Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1984 31 GLÆSILEGT ÍSLANDSMET HJÁ ODDI SIGURÐSSYNI í 400 M HLAUPI „Égvar búinn að lofa mömmu íslandsmeti í hlaupinu“ „Ég lofaði mömmu meti á afmælisdaginn er hún hringdi í mig í síðustu viku. Og það er best að standa við loforð sín. Þetta var eiginlega gjöf til hennar í tilefni afmælisins,“ sagði Oddur Sígurösson spretthlaupari í samtali við Morgunblaðið í tilefni glæsilegs íslandsmets er hann setti á frjálsíþróttamóti í Des Moines í lowa-ríki á laugardag, 25. afmælisdag sinn. Oddur hljóp 400 metrana á 45,69 sekúndum, en hann átti sjálfur eldra metiö, sem var 46,49 sekúndur, sett í fyrravor. Hiö nýja met Odds mun vera þriöji besti árangur Noröurlanda- búa frá upphafi, aöeins þeir Markku Kukkoaho Finnlandi, sem hljóp á 45,59 á ólympíuleikunum í Múnchen 1972, og Erik Josjö Sví- 18 holur VORMÓT Golfklúbbs Hellu fór fram um síöustu helgi. 96 keppendur mættu til leiks. Leiknar voru 18 holur meö og án forgjafar. Sigurvegari varð Magnús Jónsson GS á 75 höggum og Hilmar Björgvinsson GS lék á 77 höggum ásamt Óskari Sæmundssyni. Meö forgjöf sigraði Friörik Andrésson GR á 68 höggum, annar varö Smári Jóhannsson á 69 höggum. Þriöji varö Sigur- jón Arnarson GR á 71 höggi. Halldór vann HALLDÓR Matthiasson sigraöi í Bláfjallagöngunni sem fram fór um helgina. Gengnir voru um 20 km. Tími Halldórs var 1:16,37 klst. Þrír bræöur komu hnífjafnir í mark á tímanum 1:20,00 og voru í 2.—4. sæti. Þaö voru þeir Stefán, Guöni og Eiríkur Stefánssynir. Einar Kristjáns- son varð fimmti á 1:20,48 klst. Keppendur voru 20 og vakti þaö athygli aö engin kona keppti að þessu sinni. Þess má geta aö Marinó Sigurjónsson, 14 ára drengur, varö í 11. sæti í göngunni. þjóö, sem hljóp á á 45,63 í Stokk- hólmi 1981, eru betri. Danska met- iö er 45,89 sekúndur og þaö norska 46,60. Jafnframt setti Oddur skólamet og eiga þeir þre- menningarnir Oddur, Einar Vil- hjálmsson og Óskar Jakobsson þá allir skólamet í sínum greinum. „Ég er ánægöur meö þennan árangur, en vona bara aö ég eigi eftir aö gera betur í sumar. Er aö visu í toppi núna, en á eftir aö haga æfingum þannig aö ég nái góöum árangri seinna i sumar. Takmarkiö er aö spjara sig vel á meistaramóti skólasvæðisins eftir tvær vikur og svo á bandaríska háskólameist- aramótinu um mánaöamótin. Þar veröur keppnin gífurlega hörö, enda lágmarkiö til aö taka þátt í mótinu 46,00 sekúndur," sagöi Oddur. Oddur varö þriöji i methlaupinu í Des Moines, sigurvegarinn, Clar- ence Daniels, hljóp á 45,43 og Níg- eríumaöurinn Sunday Uti, sem ver- iö hefur einn allra besti 400 metra hlaupari heims undanfarin ár, varö annar á 45,50, en hann hljóp á 44,96 sekúndum í fyrra, sem var 7.-8. besti árangur ársins. Á mót- inu varö skólasveitin í fjóröa sæti í 4x400 metra boðhlaupi á 3:04,04 og fékk Oddur 45,1 sekúndu í millitíma á lokasprettinum. Meö þessum árangri hefur Oddur sigrast svo um munar á ólympíulágmarkinu, sem er 46,30 sekúndur, og kveöst hann vonast til aö ná aftur keppnistoppi um þaö leyti sem leikarnir fara fram. Oddur hefur staðið sig með sóma á þeim stórmótum sem hann hefur tekið þátt í, og stefnir nú aö því aö spjara sig einnig vel á ólympíu- leikunum í Los Angeles í ágúst- byrjun. — ágás. Morgunblaöiö/Þórarinn Ragnarsson • Oddur Sigurðsson setti nýtt íslandsmet í 400 metra hlaupi síðastliðinn laugardag. En þann dag átti Oddur einmitt afmæli. Tími Odds var frábær. Hann hljóp vegalengdina á 45,69 sem er þriðji besti tími sem Norðurlandabúi hefur náö í greininni frá upphafi. Með þessum frábæra árangri náði Oddur líka ólymp- íulágmarkinu. Hafþór kemur heim HAFÞÓR Sveinjónsson, sem leikiö hefur í vestur-þýsku 2. deildinni í vetur, mun aó öllu óbreyttu koma til landsins áður en langt um líöur og leika með sínum gömlu fé- lögum í Fram í 1. deild knattspyrnunnar í sumar, skv. þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflaö sér. KR efst EINN leikur fer fram í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu í dag. Fram og Valur leika kl. 14.00. Á morgun leika svo Ármann og Víking- ur. Úrslit í síöustu tveimur leikjum uröu þau að Fylkir sigraði Ármann 3—2 og Vík- ingur og KR geröu jafnteflí, 2—2. Staðan í Reykjavík- urmótinu er núna þessi: KR 4 2 2 0 11:7 8 Fram 3 2 1 0 7:0 7 Fylkir 4 2 0 2 8:13 6 Þróttur 3 111 4:1 4 Valur 10 10 3:3 2 Víkingur 2 0 11 4:5 1 Ármann 3 0 0 3 2:10 0 Pétur sigraði Íslandsglíman fór fram að Laugum um helgina. Pétur Yngvason HSÞ sigraði, fékk fjóra vinninga. Aðeins fimm keppendur voru mættir til leiks. Jón Unndórsson Leikni fékk 3 vinninga og Kristján Yngvason HSÞ, bróöir Pét- urs, tvo. Þeir Jón og Pétur glímdu til úrslita og var sigur Péturs öruggur. — pR. Belgíska Grand Prix Alboreto sigraði Markvörðurinn jafnaði leikinn: Furðulegt atvik í leik Fylkis og Ármanns ítalinn Michele Alboreto sigr- aði um helgina í belgíska „Grand Prix“-kappakstrinum. Hann ekur Ferrari-kappakstursbíl. Tími hans var 1 klst. 36 mín. 32,048 sek. Meðalhraði hans í keppninni var 185,430 km á klst. Englendingurinn Derek Warwick sem ekur Renault-bíl var í ööru sæti. Litlu munaði á fyrstu tveimur mönnum. Warwick kom í mark 42,386 sek. á eftir Alboreto. Röö næstu ökumanna var þessi: Rene Arnoux, Frakklandi, Ferrari Keke Rosberg, Finnlandi, Williams- Honda Einn meö tólf rétta í 33. leikviku Getrauna kom fram einn seöill meö 12 réttum og var vinningur fyrir rööina kr. 369.040-, en 72 raöir reyndust vera með 11 rétta og var vinning- ur fyrir hverja röð kr. 2.196.- Nú eru 2 leikvikur eftir hjá Getraunum fyrir sumarhlé en ensku deildakeppninni lýkur laugardaginn 12. maí. Elio De Angelis, ítalía, JPS-Lotus- Renault Stefan Bellof, V-Þýzkal. Tyrrell- Cosworth Ayrton Senna, Brasiliu, Toleman-Hart TG Patrick Tambay, Frakklandi, Renault Marc Surer, Sviss, Arrows-Cosworth Nelson Piquet, Brasilíu, Brab- ham-BMW Jonathon Palmer, Bretl., Ram-Hart Alboreto, sem er 27 ára gamall, vann þarna sinn þriöja Grand Prix-sigur frá upphafi. Hann haföi forystu allan tímann í keppninni og þótti aka mjög vel. Þeir Alain Prost og Niki Lauda sem sigruöu í fyrstu tveimur keppnunum í ár uröu aö hætta keppni vegna vélarbilunar. Staöa efstu manna i keppninni um heimsbikarinn er þessi: 1. Alain Prost, Frakkl. 15 2. Oerek Warwick, Bretl. 10 3. Niki Lauda, Auaturr. 9 «. Keka Rosberg, Finnl. 9 5. Michele Alboreto, italiu 9 6- EI10 De Angelis, ítaliu 6 7. Rene Arnoux, Frakkl. 4 S. Eddie Cheever, Bandar. 3 9. Riccardo Patrese, italiu 3 10. Martin Brundle, Bretl. 2 Andrea De Cesaris, Italiu 2 12. Palrick Tambay, Frakkl. 1 Ayrton Senna Da Silva, Brasilíu 1 Stafan Bellof, V-Þýskal. 1 Furöulegt atyik átti sér staö í leik Fylkis og Ármanns í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu um helgina. í einni sókn Fylkis náói markmaöur Ármanns boltanum á undan sóknarmanni Fylkis sem fylgdi þó vel á eftir og lenti í lít- ilsháttar samstuói við markvörð- inn. Sóknarmaðurinn mun hafa stuggað lítillega við markveröin- um sem haföi þó betur. En þegar sóknarmaöur Fylkis sá aö marktækifæriö var fariö for- göröum brá hann sér inn i mark Ármanns tók þar vatnsbrúsa sem markvöröurinn var meö og ætlaöi aö fá sér sopa. Þetta líkaði mark- veröi Ármanns illa. Hann hljóp inn í markið, með boltann i fanginu, reif brúsann af sóknarleikmanni Fylkis. Hann skyldi sko ekki fá vatnssopa! En í því gall flauta dómarans, sem dæmdi aö sjálfsögöu mark. Fylkir haföi jafnaö leikinn 2—2. Án efa eitt furðulegasta mark sem komiö hefur í knattspyrnuleik hér á landi og þó viöar væri leitaö í lang- an tima: Markvöröurinn sætti sig illa við þennan dóm og eftir oröaskak viö dómara leiksins þá fékk hann fyrst að sjá gula spjaldiö og þegar hann hélt áfram að rífast sá dómarinn þann kost vænstan aö gefa honum rauöa spjaldið og víkja honum af leikvelli. Þess má geta aö Fylkir sigraöi í leiknum 3—2. En jöfnunarmarkið í leik þessum veröur lengi í minnum haft. — ÞR Handknatt- leiksdeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla keppnistímabiliö 1984—85. Umsóknir sendist fyrir 10. maí nk. til handleiks- deildar Gróttu c/o form. Marinó G. Njálsson, Miö- braut 11, 170 Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.