Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1984 25 Kristján M.B. Krist- jánsson — Minning Fæddur 14. mars 1923 I)áinn 19. apríl 1984 í gær (sl. mánudag) fór fram útför Kristjáns M.B. Kristjáns- sonar, sjómanns, en hann lést þann 19. apríl eftir stutta sjúk- dómslegu. Kristján fæddist þann 14. mars 1923 í Reykjavík og var því liðiega 61 árs er hann lést. Hann var sonur sæmdarhjónanna Kristjáns Kjartanssonar, útvegs- bónda og skipstjóra frá Efri- Húsum í Önundarfirði, sem lengst af var kenndur við Björnshús á Grimstaðaholti, og konu hans, Þóru Björnsdóttur úr Reykjavík. Eins og svo margir Reykvík- ingar eftirstríðsáranna lifði fjöl- skyldan í Björnshúsi mikil um- skipti, þar sem höfuðstaðurinn tók á sig mynd nútímaborgar. Þessu fylgdi ýmisleg röskun á lífinu í út- jaðri bæjarins, þar sem gróin tún og bithagar búfjár urðu að víkja fyrir nýjum húsum og götum svo borgin fengi tekið út fullan vöxt sinn. Má segja, að nær einu menj- ar þessara liðnu atvinnuhátta séu hrognkelsaútgerðin í vörinni neð- an við Garða- og Grímstaðaholtið, sem minnir okkur á sjálfsbjarg- arhvöt og áræði liðinna kynslóða. Fyrir um þremur tugum ára fluttist sá er þetta ritar í nágrenni þeirra í Björnshúsi. Þegar þetta var hafði nær allur búskapur lagst niður á þessum slóðum, en aldrað- ur faðir Kristjáns stundaði þó sér til gamans lítilsháttar garðrækt og hafði litlu hæsnabúi að sinna. Jafnframt reri Kristján yngri til hrognkelsaveiða á vorin. Allt þetta átti óskipta athygli okkar krakkanna í hverfinu. Þeir feðgar skyldu vel hvers lags ævintýri þetta var litlu borgarfólki og voru strax fúsir að leyfa mér og öðrum að taka þátt í atinu, yfirleitt helst svo forvitni og athafnaþrá unga drengsins yrði svaiað, frekar en að gagn hafi verið af. Og slíkar voru móttökurnar, að fyrr en varði skapaðist okkar í milli vinátta, sem entist og efldist er árin liðu. Mun mínum nánustu enn í fersku minni, er við Kristján gengum saman með hendur aftur fyrir bak niður að sjó til þess að huga að veiði dagsins. Svo mjög mat ég vináttu og trúnað þessara vildar- vina minna, að ég freistaði þess að bera mig sem mest ég mátti að hætti þeirra. Síðar fór ég í róðra með Stjána, eins og ég alltaf kall- aði hann, en hygg að kraftar mínir hafi betur notið sín við sölukerr- una vestur á Hringbraut eða niður við Ægissíðu, þegar nýr rauðmagi og sigin grásleppa voru boðin til kaups. Þó svo að samfundir okkar Kristjáns hafi ekki verið jafn tíðir hin síðari ár sem fyrr, þótti mér alltaf nauðsynlegt að líta inn þeg- ar færi gafst til þess að ræða mál- in, því alltaf var um nóg að skrafa. Mér fannst líka alltaf gott að koma til fundar við þennan forn- vin minn, minnugur þess hve oft hann hafði sýnt mér barnungum þolinmæði þess sem kann að hlusta. Kristján var skemmtilegur heim að sækja, glaðlyndur og full- ur áhuga á því sem aðrir höfðu fyrir stafni. Hann var, annars harla dulur um sjálfan sig og lítið gefinn fyrir sýndarmennsku. Oft ræddum við þjóðmálin, sem við Frá vortónleikum Tónskóla Fljótsdalshéraós 1983. Ljósm. Mbl./Ólafur. Egilsstaðir: Vortónleikar Tónskólans Kgilsstöóum, 24. apríl. TÓNSKÓLI Fljótsdalshéraós heldur sína árlegu vortónleika í Egilsstaða- kirkju róstudaginn 4. maí kl. 20.30 og veröa nemendur úr Tónlistarskól- anum á Seyðisfirði sérstakir hcið- ursgestir á tónleikunum og taka beinan þátt í þeim. Vortónleikar Tónskóla Fljóts- dalshéraðs eru löngu orðnir hluti af vorkomunni hér á Héraði og ávallt haldnir fyrir fullu húsi. Tónskóli Fljótsdalshéraðs var stofnað 1971 og hefur starfsemi skólans sífellt vaxið síðan en hús- næðisskortur háir nú starfsemi hans að nokkru. Á Egilsstöðum er kennt á tveimur stöðum, í Egils- staðaskóla og Egilsstaðakirkju, en auk þess rekur skólinn útibú á Eiðum. Magnús Magnússon hefur verið skólastjóri Tónskóla Fljótsdals- héraðs frá upphafi en auk hans starfa nú tveir fastráðnir kennar- ar við skólann auk þriggja stunda- kennara. Nemendur skólans eru nú um 100 talsins. — Ólafur Söngnemendur setja gamanóperu á svið SÖNGNEMENDUR Nýja tónlist- arskólans og Tónlistarskólans í Reykjavík flytja ásamt sinfóníu- hljómsveitinni á sunnudag og mánu- dag, 6. og 7. maí, gamanóperuna Brottnámið úr kvennabúrinu í Hvassaleitisskóla. Mun þetta vera fyrsta sinn hérlendis, að söngnem- endur ráðist í uppsetningu slíks verks með öllu er til þarf. Sönghlutverkin í óperunni eru fimm talsins. Jóhanna G. Linnet fer með hlutverk Konstanze, Helga Baldursdóttir fer með hlut- verk Blonda, Guðbjörn Guð- björnsson er í hlutverki Belmonte, Magnús Gíslason syngur hlutverk Pedrillo og Oddur Sigurðsson leik- ur Osmin. Þá fer Reynir Bjarna- son með talhlutverk Selim í verkinu. Leikstjóri er Sigrún Björnsdótt- ir, leikmynd er eftir Gylfa Gísla- son en Ragnar Björnsson er hljómsveitarstjóri. Óperan er sungin á þýsku en talaður texti er á íslensku. báðir fylgdumst með af áhuga og var Kristján alllaus við kreddur um slíka hluti. Framtíð lands og þjóðar bar oft á góma og fór Kristján aldrei i grafgötur með þá skoðun sína, aö okkur væri best borgið að reiða okkur á aðdrætti frá hafinu með skynsamlegri nýt- ingu þessara auðlinda okkar. Þar talaði hann líka af eigin reynslu og þekkingu, þó svo að ekki hafi verið af skólabókunum lært. En til að svo mætti verða hafði hann þá trú að aukin menntun og þjálfun fólks í sjávarútvegi, ásamt alhliða rannsóknum á iífríki sjávar, væri nauðsynleg. Er ég valdi mér að starfi athuganir á furðuveröld hafsins sagði Stjáni mér líka að slíkt væri sér vel að skapi. Þykist ég viss um að kynni okkar í gegn- um tíðina hafi ráðið hér miklu um val mitt. Kristján var vel greindur mað- ur. Hann fór snemma til sjós á fiskiskipum ýmiss konar, enda var sjómennskan honum í blóð borin og hana leit hann ætíð sem sinn megin starfsvettvang. Þegar ákveðið var að Björnshús viki fyrir nýrri byggð tóku þeir bræð- ur, Sveinn og Kristján, höndum saman og b.vggðu sér myndarleg't hús á æskustöðvum sínum. Slík störf áttu vel við Kristján og sneri hann sér nú alfarið að bygginga- vinnu og vann sér gott orð fyrir múrverk og viðgerðir á húsum. Eins og fyrr var hann eftirsóttur starfskraftur enda vandvirkur og fljótur að tileinka sér nýja hluti. Síðastliðin fimm ár starfaði hann nær einvörðungu að endurbótum og viðhaldi húsakosts Háskóla ís- lands. Kristjáns verður sárt saknað af þeim, sem til hans þekktu. Votta ég öllum ættingjum hans samúð mína, sérstaklega eftirlifandi systkinum hans, þeim Magnúsi, Fjólu og Finnborgu. Megi sem flestir njóta slíkrar vináttu og tryggðar, sem þessi látni vinur minn veitti mér frá fyrstu tíð. Jóhann Sigurjónsson 1984-1985 Nýtt happdrættísár með §ölda stóna vínnínga mmm g| Vinningar strax i fyrsta flokkí Vinningur til íbúðarkaupa 10 vinningar til bílakaupa á 500 þúsund krónur á 100 þúsund krónur hver 40 utanlandsferðir 70 húsbúnaðarvinningar á 35 þúsund krónur hver á 10 þúsund krónur hverog 479 húsbúnaðarvinningar á 2500 krónur hver Sa/a á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Mánaðarverð miða kr. 100,-, ársmiða kr. 1.200,- MIÐI ER MOGULEIKI BÚUM ÖLDRUÐUM ÁHYGGJULA UST ÆVIKVÖLD Dregið verður í 1. flokki fimmtudaginn 3. maí. Happdrættí B4-B5 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.