Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 þess kost að greiða 3 dollara fyrir töskuna ef þeir vildu að starfsfólk PE kæmi henni út í vél. Um borð í vélunum áttu ekki að vera nein tímarit eða dagblöð og ef farþeg- arnir óskuðu eftir drykk, kaffi, mat eða snarli þá áttu þeir að greiða aukalega fyrir það. Sem sagt, í stuttu máli, engin af hinum hefðbundnu þægindum áætlunar- flugsins nema gegn aukagreiðslu. í dag eru flestar þessar hugmynd- ir orðnar að raunveruleika, flug- félagið PEOPLExpress. PEOPLExpress hefur notað eina Boeing 747/200 í N-Atlantshafsflugleiðinni frá því að það flug hófst í júní 1983. Væntanlega verður þremur B-747-breiðþotum bætt við í sumar. um ódýrt fargjald í innanlands- fluginu er 44 dollara-fargjaldið (1.300 ísl. kr.) milli New York og Washington DC, sem er 70 mín. flug með B-727-þotu. Á þessari sömu leið býður PE aðeins 19 doll- ara fargjald (560 ísl. kr.) sem er svipuð upphæð og við borgum fyrir leigubíl frá Lækjartorgi til Hafnarfjarðar og til baka. Að vísu eru þau skilyrði sett fyrir þessu ódýra gjaldi að ferðast eftir kl. 19.00 virka daga eða á laugar- og sunnudögum. í öðru lagi vitnar það til hinna sérstöku samskipta við starfsfólk- ið, en það er ekki óeðlilegt, því allt fastráðið starfsfólk verður að kaupa hlutabréf við ráðningu og fer upphæðin eftir eðli starfsins. Sérhver starfsmaður ber titil- inn „framkvæmdastjóri" (manag- er) t.d. eru flugmenn fram- kvæmdastjórar flugs, starfsfólk farskrárdeildar og flugfreyjur/- þjónar eru framkvæmdastjórar viðskiptaþjónustu, og flugvirkjar bera tiltilinn framkvæmdastjórar viðhalds o.s.frv. Titlarnir eru ekki aðeins til skrauts eins og svo oft vill verða, því það eru aðeins fimmtán raunverulegir æðstu stjórnendur. Það, að félagið er sameign allra 1.200 „stjóranna" er bersýnilega nóg til að þeir verði hver og einn yfirmaður yfir sjálf- um sér og inni starf sitt vel af hendi. Þá er starfsfólkið ekki í neinu stéttarfélagi, en það skiptir auð- vitað miklu máli fyrir reksturinn, því verkalýðsfélögin setja fyrir- tækjum margvíslegar takmarkan- ir, ekki síst flugfélögum. Þannig hefur PE leyfi til að láta fólkið ganga á milli hinna ýmsu starfa. Flugmenn þurfa eftir hverja 70—80 flugtíma að vinna nokkra daga í flugumsjón, starfsfólkið í farskrárdeild vinnur sem flug- freyjur/þjónar og öfugt. Auk þess þurfa allir með regulegu millibili að hjálpa til við innritun farþega, afgreiðslu vélanna, bera töskur o.s.frv. og meira að segja æðstu stjórnendurnir fimmtán eru ekki undanþegnir skiptingunum. Starfssvið þeirra fimmtán æðstu skiptist ekki eftir deildum eins og víða tíðkast hjá flugfélög- um heldur ber hver og einn ábyrgð á sinum hluta starfsfólks- ins og ákveðnum flugleiðum. Síð- an samræma þeir þetta innbyrðis og fá þannig heildarsýn yfir reksturinn. Til gamans má geta þess að enginn þeirra hefur einka- ritara. Hið lýðræðislega skipulag og von starfsfólksins um hlutdeild í hagnaðinum ef vel gengur virðist vega þyngra a metunum en mikið vinnuálag og lægri grunnlaun hjá PE. Gífurlegur fjöldi umsókna um lausar stöður er til marks um það. PE borgar töluvert lægri grunnlaun en önnur flugfélög og áþreifanlegt dæmi eru byrjenda- laun flugmanna, sem eru frá 30 þús. dollurum á ári (885 þús. ísl. kr.), en það þykja ekki sérstaklega há laun fyrir atvinnuflugann í Bandarikjunum. í kjölfar Laker á Atlantshafinu Það er ekki langt síðan sir Breska flugtímaritiö Flight International skýrir frá því í nýlegu hefti aö bandaríska flugfélagiö PEOPLExpress (PE) hyggi á aukin umsvif á Noröur-Atlantshafsflug- leiöinni. Auk innanlandsflugs í Bandaríkjunum flýgur félagið nú á flugleiðinni New York — London og býður mjög lág fargjöld eða 149 dollara (tæpl. 4.400 ísl. kr.) fyrir sætiö aðra leiðina. í frétt frá Flight kemur fram að PE hafi nýlega undirritað tveggja ára samning við eitt af dótturfyrirtækjum Boeing um leigu á þremur notuðum Boeing 747-breiðþot- um — tveimur B-747/200 og einni B-747/100. Vélarnar verða teknar í notkun í júní nk. Samkv. samningum getur PE annaðhvort keypt vélarnar á samningstímabilinu eða í lok þess ef áhugi er fyrir hendi. B-747/200 vélarnar eru mun dýrari og er kaupverð hverrar vélar 21,5 millj. dollara (rúml. 634 millj. ísl. kr.) samanborið við 16,5 millj. dollara (tæpl. 487 millj. ísl. kr.) sem 100-gerðin kostar. Núverandi stjórnarformaður og aðalhvatamaðurinn að stofnun flugfélagsins fyrir tæpum þremur árum, Donald Burr, hefur að sögn Flight áhuga á að nota hinar nýju breiðþotur á N-Atlantshafsleið- iimi og hefur í þvi sambandi mik- inn áhuga á Luxemborg og Amst- erdam sem nýjum endastöðvum í Evrópu. Ef þetta er eitthvað ann- að en orðin tóm þá er þess að vænta að PEPOLExpress hefji flug inn á meginland Evrópu á komandi sumri og þá kannski hættulega nærri endastöð Flug- leiða sem er í Luxemborg eins og kunnugt er. Bæði flugfélögin eru kunn aust- an hafs og vestan fyrir lág far- gjöld yfir Atlantshafið. Fram að þessu hefur þó eini ákvörðunar- staður PE í Evrópu verið London og því er ekki óliklegt að áform stjórnenda PE skaði samkeppnis- aðstöðu Flugleiða á Atlantshafs- flugleiðinni; þ.e.a.s. ef þau verða að veruleika. PEOPLExpress, sem er eitt fyrsta afsprengi frjálsræðisstefnu Carter-stjórnarinnar í flugmál- um, hefur vaxið mjög hratt og það er óhætt að fullyrða að það sé flugfélag með mjög ferskan blæ. Fargjöld og kostnaður í lágmarki Flugfélaginu var ýtt úr vör af hópi fyrrverandi framkvæmda- stjóra Texas International-flugfé- lagsins sáluga, en þeir töldu að með frjálsari flugmálastefnu Bandaríkjastjórnar árið 1978 yrði hægt að brydda upp á ýmsum nýj- ungum í flugrekstri, og litu m.a. til nágrannaflugfélagsins Southwest Airlines sem hafði um skeið boðið lág fargjöld, haldið kostnaði í lágmarki og rekið flugflota sinn eins og strætis- vagna, ef svo má að orði komast. Hugmyndin var að bjóða lág fargjöld, tíðar ferðir og bein flug milli stöðva í eða við stærsu borg- irnar í mið- og austurríkjum Bandaríkjanna, og borga, þar sem ferðatíðnin var frekar lág miðað við flutninga og fjargjöldin því tiltölulega dýr. Töldu aðstandend- ur PE að á slíkum leiðum væri helst hægt að auka farþegafjöld- ann. Þá áttu ekki að vera neinar söluskrifstofur og væntanlegir farþegar áttu að hringja beint í farskrárdeild félagsins í New York eða að panta far hjá ferða- skrifstofum. Innritun farþega átti að fara fram við brottfararhliðin eftir tölvuprentuðum pöntunar- listum en farþegarnir áttu að greiða sjálft fargjaldið um borð í flugvélunum. Farþegarnir áttu að bera farangur sinn sjálfir að flugvélunum en skyldu þó eiga í byrjun keyptar 17 Boeing 737 Þegar framangreindar hug- myndir voru færðar í form var ákveðið að aðalstöðvarnar yrðu á Newark-flugvellinum sem er einn þriggja flugvalla New York- borgar. Samið var við þýska flugfélagið Lufthansa um kaup á 17 notuðum Boeing 737/100-vélum og var kaupverð hverrar vélar 4,5 millj. dollarar, 132,7 millj. ísl. kr.). PE setti fleiri sæti um borð þannig að þær rúmuðu 118 farþega í stað 90 eins og var hjá Lufthansa, en þetta var unnt með því að taka úr vélunum hluta eldhúsanna og fyrsta klassa farrýmið. Þá voru settir í vélarnar rýmri skápar fyrir handfarangur. Reksturinn hófst svo formlega 30. apríl 1981 með 3 af hinum 17 vélum sem voru keyptar af Luft- hansa og var í fyrstu flogið til 4 borga. Núna eru áfangastaðirnir innan Bandaríkjanna orðnir a.m.k. 16 og svo London í Atlants- hafsfluginu. Flugvélaflotinn er núna orðinn 22 B-737, 8 B-727 og 1 B-747. Sl. ár keypti félagið 44 B-727-vélar, 8 eru þegar í notkun en hinar 36 komu ein af annarri næstu tvö árin. í júní nk. bætast í hópinn breiðþoturnar þrjár sem getið var hér að framan. Sérhver starfs- maður „stjóri“ Orðið „People" í nafni félagsins, eða fólk, eins og það útleggst á íslensku, hefur tvöfalda merkinu. í fyrsta lagi vitnar það til þeirrar staðreyndar að lágu fargjöldin laða að stóran hóp ferðafólks sem annars hefði tekið sér far með lestum eða langferðabílum. Dæmi PEOPLExpress Luxemborg hugs- anlegur ákvörðun- arstaður í Evi' Flug Gunnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.