Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 32
Opiö öll fimmtudags-, föstudags-. laugardags- og sunnudagskvöld AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. I’RIÐJIJDAGUR 1. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Mikill eltingarleikur lögreglu við eggjaþjófa í Gilsfirði: Þýsk hjón handtekin með átta fálkaegg Morjfunblaöid/ Ol.K.Mag. Spáð björtu veðri í dag Margir notuðu góða veðrið Suðvest- anlands í gær til útiveru. í dag er spáð bjartviðri um allt land og verða þá eflaust margir á ferli. Myndin var tekin í Sundlaug Vesturbæjar í gær. UNG ÞÝSK hjón voru handtekin í Gilsfirði í Barðastrandarsýslu í gærkvöldi. I»au höfðu í fórum sínum átta fálkaegg, sem þau höfðu rænt úr hreiðrum á Kellsströnd í Dölum. Hjónin voru handtekin eftir mikinn eltingarleik fyrir Klofning, sem lauk með því að þau voru stöðvuð í Gils- fírði og færð til Búöardals. í ljós hefur komið, að fimm fálkahreiður í Þingeyjarsýslum voru rænd um helgina. Fálkar verpa að jafnaði þremur til fimm eggjum svo ljóst er að fjölmörgum eggjum hefur verið stolið. Ljóst er að mikil verðmæti eru í húfi, því reikna má með að fyrir hvern tam- inn fálka, sem seldur er, fáist allt að hálf milljón króna. Hjónin, sem handtekin voru í gærkvöldi, voru á ferð í Þingeyjarsýslum um helgina og féll grunur á þau og leit hafin. Á Akureyri skiptu þau um bifreið og héldu á Blazer-jeppa vestur í Dali. Grunur leikur á, að sam- verkamenn hafi tekið við eggjun- um, sem stolið var fyrir norðan, en auðvitað er einnig hugsanlegt að aðrir hafi verið þar á ferð. „Fylgst var með hjónunum í dag úr fjarlægð, því við höfðum of lítið í höndunum til þess að láta til skarar skríða. Þau fóru inn Fellsströnd og síðan fyrir Klofn- ing. Þar létum við til skarar skríða, en þau komust undan inn Gilsfjörð en náðust þar. Þjóðverj- inn neitaði að snúa til Búðardals, svo taka varð bílinn traustataki og færa þau til Búðardals," sagði Pét- ur Þorsteinsson, sýslumaður, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Kggin fundust á konunni, en í bifreiðinni fundust áhöld til þess að varðveita egg, fjallgöngubúnaður og fleira. I samtali við Mbl. í gærkvöldi sagði Ævar Petersen, fuglafræð- ingur, að vonlítið væri að setja egg í hreiður á nýjan leik. „Möguleiki er að setja eggin í útungunarvél og ala ungana upp og sleppa siðan. Sá galli er, að foreldrar kenna ungun- um listina að bjarga sér í náttúr- unni og þess fara þeir á mis við,“ sagði Ævar Petersen. í Búðardal í gærkvöldi: Frá vinstri: Viðar Waage, lögreglumaður í Búðardal, Skarphéðinn Njálsson, aðstoðarlögregluvarðstjóri í Reykjavík, Pétur Þorsteinsson, sýslumaður, Búðardal, með snyrtiboxið sem útbúið var sem hitakassi, Ólafur Gunnarsson, héraðslögreglumaður á Skarði, sem handtók fólkið, og Steinar Birgisson, lögreglumaður úr Reykjavík. A myndina vantar Kristin Jónsson, lögreglumann, Skarði, og Kristján Sæmundsson, hreppstjóra á Skarði. A hinni myndinni má sjá Skarphéðin Njálsson með fálkaeggin. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið: Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri Árni Jörgensen fulltrúi ritstjóra STJÓRN ÁRVAKURS HF., útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur ákveðið að ráða Björn Bjarnason, blaðamann, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og Árna Jörgensen, blaðamann, fulltrúa ritstjóra. Björn Bjarnason er fæddur 14. nóvember 1944, sonur hjónanna Sigríðar Björnsdóttur og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1964 og lögfræðingur frá Háskóla íslands 1971. Á háskólaárum var hann formaður Stúdentaráðs og starf- aði sem blaðamaður á Morgun- blaðinu. Hann var útgáfustjóri Al- menna bókafélagsins 1971—1974, fréttastjóri erlendra frétta á Vísi 1974, en síðari hluta þess árs varð hann deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu. Björn Bjarnason sagði af sér embætti og gerðist blaðamað- ur á Morgunblaðinu í október 1979. Björn er kvæntur Rut Ing- ólfsdóttur fiðluleikara og eiga þau tvö börn. Árni Jörgensen er .fæddur í Siglufirði 6. ágúst 1949, sonur hjónanna Gunnars Jörgensen fyrrverandi póst- og símstjóra þar og Freyju Árnadóttur. Að loknu námi hér heima hélt hann til framhaldsnáms í Köln í V-Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á útlit og vinnslu dagblaða. Árni Jörgensen hóf störf hjá Morgunblaðinu 18. júní 1973 og hefur undanfarin ár starfað sem verkstjóri hönnunardeildar blaðs- ins. Kiginkona Árna er Sigrún Karlsdóttir. Sjá nánar: Til lesenda á bls. 2. Björn Bjarnason Árni Jörgensen Freista þess að bjarga Gretti af 75 metra dýpi TILRAUNIR til að bjarga dýpkunarskipinu Gretti, þar sem það liggur á 74—76 m dýpi 28 sjómílur VNV af Gróttu hefjast um miðjan júní að öllu forfallalau.su. Það er Köfunarþjónustan, sem ætlar að reyna að bjarga skip- inu. Þessa dagana standa yfír samningaviðræður á milli fyrirtækisins og Brunabótafélagsins, sem á skipið, um kaup á því. Að sögn Kristbjörns Þórarinssonar hjá Köfunarþjónustunni verður Grettir að líkindum seldur úr landi lánist að koma honum upp á yfírborðið. Sagði hann lítil sem engin verkefni fyrir dýpkunarskip að hafa hérlendis. Við björgunartilraunina sagði Kristbjörn að beitt yrði mjög full- komnum köfunar- og ljósmynda- búnaði, en Gretti yrði lyft úr sjó með björgunarpramma, sem hefði allt að 1.000 tonna lyftigetu. Þá yrði dráttarbátur einnig notaður. Grettir vegur um 400 tonn. „Það er ljóst að þetta verður feikilega mikil vinna. Sennilega munu átta manns koma til með að vinna að þessu og ég á ekki von á að þetta taki skemmri tíma eri mánuð," sagði Kristbjörn. Skipi hefur ekki áður verið bjargað af hafsbotni hér við land svo vitað sé. Möguleiki er á að Köfunarþjón- ustan taki einnig að sér björgun annars skips af hafsbotni á þessu sumri. Það er grænlenski togarinn Sermelik, sem liggur á um 40 metra dýpi í mynni Patreksfjarð- ar. Þrír einstaklingar af Patreks- firði keyptu skipið á sínum tíma af trygginarfélagi og vilja nú freista þess að ná því upp. Ekið á hjól- reiðamann HJÓLREIÐAMAÐUR var flutt- ur a slysavarðstofuna seint í gærkvöld eftir að bifreið hafði verið ekið aftan á hjól hans er hann var að fara yfir brúna yfir Kópavogslækinn. Við árekstur- inn kastaðist hann á brúar- stólpa og slasaðist talsvert. Ekki var nánar vitað um meiðsli hans er Mbl. fór í prentun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.