Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 17
17 , i i MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1984 Árangurslausar viðræður kaup- manna við Visa og Eurocard: Loka á öll krít- arkortaviðskipti 1. september Forráöamenn Sparisjoða Keykjavíkur og nágrennis og Pundsins á bladamannafundinum í g«r. Frá vinstri: Baldvin Tryggvason, sparisjóösstjóri í SPRON, Jón G. Tómasson, formaöur stjórnar SPRON, Garðar Jóhannsson, sparisjóðs- stjóri í Pundinu, og Eiður Árnason, formaður stjórnar Pundsins. Morgunbiaðið/ rax. Sparisjódur Reykjavíkur og nágrennis býöur almenna yfirdráttarheimild: SPRON og Pundið sameinast 11. maí SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðurinn Pundið munu sameinast 1. júní n«stkom- andi. Samningur þar að lútandi var gerður sl. föstudag og staðfestur á aðalfundum sparisjóðanna í fyrra- dag, að því er forráðamenn þeirra sögðu á blaðamannafundi í g«r. Samningurinn felur m.a. í sér, að allar eignir, réttindi og skuld- bindingar Sparisjóðsins Pundsins renna saman við eignir og skuld- bindingar SPRON, sem einn mun bera ábyrgð og skyldur gagnvart lögbundnum eða samningsbundn- um kröfum á Pundið. Þá mun SPRON taka við allri stjórn og starfsmannahaldi núverandi starfsstöðvar Pundsins, sem er í nýju eigin húsnæði í Hátúni 2. Þar verður tekið upp nýtt nafn, Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis - Pundið, og verður starfsstöðin starfrækt sem útibú frá SPRON. Forráðamenn sparisjóðanna sögðu á fundinum í gær, að þeir teldu samrunann verulegan ávinn- ing fyrir báða sjóðina. I Pundinu eru nú 1600—1800 reikningar af ýmsum gerðum. Eigið fé sjóðsins var um sl. áramót 1,1 milljón króna, en á siðasta ári varð 120 þúsund króna halli á starfsemi sjóðsins. Það var mun minni halli en árið áður, að því er Garðar Jó- hannsson, sparisjóðsstjóri, sagði á fundinum. Skv. samþykktum Pundsins rennur eigið fé hans og eignir til trúboðs Fíladelfíusafn- aðarins verði hann lagður niður. Söfnuðurinn mun framvegis geta tilnefnt trúnaðarmenn í stjórn SPRON. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri í SPRON, sagöist telja þennan samruna veruleg tímamót í starfsemi sparisjóðanna í land- inu. Venjan hefði fremur verið sú, að bankarnir hefðu yfirtekið starfsemi sparisjóðanna út um land en vonandi hefði þessi sam- runi fremur þau áhrif, að spari- sjóðirnir sameinuðust í öflugri einingar eins og gerst hefði víða í nágrannalöndum okkar. Afkoma SPRON á síðasta ári var góð. Rekstrarhagnaður ársins 1983 var 3,9 milljónir þegar frá höfðu verið dregnar 5,4 milljónir í tekju- og eignaskatt. Eigið fé sjóðsins jókst um 31,4 milljónir eða 91,8%, innlánsaukningin varð 82,3%, sem er nokkru meiri en að meðaltali hjá innlánsstofnunum. Heildarinnistæöur í sparisjóðnum voru í árslok 433 milljónir. Hluti af aukningunni er tilkominn vegna nýs útibús, sem opnað var á Seltjarnarnesi á sl. ári. Á aðalfundi SPRON á laugar- daginn var m.a. greint frá því, að 11. maí nk. verði ávísana- og hlaupareikningskerfi sparisjóðs- ins sameinuð í eitt, þ.e. í hlaupa- reikninga. í framhaldi af þeirri sameiningu geta þeir viðskipta- vinir, sem eru í föstum launa- reikningsviðskiptum, sótt um fastan yfirdrátt á reikning sinn, allt að 10 þúsund krónur. Áskilið er, að þeir sem fá yfirdráttinn séu ekki í vanskilum við sparisjóðinn og hafi ekki sýnt verulega van- rækslu með ávísana- eða hlaupa- reikninga sína. Föst launareikningsviðskipti eru t.d. þau tilvik er atvinnurek- andi leggur reglulega laun um- sækjenda á innlánsreikning í sparisjóðnum, eða þá reiknings- hafinn sjálfur. Sömuleiðis teljast reglulegar greiðslur trygginga- bóta inn á reikning í bankanum föst launareikningsviðskipti. Nýir viðskiptamenn í sjóðnum geta fengið yfirdráttarheimild um leið og þeir geta sýnt fram á að þeir séu að koma, eða þegar komnir, í föst launareikningsviðskipti. For- ráðamenn sparisjóðsins sögðu í gær, að það væri ljóst að þessi möguleiki, að geta fengið að yfir- draga reikning sinn, hljóti t.d. að koma sér vel fyrir einstaklinga, sem ættu í erfiðleikum með að láta enda ná saman um mánaöa- mót. SAMNINGUM við krítarkortafyrir- tækin Visa og Kredikort sf. verður formlega sagt upp af hálfu 24 fyrir- tækja með 50—60 verslanir á sínum snærum frá og með deginum í dag, 1. maí. Á meðal fyrirtækjanna 24 eru allir stærstu matvörumarkaðir höf- uðborgarsvæðisins, auk annarra smærri verslana svo og verslana af Suðurnesjum og á Akureyri. I upp- sögninni er miðaö við að umræddar verslanir hætti að taka við krítar- kortunum frá og með 1. september. Nefnd á vegum verslananna hefur undanfarna mánuði átt við- ræður við fulltrúa krítarkortafyr- irtækjanna. Upphaflega ætluðu kaupmennirnir að segja samning- unura upp þann 20. apríl en ákváðu að biða með ákvörðun sína fram yfir aðalfund Visa sl. föstu- dag. Nefndin átti síðan fund í gærmorgun með fulltrúum fyrir- tækisins. Ekkert tilboð um lækk- un þóknunar kom þar fram af hálfu fulltrúa Visa. Kreditkort sf. hefur heldur ekki boðið lægri þóknun. Að sögn Gunnars Snorrasonar, formanns nefndar kaupmann- Jóhann vann SJOTTA umferð alþjóðaskákmóts- ins í New York var tehd í gær. Jóhann Hjartarson vann Shir- azi, írana búsettan í Bandaríkjun- um, en Helgi Ólafsson á jafntefl- islega biðskák við Bandaríkja- manninn Burger. Dzindhindasvili er efstur á mótinu með 5 vinninga. anna, var því ekki um annað að gera en segja samningunum upp frá og með deginum í dag eftir viðræðurnar við fulltrúa Visa. Samningaviðræðum á milli þess- ara aðila verður haldið áfram þrátt fyrir uppsögnina en óljóst er með framhald viðræðna við Kred- itkort sf. Sex flug- freyjur um borð í DC-8 LAUSN hefur fengist á deilu Flugleiða og flugfreyja um fjölda starfandi flugfreyja um borð í DC-8 vélum félagsins í Atlants- hafsflugi. Nú um nokkurt skeið hafa 5 flugfreyjur starfað um borð í vélunum á þessari flugleið en flugfreyjurnar fóru fram á að þeim yrði fjölgað í sex. Sam- komulag varð um að málið yrði sett í nefnd, sem skipuð var tveimur fulltrúum frá hvorum aðila og oddamanni frá ríkis- sáttasemjara, og er Geir Gunn- arsson skipaður oddamaður. Meirihlutaúrskurður nefndar- innar, þ.e. fulltrúa flugfreyja og oddamanns, var sá, að sex flugfreyjur skyldu starfa um borð í DC-8 vélunum og hafa Flugleiðir ákveðið að hlýta þessum úrskurði. Fjölmenni í velheppnaðri Hlégarðsreið Fáksmanna Hátt í fímm hundruð manns og eitt þúsund hross tóku þátt í hinni árlegu Hlégarðsreið hestamannafélagsins Fáks síðastliðinn laugardag. Lagt var af stað um fjögurleytið frá hesthúsunum í Víðidal og að sögn þeirra sem fylgdust meö hópreiðinni leið um einn og hálfur tími frá því fyrstu menn fóru hjá þar til þeir síðustu komu. Er þetta talið ein fjölmennasta og hestflesta hópreiðin fram að þessu. Elsti þátttakandinn í hópreiðinni var hin kunna kempa Þorlákur Otte- sen en hann verður níræður á þessu ári og var hann með tvo til reiðar. Ölvun var með minna móti og virðist sem Bakkus sé á sífelldu undan- haldi úr þessum viðburði en eins og venja er til þá eru liðsmenn Bakkus- ar ávallt mest áberandi þótt í minnihluta séu. i Ljósmynd VK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.