Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Valdimar Björnsson skrifar frá Minneapolis: íslensk menning - For- kosningar Demókrata „Oft minnast þín, ísland, á er- lendri slóð, þeir arfar er fjarvist- um dvelja," kvað Steingrímur Thorsteinsson. En hér hefur ekki verið bara um Islands niðja að ræða í því sambandi. Landið, þjóð- in, menningin, hafa verið aðalefni ýmsra félagsfunda hér í Minne- sota nýlega. Fyrir þó nokkru vóru það Danir sem settu íslensk efni í sviðsljósið á skemmtun sem haldin var í Dan- ish American Fellowship Center sem félagið heldur uppi að 4200 Cedar Avenue í Minneapolis. Nýskeð var það Minnesota-deild American-Scandinavian Foundat- ion sem bauð upp á „íslandskvöld" í Sateren Auditorium við Augs- burg College í Minneapolis, 13. marz. Svo kemur Heklu-klúbbur- inn með árlega Samkomu íslend- inga, föstudaginn 27. apríl, sem mun fara fram í fundarsal á höf- uðbóli Sons of Norway á Lake Street rétt við Hennepin Avenue í Minneapolis. Craig Scherf stjórnaði sam- kvæminu hjá Danish American Fellowship og er hann í stjórnar- nefnd félagsins, faðir hans af þýzkum ættum en móðir hans dönsk. Hann lagði stund á skand- inavísk fræði þegar hann var að útskrifast frá Minnesota-háskól- anum og hefur síðan látið þann áhuga ráða starfi sínu. Hann rek- ur verzlun í Saint Paul með blöð, tímarit og allskyns skandinavfsk- ar vörur til sölu — S. and S. News and Greetings heitir fyrirtækið, staðsett í American National Bank Skyway í St. Paul. Þar hefur hann á boðstólum póstspjöld og ýmsar myndir, tímaritin Iceland Review og News from Iceland, með öðrum, og hefur hann mynd- að sér sambönd beint við aðila á íslandi. Hefur hann gott val ís- lenskra hljómplatna og ýmsra smámuna. Áhugi Craig Scherfs á íslenzk- um efnum hefur farið vaxandi og planlagði hann sjálfur skemmti- kvöldið hjá Danska félaginu. Björn Björnsson, heiðursræðis- maður íslands í í Minnesota, náði í íslensku kvikmyndina „They Should Not Call Iceland Iceland“ í gegn um sendiráðið í Washington og flutti svo sjálfur ræðu um land og þjóð. Frú Helga Brögger systir Björns flutti erindi um íslenzka þjóðbúninga með rit Sigurðar málara um það efni sem grund- völl. Hún var í upphlut sjálf. Frú Leola Josefson líka í upphlut og Mary Josefson lögfræðingur, dótt- ir hennar, í peysufötum. Craig Scherf var bæði fundarstjóri og sölumaður þetta kvöld, hafði hljómplötur og annan varning með sér og seldist þó nokkuð af því. Dr. Einar 0. Joljnson, af sænsk- um og norskum foreldrum, hættur störfum sem kennari í mörg ár við Augsburg CoMege, er nú formaður Minnesotadeildar American- Scandinavian Foundation, tók þar við af Leolu Josefson. Hann hefur ráðstafað mörgum skemmti- og fróðleiksfundum hjá ASF-deild- inni og flutt þar ítarleg erindi sjálfur, til dæmis um Peer Gynt, leikrit Henriks Ibsen, þegar verið var að leika það á Guthrie The- atre. Um síðari misseri hefur Ein- ar efnt til funda þar sem löndin i Norden hafa fengið „hvert sinn skammt". Finnland var á dagskrá ekki alls fyrir löngu — hljómlist, söngvar og Kalevala-ljóð á finnsku, og upplestur enskra þýð- inga á finnskum ljóðum og smá- sögum. Börje Váhámáki, sem kennir finnsku við Minnesota-há- skólann, var aðalþátttakandinn. Hreinn Líndal óperusöngvari söng nokkur lög með venjulegri snilld sinni, Mary Josefson lögfræðingur spilaði undir. Sænsk, norsk og dönsk efni hafa verið í öndvegi en nú var röðin komin að Finnlandi og loks ís- landi, og það á skemmtun á þriðjudagskvöldið, 13 mars, í Sat- eren Auditorium á Augsburg Col lege, menntasetri norsks-lúth- erskra í heila öld. Eftir nokkur inngangsorð flutt af fundarstjóra, dr. Einari John- son, var sýnd kvikmynd sem Björn Björnsson konsúll fékk í gegn um sendiráðið í Washington. Var myndin látin heita „On Top of the World“, sýndi Reykjavík nærri eingöngu og var enska talmálið flutt af Magnúsi Magnússyni, margreyndum í þeirri þraut hjá BBC-útvarpskerfinu. Hreinn Lindal óperusöngvari kom þá með sex sönglög og vakti framkoma hans mikla hrifningu sem oftar. Áheyrendur fögnuðu hinni skæru, kraftmiklu rödd hans og túlkun á skandinavískum söngvum. Fyrst kom Draumalandið hans Sigfúsar Valdimar Björnsson Einarssonar, svo Vögguljóð Sig- urðar Þórðarsonar, Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns, Eins Schwann eftir Edvard Grieg, Ton- arna eftir Sjöberg og Sæterjent- ens Söndag efir Ole Bull. Við und- irleik var Lawrence Henry, kenn- ari í St. Paul. Lokaatriðið á undan kaffinu og veitingunum á Student Center skammt frá var ræða um ísland sem flutt var af Valdimar Björns- syni. Hann rakti sögu landsins f megindráttum frá landnámstíð og áfram og svaraði nokkrum spurn- ingum á eftir. Var lítið minnst á „hundamálið". Rétt eftir páska, föstudaginn 27. apríl, verður árleg Samkoma ís- lendinga í Minneapolis og víða þar um slóðir sem Hekla, félag kvenna, hefur haldið í mörg ár. Að þessu sinni fer það fram í fundar- sal í Sons of Norway-byggingunni á Lake Street rétt við Hennepin Avenue í Minneapolis. Fundar- stjóri verður frú Helga Brögger sem tók við forystu Heklu-klúbbs- ins í ár, eftir að hafa verið forseti hans fyrir nokkuð mörgum árum. í ræðustól verður frú Irene Þor- björg Chain sem var við nám á Háskóla íslands í fyrra á meðan Loren Chain maður hennar kenndi þar. Þau hjónin eru bæði fædd og uppalin nálægt Gimli, Manitoba, og var Irene forseti Heklu-klúbbs- ins þegar tekið var á móti frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, á meðan Scandinavia To- day-tilhöldin stóðu yfir 1982. Björn Björnsson ræðismaður mun kynna frú Chain um leið og hann flytur kveðjur fyrir íslands hönd. Bill Holm sem kenndi við Há- skóla íslands eitt námsár fyrir nokkru á Fulbright-styrk mun setja sinn fjöruga svip á mann- fagnaðinn með söng og píanóleik. Hann skreppur inn úr heimasveit- inni í Minneota, þar sem íslend- ingabyggðin komst á stað 1875. Forsetaframbjóðendur segja farir sínar ósléttar Minnesotabúar hafa fyigst sér- staklega vel með forsetaframboð- um demókrata, sem eðlilegt er úr því Walter Mondale hefur verið aðalmaðurinn í þeirri keppni. Þessi methodista-prestssonur, fæddur og uppalinn í suðurhluta Minnesotaríkis, þar sem afi hans frá Mundal í Sognefjord í Noregi settist að fyrir meir en manns- aldri, hefur þurft að segja farir sínar ósléttar. En það hafa fleiri. Af átta manns upprunalega í keppninni að sæja á móti Ronald Reagan, repúblikana og núverandi forseta, hafa fimm dregið sig í hlé. Þeir sem hættu vegna endurtek- inna ósigra í flokksprófkosningum í nokkrum ríkjum og „caucus“- fundum í heimasveitum í öðrum, eru Hollings, efrideildarþingmað- ur frá Suður-Karólínu, Askew, ríkisstjóri í Florida, Cranston, efrideildarþingmaður frá Kalif- orníu, McGovern frá Suður-Dak- ota, sem var frambjóðandi demó- krata i forsetakosningunum 1976, og Glenn, efrideildarþingmaður frá Ohio, frægur sem geimfari hér á árunum. Þrír tolla í baráttunni Mondale, sem var varaforseti með Carter forseta og efrideildarþingmaður þar áður frá Minnesota, Hart, efrideildarþingmaður frá Color- ado, og séra Jesse Jackson, negra- leiðtoginn, þekktur sem kröftugur ræðumaður. Spalta-spámennirnir, „columnists" í stórblöðunum — þora varla að skrifa um horfurnar upp á síðkastið, og mætti það vel gilda um þann sem þetta ritar. Breytingar hafa verið örar. Margt óvænt hefur skeð. Engum datt í hug að spá því að John Glenn mundi tapa fylgi svo hrak- lega, en hann var talinn aðal- keppinautur Mondales. Og ekki var spáð heldur að Gary Hart mundi komast langt á undan Glenn snemma í slagnum og á þann hátt að grafa hættulega und- an Mondale. Caucus-fundir hjá demókrötum og repúblikönum voru haldnir í Minnesota 20. marz, og jafnvel í heimkynni Mondales hefur verið vottur þess að Hart mundi ná talsverðu fylgi. Margir sem fylgjast með þess- um langdregna undirbúningi und- ir nóvemberkosningarnar kenna sjónvarpsþáttum frá hafi til hafs um ávinninga Harts. Hann kom þeim á óvart með fyrstu sigur- göngum sínum, þessum mörgu „sérfræðingum" sem tala óslitið um pólitíkina og fylgjast með leiknum þar eins og þeir væru að lýsa knattspyrnu, „baseball" eða öðrum íþróttum. Jafnvel eru kvartanir um hið mikla hlutverk sjónvarpsins í skoðunarmyndun í forsetakeppninni. Og á meðan fer Reagan forseti frekar friðsamlega sínar leiðir, viðurkenndur meist- ari við hljóðnemann og ljós- myndavélina. Ein athugasemd kom nýlega frá gömlum kollega í blaðamennsk- unni, Joseph H. Ball, sem hefur átt heima núna í nokkur ár á bóndabæ nálægt Front Royal í Virginia, ekki lengt frá höfuðborg- inni Washington. Harold Stassen, þá ríkisstjóri í Minnesota, út- nefndi Joe Ball sem United States Senator haustið 1940 þegar Ernest Lundeen dó, og var það til tveggja ára þangað til kjörtímabilið var útrunnið. Náði hann kosningu til sex ára kjörtímabilsins 1942, varð mjög þekktur fyrir frammistöðu sina á móti einangrunarstefnu Bandaríkjanna i stríðinu og hneykslaði flokksbræður sína með því að styðja Roosevelt forseta í kosningunum 1944 á móti Dewey. Hann var sannarlega frjálslyndur repúblikani en varð loksins svo hægrisinnaður að flokksleiðtogum blöskraði. Hubert Humphrey, þá borgarstjóri í Minneapolis, sló Joseph Ball út 1948 með kvart- milljón atkvæða meirihluta. Joe Ball skrifaði undirrituðum mjög síðbúið jólabréf rétt fyrir miðjan mars. Hann hefur ekkert tekið þátt í pólitíkinni lengi. En athugasemdir hans í bréfinu eru athyglisverðar. Hann minnist á „skrúðpakkningu Madison Avenue auglýsingameistara" á frambjóð- endum, þar sem athugasemdir þeirra sníðast samkvæmt því sem skoðanakannanir sýna sem álit fólksfjöldans „ef má segja að kjós- endur hugsi nokkuð um málefnin". „Ég býst við,“ sagði Joseph Ball, „að Minnesotabúar séu að undrast um það mikla óstöðvandi fylgi sem Mondale var talinn eiga, með um tuttugu milljónir í kosninga- sjóði sínum. Mér finnst kosninga- slagur demókrata hálf hlægilegur með vott af kaldhæðni um leið — svo að Reagan kæfi þá í atkvæða- flóði sínu í nóvember. Það hlýtur að vera betri leið til þess að út- nefna forsetaframbjóðanda en sú sem liefur virkilega innikróað okkur eins og stendur." Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: peningar Bara ísland á við margs kyns efna- hagsvanda að stríða. Því neitar enginn. En hinn almenni borgari á í vandræðum með að vega og meta þennan vanda þjóðarinnar. Hann veit ekki, hve alvarlegt ástandið er í raun og veru. Stjórnmálamenn- irnir sjá um útskýringarnar, og tölurnar má teygja á ýmsa vegu. Efnahagsvandamálin eru aðal- fréttir fjölmiðlanna og virðist svartsýnin ráða ríkjum. Fjöldinn allur af greinum frá sérfræðing- um og leikmönnum eru prentaðar í blöðunum og eru menn sammála um fátt. Birtar eru skýrslur, sem frægar alþjóðlegar stofnanir úti í heimi halda yfir efnahagsástand og fjármálaheilsu þjóða heims- kringlunnar. Þar er okkar kæra land komið ofarlega á blað, þegar skráð eru lönd, sem mikið skulda og litið afreka efnahagslega. Sem sagt, ekki gott. Það er þannig skiljanlegt, að al- múgi landsins einblíni á þessi vandamál og velti fyrir sér, hvort nokkur von sé til þess að úr rætist. Vonleysi og uppgjöf nær tökum á mörgum manninum. Vegna þessa er ekki úr vegi að minnast þess, að þjóðin hefir áður átt við örðug- leika að etja, og jafnan sigrast á þeim. Afli hefir brugðist, fisk- stofnar hafa horfið, tíð hefir verið slæm, heyfengur hefir verið léleg- ur. Ekkert af þessu er nýtt af nál- inni. Eini munurinn er sá, að nú á dögum er allt reiknað út í pening- um. Tölvur gleypa slæmu fréttirn- ar og spýta síðan út úr sér, hve mikið þjóðarbúið muni tapa í svona eða hinsegin tekjum. Það eru svo margvísleg önnur vandamál til í heiminum heldur en þau, sem með efnahag hafa að gera. Hollt væri ef til vill að kíkja á eitthvað af þeim, svona rétt til að dreifa huganum. Við skulum einskorða okkur við að skoða ein- göngu önnur eylönd. ímyndum okkur, að ísland væri í sporum írlands. Segjum svo, að á Vestfjörðum byggju íslendingar, sem að mestu væru afkomendur fyrrverandi drottnara landsins, Dana, og að þeir væru annarrar trúar heldur en við hinir. Hvers virði er það, að þurfa ekki að búa við það hatur og þær sorgir, sem þjáð hafa íbúa eyjunnar grænu í aldaraðir? Efnahagsvandamál leysast á tiltölulega skömmum tíma, en enginn veit, hvenær vandi írlands verður leystur. Hvað mynduð þið segja, ef eins væri á með okkur komið og fólki því, sem byggir eyna Kúbu, hér rétt fyrir sunnan Miami? Komm- ar myndu vera alls ráðandi og þessir sjálfskipuðu leiðtogar myndu klæðast grænum einkenn- isbúningum hnepptum upp í háls og vera alltaf með derhúfur. Sá, sem mest gæti látið spretta skegg- ið væri einræðisherrann og hann myndi halda mikið af ræðum. Við gætum ekki lengur stundað þjóðaríþróttina, pólitískar um- ræður, og blöðin þyrftu ekki að birta allar þessar löngu greinar og svargreinar og svör við svargrein- um. Ekki þyrftum við heldur að standa í tímafrekum og dýrum kosningabaráttum, og engar áhyggjur þyrfti að hafa af erfiðum stjórnarmyndunum. Stór hluti íbúanna myndi hafa flúið land og nýbyggð fangelsi myndu geyma hundruð pólitískra fanga. Fiskstofnar geta eflst á nokkr- um árum og stóriðju vaxið fiskur lensku þjóðarinnar getur lagast á tiltölulega stuttum tíma, en eng- inn veit, hvenær íbúar Kúbu losna undan oki Kastrós og kommún- ista. Eða hvernig skyldi okkur líka, ef við værum í svipaðri aðstöðu og Kýpurbúar? Þá myndi t.b. búa annarrar þjóðar fólk á Austur- landi, talandi annarlega tungu. Við myndum hafa borist á bana- spjótum, og í landinu myndi dvelja herlið frá Sameinuðu þjóð- unum til að stía okkur í sundur. Efnahagur íslands verður orðinn blómlegur löngu, löngu áður en Grikkir og Tyrkir verða farnir að búa saman í sátt og samlyndi á Kýpur. Enginn er búmaður nema hann berji sér, segir máltækið. Samt verður stöðugur barningur leiði- gjarn og niðurdrepandi. Minn- umst þess, að til eru önnur og oft alvarlegri vandamál og stundum óleysanleg að því er virðist en efnahagsvandamál. Þau er hægt að leysa, og mun það sannast á íslandi í náinni framtíð. Það er eins og þeir segja hérna vestur í um hrygg á áratug. Afkoma ís- henni Ameríku: „It s only money!“ H J / f f.-i Trr /i* ■ i 'i't i -vi J Ut> lO^íli 11 / : i | l'á J ’k Í41J T i k*A < *< I lb I >/v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.