Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1984 flokki sjómanna, þeirra er vörðust kauplækkun útgerðarmanna í Blöndahlsslagnum. Fræg eru orðaskipti hans við lögreglustjóra í miðri orrahríð- inni, er vígamóður rann á sjómenn og þeir vildu óðfúsir berjast. Björn spyr lögreglustjóra: „Má ég spyrja yður einnar spurningar? Er það meiningin, að lögreglan verði látin berja á sjómönnum í hvert sinn, er þeir verja afkomu sína, kaup og kjör? Lögreglustjóri svaraði: „Þessu get ég ekki svárað." Þá er ég betur settur," svaraði Björn, „ég get svarað spurningunni fyrir yður, þér hafið sagt skák, en eftir er að vita hver segir mát.“ Björn og liðsmenn Sjómannafé- lagsins náðu nú valdi á vatnsbátn- um. Vatnstakan var hindruð og gengu þar fremstir fram Jafet Ottósson og Hjörtur Þorkelsson, netagerðarmaður síðar. Hann skar á siönguna og fjöldi sjó- manna tilnefnir Jón Bjarnason skipstjóra og netagerðarmann sem einn hinn vaskasta í liði sjó- manna. Um Björn Blöndal var kveðið þá er hann var orðinn löggæslumað- ur: „Hér í borginni allt er á iði en í sveitinni er friður og ró, þar sem bændurnir brugga í friði, meðan Blöndal er suður með sjó.“ Björn galt að ýmsu leyti vask- legrar framgöngu sinnar í verka- lýðssamtökunum þá er hann gerð- ist víneftirlitsmaður og „leitaði landa“. Samtök voru mynduð víða í sveitum að hindra leit hans að áfengi og villa um fyrir honum. Saga er sögð um þingeyskt yfir- vald er vildi halda hlífiskildi yfir bændum í héraði. Er sýslumaður vissi að Björns var von i áfengisleit, átti hann til að hringja að Fosshóli til Sigurð- ar, þá var öruggt að öll sveitin gat hlustaö: Heyrðu mig, Sigurður. Hefurðu nokkuð orðið var við ferðir hans Björns Blöndal. Það var hálft í hvoru von á honum. Stefán Jóhann Stefánsson er hinn sjötti. Hann er auðþekktur, brosir góðlátlega og ber harðkúlu- hatt. Það er ekki um að villast. Stefán ætlar ekki að teljast til erf- iðismanna og má segja að hann hafi þá þegar klæðst búningi er varð tákn um þær mannvirðingar er hann stefndi að. Á yngri árum umgekkst hann róttæka menn, kostaði útgáfu á bók Stefáns Pét- urssonar, Byltingunni í Rússlandi, þýddi greinar um Marx og Engels í aimanak alþýðu, var félagi Jóns Thoroddsen og Sigurðar Gríms- sonar, ungra skálda og róttækra. Seinna varð Stefán oddviti bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins og þótti Ólafi Friðrikssyni hann ryðja sér úr sæti. Stefán varð for- seti Alþýðusambands íslands. Lítt gaf hann sig þó að verkafólki. 1 tveggja binda ævisögu hans er engin mynd frá fundum eða sam- komum verkalýðsfélaga. Hann minnist ekki einu orði á Jóhönnu Egilsdóttur í sögu sinni. Stefáns verður lengi minnst fyrir þátt þann er hann átti í setn- ingu orlofslaga. Hann var glöggur og lögfróður maður. Sætti harðri gagnrýni í flokki sínum. Var bolað frá formennsku. Nú má spyrja: Um hvað var deilt? Þeir sem sóttu hvað harðast að Stefáni hafa sjálfir tekið upp stefnu hans í þeim málum er harðast var deilt um, herstöðvamál. Greinarhöfundur heimsótti Stefán þá er hann hafði látið af störfum og elli mæddi hann mjög. Samt klæddist Stefán og var hinn hýrasti í bragði. Rifjaði upp gam- ansögur frá fyrri árum, sagði frá því er hann var samskipa Staun- ing, forsætisráðherra Dana. Stauning hafði á æsku- og ungl- ingsárum starfað í vindlaverk- smiðju og reykti jafnan vindla af stórri gerð. Nú sátu þeir Stefán Jóhann í reyksal og nutu veiga. Stauning segir: Nu skal du ha’en cigar, Stefán Jóhann. Stefán segir: Nei, takk. Ég reyki bara á jólunum. Kylfa sú er Jón Bjarnason tók í Blöndahls-slagnum, nú í vörslu dótt- ursonar Jóns, Kjartans Gunnarsson- ar. Jón ber fána sjómanna í göng- unni. Er með derhúfu. Stauning situr við sinn keip og vill fyrir hvern mun að Stefán Jó- hann fái sér vindil. Grípur til þess bragðs er Stefán kveðst bara fá sér jólavindil, að hann gefur þjón- inum merki. Segir: Komið með þrefaldan viskýsjúss handa Stef- áni Jóhanni. við Stefán segir hann: Nú stingur þú út úr glasinu og þá eru komin jól. Sjómannafélagi 563 (það mun hafa verið Sæmundur ólafsson) ritaði grein í Alþýðublaðið þá er liðin voru 20 ár frá Blöndahls- slagnum svonefnda. Sæmundur sagði svo frá: „Eitt kvöld, er undirritaður var á verði undir forystu Jóns Bjarna- sonar, skipstjóra, kom um borð prófessor við Háskólann, sem var smáhluthafi í Sleipni hf. Hófu þeir Jón umræður um framferði sjómanna og alla málavöxtu. Ræddu þeir málið af fullri kurt- eisi, en mjög var Jón skorinorður og ósveigjanlegur. Minnist undir- ritaður ekki að hafa heyrt karl- mannlegri málsvörn en svör Jóns Bjarnasonar. Prófessorinn var og rólegur og virðulegur, en talaði mest um landslög, sem Jón kvað vera mannaverk og gefast mis- jafnlega. Skildu þeir Jón og próf- essorinn að því er virtist sáttir og með fullri kurteisi. Prófessorinn kvaddi okkur liðsmennina einnig virðulega." Um þátt Jóns Bjarnasonar segja félagar hans: Jón Bjarnason taldi nú tíma til kominn að hefja afvopnunarráð- stefnu. Gefst ei rúm til rekja fangbrögð hans við lögreglumenn og aðstoðarlið þeirra, hvítliða. Það verður væntanlega gert síðar, en segja má að viðureign Jóns við kylfubúið lið lögreglunnar lyki með því að hann afvopnaði tvo liðsmenn, lögregluþjón og hvítliða. Sjálfur kom hann heim meiddur og sár, höfuð hans blóðugt eftir kylfuhögg og barsmíð hvítliða og lögreglumanna. Herfang hafði Jón tekið til minja, tvær kylfur er lögreglan hafði beitt. Annarri þeirra skilaði Jón til lögreglu- þjónsins er hann hafði afvopnað. Var hann fjölskyldumaður og taldi Jón að hann yrði fyrir ámæli yfirboðara ef hann saknaði stöðu- tákns. Kylfu hvítliðans hélt Jón og birtist hér mynd af henni. Jón var stjarnan í flokki okkar sjómanna, sagði Högni Högnason, aldraður sjómaður, sem tók þátt í Blön- dahlsslagnum er hann rifjaði upp atburði í skrifstofu Sjómanna- félagsins í desember sl. Jón Bach var sendur til Bret- lands til þess að tala máli sjó- manna og sækja um inngöngu í alþjóðasamtök sjómanna og hafn- arverkamanna. Útgerðarmenn sendu boð til Bretlands um að Jón væri háskamaður og bæri að hindra landgöngu hans. Er skipið kom til Bretlands komu lögreglu- menn um borð og handtóku Jón. Var hann settur í fangelsi og hafð- ur í haldi uns skipið lét úr höfn. Jón komst þó eftir krókaleiðum til Hollands og tókst að ná sambandi við forystumenn ITF. Síðan er Sjómannafélagið í alþjóðasam- bandi þessu. Blöðin heima á Fróni, ekki hvað síst blað Hagalíns, taldi framferði Jóns til landráða. Það liðu þó ekki mörg ár þangað til Hagalín kvað fánasöng ungra jafnaðarmanna: Áfram skal, áfram skai, lyftum fána frelsisroða, fánann rauða látum boða, fögnuð, jafnt um fjörð og dal. Múrar falli, hrynji hallir, harðstjórn boðum síðsta kveld, tendrum nú í hrjáðum hjörtum helgan eld. Jón Bach gat sér það áður til frægðar að fella Sigurjón Péturs- son í fangbrögðum í hásetaverk- fallinu 1916. Jóhönnu Egilsdóttur þarf ekki að kynna. Hún varð háöldruð og er flestum í minni fyrir áratuga starf að málum alþýðu. Jóhanna kom ung frá Kaldaðarnesi. Þar var hún vinnuhjú hjá sýslumann- inum. Fótgangandi kom hún með léttan mal og lítinn pinkil. í al- þingismannatali er Jóhanna talin húsfrú. Eigi skal það vefengt. Jó- hanna stóð fyrir stóru heimili. En það verða einkum störf hennar að verkalýðsmálum og barátta henn- ar fyrir bættum kjörum alþýðu sem skipa henni sess í sögu al- þýðusamtaka. Hún hlífði sér hvergi. Ótrauð gekk hún milli vinnustöðva allt frá því er hún hóf á loft fána verkakvennafélagsins Framsóknar, sem hún ber hér í fyrsta sinn. Þær voru margar ferðir hennar á stakkstæðin. í sögu Halldórs Laxness af Ljósvíkingnum spyr Jóa í Veghús- um Ljósvíkinginn: Læturðu snúa þér við? Það kom í hlut Jóhönnu Egilsdóttur að spyrja þeirrar spurningar margsinnis. Stappa stálinu í verkakonur, hvetja þær til samstöðu, vekja þær til vitund- ar um rétt sinn og mátt. Fylkja þeim gegn Katrínusum og Boges- enum stassjónanna. Sýslumanns- synirnir í Kaldaðarnesi, Jón Sig- urðsson og Haraldur píanóleikari, gáfu þjóð sinni hlutdeild í tón- mennt og bókmenntum heimsins með hljóðfæraleik sínum og þýð- ingum. Það ber að þakka. Vinnustúlkan á sýslumanns- setrinu gekk aðra slóð. Með starfi sínu vakti hún til dáða og sjálfs- vitundar. Efldi traust á mátt sam- taka til menningarauka og mann- réttinda. Jóhanna Egilsdóttir hirti ekki um ókvæðisorðin er dundu á þeim er hófu merkið í fyrstu kröf- ugöngunni: Bolsar. Byltingarsegg- ir. Það vakti athygli að Stefán Jó- hann Stefánsson minntist eigi með einu orði á Jóhönnu í bók sinni, Æviminningum. Ég spurði Jóhönnu hvort hún hefði veitt þessu athygli. Jóhanna svaraði: „Já, ég tók eftir því.“ Svo bætti hún við: „Veistu hvernig ég launaði honum það?“ Ég kvað nei við því. Þá sagði Jóhanna: „Ég minntist ekki heldur á hann einu orði.“ Nú er mál að linni löngu máli. Hér hafa verið ritaðir sundurlaus- ir þankar um atburði er í hugann komu þá er horft er um öxl og hugsað til fyrri tíðar. Vétur Pétursson cr úharpsþulur. 23 Verzlunarráð íslands leggur til að: Niðurgreiðslur og útflutningsbætur verði afnumdar svo og einokun Grænmetisverzlunar landbúnaðarins „NÚVERANDI landbúnaðarstefna heldur uppi of mikilli framleiðslu miðað við eftirspurn og kröfur neyt- enda. Þetta kallar á kostnaðarsamt styrkja- og millifærslukerfi, sem skattgrciðendur borga með vaxandi tregðu og ýtir jafnframt undir, að ekki sé gætt fullrar hagkvæmni í greininni," segir m.a. í frétt frá Verzlunarráði Islands þar sem gerð er grein fyrir helstu tillögum ráðsins til úrbóta í landbúnaðinum, sem ráð- ið hefur nú sent nefnd þeirri sem endurskoðar lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Þar segir jafnframt að umfang þessara styrkja sé gífurlegt. Sam- kvæmt úttekt Verzlunarráðsins hafi kostnaðurinn við að viðhalda óbreyttu kerfi numið rúmum 13 milljörðum króna á sl. 6 árum, eða rúmlega 2 milljörðum á ári að meðaltali. Segir að þessi upphæð nemi um 440 þúsund krónum á ári frá skattgreiðendum á hvert bú, sem samsvari aftur góðum árs- launum hvers bónda. Verzlunarráð gerir þessu næst grein fyrir helstu tillögum sínum til úrbóta, og meðal þeirra eru til- lögur um að niðurgreiðslur verði afnumdar þannig að allar land- búnaðarvörur verði jafnar í sam- keppni innbyrðis og njóti ekki sér- stöðu gagnvart öðrum vörum, út- flutningsbætur verði afnumdar í áföngum, styrkir til landgræðslu og húsabóta verði afnumdir og einokun Grænmetisverslunar ríkisins verði afnumin. Þar að auki gerir Verzlunarráð- ið tillcgur um að verslun verði opin með landbúnaðarafurðir á öllum vinnslustigum og vinnsla mjólkurstöðva og sláturhúsa verði aðskilin frá öðrum atvinnurekstri á sama stað af samkeppnisástæð- um, kjarnfóðurgjald verði afnum- ið og núgildandi lög um sölu bú- jarða verði rýmkuð þannig að bændur standi jafnfætis öðrum eigendum eigna. Þá leggur ráðið til að verðmyndun verði áfram frjáls í nýrri búgreinum, en í hefðbundnum búgreinum verði verðið ákveðið til bænda frá vinnslustöð, en síðan frjálst á síð- ari stigum vinnslu og dreifingar. Samband íslenskra bankamanna: Helgi Hólm ráðinn framkvæmdastjóri HELGI Hólm hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra bankamanna frá og með 1. maí nk. Tekur hann við af Vilhelm Kristinssyni, sem gegnt hefur stöð- unni frá 1. september 1979. Heigi lauk kennaraprófi árið 1962 og prófi úr íþróttakennara- skólanum ári síðar. Hann stund- aði kennslu á árunum 1963—1966, en réðst þá til Verslunarbankans í Kefiavík. Hann var útibússtjóri 1971. Helgi er 43 ára gamall, kvæntur Brynju Árnadóttur kenn- ara, og eiga þau fjögur börn. Helgi Hólm 1. maí í Borgarnesi DAGSKKA 1. maí hátíðahalda stétt- arfélaganna í Iiorgarfirði hefjast á Hótel Borgarnesi kl. 13.30. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Lúðrasveit Borgarness leikur. Stjórnandi: Björn Leifsson. 2. Samkoman sett: Sigrún D. Elías- dóttir, formaður 1. maí-hefndar. 3. Ræða: Björn Þórhallsson, vara- forseti Alþýðusambands íslands. 4. Einsöngur: Jóhanna Linnet. Undirleikari: Guðni Þ. Guð- mundsson. 5. Félagar úr Iæikfé- lagi Selfoss flytja söngva úr leik- ritinu „Þið munið hann Jörund" Stykkishólmur: Hefðbundin Slvkkishólmi .‘Mk apríl. 1. MAÍ hátíðahöldin í Stykkishólmi verða með hefðbundnu sniði. Hátíðafundur verður í félagsheim- ilinu kl. 14 og þar leikur Lúðra- sveit Stykkishólms undir stjórn Daða Þórs Einarssonar. Erlingur ^ftir Jónas Árnason. 6." Samkór Verkalýðsfélags Borgarness syng- ur. Stjórnandi: Björn Leifsson. 7. Vísnamál: Sveinbjörn Beinteins- son, Draghálsi. 8. Ávörp fulltrúa stéttarfélaganna: Berghildur Reynisdóttir, Verkalýðsfélag Borgarness; Helgi Björnsson, Iðnsveinafélag Mýrasýslu; Hreggviður Hreggviðsson, Versl- unarmannafélag Borgarness. Kl. 14.00 er börnum boðið á kvikmyndasýningu í Samkomu- húsinu. 1. maí-kaffi verður í Snorrabúð að loknum hátíðar- höldum. hátíðahöld Viggósson, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, flytur ræðu dagsins. Þá verða flutt ávörp og leikfélagið Grimnir mun sjá um ýmis skemmtiatriði. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.