Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 77 Um bókina „The Hundredth Monkey“ eftir Ken Keyes jr.: Þegar hundraðasti apinn Kristján Baldursson skrifar frá Ósló. „Til Velvakanda. Þessi bók hefur verið þýdd á sænsku og norsku. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum 1982 og hefur verið gefin út í 500.000 ein- tökum þar. Bók þessi er kölluð „Biblía" frið- arhreyfingarinnar vegna þess að hún fjallar um atómkapphlaupið og hvernig almenn alheims hug- arfarsbreyting sé nauðsynleg til þess að skapa möguleika á því að draga úr atómógnunum stórveld- anna. { upphafi bókarinnar er vitnað í japanska apatilraun sem staðið hefur í 30 ár. Tilraunin var gerð með jap- anska apastofnin Macaca fuscata á eynni Koshima. Tilraunin byggðist á því að kartöflur voru lagðar út reglulega aðgengilegar fyrir apana. Vísinda- mennirnir tóku fljótt eftir því að öpunum líkaði vel þessi fæða, en miður óhreinindin utan á kartöfl- unum. Þá gerðist það að ungt kvendýr fann upp á því að byrja að skola óhreinindin af kartöflun- Litla Reykja- víkurmær Haft var samband við Velvak- anda út af dægurlagatextanum Litla Reykjavíkurmær sem birtist hér í þættinum fyrir skömmu. Þar var höfundar ekki getið en Ragnar Jóhannesson skólastjóri frá Akra- nesi er höfundur textans og orti hann árið 1939. Mynd af íslenzk- um ketti hefði átt betur við Kona hringdi: „Föstudaginn 23. mars birtist í DV frétt þess efnis að ísmat hf. í Njarðvík sé í þann veginn að hefja framleiðslu á hunda- og kattamat. Segir í fréttatilkynningu að skreytingar á dósum verði ramm- íslenzkar. Ekki ber að rengja það sem stendur á prenti, en ég fæ bara ekki skilið að síamslæðan Lady sé rammíslenzk. Og þó hún sé verðlaunagripur frá Bandaríkj- unum, hefði mér fundist eiga bet- ur við að nota mynd af íslenzkum ketti til að skreyta dósirnar, ekki síst þar sem fyrirhugað er að afla erlendra markaða." Svanlaug Löve Hver var for- senda verð- hækkunar á víni og tóbaki? Kaupmaður í Kópavogi hringdi: „Ég hef verið að velta fyrir mér forsendum þessarar vín- og tób- akshækkunar sem framkvæmd var hinn 22. marz. Hún er senni- lega til komin vegna tilmæla fjár- málaráðuneytisins þar sem Albert Guðmundsson situr við stjórn. Hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðl- um að hann bíði eftir því að við kaupmenn lækkuðum vöruverð og bætum þannig lífskjör almenn- ings í landinu. En þarna sýnist mér ekki gengið á undan með gott fordæmi ef þetta er hans framlag til væntanlegra verðlækkana. Við kaupmenn höfuð þegar stigið fyrstu skrefin til verðlækkunar — það hafa verið ýmis tilboð í gangi um lækkun á einstökum vörum eins og t.d. K-tilboðin. En ríkið ætlar greinilega ekki að fylgja þessari stefnu. Nú hækkaði tóbak mest um 85,7 prósent og er það engin smávegis hækkun. Þessar lækkanir á vöruverði sem kaup- menn hafa komið til leiðar virðast hins vegar ekki hafa vakið neina athygli hjá stjórnvöldum." lærði ... um. Seinna kenndi hún móður sinni að gera það sama. Leikfélag- ar hennar lærðu líka þetta snilld- arbragð og kenndu mæðrum sín- um. En flestir fullorðnu aparnir héldu sínum upptekna hætti og létu sig hafa það að éta moldina með. Eftir sex ár var hluti apanna sem alltaf þvoði sínar kartöflur, nákvæmlega hversu margir er ekki vitað. Við getum sagt að þeir hafi ver- ið 99. Þá gerðist það stórkostlega við tilraunina. Einn góðan veður- dag lærði hundraðasti apinn að þvo kartöflur og á þeim degi fóru næstum allir aparnir að gera það sama áður en þeir lögðu sér kart- öflurnar til munns. Með öðrum orðum þá varð hundraðasti apinn til þess að hugmyndafræðilegur grundvöllur var fenginn til að meirihluti fylgdi þessum nýja sið. Þessi nýja þekking varð allt í einu almenningseign og dreifðist með furðulegum hraða til annarra apahópa á landi og á öðrum eyj- um. Tilraun þessi hefur sýnt svo ekki verður um villst, að þegar nægjanlega margir einstaklingar höfðu lært, þá breiddist þekkingin út á annan hátt gegnum ein- hverskonar innsæi milli einstakl- inganna. Þessi frásögn í byrjun bókar- innar er skemmtileg og notuð til að líkja saman þeirri hugarfars- breytingu sem þarf að verða hjá mannfólkinu til að vernda mögu- leikana á góðri framtíð á þessari jörð. Þú getur orðið hundraðasti ap- inn sem verður til þess að sameig- inlegur skilningur og hugarfars- breyting nái að breiðast út og verða að alheims afli og máttugri hreyfingu sem skapar frið og skilning milli einstaklinga og þjóða. Þetta er lítil bók um mikið mál, mál sem alla varðar. Bókin er samsafn af stuttum greinum hnitmiðuðum og gull- kornum höfðum eftir heimsfræg- um vísindamönnum, stjórnmála- mönnum eða boðberum friðar. Fjöldi tilvitnana í bókmenntir, ræður og félagasambönd eru í bókinni. „Styrkur mannkynsins felst ekki í hvössum vígtönnum, skörp- um klóm og ruddalegu afli. Heldur í hæfileikum einstaklinganna til að vinna saman og nýta möguleik- ana i lífinu." „Því meira sem þú lærir að elska því meira skilur þú af kraftaverkinu sem býr í duldu afli hvers manns." Góð bók.“ HÁÞRÝSTI- HREINSIDÆLUR FRÁ GERNI GERNI hreinsitækin bjóöa upp á stórkostlega möguleika með ýmsum fylgihlutum. Létt og meðfærileg tæki, sem skila árangri. Eru á sérlega góðu verði. Einkaumboð á íslandi Skeifan 3h - Sími 82670 HÖSTU! Vikuskammtur afskellihlátri .unv.n wci — .fjtfsa 19 197 nav 50 RftlBiH bfi^ffi uí.íísn^ l______________ AUGlVSINGASTOFA KRISTINAR Hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.