Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 6
54 MORGUN&LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 MótS8tjórnarmenn, fremri röA frá vinstri: Jón Böóvarsson, Jóhann Þórir Jónsson, Páll Jónsson. Aftari röð: Páll Vilhjálmsson, Högni Torfason, Eiríkur Alexandersson, Halldór Ingvason, Jón G. Briem. Mótsstjórn 11. Reykjavíkurskákmótsins, sitjandi frá vinstri: Þráinn Guömundsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Friöþjófur Max Karlsson, Guðbjartur Guðmunds- son. Standandi: Trausti Björnsson, Kristinn Þorsteinsson, Sigurbergur Elentínusson. Á myndina vantar Einar H. Guðmundsson og Ólaf H. Ólafsson. Blómlegt skáklíf á íslandi Skák Gunnar Gunnarsson Ekki fer á milli mála að skáklíf á íslandi stendur nú með óvenju miklum blóma. Koma hinna er- lendu skákmeistara, sem sumir hverjir eru hér enn að tefla, hefur hleypt miklu lífi í skákstarfsemina og örvað okkar menn til dáða enda lét árangurinn ekki á sér standa. Glæsileg frammistaða hinna ungu íslensku skákmanna gefur okkur góð fyrirheit um glæsta framtíð ef svo heldur fram sem horfir. Þessi skákbylgja sem nú gengur yfir markar líka á vissan hátt tímamót á fyrirkomulagi skákmóta hér á landi. Bankar og sparisjóðir hafa löngum verið velviljaðir skák- hreyfingunni og styrkt starfs- emina á margan hátt, en þó ber hæst hina 3 ríkisbanka: Lands- bankann, Búnaðarbankann og Út- vegsbankann. Landsbankinn stofnaði fyrir tveimur árum styrktarsjóð í því skyni að styrkja annars vegar unga skákmenn í skólum lands- ins, og hafa þegar verið veittir styrkir til nokkurra skákmanna sem teflt hafa til úrslita í keppn- inni „Skólaskák“ sem haldin er um allt land og fer fram á vegum Skáksambands íslands. Enn- fremur hefur sjóðurinn þann til- gang að styrkja þá skákmenn sem hljóta alþjóðlegan- eða stór- meistaratitil. Þegar Jóhann Hjartarson verður útnefndur al- þjóðlegur meistari í haust (eða kannski stórmeistari), bíður hans styrkur úr þessum sjóði. Útvegsbankinn hefur gengist fyrir árlegu jólahraðskákmóti með þátttöku okkar fremstu skákmeistara og veitt myndar- leg verðlaun og notað um leið tækifærið og styrkt Skáksam- andið með veglegri fjárhæð. Síð- ast en ekki síst réðist Búnaðar- bankinn í það stórfyrirtæki að halda hér alþjóðlegt skákmót í nafni bankans. Mun Margeir Pétursson hafa átt þá hugmynd að notfæra sér komu nokkurra skákmeistara hingað til lands til keppni í Alþjóðlega Reykjavík- urmótinu og efna til nokkurs konar upphitunarmóts. Forráða- menn Búnaðarbankans eiga mikinn heiður skilið fyrir þetta framtak, en eins og öllum er enn í fersku minni heppnaðist það mót ljómandi vel og varð bank- anum til mikils vegsauka og kynningar. Þetta framtak Bún- aðarbankans er algjör nýlunda, og í rauninni er þarna að rætast gamall draumur skákáhuga- manna og forystumanna, að fjárhagslega öflug fyrirtæki standi undir kostnaði við móts- hald alþjóðlegra skákmóta hér á landi. Fyrirkomulag alþjóð- legra skákmóta Skáksamband íslands og Tafl- félag Reykjavíkur stóðu sameig- inlega að mótshaldi Reykjavík- urmótsins sem heppnaðist mjög vel og áhorfendur kunnu að meta. En endanleg ákvörðun um að halda þetta mót var ekki tek- in fyrr en mánuði áður en mótið byrjaði vegna mikillar óvissu um hvort hægt yrði að útvega nægi- lega mikið fjármagn til að standa undir kostnaði við mótið. f janúarmánuði voru margir þess fýsandi að hætta við mótið vegna þessarar óvissu. Enn eitt nýmælið í skákstarf- semi á íslandi átti sér svo stað í Grindavík nokkrum dögum eftir að Reykjavíkurmótinu lauk. Tímaritið Skák, með ritstjórann Jóhann Þóri Jónsson f farar- broddi, efndi til fyrsta alþjóð- lega skákmótsins utan Reykja- víkur með þátttöku 5 útlendinga. Nokkur félagasamtök á Suður- nesjum bundust samtökum og unnu sameiginlega að þessu ásamt Jóhanni Þóri. Keppendur gistu á hótelinu við Bláa lónið sem kannski er að verða vinsæll ferðamannastaður. Enda þótt mörgum hafi þótt nóg komið af skákkeppni 1 bili er þetta framtak af hinu góða. Ef slík keppni gæti örvað til frekari skákiðkunar á Suðurnesjum um leið og menn kynnast Suðurnesj- um betur er tilganginum náð með slíkri keppni. Þegar margir leggjast á eitt með framkvæmd slíkra móta er eftirleikurinn auðveldur. Fram- tíðarsýn forystumanna íslenskra skákmanna er því sú, að við get- um haldið hér árleg alþjóðleg mót með þátttöku heimsfrægra skákmeistara án þess að íþyngja svo fjárvana félagasamtökum eins og Skáksambandi fslands eða Taflfélagi Reykjavíkur, sem ekki fá einu sinni nægilegt fjár- magn til að sinna brýnustu verk- efnum við innlend verkefni. Við eigum nú orðið góðan kjarna af mönnum með sérþekk- ingu á skipulagingu slfkra móta, en þar er í mörg horn að líta. Ræða þarf við og bjóða þekktum skákmeisturum með nægum fyrirvara, því þeir skipuleggja þátttöku sína í mótum með fnargra mánaða fyrirvara. Takmarkið er því: Alþjóðlegt Kcykjavíkurskákmót sem fastur liður árlega undir stjórn Skák- sambands fslands og Taflfélags Reykjavíkur, sem veita alla að- stoð við faglega vinnu við mótið en mótið verði fjármagnað af annaðhvort bönkum, hótelum, Reykjavíkurborg eða öðrum aðil- um. Nýjar bækur um kristileg máleftii eftir Torfa Ólafsson Fontana-bókaútgáfan í London gefur út fjölda vasabrotsbóka, þar af margar um kristileg málefni og frá ýmsum sjónarhornum. Hér verður getið fimm nýrra bóka, sem allar eru athyglisverðar, hver á sínu sviði, þvf að höfundar þeirra aðhyllast mismunandi kirkjudeildir. Who Will Deliver Us? eftir Paul Zahl verður fyrst fyrir mér. Hún kom út skömmu fyrir sl. áramót. Höfundurinn er sóknarprestur í Biskupakirkjunni, fæddur og upp- alinn í New York og nam guðfræði bæði i heimalandi sínu og Eng- landi. Titill bókarinnar er tekinn úr Rómverjabréfi Páls postula, 7, 24., og fjallar um friðþæginguna, að Kristur frelsaði manninn með fórnardauða sínum frá hinum ei- lífa dauða. Sjálfur gat maðurinn ekkert gert af eigin rammleik sér til bjargar. Við þekkjum ofur vel þau orð að Kristur hafi þjáðst og dáið vegna synda okkar, en segja þau orð nútimamanninum yfir- leitt nokkurn skapaðan hlut? Finnur hann nokkra syndabyrði hvíla á sér? En þótt hann geri það ekki, verður hinu ekki neitað, eins og höfundurinn undirstrikar, að maðurinn er hræddur, þreyttur og þrúgaður og það kemur niður á heilsu hans og heimilislífi. Streit- an lamar hann, hann verður reiði- gjarn og þunglyndur og finnur sig ekki eiga neina von. Hjónabandið er oft í molum og í vonleysi sínu bindur maðurinn stundum endi á líf sitt. En hver getur frelsað hann, gefið honum nýja von og lífshamingju? Það hefur Kristur þegar gert með fórn sinni; maður- inn er frjáls, endurleystur, en hann gerir sér það bara ekki ljóst. The Gospel from Outer Space eft- ir Robert Short kom líka út rétt fyrir áramótin. Höfundurinn er Bandaríkjamaður og hefur áður skrifað „The Parables of Peanuts", „Something to Believe in“ og „A Time to be Born — A Time to die“. Hann ræðir um ævintýri nútíma- mannsins, vísindaskáldsögurnar, vísindakvikmyndirnar og mynda- sögurnar, hvernig þær segi frá góðum og vitrum gestum utan úr geiminum, sem komi til að hjálpa mönnum sem eru niðursokknir í að arðræna og drepa hverjir aðra. En samtímis þrá þessir sömu menn hamingjuna og leita hennar, það er eins og þeir viti að þeir séu búnir að týna lyklinum að lífs- hamingjunni en þeim verði ekki rótt fyrr en þeir finni hann. Höf- undurinn vikur að kvikmyndum eins og „Stjörnustríð", „Súper- mann“, „E.T.“ og fleiri slíkum og sýnir fram á kristileg viðhorf í þeim, og hann tekur upp þætti úrl alkunnum myndasögum þar sem kristileg hugsun felst að baki text-j um, sem í fljótu bragði séð fjalla um eitthvað annað. Á einum stað í bókinni stendur þessi klausa: „Til er maður sem sendur var til jarðarinnar af föður sínum. Hann var alinn upp í fátækt og þar sem hann var ekki af þessum heimi, dvaldist hann sem fram- andi meðal mannanna ... En honum voru ætluð sérstök örlög ... Hann helgaði frábæra hæfi- leika sína sannleikanum og rétt- lætinu og á þann hátt rétti hann hlut hinna kúguðu og auðmjúku, hinni þjáðu og hinna valdalausu ... hlut alls heimsins ... Þetta er þó ekki Hann.“ Og hvern skyldi gruna að hér sé átt við „Súpermann"? Höfundurinn telur kærleikann vera það eina sem geti gefið mönnunum lífshamingju og hafn- ar möguleikanum á eilifri útskúf- un, enda telur hann þá kenningu eiga höfuðsökina á því, hversu margir hafa snúið baki vð kirkj- unni. Continually Aware eftir Ritu Snowden kom út í byrjun þessa árs. Höfundurinn er djákni í kirkju meþódista á Nýja-Sjálandi. Hún hefur samið yfir 60 bækur, bæði fyrir börn og fullorðna, og fjalla þær allar, beint eða óbeint, um kristindóm. Meðal þeirra eru bænabækur: bænir fyrir börn, fyrir önnum kafið fólk, fyrir aldr- aða og fyrir konur. Þessi bók Ritu er byggð upp af stuttum þáttum (30 þáttum á 153 blaðsíðum) sem benda lesandan- um á, hvernig alkunn vers í Biblí- unni, og engu síður hversdagslegir hlutir sem á vegi okkar verða, geti öðlast nýja þýðingu í huga okkar, ef við séum nógu athugul og opin fyrir boðskap þeirra. Það er ekki laust við að sumir þættirnir minni á „Morgunorð" Ríkisútvarpsins, þar sem flytjandinn leggur út af ósköp venjulegum hlut eða atviki, sem aðrir taka ekki eftir eða þeim finnast vera nauðaómerkilegir, þangað til einhver bendir þeim á, hvað hægt sé að læra af þeim. Seeking God eftir Esther de Waal kom út um svipað leyti og bók Ritu Snowden. Esther er ætt- uð frá Wales og nam sögu. Síðar fékkst hún við kennslu í Cam- bridge og Nottingham, og eftir að hún giftist, fluttist hún með manni sínum til Kantaraborgar, átti börn og buru og hélt áfram að kenna sögu. Hún stofnaði fyrir tæpum tveim árum „Benediktsfé- lag“, sem gekkst fyrir því að fólk bjó í samfélagi að hætti heilags Benedikts frá Núrsía í tíu daga og varði tíma sínum til náms, helgi- halds og líkamlegra starfa. Og þessi bók hennar fjallar einmitt um hl. Benedikt og reglu hans. Undirtitill hennar er: „The Way of St. Benedict", og skrifar erkibisk- upinn af Kantaraborg formála að henni, auk Basils Hume kardínála, sem sjálfur er benediktsmunkur. Esther de Waal er hinsvegar angl- íkani. Bókin hefst á stuttri upprifjun um hl. Benedikt, sem fæddist árið 480 í Núrsía á Ítalíu, byggði klaustrið fræga á Cassino-fjalli og er kallaður faðir munklífis á Vest- urlöndum. Meginhluti bókarinnar á að vera mönnum leiðbeining til að skilja stefnu hl. Benedikts og haga lífi sínu eftir henni, að svo miklu leyti sem auðið er í daglegri önn leikmannsins. Bókinni er skipt í 10 kafla. Á eftir hverjum kafla fara tilvitnanir í merka höf- unda, svo og bænir, og á eftir þeim er gerð grein fyrir heimildum. Dæmi um tilvitnun í rit Eyði- merkurfeðranna: „Einn öldunganna var spurður, hvað auðmýkt væri, og hann sagði: Það er auðmýkt ef þú fyrirgefur bróður þínum, sem hefur sært þig, áður en hann biðst fyrirgefningar sjálfur." Saint Benedict of Nursia eftir hinn ágæta breska blaðamann Patrick O’Donovan, kom út hjá Fontana nú fyrir skemmstu. Höfundurinn er víðkunnur fyrir söguþekkingu sínu og ritleikni. Hann skrifaði t.d. fastan þátt, sem hann kallaði „Charterhouse Chronicles" í kaþ- ólska vikublaðið „Catholic Her- ald“, þangað til hann kvaddi þenn- an heim á sl. ári. Af þeim þáttum er hann mér kunnastur. Bók hans um hl. Benedikt er í allt annarri mynd en aðrar papp- írskiljur Fontana. Hún er í stóru broti, 21x23,5 sm, því að myndir hennar eru fengnar úr bók Walt- ers Nigg um hl. Benedikt, sem gef- in var út af Herder-forlaginu í Freiburg im Breisgau í Þýska- landi. Sú bók var í ritröð um helga menn kirkjunnar, hinni sömu og bókin um hl. Frans frá Assisi, sem kaþólska kirkjan hér gaf út 1979 með texta Johannesar Jörgensen í þýðingu Friðriks J. Rafnar. Bæk- urnar í þýsku ritröðinni eru inn- bundnar en þessi bók er heft. Lesmál bókarinnar er rúmar 44 síður og segir það sögu hl. Bene- dikts og reglu hans af mikilli kunnáttu, með ávæning af þeim græskulausa húmor í stílnum, sem gerði Patrick O’Donovan að eftir- lætishöfundi svo margra. Við þær bætast svo 48 litmyndasíður af fornum listaverkum og landslagi á slóðum hl. Benedikts, hliðstæður við myndirnar í sögu hins heilaga Frans. Torfi Ólafsson er formadur Félags kaþólskra leikmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.