartsláttur, hækkaður blóðþrýstingur, dýpri öndun, auk- inn sviti, titringur, munnþurrkur, niðurgangur, stundum herpingur eða kökkur í hálsi, þrýstingstil- finning í brjósti, oft með aukinni öndunarþörf, kvíðaverkur í brjóst- inu eða kviðnum og ekki síst aukin spenna í þverrákóttum vöðvum. Þótt einkenni séu fleiri verður þessi upptalning látin nægja. Langvarandi kvíði getur leitt til sjúklegs ástands. Dæmi: Hjart- sláttartruflun, háþrýstingur, oföndun, ristilkrampi, vöðvagigt. Það er ógerlegt að vera andlega spenntur, reiður eða kvíðinn — sem fyrir frumstæðan mann mundi þýða að vera tilbúinn til árásar eða flótta — án þess að hafa spennta vöðva. Vöðvar hald- ast spenntir þannig að þeir eru vaktir til virkni og hemlaðir sam- tímis. Vöðvaspennan getur verið um allan líkamann en er oft mest f vöðvum, sem hafa mest með tján- ingu tilfinninga að gera. Það eru vöðvar í höfði, hálsi og handleggj- um ásamt öndunarvöðvum. Sjálf vöðvaspennan með tilheyrandi óþægindum viðheldur kvíða (sbr. róandi áhrif slökunar). Notkun vöðvarafrits (biofeedback), sem færist i vöxt erlendis í meðferð á vöðvagigt einkum á spennuhöfuð- verk, hefur gert mönnum ljósara en áður hið nána samband vöðva- spennu og tilfinninga. Þar blasir við hvernig aðferðir sem margir nota til að binda reiði og kvíða, t.d. „að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði“ eða „láta ekki á neinu bera“, (hvort tveggja stjörfun — „immobilisation"), geta leitt til spennu og verkja. Langvarandi kvíði, reiði eða þunglyndi, sem einnig er spennt ástand, geta eðli- lega komið af stað og viðhaldið þessum vítahring. Þeim er þarna hættast, sem hafa lært svo ræki- lega að bæla andlegan sársauka og reiði að þeir tjá sjaldnast og þekkja jafnvel ekki sjálfir hvenær þeir hafa slíkar tilfinningar, finna aðeins kvíðann, spennuna eða jafnvel aðeins verkinn sem af leið- ir. Þá hættir þeim til að byggja upp vöðvaspennu sem geta ekki varpað af sér áhyggjum dagsins að kvöldi. Sem betur fer getur margt rofið þennan vítahring. Eðlilegasta aðferin til að veita spennu útrás er að leysa vandann sem veldur. Það er oft hægt. En stundum er ástæðan óljós, stund- um er litlu hægt að breyta þótt ljóst sé hvað er að. Þá reynir á hæfnina að iifa i flóknum mann- heimi. Líkamsþjálfun — útivist — sund og íþróttir veitir tilfinningunum eðli- lega útrás og slakar á spennu til- finninga jafnt sem vöðva, gefur huganum hvíld, líkamanum þreytu og þar með endurnærandi svefn. Auk slökunar verður árang- urinn aukin orka og þol, útvíkkuð þreytumörk, endurhæfing hreyf- ingarkerfis, sem oft var í senn þreklítið, spennt og staðnað. Samtal við einhvern sem skilur. byf gegn kvíða, spennu, svefnleysi eru mjög virk ef heppilega notuð, en kenna lítið. Biofeedback — helst ásamt sam- talslækningu. Innhverf íhugun. Yoga. Söngur vel beðnar bænir o.fl. C. Kvíði -»-*• svefntruflanir *-*• þreyta *-*■ þunglyndi. Hvenær sem eitt þessara atriða hefur verið fyrir hendi um tíma er líklegt að þau séu öll fyrir hendi. Auk þess sem áður hefur verið sagt um einkenni kvíða vita allir að hann getur valdið óværum svefni og andvök- um. Sá sem hefur andvara á sér sefur grunnt, vaknar oft og er venjulega á fótum fyrr en aðrir. Svefntruflanir eiga skilið fyllstu athygli í meðferð vöðvagigtar, bæði vegna þess að yfirleitt virð- ast þær ómissandi í orsakakeðj- unni sem kom vöðvagigtinni af stað og í vítahringnum sem við- heldur henni, en einnig vegna hins Meðferð á sjúkrahúsi 1. Sjúkrasaga, skoðun og greining er byrjun og undirstaða meðferðar. 2. Skýra orsakir einkenna svo að sjúklingur skilji meðferðina. Eru vefjaskemmdir til staðar? Hvaða þátt eiga þaer? Útskýra vítahringi. A. Verkur - vöðvaspenna. B. Taugaspenna, kvíði - vöðvaspenna. C. Kvíði - svefntruflun - þreyta - þung- lyndi. Gera sjúklingi ljóst að viss spenna er óhjá- kvæmileg við allt álag. Sé álagið innan skynsam- legra marka á góð hvíld að endurnæra. 3. Meðferðaráætlun er byggð á þessum þekkingar- atriðum. Áætlunin er samningur þar sem sjúkl- ingur hefur skyldur og ábyrgð. Ákveða þarf dvalartíma (t.d. „mest 3ja vikna þjálfun“ eða „allt að 5 vikum svo lengi sem framförergóð“). 4. Lyf. Verkjalyf til að rjúfa vítahring A. Róandi, svæfandi, vöðvaslakandi og/eða þung- lyndislyf að kvöldi til að tryggja góðan svefn. Áuka orku. (Hringur B og C). 5. Sjúkraþjálfun. Hiti, nudd, æfingar, tog o.s.frv. Kenna vöðvaslökun. 6. Líkamsþjálfun í nokkrar klukkustundir á dag strax og orka leyfir (sund, göngur, músik- therapi). Æskilegt er að sjúklingur sé líkamlega þreyttur að kvöldi. Útvíkka þreytumörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.