Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, starf þess og starfræksla — eftirMarius Hdgason Fyrir nokkrum dögum, þegar ég er aftur kominn á heimili mitt, eftir stutta legu í sjúkrahúsinu, get ég ekki látið hjá líða, að lýsa alveg sérstöku þakklæti mínu fvrir alla þá sérlega góðu þjónustu sem ég, og ég tel víst að aðrir sjúklingar, sem þar þurfa að dvelja, njóti hjá læknum, hjúkr- unarfræðingum, sjúkraliðum og öðru starfsfólki sem á deildunum vinnur. Að vísu er ég ekki kunnug- ur þessari starfsemi, nema á handlækningadeildinni, lyflækn- isdeildinni, göngudeildinni og röntgendeildinni, þ.e. þeim deild- um sem ég hefi legið og/eða notið starfsemi frá, en mér er tjáð af kunnugum, sem ég er viss um að er rétt, að sama góða þjónustan er á öðrum deildum sjúkrahússins, sem sé bæklunardeildinni, barna- deildinni og kvensjúkdóma- og fæðingardeildinni. Það er geysilega mikið starf sem allt starfsfólkið leggur á sig til að lækna og hlynna sem mest og best að öllum þeim er þar dvelja, og í mörgum tilfellum við hin erfiðustu skilyrði. Og vil ég þá taka dæmi, og nefna handlækn- ingadeildina og sjálfsagt líka bæklunardeildina, en nokkrir þurfa að talsverðu leyti að vinna bæði á deildunum í sjúkrahúsinu og svo á göngudeildinni, sem — því mióur — er ennþá staðsett niður í bæ, og mér finnst lítt skiljanlegt. En áður en nýja álman við bygg- ingu sjúkrahússins hófst, varð að taka leigupláss í miðbænum svo að starfsemi þessarar deildar gæti hafist, sem var knýjandi, þar sem ekkert pláss var fyrir hana í sjálfu sjúkrahúsinu, fyrr en hin fyrir- hugaða nýbygging kæmist upp, en þar var henni að sjálfsögðu ætlað sérstakt pláss ásamt slysadeild- inni. Þetta er mér vel kunnugt um, því á þeim tíma átti ég sæti í stjórn sjúkrahússins. Áður en ég varð að hætta í henni, skv. boðum .. endurtek ég áskor- un mína til stjórnar sjúkrahússins að gera nú þegar ráðstafanir til að flytja göngudeildina í sjúkrahúsið og í það pláss, sem henni var í upphafi ætlað, svo og at- hugun og viðgerð á gluggunum í gömlu byggingunni...“ þáverandi heilbrigðisráðherra, að tveir af fimm stjórnarmönnum skyldu víkja fyrir öðrum tveimur frá starfsfólkinu, var endanlega gengið frá teikningum af þessari nýju álmu við sjúkrahúsið. Því er mér kunnugt um hvar í nýbygg- ingunni þessi starfsemi skyldi vera — þ.e. göngu- og slysadeildin. Ég varð því ekki lítið undrandi þegar byggingin var vel komin undir þak, og byrjað að innrétta hana, sem að vísu enn er ólokið að fullu, að það fyrsta sem þar var innréttað, var stærðar pláss fyrir skrifstofu sjúkrahússins, sem er þar enn. Satt að segja skil ég ekki slíkar ráðstafanir, þar sem ekki er nokkur þörf á að hafa aðalskrif- | stofu sjúkrahússins þar á staðn- um, og það í stóru plássi sem tekið er frá mjög áríðandi starfsemi sjúkrahússins, enda mjög auðvelt að hafa hana hvar sem er í bænum. Nóg er af skrifstofuplássi til leigu hér á Akureyri. Ef forstjórinn tel- ur sig þurfa að vera staðsettan í sjúkrahúsinu, mætti sjálfsagt finna þar einhvers staðar eitt her- bergi handa honum í húsinu. það hefur verið og er enn mjög nauðsynlegt að hafa göngudeild- ina í sjálfu sjúkrahúsinu. Býst ég við að allir þeir, sem eitthvert skynbragð hafa á þessum hlutum, sjái, og það án umhugsunar. Það er alveg víst, að mjög marg- ir þeirra sjúklinga, sem liggja á sjúkrahúsinu, þurfa að fara til Maríus Helgason áríðandi athugunar á göngudeild- ina, og þurfa þeir þá að klæða sig upp úr rúminu, og síðan er þeim ekið í bæinn á leigubílum, og að meðferð lokinni ekið aftur upp í sjúkrahúsið. Fyrir utan þau óþæg- indi sem þetta veldur sjúklingun- um, svo og læknunum, er það al- veg víst að þetta kostar þó nokkuð fé, og sá kostnaður, sem sjúkra- húsið greiðir, dregur sig saman yf- ir árið. Að vísu þurfa fleiri að sækja göngudeildina en þeir sjúklingar sem liggja inni í sjúkrahúsinu, því þar koma margir til eftirlits og athugunar, sem ekki dvelja í Ferðamál á íslandi — eftir Einar Þ. Guðjohnsen Á síðastliðnu ári skrifaði ég nokkrar greinar í DV um ferðamál á Islandi. í þessum greinum fór ég m.a. hringferð um landið og taldi upp ýmislegt, sem gæti orðið til framdráttar og gagns fyrir ferða- málin sem atvinnuveg. Þessi skrif hafa legið niðri um hríð, en nú mun ég taka þráðinn upp að nýju og þá á nýjum vett- vangi. Áður en lengra er haldið er ástæða til að ræða lítillega um ís- lenzkt heiti þessa atvinnuvegar eða starfsemi. Ferðaþjónusta eða ferðamannaþjónusta eru nokkuð góð en þó fulllöng orð. Einnig má nota orðin túrismi og túristar. Þessi orð falla vel að málinu enda er fullt af -ismum og -istum í ís- lenzku máli þegar fjallað er um stjórnmál og listir, og dettur eng- um í hug að amast við þeim leng- ur. Öll þessi orð nota ég jöfnum höndum. Ferðaiðnað eða ferða- mannaiðnað vil ég hinsvegar hvorki sjá né heyra. Orðið iðnaður þýðir skv. orðabók Árna Böðvars- sonar skipulögð framleiðsla varn- ings úr hráefnum. Enska orðið industry hefur miklu víðtækari merkingu oger stundum notað um ferðamannaþjónustu í ensku máli. Hversvegna þurfum við á er- lendum ferðamönnum að halda, getum við ekki áfram lifað af hefðbundnum atvinnuvegum okkar? Því miður getum við það ekki og það vita allir landsmenn. Svo mikið hafa þau mál verið rædd að undanförnu. Túrismi eða þjónusta við erlenda ferðamenn kemur ekki í staðinn yfir neitt annað heldur til viðbótar öðru. Við þurfum á öllum okkar möguleik- um að halda: Fiskveiðum, land- búnaði, iðnaði, stóriðju, fiskirækt, ferðamannaþjónustu o.s.frv. Og það sem meira er, allar þessar greinar grípa meira eða minna hver inn í aðra. Það er t.d. miklu betra að flytja hingað stóraukinn fjölda ferðamanna og láta þá neyta landbúnaðarafurðanna hér fullframleiddra en að flytja þessar sömu afurðir út sem ódýrt hráefni handa öðrum. Þetta ætti að vera augljóst og því eiga túrismi og landbúnaður samleið. Það er nærri því sama hvernig á þessi mál er litið, hagur okkar af inn- flutningi ferðamanna er augljós. Aðeins einangrunarsinnarnir, þeir sem vilja vera einir í heiminum og hafa allt prívat fyrir sig, verða að þrengja eitthvað að sér. Og þó er málið ekki alveg svo, alltaf verður nóg af afkimum, þar sem þeir geta verið einir í heiminum, ef þeir bara nenna að hafa sig þangað. Þessir afkimar eru ekki endilega uppi á reginfjöllum heldur einnig í næsta nágrenni okkar, örskammt frá þéttbýlinu. En öræfavinjarnar Þórsmörk, Eldgjá, Lakagígar, Landmanna- laugar, Hveravellir, Kerlingar- fjöll, Nýidalur/Jökuldalur, Herðu- breiðarlindir, Askja og margar fleiri eru ekki í neinni hættu, ef vel og skipulega er á málum hald- ið, og geta svo sannarlega tekið á móti margfalt fleiri gestum. Það er auðvelt að sýna fram á þessar staðreyndir ef á þarf að halda. Sjálfskipaðir ættjarðarvinir, sem hafa gert náttúruvernd að trúar- atriði, verða mér eðlilega ósam- mála. Staðreyndin er samt sú, að túrismi og náttúruvernd eiga sam- leið, enda hefur Ferðamálaráð nú hafið allsherjaráróður fyrir bættri umgengni um landið. Hugs- anlega mætti ganga skrefi lengra og spara svolítið um leið, þ.e. leggja Náttúruverndarráð niður í núverandi mynd og fela Ferða- málaráði verkefnin, svo augljós er fylgni þessara mála. Því miður hafa ferðamálin sem atvinnuvegur yfirleitt ekki verið á dagskrá hjá íslenskum stjórn- málamönnum, og telja má á fingr- Kinar Þ. Guðjohnsen „Því midur hafa ferða- málin sem atvinnuvegur yfirleitt ekki verið á dagskrá hjá íslenskum stjórnmálamönnum, og tekja má á fingrum ann- arrar handar þá stjórn- málamenn, sem nefnt hafa ferðamál í fram- boðs- og stefnuræðum sínum undanfarin ár.“ um annarrar handar þá stjórn- málamenn, sem nefnt hafa ferða- mál í framboðs- og stefnuræðum sínum undanfarin ár. Ferðamála- frömuðir hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna undan- farin ár og áratugi. Það vakti því almenna ánægju ferðamálamanna á Ferðamálaráðstefnunni í Borg- arnesi í nóvember sl. þegar samgönguráðherra lýsti því yfir, að ferðamálin yrðu tekin til at- hugunar sérstaklega sem hugsan- legur framtíðaratvinnuvegur til jafns við aðra aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Á þeim stað og stundu var þessi yfirlýsing ráð- herrans jákvæð og drengileg, og nánast loforð um stefnubreytingu. Eitt af því fyrsta, sem gera þarf, er að aflétta einhverjum af þeim ofboðslegu kvöðum, sem á ferða- málafyrirtæki hafa verið settar. Á farartækin hafa verið sett gjöld á gjöld ofan, langt úr hófi fram, og ferðaskrifstofum er gert að setja himinháar tryggingar með til- heyrandi kostnaði ef þær eiga að fá að starfa. Þessar tryggingar eru hrein vitleysa frá upphafi til enda og ættu að endurskoðast frá grunni. Sannleikurinn er, að ríkis- valdið hefur lagzt á þennan at- vinnuveg öðrum fremur og er mál að linni. Hinsvegar má og á að krefjast ákveðinnar menntunar eða reynslu í faginu til þess að fá rekstrarleyfi. Svo mætti einnig vera á öðrum sviðum og í öðrum atvinnurekstri. Það er svo annað mál og stjórnvöldum óviðkomandi hvaða tryggingu flugfélögin vilja fá frá ferðaskrifstofum, sem fá leyfi til að gefa út flugfarseðla. Þegar deyfð stjórnmálamanna gagnvart ferðamálunum er höfð í huga, kemur það úr hörðustu átt að ferðamálafrömuðirnir sjálfir skuli vera með úrtölur og lágkúru. Fyrir nokkru hlustaði ég á einn talsmann Ferðamálaráðs scgja það í viðtali í útvarpinu, að 7% aukning ferðamanna til landsins síðasta ár miðað við árið á undan væri óeðlilega há og mætti helzt ekki vera meiri en 3—4% milli ára. Hvers vegna? Einnig sagði hann réttilega, að ferðamálin væru sá atvinnuvegur, sem gæfi mest af sér miðað við fjárfestingu. Hversvegna má þá ekki fjárfesta meira og auka uppbygginguna hraðar? Það er rétt, að það er erf- itt að fá hingað aukinn straum ferðamanna, sérstaklega þá teg- und ferðamanna, sem skilur mest eftir af fé sínu, en ekki endilega Grænmeti úr eigin garði Búnaðarfélag íslands hefur gefið út bækling undir yfirskriftinni „Grænmeti úr eigin garði“. Nafn bæklingsins skýrir hvað í honum er að finna en það er fróðleikur um allar hliðar matjurtaræktunar fyrir almenning. Bæklingnum er fylgt úr hlaði með eftirfarandi orðum: „Grænmeti er hollmeti og ein besta uppspretta lífsnauðsyn- legra bætiefna og steinefna. Grænmeti er hitaeininga- og fitu- snautt en ýmsar tegundir þess eru ríkar af trefjaefnum. Ræktun grænmetis er öllu árvissari í litl- um heimilisgörðum en í stórum garðlöndum, eins og ræktun kart- aflna hefur margoft leitt í ljós. Grænmeti getur skilað veglegum afrakstri af litlum bletti, má því víða koma ræktuninni fyrir heima á lóðum. Grænmetisrækt- un er ekki vandasöm en eins og önnur ræktun krefst starfið nokkurs skilnings á þörfum plantna og umfram allt krefst hún alúðar og umhyggju í um- hirðu." Bæklingurinn er 84 sfður að stærð, saminn af Magnúsi óskarssyni og Óla Val Hanssyni. Verður hann seldur í bókaversl- unum en eins og er fæst hann þó aðeins hjá Búnaðarfélagi íslands. ómögulegt. Ferðamannaþjónusta hefur stóraukist í heiminum á undanförnum árum, en fjöldi ferðamanna til íslands hefur eig- inlega staðið í stað undanfarin 10 ár, sem þýðir afturför ef miðað er við uppgang annarra. Hvernig fara önnur lönd að í þessum efn- um og hvað getum við af þeim lært? Nýlega fór 21 manns hópur til Japan, Hong Kong og Singapore til þess að kynna sér efnahags- undrin þar og iðnaðaruppbygg- ingu. Vonandi verður árangur af þessari ferð, þó stutt væri, en ferðamálin hefðu gjarna mátt vera einnig á dagskrá. Uppbygg- ing túrismans hefur verið geysi- lega öflug og hröð á undanförnum árum í Suðaustur-Asíu. Lítum á Singapore þar sem á þriðju millj- ón manns býr. Árið 1978 fengu þeir 2 milljónir erlendra gesta og settu sér þá það mark að tvöfalda þá tölu á næstu 5 árum. Ég veit ekki betur en að sú áætlun hafi staðizt. Þar eru raðir lúxushótela, þær glæsilegustu byggingar sem hugsast getur, svo að ekki er tími lúxushótelanna liðinn i þeirra augum. Ekki byggja þau á lág- launum, því að í Singapore er al- menn velmegun og hreinlæti með afbrigðum mikið. Hingað til íslands verður sjálf- sagt aldrei „massatúrismi" eins og er til Spánar og annarra sólríkra og hlýrra landa, en það má örugg- lega auka verulega frá því, sem nú er. Nú eru tvö ný smáhótel að opna, annað við óðinstorg og hitt við Skipholt, verið er að stækka Hótel Sögu verulega og heyrzt hefur um áætlanir að stækka einnig Hótel Esju. Hvað verður um alla þessa viðbót hótelrýmis í Reykjavík ef ekki er æskilegt að auka ferðamannafjöldann nema ein 3% frá ári til árs? Það er greinilegt, að við verðum að gera betur en gert hefur verið, og það hlýtur að vera mögulegt. Land- kynning vegna ferðaþjónustu og afurðasölu er sama eðlis og getur farið saman meir en verið hefur. Margir og ánægðir erlendir gestir, sem héðan fara, eru okkar bezta auglýsing á erlendri grund. Þjón- ustan við gestina verður því að vera góð og jákvæð, nánast full- komin. Þetta þýðir ekki, að hver sem er geti gert hvað sem er hve- nær sem er, eins og íslendingar sjálfir gera. Stundum skiptir það meiru hvernig hlutirnir eru sagðir en hvað er sagt. Við verðum að kveða niður útlendingahatrið, sem hér hefur vaðið uppi á undanförn- um árum, þar sem sjálfskipaðir ættjarðarvinir kynda undir. F.inar Þ. Guðjohnsen rar fram- krxmdastjóri Ferðafélags íslands /12 ár og síðar stofnandi og fram- krxmdastjóri Útiristar í 7 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.