Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1984 Ný símaskrá um miðjan maf ÞESSA dagana er verið að prenta nýja símaskrá. „Við gerum ráð fyrir að hún komi út um miðjan maí,“ sagði Hafsteinn Þorsteinsson, símstöðvarstjóri í Reykjavík, í samtali við blm. Mbl. „Það verða miklar breytingar á númerum. Inn koma sex stafa númer, alls 7.500, og auk þess breytast um 800 númer á Seltjarnarnesi. Við verðum að bíða þar til þessar breytingar hafa farið í gegn, sem verður þegar nýjar stöðvar verða teknar í notkun á Seltjarnarnesi, Múla og miðbænum, væntanlega um miðjan maí,“ sagði Hafsteinn. Hann sagði að litlar breytingar yrðu á sjálfri símaskránni, utan hvað að sex stafa númerin kæmu að sjálfsögðu inn. Símaskráin yrði svipuð að stærð og í fyrra og í sama broti. Vaskar og harðplast margar gerðir. Mikið úrval af vöskum og blöndunartækjum fyrir eldhús og þvottahús. Harðplast frá Perstorp í Svíþjóð, mikið úrval. H/F OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 SMIÐJUBUÐIN HÁTEIGSVEGI 7, S: 19562-21220 Tvö frumvörp forsætisráðherra: Bankamál í eitt ráðuneyti 67 einstaklingar vilja fá íslenzkan ríkisborgararétt Forsætisráðherra lagði fram og mælti fyrir tveimur frumvörpum um bankamál í efri deild Alþingis í gær. í fyrsta lagi frumvarpi þess efnis að yfirstjórn Búnaðarbanka íslands heyri undir bankamálaráðherra (viðskiptaráðherra) en ekki land- búnaðarráðherra. I annan stað frum- varp um að samþykktir og reglugerð Iðnaðarbaka heyri undir bankaráð- herra í stað iðnaðarráðherra. Frumvörp þessi eru flutt í fram- haldi af heildarendurskoðun löggjafar um bankakerfið, sem unnið hefur verið að undanfarið, og tillögum bankamálanefndar. Tilgangurinn er að sameina yfir- stjórn bankamála í einu ráðuneyti og er það í samræmi við stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. maí 1983. Iðnlánasjóður lýtur áfram yfir- stjórn iðnaðarráðherra og Stofn- lánadeild landbúnaðarins yfir- stjórn landbúnaðarráðherra. Sextíu og sjö íslendingar — frá öllum heimshornum Samkvæmt breytingartillögu frá allsherjarnefnd efri deildar við frumvarp um veitingu ríkis- borgararéttar fjölgar íslendingum senn um 67 einstaklinga. Hér er um fólk að ræða, sem fætt er i 25 ríkjum í fjórum heimsálfum. Stærstur er hópurinn, sem sækir um íslenzkan ríkisborgararétt, eða 16 talsins, frá Víet—nam. En í hópnum eru og einstaklingar frá ýmsum öðrum fjarlægum ríkjum eins og írak, íran, Mauritius, Guy- ana, Tansaníu, S-Kóreu, Filipps- eyjum, Chile, Jórdaníu og Mar- okkó. Aðeins einn nýr landnáms- maður kemur frá Noregi, hvaðan ísland var numið, og aðeins einn frá næsta nágranna okkar, Fær- eyjum. Frumvarpiö „ekki pappírsins virði, sem það er prentað á“ Fyrir þingi liggja nú tvö frum- vörp um sama efni, jafna stöðu kvenna og karla, annað flutt af félagsmálaráðherra, Alexander Stefánssyni, hitt flutt af Svavari Gestssyni o.fl. þingmönnum stjórnarandstöðu. Komu bæði frumvörpin til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Jóhanna Sigurðardóttir (A) gerði harða hríð að frumvarpi fé- lagsmálaráðherrans, sem hún kallaði frumvarp um óbreytt ástand ójafnaðar kynjanna og ekki pappírsins virði, sem það væri prentað á. Miklar umræður urðu um málið. Fyrirlestur um kaos í eðlisfræöi ARI ÓLASON mag. scient. flytur fyrirlestur á vegum EAIisfræðifélags Islands á morgun, miðvikudaginn 2. maí, um kaos fyrir byrjendur. Fyrir- lesturinn hefst klukkan 17 í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvís- indadeildar. í fréttatilkynningu segir m.a. að í fyrirlestrinum verði lýst hug- takasafni sem beitt er á kaos og sagt frá tilraunum með kaotisk fasahvörf í He-Ne laser og í vökv- um. Seltjarnarnes Fundur veröur hjá Sjálfstæöisfélaginu og fulltrúaráöinu á Seltjarnar- nesi, fimmtudaginn 3. mai 1984 kl. 20.30 í Tónlistarskólanum á Seltjarn- arnesi. Gestlr fundarins veröa Frlörik Sophusson, alþingismaöur og varaformaöur Sjálfstæöisflokksins Ólafur G. Einarsson alþingismaöur og formaöur þingflokksins. Fundarefni: Stefnumál Sjálfstæðisflokksins i ríkisstjórninni og staöa þeirra í þinglok 1984. Fundarstjóri veröur Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar. Sjálfstæöismenn á Seltjarnarnesi eru hvattir til aö fjölmenna á fund- inn. G. Einarsson Sophusson Erlendsson 1. maí kaffi í Valhöll Sjálfstæöisfólk er hvatt til aö líta inn meö fjölskylduna í Valhöll 1. maí þar sem boöiö veröur upþ á kaffi og vöfflur. Veitingar í kjallarasal. Landsmálafélagið Vörður. 1. maí kaffi í Valhöll Sjálfstæöisfólk er hvatt til aö lita inn meö fjölskylduna i Valhöll 1. maí þar sem boöiö veröur upp á kaffi og vöfflur. Veitingar í kjallarasal. Landsmálafélagið Vöróur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.